Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 22. mai 1975 Fimmtudagur 22. mai 1975 TÍMINN 9 Loftleiðaskrifstofa í Luxemborg í 20 ár Séö yfir hluta gömlu borgarinnar, sem myndar austurhluta Luxemburgar. 1.8 milijón farþegar á tuttugu árum N(j eru 20 ár liöin frá þvi aö Loft- leiöir stofnsettu skrifstofu i Luxemborg og hófu þangaö áætl- unarfiug. Þó i fyrstu væri aöeins vikulegar feröir milli landanna, urðu samgöngur milli þessara tveggja landa og litlu þjóöa tiöari er timar liöu. Fyrir tuttugu árum hefur sennilega fáa grunað aö feröatiönin milli tslands og Luxemborgar myndi komast upp i þrjár feröir á dag, fram og til baka, þegar flestar eru. Það var snemma árs 1952, sem forráðamenn Loftleiða fengu augastað á Luxemborg sem væntanlegum viðkomustað i millilandaflugi. Athuganir leiddu i ljós að mögulegt myndi að fá loftferðasamning við Luxemborg samkvæmt Chicago-sáttmálan- um frá 1944. Tekið var að þrengja að félaginu á öðrum mörkuöum og þótt Luxemborgarar væru þá aðeins um 300.000 og íslendingar innan við 200.000, mátti i framtíð- inni vænta mikilla flutninga frá Luxemborg til tslands og þaðan til Bandarikjanna. Luxemborg, sem liggur i hjarta Evrópu, er i góðu vegasambandi við næstu lönd og þangað eru allar götur greiðar frá þéttbýliskjörnum Mið-Evrópu. Arið 1952 fóru fram viðræður um loftferðasamning milli Islands og Luxemborgar. Vel var unnið að samningsgerð- inni og samningurinn endanlega undirritaður i Reykjavik 23. októ- ber 1952. Með þetta i huga og frekari framtiðarverkefni var ákveðið að hefja flug til Luxem- í borgar vorið 1955. Árið 1953 aug- lýstu Loftleiðir lágu fargjöldin yfir Atlantshaf, sem giltu frá Norðurlöndum og Bretlandi. Eftir að þau tóku gildi þrengdi að starfsemi félagsins i þessum löndum og fyrirsjáanlegt var að svo gæti einnig farið i Þýzkalandi. Loftleiðir höfðu á þessum árum mjög náið samstarf við flugfélag- ið Braathens SAFE, i Noregi. Það varð að ráði að ungur starfsmað- ur Braathens, flyttist til Luxem- borgar og tæki þar við forstöðu Loftleiðaskrifstofunnar. Þessi maður er Einar Aakrann, sem er tslendingum að góðu kunnur fyrir tveggja áratuga starf sitt i þágu Loftleiða. Einar Aakrann kom ti! Luxemborgar snemma vors og skrifstofa félagsins var opnuð 1. mai. Undirbúningur var i fullum gangi og stefnt var að fyrstu áætl- unarflugferð félagsins þangað þriðju vikuna i mai. Sumarið 1955 auglýstu Loftleiðir fimm flug- ferðir i viku milli meginlands Evrópu og New York með við- komu á Islandi. Loftleiðir gerðu ýmislegt til þess að undirbúa þessa nýju flugleið. Um miðjan mai 1955 bauð félagiö hingað til lands, fjórum blaðamönnum frá Luxemborg. Þeir dvöldu hér i viku, skoðuðu sig um og hittu fjölda Islendinga. Skrif þessara manna i luxemburgisk blöð urðu til að auka kynni á Islandi. Það var laugardagsmorguninn 21. mai 1955 sem Skymasterflug- vél Loftleiöa EDDA, lagði upp frá Reykjavik. Feröinni var heitið til Luxemborgar. Meðal farþega voru Ingólfur Jónsson samgöngu- ráðherra, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri, Kristján Guð- laugsson stjórnarformaður Loft- leiða, Sigurður Helgason varafor- maður, Alfreð Eliasson forstjóri og Sigurður Magnússon blaðafull- trúi. 1 för með þeim voru fjórir blaðamenn frá Luxemborg og sex islenzkir blaðamenn. Flugstjóri i þessari sögulegu ferð var Krist- inn Olsen. 1 fyrsta áfanga var flogið til Gautaborgar, en siðan á- fram til Hamborgar. A flugvellin- um I Hamborg tók sendiherra Is- lands, Vilhjálmur Finsen, á móti flugvél, farþegum og áhöfn og i Hamborg var gist næstu nótt. Sunnudaginn 22. mai var flogið til Luxemborgar. Múgur og margmenni var á flugvellinum, þvi fjölmiðlar höfðu sagt frá komu flugvélarinnar, og þeim timamótum, sem þetta fyrsta áætlunarflug olli: Flugsamband var komiö á milli Luxemborgar, Islands og Bandarikjanna. Meðal þeirra sem tóku á móti tslending- unum voru Victor Bodson flug- málaráðherra Luxemborgar, Pétur Benediktsson sendiherra, Pierre Hamer stjórnarfulltrúi (flugmálastjóri), Fernand Loesch forseti Luxair, fulltrúar blaða, útvarps o. fl. 1 aðalsal flug- hafnarinnar var efnt til móttöku og þar fluttu ræður, Victor Bodson og Ingólfur Jónsson flug- málaráðherra Islands. Eftir nokkurra klukkustunda viðdvöl i Luxemborg, hélt Skymasterflugvélin Edda af stað norður á bóginn og flaug til Reykjavikur með viðkomu i Hamborg. Fyrsta áætlunarflugi Loftleiða til Luxemborgar var lokiö. i Fyrir 20 árum: Fyrsta Loftleiöa-vélin kemur til Luxemburgar. A myndinni eru: Ingólfur Jónsson ráöherra, Kristinn Olsen flugstjóri, Agnar Kofoed-Hansen, Siguröur Magnússon, Siguröur Helgason, Kristján Guðlaugsson og Alfreö Eliasson. Tveggja áratuga þróun Þessi nýja flugleið var flogin einu sinni i viku sumarið 1955. Enginn gerði ráð fyrir stór- kostlegum flutningum fyrsta kastið, en fyrir kom að öll 44 sæti Skymasterflugvélanna voru fullsetin. Fyrsta árið urðu far- þegar milli Reykjavikur og Luxemborgar fram og aftur 246 og milli New York og Luxem- borgar fram og aftur 343. Áfram var haldið með svipuðu móti. Farþegafjöldinn milli Banda- rikjanna, Islands og Luxem- borgar óx þó stöðugt. Arið 1959 tóku Loftleiðir I notkun Cloudmasterflugvélar og það ár voru fluttir 768 farþegar til og frá Luxemborg. Það bar svo áriö 1961, sem Loftleiðir tóku upp og auglýstu lág fargjöld milli Luxemborgar og Bandarikjanna fram og aftur. Arið 1960 voru fluttir 539 farþegar milli Luxem- borgar og Bandarikjanna fram og aftur en fyrsta árið sem hin lágu fargjöld voru I gildi, nam far- þegafjöldinn 8.558 manns. Enn verður stórstig breyting 1962, þegar fluttir ' eru næstum þvi 30.000 farþegar milli landanna og upp frá þessu vaxa flutningar milli Luxemborgar, Banda- rikjanna og íslands hröðum skrefum. Arið 1964 bættu Loft- leiðir enn flugvélakostinn, er félagið keypti fyrstu Rolls-Roys 400 skrúfuþotuna. Fleiri slíkar fylgdu á eftir og árið 1966 voru þessar flugvélar lengdar og höföu þá sæti fyrir 189 farþega . Áfram hélt þróunin og árið 1970 tók félagið DC-8-63 þotur í þjónustu sina á flugleiöum til og frá Luxemborg. Við samantekt á farþegafjölda i þau 20 ár, sem flug Loftleiða til Luxemborgar hefur varaö, hafa verið fluttir u.þ.b. 1.8 millj. far- þega. Arið 1969 keypti Loftleiðir flug- félagið International Air Bahama, sem flýgur áætlunar- flug milli Luxemborgar og Nassau á Bahamaeyjum. I mars 1970 var vöruflugfélagið Cargolux stofnað með þátttöku Loftleiða aö einum þriðja hluta. Þá tók félagið einnig þátt i byggingu hótels, Hotel Aerogolf, sem stendur skammt frá Findel flugvelli og var opnað snemma árs 1973. Eins og sjá má að framansögðu hafá þær óskir og vonir sem við hið fyrsta flug voru tengdar sannarlega rætzt. Það er meira að segja vafi á, hvort þeir sem bjartsýnastir voru þá, hafi gert sér i hugarlund að svo stórstlgar framfarir og aukning yrðu á þess- ari flugleiö sem raun ber vitni. Nú 20 árum siðar vitum við að fyrsta áætlunarflugið til Luxemborgar lagði grundvöll aö stóratvinnu- rekstri á Islandi, og þótt nokkrir erfiðleikar steðji að Norður-At- lantshafsfluginu eins og sakir standa er von til, og allar likur á, að úr rætist innan tiðar. I tilefni 20 ára afmælisins buðu Flúgleiðir blaðamönnum i kynningarferö til Luxemburg, og fengu þeir að kynnast starf- seminni þar. Má geta þess til gamans, að fyrir tuttugu árum var Islenzkum blaðamönnum Hótel Aerogolf tók til starfa 1973, og eru Flugleiöir aöili aö rekstri hótelsins. Þaö stendur viö flugvöllinn, og framan viö þaö er stór og mikill golfvöllur. Einar Aakrann, umdæmisstjóri Loftleiöa I Luxemburg frá upphafi, fyrir utan skrifstofu Loftleiöa i Luxemburg. boðið i sama tilgangi. Þá urðu þeir að fara i tveim áföngum til Luxemburg, en nú var flogið beina leið á 2 klst og 50 min. Luxemburg er heillandi land. Að þvi liggja þrjú stórveldi, Þýzkaland, Frakkland og Belgia, og þar eru töluð fleiri tungumál en i nokkru öðru landi, vegna legu landsins. Flestir tala þýzku og frönsku auk sins eigin máls, luxemburgelskunnar, og 60% þjóðarinnar talar ensku. Borgin er svipuð að stærð og Reykjavik, en ekki eins dreifð. Mjög gott er að ferðast frá Luxemborg til hinna ýmsu landa, og vegir allir mjög góðir og greiðir. Við blaðamennirnir skruppum til Trier, sem er aðeins 13km frá landamærunum. Það er fornfræg borg með ýmsar merki- legar menjar frá fyrri tið, en Rómverjar komu þangað árið 58 f. Kr. Þá hafði borgin verið byggð um langt skeið af Treverium, og verið öldum saman i byggð. Striðsminjar eru miklar i Luxemborg, en þar voru mann- skæðar orrustur háðar. Eru um- fangsmiklir hermannagrafreitir beggja striðsaðila i landinu, en orrusturnar við Moselle fljót urðu sérstaklega Bandarikjamönnum skeinuhættar. Blaðamönnum gafst einnig kostur á að kynnast starfsemi Cargolux, en um hana hefur veriö fjallað i Timanum undanfarið. Texti og myndir: Guðjón Einarsson Ernest Moyen, stöðvarstjóri Loftleiöa, á athafnasvœöi Loftleiöa á flugvellinum Rósa B. Blöndal: Ást við fyrstu sýn Svo nefnir séra Róbert Jack einn kapitulann i bók sinni, Sjálfsæfisaga. — Fyrirsögn þessa greinarkorns er þvi tekin úr sjálfri bókinni. Það væri hægt að hafa ýms önnur nöfn á umsögn um bókina, þvi að hér er um auð- ugan garð að gresja, t.d. þessa fyrirsögn: Ég var ungur leiddur i helgidóminn, ellegar: Far þú, sonur þinn lifir. Nú, — eða þá fyrirsögn úr knattspyrnulifi unga prestsins I Eydölum: „Nautin i Breiðdalsvik”. Nafn, sem mót- stöðumenn gáfu þessum harð- snúna knattspyrnuflokki, sem presturinni Breiðdalsvik æföi, og 'voru synir byggðarlagsins. Fyrir nokkrum árum skrifaöi ég grein, sem ég nefndi Hin guð- lega sóun. Hún var gerð til minn- ingar umséraSigurö Norland>sem prestur var aö Tjörn á Vatnsnesi, en sat i Hindisvik. Séra Sigurður kallaði heim frá Amerfku þann prest, sem var nógu mikill heims- borgari til þess að setjast að á Tjörn á Vatnsnesi. Skotland hans föðurland, enska hans móðurmál, Island hans land. Ég minntist á að séra Róbert hefði skrifaö skemmtilega bók á ensku um Grimsey. Nú er óhætt að bæta þvi við, að hann hefur skrifað eina þá skemmtilegustu ævisögu, sem komið hefur út, meðal allra þeirra mörgu ævisagna, sem ár- lega koma fram. Hér situr enn ritsnillingur á Tjörn, —-maöur, sem skrifar bæöi á enska tungu og islensku, þar sem þó fjölmörg prestaköll i blómlegri byggðum hafa verið presti svipt. Þegar ég frétti það í vetur, að séra Róbert væri að gefa út ævi- sögu sina, fagnaði ég þvi og sagði: Auðvitað á enska tungu. Það er taliö, að mikla málgáfu þurfi til þess að rita gott mái og lifandi á tveimur tungum. Auk þess heyrði ég fyrir mörgum ár- um islenzkan háskólamann tala um það i alvöru, að tslendingar ættu að leggja niður þetta ,,út- kjálkamál” og taka upp enska tungu i staðinn. Hann taldi það mikinn mun fyrir islenzka höf- unda að geta með svo litlum kostnaði haft milljónir lesenda,— Þegar mér var sagt, að séra Róbert, barn milljónatungunnar, hefði skrifað bók sina fyrir hina fáu, sem tungu vora kunna, þá var min fyrsta hugsun, að mér þótti hann færast mikið i fang. Er það mögulegt? sagði ég. — Er hann orðinn svo mikill Islend- ingur, að tunga vor hafi dropið svo djúpt inn i hjarta hans, að hún drjúpi nú einnig i gegn um penn- ann, þegar hann skrifar, eins og hans eigið móðurmál? Ég veit, að ýmsir menn hafa skemmtilega frásagnargáfu i mæltu máli, og ná þó ekki sög- unni á sama hátt i pennann. Snemma dáðist ég að þvi, hve vel séra Róberti fórst að prédika á is- lenzku. En ævisaga um fjölþætt efni gerir ennþá margþættari kröfur til máís og stils. Aður en bókin kom út, kom séra Róbert i heimsókn og lét okkur heyra part úr próförk. — Þetta var nóg. Við glöddumst yfir valdi hans á máli og stil. Nú hef ég fyrir löngu lesið þessa fjölþættu bók. Við lestur hennar liður timinn fljótt. Presturinn, sem hefur á valdi sinu tungumál milljónagrúans, hefur einnig tök á vorri fáheyrðu tungu, sem hann teygir eins og vakran fák á fögru skeiði. Mælska, hraði og léttleiki með afbrigðum i allri hans frá- sögn. Djúpstæð oröauðgi er is- lenzka hans. Við fátækleg kjör á yztu mörk- um tslandsbyggðar hefur hann lengi búið. Hann hefur aö launum tekið, það sem ég tel merkastan auð veraldargæða: Islenzk tunga hefur eignazt hann, og hann hefur eignazt hana. Lengi hefur frásögn hans i mæltu máli verið lifleg á tungu vorri, þótt þar mætti greina ensk blásturshljóð. En langur vegur er frá þvi, að islenzkan hans hafi enskt hljóðfall, eins og hjá sum- um tslendingum, sem I fjölmiðl- um tala. Nú drýpur islenzk tunga i gegn um hjarta séra Róberts og heila og huga niður i penna hans, þegar hann skrifar. — Og svo sannur islendingur er hann orö- inn, að hann segist ekki veröa sáttur við að eiga sjálfur eilift lif i himnariki, ef hann Skjóni sinfí, ferðahesturinn ratvisi, sé þar ekki lika. Enskar bókmenntir eru sjálf- sagt mikil undirstaða i þeirri grein að „raða orðunum saman”. Stilhraði sr. Róberts er svo mik- ill, að fáir hafa náð sliku skriði á skiðunum af þeim fjölmörgu Is- lendingum, sem skrifa bækur. Þar með hefur hann þau einkenni beztu höfunda að draga mikið efni saman i fáar setningar. Hann er fljótur að gripa knött- inn, — skjótur að spyrna og hitta i mark. Séra Róbert er svo mikill stil- isti, að honum hefur tekizt i bók þessari að festa huga minn við lýsingu á knattspyrnu. Það er að skora ærlegt mark. — Ég hef aldrei getaö horft á knattspyrnu. Þegar sr. Róbert var á 13. ári veiktist hann alvarlega. Sjúk- dómurinn: beináta. Hann var skorinn, og leið miklar þjáningar. Útyfir tók eina nótt, — og hann bað Guð mjög heitt að hjálpa sér. „Nóttina, sem ég horfði á dýrð Drottins, voru foreldrar minir einnig að biöja fyrir mér. — Og um nóttina greip faðir minn Bibli- una, sem lá á borðinu við rúm- stokkinn, opnaði hana af handa- hófi og kom beint niður á oröin, sem Jesús sagöi viö konungs- manninn, sem átti veikt barn: „Far þú, sonur þinn lifir.” Kraftaverkiö gerðist þessa nótt. Róbert var læknaður. Séra Róbert var einkasonur og einkabarn efnaðra hjóna. Faðir hans byggði einbýlishús utan við borgina Glasgow, drengnum sin- um til hressingar. Um þá breyt- ingusegir sr. Róbert m.a.: Þarna má segja, að bikar minn hafi ævinlega verið barmafullur af gleði, þau ár, sem ég bjó þar. Sr. Róbert kom fyrst til Islands til þess að kenna knattspyrnu. Meðal annars var hann fenginn vestur i Dali til þess að kenna þar. Um þá ferð er kaflinn hreinskilni: Ast við fyrstu sýn. Ég set hérna sýnishorn af is- lenzku sr. Róberts: „Ég kom að Tjaldanesi i blið- skaparveðri, og við fjöröinn breiða var fuglinn mikill, og söngur hans hljómaði hátt i kyrrðinni. — Ég var skammt frá bænum, þegar ung kona kom út úr honum, klædd upphlut — og horföi i átt til min. Þegar ég nálg- aöist hana, sá ég að hún var mjög myndarleg. Grannvaxin með sið- ar fléttur. Ég var strax gagntekinn af þessari konu. Mér fannst með ó- likindum, að hún hefði gengiö út úr járn- og timburhúsinu. Heldur hefði hún stokkið út úr siöum Laxdælu.” Ég endurtek ekki meira úr þessum kafla. Hér má sjá stil hans. Vert er fyrir vora kynslóö að taka eftir þvi, að sr. Róbert hafði, þegar þarna kom sögu, ungur maður, lesið Laxdælu, náttúrlega á ensku. Þau voru nýgift, stúlkan úr siö- um Laxdælu og hann, þegar þau komu að Stað i Steingrimsfirði. Glaðir voru vinir og skólabræður að hittast þar. Við vorum hrifin af hans ungu konu og af ræðu sr. Ró- berts i Staöarkirkju. En dauðinn sleit snemma ást- vinabönd þessara hamingjusömu hjóna. — Fjögur ung börn móður- laus. — Sr. Róbert hefur ekki far- ið varhiuta af sorgum lifsins. Hann minnist einnig þeirra, sem veittu hjálp á raunastundum. Hann fékk siðar unga konu, glæsilega. Þau eiga mörg mann- vænleg börn. Og hún hefur reynzt traustur förunautur i erfiðleikum útskagans islenzka. Þau voru nokkur ár i Ameriku. Hann hafði heimþrá, en hún ekki. Þau komu heim eftir kalli sr. Sig- urðar Norlands. Siðar hefur sr. Róbert feröazt ennþá lengra út i heim. Lestu öll þau ævintýri. — Lifið birtist sr. Róbert eins og leiksvið og ævin- týri, þar sem skarpt ljós og skuggar leikast á. Hann er alltaf að lýsa persónum á leiksviði lifsins og hlutverkum þeirra. Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.