Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 22. mai 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 25 og hinn á nakinn likama hans. Hann hreyföi sig ekki — stóö aðeins teinréttur og horfði rólegur milli Ijósgeisl- anna. Þaö var rétt eins og hann væri heima hjá sér og þvílíkt atferli væri honumeðlilegt á hverri nóttu.Skordýr flugu eitt og eitt inn í Ijósgeislann. Fugl heyrðist flögra úr tré. — Þér er bezt að láta byssuna og rakhníf inn falla nið- ur, sagði gamall maður á hægri hönd. Rödd hans var grófgerð. Rambo andaði léttar. Þeir ætluðu þá ekki að drepa hann —að minnsta kosti ekki strax. Hann hafði vakið hjá þeim næga forvitni. Engu að síður hafði það verið áhætta að vera með rakhnífinn og byssuna. Þessum mönnum hefði kannski fundizt/ sem þeim væri ógnað er þeir sáu vopnin. Þá hefðu þeir skotið hann. En Rambo gat ekki hugsað sér að ganga um skógana að næturlagi án þess að hafa eitthvað til að verja sig með. — Alveg sjálfsagt, sagði hann með jafnaðargeði og lét rakhníf og byssu falla til jarðar. Hafðu engar áhyggjur. Byssan er óhlaðin. — Auðvitað ekki. Fyrst gamli maðurinn var á hægri hönd, hlaut sá til vinstri að vera ungur maður — hugsaði Rambo með sér. Ef til vill faðir og sonur. Kannski einhver ættingi. Þann- ig var þessi útgerð rekin. Alltaf f jölskyldufyrirtæki. Þeir fullorðnu gáfu fyrirskipanir og yngri mennirnir unnu verkin. Rambo f ann að mennirnir, sem beindu að honum Ijósunum, virtu hann nákvæmlega fyrir sér. Gamli mað- urinn hafði nú hljótt um sig. Rambo ætlaði ekki að segja meira en hann þyrfti. Hann var óboðinn gestur og var þvi fyrir beztu að hafa hljóð. — Hvað með þennan óþverra og f úkyrði, sem þú hef ur öskrað upp, sagði gamli maðurinn. — Varstu að upp- nefna okkur— eða hvern kallar þú slikum fúkyrðum? — Pabbi,spurðu hann hvers vegna hann gangi um alls- nakinn með allt dinglandi útbyrðis — sagði sá á vinstri hönd. Af röddinni að dæma var hann miklu yngri en Rambo hafði búizt við. — Haltu þér saman, sagði gamli maðurinn i skipunar- tón. — Ég sagði þér að halda þér saman. Rambo heyrði, að gamli maðurinn spennti gikkinn á byssu sinni. — Bíddu við, sagði hann harðmæltur. — Ég er einn á ferð og hjálpar þurf i. Hlustaðu á mig áður en þú skýtur. Sá gamli svaraði ekki. — Mér er alvara. Ég kom ekki hingað til að stofna til illinda. Það breytir engu þótt ég viti, að aðeins annar ykkar er fullburða karlmaður en hinn ungmenni. Þó ég viti það skal ég ekki reyna að slasa neinn. Hann tefldi á tvær hættur. Kannski var forvitni þess gamla svalað, og hann ákveðinn í að skjóta. En Rambo taldi að nakinn og blóði stqrkinn likami hans væri tals- vert geigvænlegur í augum gamla mannsins. Hann myndi ef laust ekki taka neina áhættu fyrst Rambo vissi að annar var rétt af unglingsaldri. — Ég er á f lótta undan lögreglunni. Þeir hirtu af mér fötin og ég drap einn þeirra. Ég kallaði til að f inna ein- hvern, sem gæti hjálpað mér. — Jamm — þú ert hjálpar þurf i, sagði sá gamli. — En hver ætti að hjálpa þér? — Þeir munu senda hunda á eftir mér og f inna brugg- stöðina ef við reynum ekki að stöðva þá. ÞETTA VAR SNOGGI BLETTURINN. NÚ MYNDU ÞEIR DREPA HANN EF ÞEIR ÆTLUÐU SÉR ÞAÐ Á ANNAÐ BORÐ. — Bruggstöð, sagði gamli maðurinn, — Hver sagði þér að hér væri bruggstöð? Heldur þú að ég sé hér með bruggstöð? — Við erum hér í svarta myrkri við vatnsfallið. Hvaða erindi gætir þú átt hingað annað? Þú hef ur svei mér f alið hana vel. Ég sé ekki einu sinni logann f rá ofninum, þótt ég viti af stöðinni. Heldur þú að ég færi að eyða tímanum íþig, ef ég vissi af bruggstöð hér f nágrenninu? Nei laxi. Ég elti uppi strokumenn. — Hundlaus? Við höfum ekki tíma til að leika okkur. Áður en hinir raunverulegu blóðhundar koma hér í fyrramálið, verðum við að koma okkar málum á hreint. Sá gamli bölvaði í hljóði. — Þú ert sannarlega í klandri. sagði Rambo. — Mér þykir leitt að draga þig inn í þetta, en ég átti einskis annars úrkosti. Mig vantar föt, fatnað og riffil. Ég sleppi þér ekki fyrr en ég fæ þetta. — Skjótum hann bara, pabbi, sagði strákurinn á vinstri hönd. — Hann ætlar að snúa á okkur. Sá gamli svaraði ekki og Rambo þagði einnig. Gamli maðurinn varð að fá umhugsunartíma. Ekki mátti reka á eftir honum, því þá þætti honum, sem fokið væri í öll skjól. Því myndi hann skjóta. Rambo heyrði að strákur- inn spennti byssuna. — Vertu ekki að veifa byssunni, Matthew, sagði sá gamli. — En hann ætlar að snúa á okkur. Skilur þú það ekki? Ég þarf ekki. dagatal til að vita að skólinn byrjar bráðum. Fimmtudagur 22. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir les söguna „Kára litla I sveit” eftir Stefán Júliusson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viðsjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Popp kl. 11.00: Gfsli Lofts- son sér um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna.. 14.30 Miðdegissagan: ,,A vfgaslóð” eftir James Hilton Axel Thorsteinsson les þýðingu sina (3). 15.00 Miðdegistónleikar Jean- Pierre Rampal og fil- harmoniusveit franska út- varpsins leika Konsert fyrir . flautu og hljómsveit eftir Henry Barraud: André Girard stjórnar. Fil- harmoniusveitin I Búdapest leikur „Tréprin sinn ”, ballettsvltu op. 13 eftir Béla Bartók: Janos Ferencsik st jórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatíminn Finn- borg Scheving og Ev.a Sigurbjörnsdóttir fóstrur stjórna. 17.00 Tónleikar 17.30 „Bréfið frá Peking” eftir Pearl S. Buck. Málmfriður Sigurðardóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 18.00 Slðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt málBjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Planóleikur I útvarpssal Svetlana Zvonazéva frá Sovétrikjunum leikur. a. Þrjátiu prelúdiur eftir. Chopin. b. Elegia eftir Rakhmaninoff. c. Troika eftir Sjedrin. 20.00 Leikrit: „Harry” eftir Magne Thorsson Þýðandi Asthildur Egilson. Leik- stjóri: Þorsteinn Gunnars- son. Persónur og leikendur: Maria Sigrlður Hagalln, Vera Valgerður Dan. Simon Valur Gislason, Eirlkur Hjalti Rögnvaldsson, Harry Róbert Arnfinnsson Lög- regluþjónn Pétur Einarsson 21.15 Kammertónlist Walter Trampler og Búdapest strengjakvartettinn leika Strengjakvintett nr. 2 I G- dúr op. 111 eftir Brahms. 21.45 „Margt býr I þokunni”, samásaga eftir Gunnar Benediktsson Halldór Gunnarsson les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. „Kvöld- sagan: „Tyrkjarániö” eftir Jón Helgason Höfundur les (17). . 22.35 Ungir pianósnillingar Þriðji þáttur: Rut Laredo. Halldór Haraldsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Timlnn er peningar Auglýsid ITÍmanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.