Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.05.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. mal 1975 TÍMINN II MÖNCHEN- GLADBACH UEFA-BIKAR- MEISTARI Markakóngur V-Þýzkalands Jupp Heynckes og Daninn Alan Simonssen voru heldur betur á skotskónum I gærkvöldi, þegar Borussia Könchengladbach vann stórsigur (5:1) yfir hoilenzka liö- inu FC Twente I siöari úrslitaleik UEFA-bikarkerkeppni Evrópu. Heynckes skoraöi „hat-trick” — þrjú mörk (9., 48. og 57. min.) og Simonssen skoraði tvö mörk— (2. og 86. min.) Leikmenn „Glad- bach” tóku leikinn strax I sinar hendur og byrjuöu meö óskastarti — tVö mörk á fyrstu 9 minútun- um. JOHNSON BYRJAR VEL England og Wales gerðu jafntefli (2:2) í gærkvöldi VIÐAR ÞJÁLFARI OG „EINVALDUR LANDSLIÐSINS? ★ Stjórn HSÍ hefur leitað til Viðars Símonarsonar um þjálfun landsliðsins í handknattleik. — Viðræður eru komnar á lokastig vv VERÐUR handknattleiksmað- urinn snjalli frá Hafnarfirði Viöar Simonarson næsti þjálfari og „einvaldur” landsliösins i handknattleik? iþróttaslðan hefur frétt það eftir áreiðanleg- um heimildum og beöið hann aö taka viö þjálfun og stjórn lands- VIÐAR SÍMONARSON .......... verður hann næsti þjálfari landsliðsins? liðsins. Viðræður við Viðar eru hafnar og eru þær nú komnar á lokastig — aðeins eftir að pússa ýmislegt til. Viðar Slmonarson, sem er íþróttakennari að mcnnt, hefúr getið sér sérstak- lega gott orð sem handknatt- leiksþjálfari undanfarin ár, og þá hefur hann yfir að ráða mjög mikilli reynslu sem handknatt- leiksmaður, sem leikmaður með landsliðinu og FH-liðinu. Þá hefur hann verið við þjálf- aranám erlendis. Nú blasa mörg verkefni við landsliði okkar og fyrsta verk- efni Viðars — ef hann tekur við liðinu — verður að undirbúa það og stjórna þvi fyrir 4 þjóða keppni, sem fer fram i Júgó- slaviu i júli, en þar keppa ts- lendingar ásamt Júgóslövum, Rússum og Pólverjum. Undir- búningur fyrir keppnina i Júgó- slaviu mun hefjast nú á næst- unni og verður þá kallað á leik- menn til æfinga. Markakóngurinn mikli frá Ips- wich David Johnson byrjaði feril sinn glæsilega með enska lands- liðinu I gærkvöldi á Wembley, þegar Englendingar og Wales-bú- ar gerðu jafntefli (2:2) I fjörugum leik. Johnson skoraði bæði mörk Englendinga viö geysilegan fögn- uð 53 þús. áhorfenda, sem sáu leikinn, en hann er liöur i brezku meistarakeppninni. Mörk Wales skoruðu þeir John Toshack (Liverpool) og Arfon Griffiths (Cardiff). VÍÐ MÆTUM RÚSSUM Það verða Rússar sem leika gegn okkur i undankeppni Olymplu- leikanna I knattspyrnu. Rússar unnu stórsigur yfir Júgóslövum I slðari leik liðanna I gærkvöldi — 3:01 Moskvu. Fyrri leiknum, sem fór fram I Júgóslavfu, lauk með jafntefli (1:1). Viö mætum þvi Rússum og llklega Norðmönnum, sem sigruðu Finna 5:3 1 Finnlandi I fyrri Ieik Iiöanna. Eins og kunn- ugt var þá sat Island yfir I fyrstu umferðinni — en mætir slðan sigurvegurum úr leikjum Rússa og Júgóslava og Finna og Norð- manna. ÞORSTEINN LEIKUR EKKI MEÐ GEGN FRÖKKUM — þar sem hann er í prófum í Hóskólanum um þessar mundir ★ Árni Stefónsson, Sigurður Dagsson, Ólafur Júlíusson og Elmar Geirsson taka sæti í landsliðshópnum ÞORSTEINN ÓLAFSSON lands- liðsmarkvörðurinn snjalli frá Keflavik, gaf ekki kost á sér i landsliðið, sem mætir Frökkum á Laugardalsvellinum á sunnudaginn I Evrópukeppni landsliða. Þorstcinn gaf ekki kost á sér, þar sem hann er i prófum I háskólanum um þessar mundir. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi I gær, þegar landsliðs- nefnd KSt tilkynnti hvaða 16 leik- Akureyringurinn Arni Stefánsson er eini nýliðinn I landsliðshópnum, sem mætir Frökkum. menn yrðu i landsliðshópnum. Fjórir nýir leikmenn koma inn I landsliöahópinn, frá jafnteflis- leiknum fræga gegn A-Þjóðverj- um I Magdenburg — það eru markverðirnir Arni Stefánsson, sem er nýliði I landsliðinu, og Sigurður Dagsson, Ólafur Júllus- son og Elmar Geirsson. Eftirtaldir leikmenn skipa 16 manna landsliðshópinn: Markverðir: Árni Stefánsson, Fram ......(0) Sigurður Dagsson, Val.......(9) Varnarmenn: Jón Pétursson, Fram.........(4) Jóh. Eðvaldss., Holbæk.....(10) MarteinnGeirsson.Fram ...(19) Jón Guðlaugsson, Akranes.... (1) Björn Lárusson, Akranes.....(6) Gisli Torfason, Keflavik...(11) Miövallarspilarar: Asgeir Sigurvinss. Standard Liege.....................(10) GuðgeirLeifsson,Viking ....(21) GrétarMagnússon.Kelavik ..(6) Karl Hermannsson, Keflavik .(5) Ólafur Júliusson, Keflavik .... (9) Framlinumenn: Elmar Geirsson, Herthu.....(14) Matthlas Hallgrímss., Akra nes .......................(29) Teitur Þórðarson, Akranes ..(10) Aðalfundir hjá Fram Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verður haldinn fimmtu- daginn 29. mai n.k. i Alftamýrar- skólanum kl. 20.30. Aðalfundur handknattleiks- deildar Fram verður haldinn fimmtudaginn 29. maí n.k. Fundarstaður auglýstur siðar. .■NAUTAAT" — EKKI KNATTSPYRNA ★ Nú þurfa menn ekki að kunna að leika knattspyrnu, heldur er það aðajatriðið að vera stór, sterkur og getað sparkað fast og langt Vonsviknir áhorfendur hafa að ieikjum loknum yfirgefið vellina I Vestmannaeyjum, Keflavlk, Hafnarfirði og á Akranesi, eftir að hafa séð f jóra fyrstu leikina I 1. deildarkeppn- inni. Ahorfendum var boðið upp á þrjá varnarleiki af fjórum, og aðeins eitt mark var skorað I leikjunum. Það var að sjálf- sögðu skorað I þeim Ieik, sem sóknarknattspyrna var leikin I leik FH og Fram. Já, aðeins eitt mark i fjórum fyrstu leikjunum — samtals 360 min., eða 5 klukkustundir og 20 mln. Það er ekki nema von, að knattspyrnu- unnendur spyrji þessa dagana — hvað er orðið af gömlu, góðu knattspyrnunni, sem leikin var hér á landi? Og sælusvipur kemur á suma, þegar þeir rifja upp dagana þegar „Guilaldar- liðið” frá Akranesi og KR-liðið ’59 sýndi listir slnar. Knattspyrnan sem áhorfendum er nú boðið upp á, er hreint út sagt engin Iþrótt. Það tilheyrir nú fortiðinni, að knötturinn gangi á milli þriggja samherja, varnarleikur og aftur varnar- leikur ræður nú rikjum, og ekki er annað sjáanlegt, en þessi leiðinlega leikaðferð sé að drepa niður allt, sem kallast knatt- spyrna og fælir hún um leið áhorfendur frá leikjunum. Flest 1. deildarlið okkar sýna nú alls enga knattspyrnuleikni og þau fáu, sem gera tilraun til að leika góða knattspyrnu, eru hreinlega barin niður af sterk- um og stæðilegum mönnum. Leikurinn fer nú mest fram á miðjum vellinum, þar sem sam- an eru komnir þetta 9-13 leik- menn, sem gera litið annað en að slást um knöttinn og reyna þeir hver i kapp við annan að spyrna knettinum sem hæst og lengst frá sér. Þetta er farið að ganga svo langt að knattspyrn- an hér á landi er frekar farin að líkjast nautaati en knattspyrnu. Sóknarleikmenn, em skora mörk i leikjum, tilheyra nú fortiðinni. Markaskorarar eins og t.d. Rúnar Júliusson og Her- mann Gunnarsson, sem hafa góða knattmeðferð og næmt auga fyrir knattspyrnu, komast nú ekki að fyrir leikmönnum, sem eru sterkir og stórir — og geta sparkað langt — og að sjálfsögðu fast. Þetta sýnir sig bezt I þvi að aðeins 1 mark var skorað I fyrstu umferð 1. deildarkeppninnar — fjórir leik- ir. Þetta hefði þótt saga til næsta bæjar, fyrir nokkrum ár- um, eða siðast 1973. Varnarleikurinn var innleidd- ur i Islenzka knattspyrnu sl. keppnistimabil, þegar erlendir þjálfarar fóru að streyma til landsins. Þessi leikaöferð tröllriður nú öllu og það eins og hún hafi smitandi áhrif. T.d. er Joe Hooley byrjaöur að láta Keflavikurliðið leika 4-4-2, en það er nokkuð, sem sást aldrei til Keflavikurliðsins, þegar hann þjálfaði það 1973. Hooley er nú búinn að breyta Kefla- vikurliðinu þannig, að Ólafur Júliusson, sem hefur verið einn okkar allra bezti sóknarleik- maöur undanfarin ár, er farinn að leika stöðu tengiliðs. Þá má nefna eitt gott dæmi um hvað er að gerast I knatt- spyrnunni. Sl. keppnistimabil átti Fram-liðið i miklum erfiö- leikum i Islandsmótinu — liðiö náði aldrei að sýna hvað i þvi bjó. Það var ekki fyrr en gegn Real Madrid I Evrópukeppn- inni, að Fram-liðið náði að sýna stórleik — liðið hreinlega blómstraði þá. Hver var ástæð- an fyrir þessari breytingu á lið- inu? Jú, þvi er fljót svarað — Framliðið lék gegn liöi, sem lék almennilega knattspyrnu. Liði, sem var skipaö liprum og skemmtilegum leikmönnum, en ekki stórum og sterkum varnar- mönnum sem léku með kröftun- um. Þetta var ástæðan fyrir þvi, að Fram-liðið náði þarna að sýna stórleik. I útvarpsþætti fyrir stuttu héldu forráðamenn KSl þvi fram, að erlendu þjálfararnir heföu haft góð áhrif á knatt- spyrnuna hér á landi. Þaö er eitthvað meira en litið aö gerast i knattspyrnumálum okkar, ef forráðamenn KSI geta leyft sér áö bera það á borð fyrir alþjóð, að knattspyrnan sé nú betri, heldur en undanfarin ár. gog ÞEGAR AÐ ER GÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.