Tíminn - 23.05.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 23.05.1975, Qupperneq 1
i sumar gébé-Rvík.Senn fer aðlíða að þvi, að uppgreftri á bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar verði haldið áfram þar sem frá var horfið siðastliðið sumar. Eins og kunnugt er hefur uppgröfturinn farið fram i Suðurgötu undir umsjón Else Nordahl. Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, sagði, að Else Nordahl væri væntanleg hingað til lands fljótlega, og myndi uppgröfturinn væntanlega byrja upp úr næstu mánaðamótum. Esle Nordahl til aðstoðar við uppgröftinn, eru eins og áður fomleifafræðinemar, sennilega eir sömu og hafa verið við þetta verk áður. Efri hæðin er gömul verbúð en hefur verið auð um nokkurra ára skeið. Húsið er nú i eigu Lands- hafnar, en Hraðfrystihús Kefla- vikur hafði neðri hæðina á leigu og hafði þar saltfisk, svo sem áður er getið. Lofts-húsin voru kennd við byggjanda sinn, Loft Loftsson, út- gerðarmann sem var athafna- maður mikill um útgerð og fisk- verkun i Keflavik, og gerði út fjölmarga báta, og mun kunnastur þeirra vera Geir KE 1. Var Loftur um ti'ma búsettur i Sandgerði, en lengst af i Reykja- vik. <------------------------------ Slökkviliðsmenn berjast við eldinn á efri hæðinni meðan björgunarmenn bjarga út saltfiski af neðri bæðinni. (Ljósm.: Ljós- mvndastofa Suðurnesja) <------------------------------ r P í SPA FYRIR 1975 Einkaneyzlan minnkar um 11% frá 1974 en samnevzlan óbrevtt SJÁ OPNU Verkfall boð- að 11. júní — hafi samkomulag ekki tekizt fyrir þann tíma EF SEMENTSLAUST VERDUR í TVÆR VIKUR ENN SEINK- AR HAFNARGERDINNI ( ÞORLÁKSHÖFN UM EITT ÁR Oó-Reykjavik. Ef verkfallið i rikisverksmiðjunum heldur áfram og Sementsverksmiðjan getur ekki hafið framleiðslu innan tveggja vikna er hætta á að hafnarframkvæmdirnar i Þor- BH-Reykjavik. — 40 manna samþykkti i gær, að samninga- baknefnd samninganefndar ASl nefndin skyldi i viðræðum sin- um við atvinnurekendur leggja áherzlu á eftirfarandi kröfur: 1. Krafa um fullar visitölubætur á kaup, miðað við 6. taxta Dagsbrúnar — sem mun þýða kauphækkun, sem nemur 38-39%. 2. Þeir, sem fá kaup undir þessum taxta, hafi ;'ður fengið fullar dýrtiðarbætur. 3. Sú krónutala. sem um semst, gangi á alla taxta. 4. Hækkunin nái einnig til grunntalna i ákvæðisvinnu. Einnig mun það gert að kröfu, að sú hækkun, sem um semst nái til uppmælingartaxta, en um það atriði varð verulegur ágreiningur, og var atkvæði greitt sérstaklega um það. Það var ioks beint þeim tilmælum til aðildarfélaga Alþýðusambandsins, að þau boði til verkfalls frá 11. júni n.k. Fornleifarannsóknir d bæjarstæði Ingólfs halda lákshöfn tefjist i eitt ár. Astæðan er sú að vegna sementsleysis er hætt að framleiða hina svonefndu Dolossteina, sem mynda eiga brimbrjóta fyrir framan hafnar- garðinn. Var framleiðslu steinanna hætt fyrir viku siðan vegna sementsleysis og verði ekki nægilega mikið til af þessum steinum, þegar kemur fram á haustið verður ekki hægt að fara meö hafnargarðinn upp úr sjó. Það er ekki vogandi að byggja stóra hafnargarðinn upp úr sjón- um, án steinanna, sem eiga að taka á móti bylgjunum, þvi hætt er við að hann brotni i vondum veðrum. Koma verður steinunum á sinn stað fyrir haustið þvi ekki er fært að vinna það verk yfir vetrarmánuðina. Hafnargerðin i Þorlákshöfn hefur gengið vel og standast timaáætlanir verktaka i útboðs- verkum. Þó hægt verði að steypa Dolos- steinana siðar i sumar er hætt við að ekki reynist unnt að búa til nóg af þeim, ef ekki verður hægt að hefjast handa á ný innan tiðar. Búið er að steypa um 1200 steina, en á að steypa 2800. Fundur baknefndarinnar hófst ki. 2 og lauk kl. hálf-átta I gærkvöldi. Fundur 9 manna samninganefndar ASl og at- vinnurekenda hefst kl. 2 i dag hjá sáttasemjara, og verða kröfurnar þá væntaniega lagðar fram. Blaðið hafði samband við ólaf Jónsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, i gærkvöldi. Kvað hann stjórn vinnuveitendasambandsins hafa verið á fundi i gær og koma aftur saman með morgninum, áður en rætt yrði við samninga- nefnd ASÍ. Kvað ólafur vinnu- veitendur biða þess að sjá, hvaö launaþegasamtökin legðu fram, og myndi þá verða tekin afstaða til þess. Loks er að geta þess, að fund- ur verður I togaradeilunni hjá sáttasemjara kl. 10 í dag, en all- langt er nú um liðið siðan sein- asti fundur var haldinn. LOFTSHÚSIN I KEFLAVIK EYÐILEGGJAST í ELDI: SALTFISKVERÐMÆTUM BJARGAÐ MEÐ SNÖRUM HANDTÖKUM BH-Reykjavik. Loftshúsin IKefla- vik eyðilögðust i eldi i gær. Slökkviliðið var kallað á staðinn rétt fyrir klukkan hálf-þrjú, og logaði þá glatt á efri hæðinni. Talsverðar saltfiskbirgðir voru á neðri hæðinni, og voru þegar i stað fengnir lyftarar til þess að aka þeim út, þar eð fiskurinn var á pöllum. Var um 15 tonnum ekið út, en eftir urðu í húsinu um 18 tonn. Varð fiskurinn fyrir nokkr- um reykskemmdum, sem ekki voru kannaðar til fulls i gær- kvöldi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.