Tíminn - 23.05.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 23.05.1975, Qupperneq 13
Föstudagur 23. mal 1975 TÍMINN 13 Að gefnu tilefni vill Landfari fara þess á leit við þá, sem senda honum bréf, að þeir láti heimilisfang fylgja nafni, að minnsta kosti svo fremi sem örðugt getur ella verið að vita, hver maðurinn er. Þetta gildir jafnt, þótt einhvers konar dul- nefni sé notað við birtingu eða nafn eitt og bert. Hroðaleg lýsing Þá snúm við okkur að bréfi frá Sigurði Björnssyni.Það er á þessa leið: „Mér hnykkti við, þegar ég heyrði i útvarpsfréttum fyrir hvitasunnuhelgina, að svo mikið væri um stórglæpi og ofbeldis- verk i bandariskum skólum, að sérstök nefnd i öldungadeild Bandarikjaþings hefði tekið málið til meðferðar. Var sagt frá þvi i útdrætti úr nefndarálit- inu, hve mikið hefðu aukizt hinir og þessir glæpir i skólunum, og voru þar meðal annars nefnd morð, rán, likamsárásir og önn- ur ofbeldisverk, eiturlyfja- neyzla og vændi. Aukning var mikil, og fórnarlömbin nemend- ur enn frekar en kennarar. Ég er einn þeirra, sem þótt hefur að mörgu leyti mikið til Bandarikjanna koma, og það finnst mér náttúrlega enn. Þessi fréttvakti mig samt tilumhugs- unar um það, að við þurfum að vera á verði gagnvart vondum áhrifum frá Bandarikjunum. Svona lagaður ofbeldisandi, eins og virðist hafa gripið um sig i bandariskum skólum, er smitandi. Hann hlýtur lika að vera kominn á ógnvekjandi stig, þegar öldungadeildarnefnd rannsakar málið og gefur út svona álit. Við ættum að vera á verði og gæta að okkur, áður en það er um seinan. Er það til. að mynda heppilegt lengur, sem verið hefur tizka, að senda héð- an árlega hópa ómótaðra ung- linga til náms I Bandarikjun- um? Þessu skiptinemakerfi var upphaflega i góðu skyni komið á, en fer það ekki að verða var- hugavert? Við sjáum alls konar tizku frá Bandarikjunum fara hér yfir eins og eld i sinu. Við fyllum sjónvarp og bió af alls konar of- beldis- og óhugnaðarmyndum þaðan. Getur þessi ofbeldis- og glæpaandi, sem maður heyrir þarna að hertekið hafi skólana, ekki borizt hingað lika, ef við er- um gálaus? Þetta er þess konar alvöru- mál, að manni finnst ábyrgöar- hluti að loka augunum fyrir þvi.” Félagsmálaskóli þakkaður Frá Ingvari Björnssyni hefur Landfari fengið svolátandi bréf um félagsmálaskóla Framsókn- arflokksins: ,,Á liðnum vetri sótti ég eitt námskeið hjá Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins, og allar götur siðan hef ég ætlað að skrifa þessar línur. Linur, sem eiga að gegna tvennskonar hlut- verki. í annan stað að þakka forsvarsmönnum skólans, og þá sérstaklega skólastjóranum, Jóni Sigurðssyni, fyrir það er ég þar naut. t hinn staðinn að hvetja alla þá, sem þetta lesa og ekki hafa þegar sótt skólann, til þess að hagnýta sér hann i framtiðinni. Ástæðan til þess að ég sótti skólann, var fyrsí og fremst sú, að mig langaði tilaðíræðast sem bezt um fundarreglur og fund- arsköp, einnig hvað nauðsyn- legast væri, fyrir þann sem hug hefði á þvi að tjá sig I áheyr- endahóp, að hafa hugfast, svo mál hans yrði sem áheyrilegast. Þótt námskeiðið stæði ekki nema rúma viku, að mig minn- ir, finnst mér það gegna mikilli furðu, hve margt ég lærði þar, og tel ég að það hafi ekki hvað sizt verið fyrir hina einstöku natni, sem Jón Sigurðsson lagði I að uppfræða okkur og leið- beina, þó án þess að reyna á einn eða annan hátt að steypa okkur öll i sama mótið, heldur þvert á móti að hvetja okkur til þess að vera við sjálf. Fyrir þetta sendi ég Jóni min- ar beztu kveðjur og þakklæti. Eins vil ég þakka öllum þeim, sem til okkar komu, fluttu fræð- andi erindi og eða sátu fyrir svörum. Það er þungur baggi á mörg- um mönnum að hafa ekki kjark til þess að tjá sig frammi fyrir hópi manna, og að þora ekki að stiga i ræðustól. Einnig er það, eða hlýtur að vera, mikið átak fyrir hvern og einn að gera slikt, ef hann einhverra hluta vegna finnur sig vanmáttugan til þess. Margur maðurinn, konan eða unglingurinn, munu fara á mis við ýmis félagsstörf, sem þau þó langar til að vera þátttakendur i, vegna þessa. Þvi vil ég segja við ykkur, sem þannig er ástatt fyrir, hagnýtið ykkur Félags- málaskólann, næst þegar ykkur býðst tækifæri til þess og látið hann losa ykkur við þessi leið- indi. Þegar maður er einu sinni kominn á stað, þá reynist það auðvelt, hafi maður góðan leið- beinanda. Fyrir kviðanum og öryggisleysinu, sem i manni býr, fer þá eins og sjóveikinni, sém venjulega hverfur við fyrstu sjóferðina. öllu samferðafólki minu á þessu námskeiði þakka ég á- nægjulegar samverustundir.” Á laugardaginn verður í Þjóðleikhúsinu fjölbreyti- leg listdanssýning á vegum Listdansskóla Þjóðleik- hússins og islenska dans- flokksins. Um 90 nemend- ur úr skólanum koma þar fram ásamt dansf lokknum og verða eingöngu dans- aðir dansar, sem eru sér- í&be%\ ] I BEKKIR * , I OG SVEFNSOFARl vandaðir og ódýrir — til j sölu að öldugötu 33. j Upplýsingar I sima 1-94-07. i staklega samdir fyrir þessa sýningu. Tónlistin er bæði sígild eftir tónskáld eins og Tchaikovský og Schumann og nútímapopp- tónlist flutt af Cat Stevens og Osibisa. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari hefur haft veg og vanda af undirbúningi nemendasýn- ingarinnar og hefur við það notið aðstoðar islenska dansf lokksins. A dagskránni er m.a. ballettinn Veðurútlit: Bjart með skúrum á milli eftir Ingibjörgu Björnsdótt- ur, dansaður af nemendum skól- ans og koma þar fram milli 80 og 90nemendur. Þá verða þrjú dans- atriði sem stúlkur úr dansflokkn- um dansa ásamt Erni Guömunds- syni og hafa þau sjálf samið alla þá dansa. Auður Bjarnadóttir og Nanna Olafsdóttir dansa Taran- tella við tónlist Tsjækofskis. Guð- rún og Ingibjörg Pálsdætur dansa spánskan dans við tónlist Cat Stevens: og örn Guðmundsson, Guðmunda Jóhannesdóttir. Helga Bernhard og Helga Eldon dansa Nútimadans við tónlist Osibisa. Listdanssýningunni lýkur á si- gildum dansi, sem Ingibjörg Björnsdóttir og tslenski dans- flokkurinn hafa samið við tónlist Glasonovs. Kalla þær dansinn Vor um veröld alla og það eru stúlkurnar i dansflokknum ásamt Erni Guðmundssyni sem dansa. A myndinni eru nokkrar stúlkn- anna úr tslenska dansflokknum, er þær dönsuðu i „Coppeliu” i vor. Sýningin hefst kl. 15. Rafsuðu TÆKI fyrir SUÐUVÍR 2,5 og 3,25 mm Ennfremur: RAFSUÐUKAPALL 25, 35 og 50 Qmm handhæg og ódýr Þyngd 18 kg ARMULA 7 - SIMI 84450 Auglýsing frá Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda Félag ísl. bifreiðaeigenda, mun gefa út minnispeninga i tilefni fyrstu Rally-keppninnar sem haldin er hér á landi. Minnispeningarnir eru gefnir út i 150 tölu- settum eintökum, það eru aðeins fáein eintök eftir. Þvermál peningsins er ca. 4 cm og steyptur i bronz. Gull og Silfursmiðja Bárðar Jóhannesson- ar, Hafnarstræti 7, teiknaði og steypir peninginn. Pöntunum veitt móttaka á skrifstofu F.Í.B., simi 33614, og Email, Hafnarstræti 7, simi 20475. Stúlka óskast á opinbera skrifstofu Góð menntun æskileg. Vinnan er af- greiðslustarf, vélritun, bókhaldsvélavinna og gjaldkerastarf. Tilboð merkt 1592 sendist afgreiðslu Tim- ans fyrir 27. þ.m. Múrarar og trésmiðir óskast til Vestmannaeyja. ístak, Laugardal. Simi 8-19-35. Jeppa og Dráffarvela hjólbaröar TP 7 ET1 VERÐTILBOD 5* af tveim dekkjum 600-16/6 ET 1 m/slöngu Kr. 7.180,- 650-16/6 ET 1 m/slöngu — 7.650,- 7.270,- 650-16/6 NT 6 m/slöngu — 7.750,- 7.370,- 650-16/6 TP 7 m/slöngu — 7.290,- 750-16/6 TP 7 m/slöngu — 8.695,- 8.260,- 750-16/8 ET 1 m/slöngu — 11.580,- 11.000,- TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.