Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 24. maí 1975 iónas Guðmundsson: Austurlandaferð VII ■ ■ . ' t i'/ - ‘„x w/ ; V •^ipppwpw—’- »• * , r - * *v<*' -- 1 ■ •: fcf' <YU, vmfc '/; <t*/i ~i, : þ}; - 'A/- munum við heimsækja höfuð- stöðvar þeirra, skrifstofur Cargolux I Hong Kong. Rætt við Romain Flammant Hong Kong Brezka nýlendan Hong Kong er í raun og veru aðeins stórborg, milljónaborg, og það undarlega er að borgin stendur alls ekki á Hong Kong, sem er „brezkt” land, heldur að verulegu leyti á Kovloon höfða, en það land var tekið á leigu af Kina árið 1898 — til 99 ára. Sá samningur rennur út árið 1997. Enda þótt landið sé þannig tek- ið á leigu, breytir það ekki þvi, að það er of litið fyrir þessa stóru borg, göturnar eru of þröngar og svo framvegis. Or þessu hefur verið reynt að bæta með svipuð- um aðferðum og t.d. i Hollandi, land er sótt i sjóinn með uppfyll- ingum og nú stendur stór hluti miðborgarinnar og flugvöllurinn, þar sem kinverskar junkur vögg- uðu áður á bláum öldum Suður- Kinahafsins. En þetta hjálpar litið, allir búa við þrengsli og það gerir flugvöll- urinn lika. Þegar liður á daginn, minnir völlurinn fremur á flug- vélaverksmiðju, en flugvöll. Risaþotum er lagt ,,i kippum” — en þær sigla flestar undir kvöldið, „íslenzkar flugvélar lenda daglega í Hong Kong" Rætt við stöðvarstjóra CARGOLUX í Hong Kong þvi að á nóttunni er völlurinn lok- aður allri umferð. Flestar flugvélarnár, sem þarna koma, eru með farþega, en þegar eftir klukkan sex á kvöldin, þá rennur nýr ættbálkur þotufjöl- skyldunnar i hlað, vöruflutninga- þoturnar, sem i staðinn fyrir á- búðarfulla farþega, flytja varn- inginn heim. Það var runnin upp kveðjustund. Guðjón Guðjónsson, flugstjóri okkar og foringi og á- höfn hans höfðu aðeins sólarhrings viðdvöl i Hong Kong. Búið var að hlaða vélina næsta dag og seint um kvöldið lagði hann upp frá KAI TAK flugvellinum og CARGOLUX-vélin hvarf út i mistrið i eldskini hnigandi sólar. 1 raun og veru er þetta með hnigandi sólina þó dálitið fráburgðið þvi, sem menn eiga að venj- ast á tslandi. Segja má, að sólin hér falli brenn- andi i hafið og ljós henn- ar deyr, eins og þegar björt flórljósin eru slökkt i frystihúsinu. CARGOLUX stærsta flugfélagið i Hong Kong—þeirra er fljúga vörum Það eru til mörg stór flugfélög, sem fljúga með farþega og það eru lfka til stór flugfélög, sem fljúga einvörðungu með vörur — og ótrúlegt en satt: stærsta vöru- flugfélagið i Hong Kong er CARGOLUX, sem er félag ís- lendinga, Luxemburgara og Svia. Flugflotinn samanstendur af 5 skrúfuþotum af stærstu gerð og tveim stórum langleiðaþotum. Þær fyrrnefndu taka um 24 lestir af vörum hver, en þoturnar taka næstum helmingi meira (þyngra) af vörum. 1 nýbyggðu húsi við flugstöðina eru skrifstofur CARGOLUX, og þar hittum við stöövarstjórann Romain Flammant (Station Manager) að máli, en hann er Luxemborgari. Framkvæmda- Heima brennur sólin út lengi og slokknar eins og kertaljós. A Jónsmessunni er sólin i hvirf- ilpunkti i Hong Kong og maðurinn týnir skugga sinum um hádegiö. Við ókum út á flugvöll með á- höfninni i döpru skapi. Kveðju- stundin var runnin upp. Með þessu fólki höfðum við lagt að baki úthöf og innhöf, sólsviðn- ar eyðimerkur, hrikalega snævi þakta fjallgarða, frumskóga og akurlendi. Við höfðum deilt með þeim sjálfum himninum, og hin- um þrúgandi hávaða frá hreyfl- unum fjórum, sem knúðu fimm höfða drekann gegnum himna- höfin miklu. 1 raun og veru hefði það legið beinast við, að halda áfram ferð- inni með þeim, en á þvi voru ekki nokkur tök. Við áttum eftir að skoða okkur um, hitta fólk og sjá það, sem allir þurfa að sjá, sem koma til Hong Kong. Við ókum heim I myrkrinu. Þótt þeir — áhöfnin — væri far- in, þá vorum við liklega ekki einu Islendingarnir i þessari fjallgyrtu stórborg. íslenzkir flugliðar eru hér daglegir gestir. Næsta dag Snör handtök þarf viö aö hlaöa og afhlaöa vöruvélarnar, þvf hver mfnúta er dýr, þar eö þaö kostar hundruö þúsunda aö láta vélina bföa einn sólarhring. Romain Flammant, stöövarstjóri i Hong Kong (t.v.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.