Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.05.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSkEMMUR HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 ASI: ÁFÖLLIN RÉTTLÆTA EKKI KJARA- SKERÐINGUNA o C 114. tbl. — Laugardagur 24. mai 1975 —59. árgangur Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif 2§ÉÉ Landvélarhf Erum við að slaka á gæða- kröfum á fiski sem við seljum til Bandaríkjanna? JON SIGURÐSSON: JOKUAAI MAL AÐ FÆKKA UM EINN' BH-Reykjavik — Við höfum léö máls á þvl aö fækka um einn há- seta á togurunum af stærri geröinni, sagði Jón Sigurösson, forseti Sjómannafélagsins I viötali við blaðið I gær. — En við getum ekki léð máls á meiri fækkun. ÍJtgerðarmenn hafa farið fram á 6 manna fækkun, sem er of mikið. Það er alveg augljóst, að það þarf meiri mannskp á stærri togarana en þá minni, og færri er ekki hægt að hafa um borð i þeim. Þetta er allt svo viðameira þar um borð. Við inntum Jón eftir samninga- fundinum i gær. — Já, það var boðað til fundar kl. 10 með útvegsmönnum og sátta- semjara, en ég get ekki sagt, að það hafi verið talazt við. Við vor- um sendir heim klukkan hálf- ellefu, og svo eigum við að hittast aftur kl. 5. Rétt áður en blaðið fór i prentun, bárust þær fregnir að fundurinn hefði staðið fram eftir kvöldi og litur út fyrir að eitthvað hafi þokast i samkomulagsátt. Nýr fundur með sáttasemjara, hefur verið boðaður i dag. Oó-Reykjavfk. Stefán Gunnlaugsson deildarstjóri i viðskiptaráðuneytinu, sagði i viðtali við Timann á föstudag, að hann óttaðist það, að við vær- um farnir að slaka á gæða- kröfunum á fiski, sem við selj- um á Bandarlkjamarkað. Til skamms tima hefur hraðfrystur þorskur frá tslandi verið seldur við hærra verði vestan hafs en þorskur frá öðrum löndum: — Að sögn Stefáns vofir nú sú hættayfir.aðviðverðum undir i samkeppninni, ef við ekki höldum vöku okkar varðandi gæði fisksins en við Islendingar höfum verið stærstu þorskflaka- útflytjendur til Bandarfkjanna. Að sögn Stefáns er ástæðan kannski sú, að við hraðfrystum nií sifellt meira af togarafiski, sem ekki kemur eins ferskur á land og bátafiskurinn, þótt vel sé i'sað um borð i togurunum. Reyðarfjörður kemur helzt til greina með smíði olíupallanna Oó-Reykjavík. Athugun sú, sem Tíminn skýrði frá fyrir nokkru, að fram færi á þvi, hvort mögu- KEA TEKUR VIÐ AF- GREIÐSLU RÍKIS- SKIPS Á AKUREYRI ASK-Rvík. Framkvæmdir standa nú yfir hjá KEA til að taka að sér, samkvæmt beiðni Skipaútgerðar rikisins, umboð hennar á Akureyri. Skipaaf- greiðsla Jakobs Karlssonar, sem hefur haft með höndum af- greiðsluna undanfarin ár, hætt- ir þvi frá og með 1. júni. Skipa smiðastöð KEA, sem lögð var niður fyrr á þessu ári, verður notuð að mestu undir þessa starf- semi, og er nú unnið við að gera skemmur fyrirtækisins tilbúnar, auk þess sem viðgerðir á bryggju austan stöðvarinnar standa yfir. Gert er ráð fyrir að strandferða- skipin geti lagzt þar að, þannig að stutt verður milli skips og vöru- geymslu. Undanfarin ár hefur gætt nokkurrar óánægju hjá viðskipta- mönnum Rikisskips vegna lé- legrar aðstöðu umboðsmannsins til geymslu á vörum. Torfi Hjartarson, sátta- semjari —maðurinn sem allt mæöir á þessa dagana. Maðurinn, sem situr yfir deiluaðilum og lempar deilumálin með þvi að fá einn skilning á mörgum skoöunum. Mörg eru járnin I eldinum, og mörg atriðin, sem hafa verður I huga — en kannski eru þóflest sjónarmiðin, sem taka verður tillit til, svo að allt fái sem vænlegust enda- lok um siðir. Svo allir geti staðið „ánægðir" upp frá samningaborðinu — og farið að upphugsa ný samninga- mál, sem á sinum tima verður skotið til mannsins, sem allt kemur til með að mæða á — sáttasemjara rlkisins. Timamynd: Gunnar. legt væri að smíða á Austfjörðum UtbUnað til oliuvinnslu fyrir norska aðila, er enn i fullum gangi. Helzt er nú talið koma til greina að steypa borpalla og mun Reyðarfjörður vera efstur á blaði til þeirra framkvæmda. Aðdýpi þarf að vera mikið og möguleiki á þvl að draga borpallana af smiða- stað á haf út. Þessar fram- kvæmdir munu hafa gifurlegar fjárhæðir i för með sér. Það er fyrirtækið tstak, sem hefur unnið að undirbúningnum hér á landi og á að vera unnt að hefja framkvæmdir mjög fljótt eftir að frá samningum hefur ver- ið gengið. Byggja þyrfti þurrkvi, þar sem neðri hluti pallanna er byggður og slðan þarf að vera nægilega djUpt vatn, þar sem hægt verður að byggja turnana upp i fulla hæð, þar sem þeir sökkva jafnóðum og þeir eru smiðaðir. Svo þarf að vera að minnsta kosti 80 metra dýpi á haf út, opið haf. Þessar að- stæður eru ekki vfða til, en Reyðarfjörður býður upp á þær. Ef þurrkvi verður byggð á Reyðarfirði verður þar ágæt stækkun á höfninni. Það fer nokkuð eftir hver þróun ollumálanna í Norðursjónum verður hvort ráðist verður i þess- ar framkvæmdir hér. Þess má geta að fullbúinn oliupallur kost- ar um 9 milljarða króna, og af þvi kosta steypumannvirkin 3 -5 milljarða króna. HÆKKUNIN: 17 ÞÚSUND Á MÁNUÐI BH-Reykjavlk. — Hver yrðu launin, ef gengið yrði að þeim kröfum ASl-forystunnar, sem lagðar hafa verið fram? Eftir þeim Utreikningum, sem hag- fræðingur ASt hefur gert verða þau þessi: Lægstlaunaða verkafólk á DagsbrUnartaxta hefur nU kr. 42.400.00 I mánaðarlaun, og eru þá meðtaldar þær láglaunabæt- ur, sem fengizt hafa á liðnu ari. Þau laun myndu fara upp I rUmar 59.000.00 á mánuði. Miðað við laun eftir 6. taxta DagsbrUnar, sem nú eru kr. 46.500,00 á mánuði, myndu þau fara upp i 64.000.00 krónur, eða I báðum tilfellum myndu launin hækka um kr. 17.000,00 á mánuði. Timavinnan, miðað við 6. taxta DagsbrUnar, myndi hækka Ur kr. 260,10 i kr. 371,00 — ef gengið yrði að þeim kröfum, sem ASl hefur nu borið fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.