Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. mai 1975 TÍMINN 3- 7 litlir skuttogarar með hærra brúttóafla- verðmæti en só hæsti af stóru togurunum Sigurvegararnir óku á Fiat 128. Clfar Hauksson Þeir sigruöu I jeppakeppninni, Hallgrimur Marinós aðstoðarmaðurog Haildór Jónsson ökumaður. son ökumaður og Baldur Hlöðversson á Bronco ’68. „Sigurvegararnir náðu undraverðum árangri" Fíat í 1., 3. og 4. sæti, Peugeot '63 í 2. og Bronco nr. 1 ASK-Reykjavik.Sjö litlir skuttog- ararhafa samkvæmt skýrslu LÍO hærra brúttóaflaverðmæti en sá hæsti af stóru togurunum, sem er Sléttbakur EA, þessir.7 eru Bessi 1S með 49.830733 millj. kr., Dagný SI 54,907.697, millj., Framnes ÍS 48.585,438 millj., Guðbjartur IS Skólastjórar og yfirkennarar ó námskeið NAMSKEIÐ fyrir skólastjóra og yfirkennara verður haldið 1.—12. júnf n.k. i Kungalv i Sviþjóð og Tryhöjskole i Danmörku á vegum Skólastjórafélags islands. Þetta er þriðja erlenda námskeiðið, sem félagið efnir til, og mun það fyrstog fremstfjalla um nýjung- ar i kennslumálum viðkomandi landa. Magnús Gislason, rektor i Kungalv, hefur haft veg og vanda af undirbúningi námskeiðsins, bæði i Sviþjóð og Danmörku i samráði við stjórn Skólastjórafé- lagsins. Fjörutiu manna þátttökuhópur flýgur til Kaupmannahafnar 31. mai, en .f Höfn bætast fleiri við. Þátttakendur verða fimmtiu tals- ins i allt. Formaður Skólastjóra- félags tslands er Hans Jörgens- son, skólastjóri i Reykjavik. FB-Reykjavik. Eldur kom upp i niosa og kjarri á tveimur stöðum um helgina. A sunnudagsmorg- uninn kviknaði I uppi i Munaðar- nesi, og siðdegis á sunnudaginn i Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þurrkar hafa verið miklir að undanförnu, og þess vegna mjög mikil hætta á að kvikni i og alvar- legt tjón hljótist af, ef fólk gætir þess ekki að fara varlcga með eld úti á vlðavangi. Eldur á Þingvöllum Siðdegis á sunnudaginn kom upp eldur i þjóðgarðinum að Þingvöllum. Eldurinn kom upp skammt frá Gjábakkaveginum nýja, upp af Vatnsvikinni. Þar mun hafa verið barn að leik með eldspýtur: eldur kviknaði i mos- anum, og breyddist siðan út. Séra Eirikur J. Eirfksson, þjóðgarðs- vörður sagði, að eldurinn hefði dreifzt út um svæði, sem er um 1 km á lengd og tvö til þrjú hundruð betrar á breidd. Þegar eldsins varð vart, var þegar kallað á slökkvilið frá Ljósafossi, Selfossi og úr Reykja- vik, og einnig var búið að kalla út Flugbjörgunarsveitina og Hjálp- arsveit skáta, en sveitirnar þurftu þó ekki að koma, þar sem við eldinn réðst áður en til þess kæmi. Fjöldi fólks,sem statt var i þjóðgarðinum, veitti aðstoð i baráttunni við eldinn. Á Þingvöll- um eru slökkvitæki frá Bruna- málastofnun rikisins, og auk þess kom Kristinn Skæringsson, um- sjónarmaður skógræktar á Suð- vesturlandi, með sérstaka gafla, sem notaðir voru til þess að berja niður eldinn. Eldurinn hafði að mestu verið slökktur klukkan sjö á sunnu- dagskvöldið, en vörður var hafð- ur á svæðinu aðfaranótt mánu- dagsins. Elds varð aftur vart á mánudag, en fljótlega tókst að slökkva hann. Eirikur þjóðgarðs- vörður sagði, að mjög erfitt væri að eiga við eld i hrauni, eins og er i þjóðgarðinum. Ef eldinum tekst að komast niður i hraunið, má búast við að hann komi upp svo að segja hvar sem er. Ekki sagðist Eirikur geta um það sagt enn, hversu miklar skemmdir hefðu orðið á gróðrinum. Kjarrið hefði reyndar ekki verið farið að 53.813.134 millj., Guðbjörg IS 47.783.807 millj., Július Geir- mundsáon 1S 47.611.624 millj., og Sólberg OF 53.778.790 millj. Slétt- bakur EA fékk 47.169.436 millj. kr. fyrir sinn afla. Hæst meðalskiptaverðmæti pr. kg hefur af stóru togurunum Sléttbakur EA, kr. 30.70. Dagný frá Siglufirði er hæst af litlu skut- togurunum með kr. 38.47 pr. kg en taka verður tillit til þess, að skip- ið seldi erlendis á mun hærra verði en fæst hér á landi, Guð- bjartur ÍS er annar með 33.20 pr. kr. Meðalskiptaverðmæti pr. út- haldsdag hefur hæst af stóru skuttogurunum Sléttbakur EA 356.669 þúsund, en af þeim litlu Bessi IS með 408.783 þúsund. Mestan afla pr. úthaldsdag hefur af stóru skuttogurunum Júni GK 13.13 tonn, en af þeim litlu Bessi 1S með 12.80 tonn. Bjarni Bene- diktsson RE hefur fengið mestan afla yfir timabilið, 1.428.079 tonn. 1 skýrslunni eru taldir fjórir siðutogarar, sem enn eru að veið- um. Mestan afla af þeim hefur fengið togarinn Mai GK 845.251 tonn. Mai hefur einnig hæst brúttóverðmæti 24.909.019 millj., og mestan meðalafla pr. úthalds- dag, 7.9 tonn. Harðbakur EA hefur mest meðalskiptaverðmæti pr. úthaldsdag, 204.066 þús. Harð- bakur hefur einnig mest meðal- skiptaverðmæti pr. kg. kr. 28.79. blómgast enn, en á hinn bóginn væri ljóst, að mosinn færi mjög illa við að gegnblotna, eins og hann gerði, þegar vatni væri aus- ið yfir hann til þess að kæfa eld- inn, og einnig þyldi hann illa að bera barinn niður. Verður nú kannað, á hvern hátt bezt verður að bæta það tjón, sem orðið hefur, svo að ekki verði þarna flag eftir. Eirikur sagði, að nauðsynlegt væri að brýna fyrir fólki að fara varlega með eld. Fólki er mjög gjarnt að kveikja eld i eldstæðum, sem það útbýr, en eldurinn er fljótur að læsa sig i gróðurinn og smjúga niður undir hrauni , og þá breiðist hann út á örskammri stund. Erfitt er um eldvarnir, þvi langt getur verið að sækja vatn. Eldur við Munaðarnes Um tiuleytið á sunnudagsmorg- un kom upp eldur i kjarri niður undir Norðurá i Borgarfirði, skammtfrá Munaðarnesi. Þórður Kristjánsson, eftirlitsmaður i Munaðarnesi, tjáði blaðinu, að þarna væri mýrarsund en töluvert kjarr, og hefði eldurinn farið yfir fjögurra til fimm hektara land- svæði. Ekki sagðist hann geta um það sagt, hversu miklar skemmd- ir hefðu orðið á gróðrinum, en trúlega myndi kjarrið ekki laufg- ast á þessu sumri. Strax og eldsins varð vart, dreif að f jöldi fólks, sem hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldsins. Slökkvibilar komu frá Kaðals- stöðum, en þar er eldvarnastöð Þverárþings, og einnig frá Borgarnesi. Einnig voru menn með lausar dælur til þess að slökkva eldinn. Þórður sagði, að eldurinn hefði verið kominn nokkuð nálægt hús- unum i Munaðarnesi, en þó hefði þeim ekki verið nein hætta búin. Slökkvistarfið tók um það bil hálfa aðra klukkustund, en siðan var hafður vörður á staðnum til þess að fylgjast með, ef eldurinn tæki sig upp að nýju, en svo fór ekki. Eldsupptök eru ókunn. Þá sagði Þórður að lokum, að fyrsta sumarið, sem orlofshúsin i Munaðarnesi voru starfrækt, hefði komið þarna upp eldur svip- að og nú, en þá hefði verið um sjálfsikveikju að ræða, sem staf- aði af sól og gleri. í jeppakeppninni SJ-Reykjavik — Fyrsta öku- keppnin á tslandi á almennum vegum stóð yfir frá þvi um hálf tvö til um hálf sex síðdegis á laugardag og voru úrslit tilkynnt á Loftleiðahótelinu um kl. niu um kvöldið, en keppninni var stjórn- að frá ráðstefnusalnum þar. Sveinn Oddgeirsson fram- kvæmdastjóri FIB lét i ljósi ánægju sina við Timann um hvernig keppnin hefði tekizt, hún hefði þótt vel skipulögð. — Að visu urðu þrjú óhöpp, þannig, að bif- reiðar skemmdust, en ég held að allir séu sammála. um að hér er ekki um neitt hættuspil að ræða. — Það er áhugamál okkar að Alþingi heimili með lögum að hér megi halda slika keppni. Og við hjá FIB teljum alveg lágmark, að slik aksturskeppni verði haldin einu sinni á ári framvegis. Keppt var á tiu jeppum og 44 fólksbilum. Fiatbifreiðar voru i fyrsta, þriðja og fjórða sæti i fólksbilakeppninni. Sigurvegar- arnir i jeppakeppninni voru Bronco 1968. Kærufrestur vegna útbúnaðar bifreiðanna i keppninni var ein klukkustund eftir að henni lauk, og barst engin kæra. Halldór Jónsson og Úlfar Hauksson urðu hlutskarpastir i keppni á fólksbilum og náðu undraverðum árangri. Skakkaði aðeins 36 sekúndum á timanum, sem þeir voru að aka alla keppnisleiðina, frá þeim tima sem gefinn varupp sem takmark. Annað sæti hlutu Halldór Sigur- þórsson og Karl Rosenkjær á tólf ára gömlum Peugeot og var öku- timi þeirra 1 min 10 sek. frá tak- markinu. I þriðja sæti var pólskur Fiat og munaði 1 min. 21 sek. hjá öku- mönnum hans. Hallgrimur Marinósson varð hlutskarpastur i jeppakeppninni ásamt Baldri Hlöðverssyni og voru þeir 1 min. 18 sek. frá upp- gefnum tima. Arangur i keppninni almennt var breytilegur. I gær var ekki búið að enduryfirfara tíma ein- stakra bifreiða, en ■ sennilega hefurskakkað 21minútu hjá þeim ökumönnum, sem stóðu sig slæ- legast i ökukeppninni. Að sögn Sveins Oddgeirssonar hefði betur mátt standa að tima- tökunni á stöðvunum meðfram akstursleiðinni. Betri klukkur eru æskilegar og til greina kæmi að hafa innsiglaðar klukkur i hverj- um bil. ökumenn voru sumir hverjir með hjálpartæki i bilunum, meðalhraðamæla, en aðrir notuð- ust við skeiðklukkur. — Þvi betur sem menn eru útbúnir slfkum tækjum þvi meiri likindi eru á að þeir sigri, sagði Sveinn. Halldór E. Sigurðsson, samgöngu ráðherra heilsar Guðrúnu Runólfs dóttur einum þátttakenda, en dóttir hennar Ingibjörg Jónsdóttir var henni til aðstoðar i aksturs keppninni á Toyota ’73. —Timamyndir: Gunnar. Um 150 manns störfuðu við framkvæmd keppninnar. Keppnisstjórn skipuð Marinó Guðmundsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Guðmar Magnús- son. SEINAGANGUR KERFISINS DREGUR ÚR ÁHUGA ÞEIRRA, SEM LÖGGÆZLU ANNAST Gsal-Reykjavik — Kristján Pétursson tollvörður og Haukur Guömundsson rannsóknarlög- reglumaður beindu hvössum spjótum að fulltrúum dóms- valdsins i sjónvarpsþættinum Kastljós á föstudagskvöld, — og þvi leitaði Timinn til Kristjáns Péturssonar i gærdag og innti hann eftir þvi, hver hefði verið ástæðan fyrir þvi. — Það má segja, að það hafi rikt langvarandi óánægja með þessi mál. Það hefur mikið verið rætt um seinagang i dóms- málum að undanförnu, og við hefðum getað rætt um þann seinagang almennt i þættinum, en slík umræða hefði aldrei orð- ið eins markviss gagnrýni. Þvi var ekki hjá þvi komizt að sanna þennan seinagang með dæmum. Kristján sagði, að vissulega hefðu þeir gagnrýnt dómsvaldið i þættinum, en engu að siður yrði að líta á þá gagnrýni sem aöstoð, þvi að með þessum hætti væru þeir að kný.ja á um endur- bætur. — Eins og þessum málum er nú háttað, teljum við, að það rýri áhuga þeirra, sem starfa að löggæslumálum almennt, — og þá um leið getu þeirra. Allur al- menningur hlýtur að fagna þvi, að þessi mál séu hispurslaust tekin til umræðu, og ég tel ástandið i þessum málum þess eðlis nú, að athuga beri gaumgæfilega skipulag og starfsemi tollgæzlu, og raunar alls dómsmálakerfisins. Spiramálið var einn aðal- punkturinn i gagnrýni Hauks og Kristjáns, og því báðum við hann að rekja gang þessa máls og I hverju óánægja þeirra væri helzt fólgin. — Það var 5. janúar, sem frumrannsókn okkar hófst i spiramálinu. Hófst hún samkvæmt beiðni bæjarfógeta- embættisins i Keflavik, og auð- vitað með samþykki og vilja dómsmálaráðneytisins. Frumrannsóknin stóð yfir til 13. janúar. Á þessu timabili upplýsum við smygl á u.þ.b. 3000 litrum af spftitus 2500—3000 flöskum af 75% vodka, og á annað þúsund pakkalengjum af vindlingum. Við þetta mál voru þá riðnir um 20 manns. Málið var siðan afhent saka- dómi, sem verður að telja eðii- legt, þvi að starfsmenn þarhafa með að gera slikar rannsóknir á Reykjavikursvæðinu, þar var málið siðan nokkurn tima, eða þar til þeir gáfu frá sér yfirlýs- ingu þess efnis, að málið væri til lykta leitt. Þá var spýramagnið komið niður i 1950 iitra, flösku- magnið orðið aðeins 1100 flösk- ur, og einnig hafði orðið veruleg rýrnun varðandi vindlinga- lengjurnar. Við sem unnum að þessari frumrannsókn, vildum ekki una þessu, og margitrekuðum við dómsmálaráðuneytið. að við teldum, að þessi frumrannsókn okkar, — þar sem hinir grunuðu hefðu staðfest i votta viðurvist sin.n framburð,—gæfi til kynna, að eitthvað verulega bogið væri við rannsókn sakadóms, Við hömruðum á þessu og ekkert gerðist i einar 8 eða 9 vikur, þar til rannsókn hófst á ný, og þá var Asgeir Friðjónsson skipað- ur setudómari i málinu. Það var ekki nóg með að magn smyglvarningsins rýrn- aði svo mjög við rannsókn saka- dóms, heldur er einnig athyglis- vert, að þeim tókst ekki að upp- lýsa um dreifingu áfengis- magnsins nema að sáralitlu leyti, þótt við gæfum þeim upp ákveðnar upplýsingar, sem lutu einmitt að þeim þætti málsins. Þegar við hófumst svo handa á nýjan leik með Asgeiri, brá svo við, að eftir nokkurra daga störf hafði okkur tekizt að fá fullvissu um það magn á ný, sem fram kom við frumrann- sókn. Þá hefui okkur tekizt að upplýsa um dreifingu áfengis- ins, að mestu leyti, — og okkur hefurenn fremur tekizt að bæta þama við fimm minni háttar smyglmálum. Kristján sagði, að hann teldi Framhald á 19. siðu Eldur á Þinqvöllum og í AAunaðarnesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.