Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 20
þeytidreifarinn goð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 £2 g:--:ði fyrirgóöan nutí ^ ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Herforingjar í Portúgal herða tökin: Borgarstjórnarfulltrúar í Oporto sendir heim Soares, leiðtogi sósíalista, sakar kommúnistaleiðtogann Cunhal um að standa d móti bættri sambúð austurs og vesturs Soares fagnar sigri f kosningunum I fyrra mánuOi, ásamt Salgado Zenha, öörum leiðtoga sóslalista. Tveir snarpir jarð- skjálftar með 2 tíma millibili — en hvorki hiauzt af tjón á mönnum né munum NTB/Reuter-Beirut/Madrid. Snarpir jaröskjálftar fundust i gær i Suövestur-Evrópu og Tyrklandi, og uröu ibúar þess- ara svæöa að sjáifsögöu ótta- slegnir. Svo viröist þó sem jarðskjálftarnir. hafi ekki valdiö neinu umtalsveröu tjóni, hvorki á mönnum né munum. Um tvo jarðskjálfta var að ræða: Sá fyrri varð klukkan 10,12 I gærmorgun og átti upp- tök sin i Atlantshafi, liklega miðja vegu milli Azor-eyja og meginlandsins. Hann mældist 7,9 stig á Richter-kvarða, og er þvi snarpasti jarðskjálfti, er mælzt hefur s.l. þrjú ár. Þessi jaröskjálfti fannst greinilega á Spáni, i Portúgal og á Kanari- og Azor-eyjum. A að gizka tveim timum sið- ar varð svo snarpur jarð- skjálfti i austanverðu Tyrk- landi. óvist er, hvort nokkurt samband hefur verið á milli þessara tveggja skjálfta. NTB/Reuter-Lissabon/Paris. Herforingjar þeir, er fara meö völd i Portúgal, sviptu alia full- trúa i borgarstjórn Oporto — næst stærstu borg landsins — umboði sinu og settu i þeirra stað herfor- ingja, til að fara meö stjórn borg- arinnar. Engin merki eru enn sjá- anleg um minnkandi pólitíska spennu i Portúgai. Borgarstjórnin i Oporto hefur verið óstarfhæf um langt skeið vegna illdeilna fulltrúa kommún- ista og sósialista. Þvi kom það ekki á óvart, þegar Antonio Metelo innanrikisráðherra til- kynnti i gær um áðurnefnda á- kvörðun herforingjanna. 1 gær komu saman til fundar i Lissabon 250 herforingjar er aðild eiga að Stjórnmálahreyfingu Portúgalshers (MFA). Tilgangur fundarins var að ræða deilur þær, er að undanförnu hafa risið i landinu — einkum milli kommún- ista og sósialista — og leiöir til að leysa þær. Þá bar stöðu MFA ef- laust á góma, en óneitanlega virðist sem hreyfingin standi höllum fæti um þessar mundir. Ljóst er, að innan hennar eru öfl, sem vilja banna með öllu starf- semi stjórnmálaflokka i landinu, enda kenna þau flokkunum um allt það, er miður fer i stjórn landsins. Leiðtogi þessara flokks- fjandsamlegu afla er Otelo Sara- iva de Carvalho, en hann lét svo um mælt I gær, að nú væri að hrökkva eöa stökkva: Sósialisma ætti að koma á með samstarfi Enn barizt í Beirut, höfuðborg Líbanon: Herforingjastjórnin lét af störfum, eftir að hafa setiðí þrjó daga NTB/Reuter-Beirut. Hcrfor- ingjastjórn sú, er tók við völdum I Libanon fyrir helgi, iét af störfum I gær — eftir aö hafa setið aö völd- Ovissa á Norður-lrlandi eykst: Hverfa brezkir hermenn þaðan? Reuter-Belfast. Mótmælenda- presturinn William Arlow heldur enn fast við þá staöhæf- ingu sina, að brezka stjórnin hafi i hyggju aö kveðja heim herliö sitt frá Norður-trlandi — þrátt fyrir það, aö stjórnin hafi visað sliku á bug. Arlow — einn af þeim prest- um, erhöfðu milligöngu um að koma á vopnahléi á Norður-lr- landi — hefur skýrt svo frá að brezk stjórnvöld hafi heitið fulltrúum hins róttækari arms Irska lýðveldishersins (IRA) þvi að kveöja heim þá 14 þús- und brezka hermenn, sem enn eru á Norður-Irlandi. Arlow kvaöst þykja leitt að þurfa aö ljóstra þessu upp, en hjá þvi yrði ekki komizt: Sannleikur- inn væri llka ávallt sagna beztur. Merlyn Rees — ráðherra sá i brezku stjórninni, er fer með mál'efni Norður-trlands — hef- ur visað staðhæfingu Arlows á bug, en neitað að öðru leyti að tjá sig um málið. Norður-Irsk- ir stjórnmálamenn hafa held- ur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa i þessu sambandi. Staðhæfing Arlows kom sem þruma úr heiðskiru lofti og hefur svo sannarlega aukið á þá pólitisku óvissu, er rikir á Norður-trlandi um þessar mundir. Talið er vist, að hið nýkjörna fulltrúaþing leysi engan vanda — og þvi vofir sú hætta yfir, að enn á ný verði gripið til vopna á Norður-tr- landi — ekki sizt, ef brezkir hermenn hverfa þaðan. um i aöeins þrjá daga. Þá héldu bardagar áfram i gær milli fatangista og skæruliöa Pale- stinuaraba, þrátt fyrir samkomu- lag um vopnahlé. Nureddin Rifai — hinn aldni forsætisráðherra i herforingja- stjóminni — sagði, um leið og hann baöst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, að stjórninni hefði tekizt að lægja öldurnar i landinu. Afsögn herforingjastjórnarinnar var tekið með miklum fögnuði i vesturhluta Beirut, þar sem einkum búa múhameðstrúar- menn — að sama skapi var mynd- un hennar á sinum tima fagnað i austurhluta borgarinnar, þar sem knstnir menn eru i yfirgnæfandi meirihluta. Astæðan fyrir afsögn stjórnar- innar er einkum sú, aö leiötogar múhameðstrúarmanna — en þeir eru i naumum meirihluta meðal ibúa i Libanon — höfðu lýst myndun hennar andstæða lýð- ræðisstjórnarfari þvi, er rikt hefur I landinu. Suleiman Franj- ieh forseti hefur beðið Rifai og aðra ráöherra að gegna störfum, unz tekizt hefur að mynda stjórn, er styöst við meirihluta þings. t gær kom viða til átaka milli hinna hægrisinnuðu falangista og Palestinuskæruliða i úthverfum Beirut. Að sögn Reuter-frétta- stofunnar létu fimm manns lifið I gær, þannig að alls hafa sextiu og fimm beöiö bana i þessum siðustu bardögum i Beirut, er staðið hafa i viku. MFA, flokkanna og fólksins — en þeir stjórnmálaleiðtogar, sem ekki beygðu sig undir vilja her- foringjanna yrðu að vikja. Fréttaskýrendur töldu óliklegt, að þessi skoðun nyti stuðnings meirihluta þeirra fulltrúa MFA, er sátu fundinn i gær. Þá jók það á spennuna I Portú- gal i gær, að tiu herskip úr flota Atlantshafsbandalagsins voru að æfingum undan ströndúm lands- ins. Tvenn samtök vinstrisinn- aðra öfgamanna boðuðu i gær- kvöldi til útifundar til að mót- mæla þessu framferði NATO. t gær birtist I franska dagblað inu Le Monde viðtal við Mario Soares, leiðtoga Sósialista. 1 við- talinu ræöst Soares á Alvaro Cun- hal, leiðtoga kommúnista, og seg- ir hann standa á móti bættri sam- búð austurs og vesturs: A meðan flestir kommúnistaleiðtogar, t.d. Leonid Bresjnef, vilji stuðla að bættri sambúð, lifi Cunhal og hrærist i kenningum Stalins, og sé þvi andvigur allri viðleitni i frið- arátt. Soares kveður kommúnista vilja svipta sósialista öllum áhrif- um á stjórn landsins, til þess að þeir geti tekið völdin i sinar hend- ur — annað hvort einir eða með stuöningi herforingjanna. AAargrét Dana- drottning í Sovét NTB-Moskvu. Margrét II Danadrottning kom i opinbera heimsókn til Sovétrikjanna I gær. Hún er fyrsti konunglegi þjóöhöfðinginn frá Vestur- löndum, er heimsækir Sovét- rikin siöan byltingin var gerð áriö 1917. I gær kom Margrét drottn- ing til Leningrad I fylgd með eiginmanni sínum, Henrik prins. Við komuna tóku yfir- borgarstjórinn i Leningrad og forseti lýðveldisins Grúsiu á móti hinum tignu gestum. Drottning og maður hennar halda kyrru fyrir i Leningrad i tvo daga, en eru svo væntan- leg til Moskvu á morgun. ODÝRAR Spánarferðir ÁGÚST/SEPTEMBER IARCELONA WAGONA aCsé '. ■■'>>?ALICANTE ¥ a BENtDORM MALAGA ALMERIA Bemdorm Ferðamiðstööin hf. Aðalstræti 9 Simar 11255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.