Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 27. mai 1975 TÍMINN 17 EZTÁ VORNIN ÓLAFUR JULÍUSSON.......spyrnti að marki, áður en Adams gat komiö I veg fyrir það, en knötturinn fdr yfir. (Tímamyndir Róbert) ..Gott mark tækifæii. en erfitt" — sagði Olafur Júlíusson „Nú kemur rothöggið, nú kemur rothöggið”, hópaði æstur áhorf- andi f siðari hálfleik þegar ölafur Júliusson var koininn einn inn fyrir vörn Frakkanna, eftir scnd- ingu frá Asgeiri Sigurvinssyni. Ólafur stefndi að markinu með svertingjann Jean-Pierre Adams á hælunum — og áhorfendur voru farnir að risa úr sætum. En leikurinn var ekki eins auðveldur og hann virtist frá áhorfenda- pöllunum. Svertinginn var geysi- lega sprettharður og saxaöi á for- skot ólafs meö hverju skrefinu, sem tekið var að markinu. — „Þetta var mjög gott tæki- færi — en jafnframt erfitt. Ég heyrði andardrátt Adams, þar sem hann kom æðandi á eftir mér — hann blés eins og búrhvalur. Þegar ég nálgaðist vitateiginn, ákvað ég að koma mér i skotstöðu og láta skotið riða af. En ég gaf mér ekki tima — teygði mig á eft- ir knettinum, og þar með var draumurinn búinn. Með þvi að teygja mig á eftir knettinum til að spyma i hann, var greinilegt að ég myndi lyfta knettinum — yfir markið. Það er alltaf hægt að sjá svona eftir á, þegar spennan er farin úr manni. Auðvitað var það rétta lausnin að stinga sér inn i vítateig með Adams á eftir sér og freista þess að fiska vita- spyrnu, með þvi að láta hann brjóta á sér. BBC SEGIR FRÁ LÖGLEGA MARKINU ---► © ðu jafntefli (0:0) gegn Frökkum á Laugardalsvellinum átti oft mjög góða spretti og ógn- aði stöðugt. Maður hefur þó oft séð hann betri, það er greinilegt, að hann er ekki kominn i sitt bezta form. Matthias Hallgrfms- son átti skemmtilega spretti i fyrri hálfleik, en i þeim siðari var hann daufur, enda byrjaður að stinga við. Elmartók hans stöðu og skilaði hann sinu hlutverki mjög vel. Annars átti allt liöið góðan leik komu leikmennirnir vel út frá honum. MARKINU FAGNAÐ! A FORSLÐUNNI birtist mynd, sem tekin var augnabliki áður en knötturinn skoppaði yfir marklinuna. Þessi mynd hér fyrir neðan er beint framhald af forsfðumyndinni, og sýnir hún, aö markvörð- urinn er búinn að handsama knöttinn, en islenzku leikmennirnir Marteinn, Teitur og Matthias standa yfir honum og fagna marki. Ef myndirnar eru bornar saman, þá sést greinilega, hvaö franski markvörðurinn hefur verið lengi að snúa s6r viö, til að handsama knöttinn. A forsiðumyndinni stendur Matthias úti í markteig, en á þessari mynd, er hann kominn inn i markið á sama augnabliki og Baratelli handsamar knöttinn — eftir að hafa sópað honum út úr markinu. (Timamynd Róbert). manna, þegar að markinu er komið. Þá átti mjúkur völlurinn þátt I þvi, að Frakkarnir náðu ekki að sýna hraöa spretti — þeir náðu hreinlega ekki startinu oft á tlðum. Samt geta þeir ekki kennt vellinum um, að þeim tókst ekki aö leggja Island að velli. Islenzku leikmennirnir voru þaö ákveðnir og þeir börðust eins og ljón og hindruðu að Frakkarnir næðu upp spili. Það var ekki fyrr en undir lokin, að islenzku leikmennirnir gáfu eftir miðjuna, enda voru þeir orðnir örmagna af þreytu. Þegar Frakkarnir sáu það, þá færðust þeir allir I aukana og hættulegar sóknir þeirra buldu á varnarvegg Islendinga. Tony Knapp landsliðsþjálfari gerði skissu að halda Elmari Geirssyni of lengi á varamanna- bekknum. Elmar kom ekki inn á, fyrr en 30 min, voru til leiksloka — það var of seint. Leikmenn Is- lenzka liðsins voru þá orðnir það þreyttir, að Elmar nýttist ekki að fullu — hann fékk aldrei að sýna óskasendingar. Astæðan fyrir þvi var, að við vorum farnir að gefa eftir á miðjunni og tengiliðurinn á millivarna og sóknar, var orðinn of kraftlftill, til þess aö styrkur Elmars fengi aö njóta sin. Þaö hefði veriö gaman að sjá Elmar I fremstu vlglinu i fyrri hálfleik, þegar sóknarleikur Islenzka liðs- ins var beittastur. Annars færðist nýtt lif i leik- menn landsliðsins, þegar Elmar kom inn á og hann sýndi, að hann er alltaf stórhættulegur, hvaða vörn sem er. Allir leikmenn liös- ins komu vel frá leiknum, sér- staklega I fyrri hálfleik, þegar þeir höfðu völdin. Sigurður Dags- son átti snilldarleik i markinu, eins og hans er von og visa, þegar mikið liggur við. Fyrir framan hann voru vinnuhestarnir Jóhannes Eðvaldsson og Mar- teinn Geirsson, sem áttu góðan leik. Þá var Gisli Torfasongóður I bakvarðarstöðunni. A miöjunni bar mest á þeim Ásgeiri Sigur- vinssynisem var þó oft á tiðum daufur — en sendingarnar hjá honum eru stórkostlegar. ólafur Júliussonkom vel frá leiknum og sömuleiðis Guðgeir Leifsson.sem „ÍSLAND HEFUR VERIÐ Á UPP- ' LEIÐ SL. 4—5 ÁRIN"- — segir hinn heimskunni þjdlfari Frakka, Stefan Kovacs, fyrrum þjdlfari Ajax — tslenzka liöið, sem hefur verið á uppleið sfðustu 4—5 árin, kom mér skemmtilega á óvart. — Leikmenn liðsins sýndu mikinn baráttuviija, sem er aðalsmerki áhugamanna. Þeir gáfust ekki upp fyrr en undir lokin, þegar úthaldið var búið hjá þeim, sagði hinn heimskunni þjálf- ari Frakka, Stefan Kovacs — maðurinn sem geröi hollenzka liöið Ajax að stórveldi fyrir nokkrum árum. — íslenzka liðið er f stöðugri framför, og það á svo sannarlega erindi i Evrópukeppni. En á sama skapier ekki hægt ab hrópa húrra fyrir vellinum (Laugardalsvellin- um), hann á ekki þann heiður skilinn, að ieikin sé á honum knatt- spyrna I Evrópukeppni. — Minir menn náðu aldrei að sýna þá knattspyrnu, sem þeir eru vanir aðleika, og tel ég að völlurinn hafi bjargað íslendingum frá tapi i þetta sinn. Þó er ekki hægt að loka augunum fyrir þvi, að þeir áttu fleiri marktækifæri I fyrri hálfleik, en við aftur á móti i siðari hálfleik. — Hvað vilt þú segja um Islenzka liðið og leikmenn liðsins, Kovacs? — Eins og ég sagði áðan, þá sýndu Islenzku leikmennirnir mikinn baráttuvilja. Markvöröurinn Sigurður Dagsson lék mjög vel og sýndi mikiö öryggi. Það sem mér kom mest á óvart I leiknum var, að is- lenzka liðið lék aðeins með 2 framlinuspilara — þaö var of fámennur hópur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.