Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.05.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. mai 1975 TÍMINN 9 r Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Hclgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Stríð heildsala gegn bændum Dagblaðið Visir, sem gefið er út af nokkrum heildsölum i Reykjavik, hefur um skeið haldið uppi svæsnum árásum á landbúnaðinn og bændastéttina. Það hefur haldið þvi fram, að bændastéttin væri allt of fjölmenn, land- búnaðurinn væri þjóðinni allt of dýr atvinnu- vegur, bændur nytu óeðlilegra styrkja og þar fram eftirgötunum. Helzta úrræðið, sem þetta heildsalablað hefur bent á, til lausnar aðsteðj- andi efnahagslegum erfiðleikum, er að fækka bændum og draga saman landbúnaðinn. Bændur eru stétt, sem er seinþreytt til vand- ræða. Þeir hafa þvi til þessa látið sig umrædd skrif heildsalablaðsins litlu skipta. En svo lengi má halda þessum áróðri áfram, að þeir vakni til viðnáms. Fyrst málgagn heildsalanna heldur þvi látlaust fram, að bændastéttin sé of fjölmenn og ætli sér of stóran hlut á þjóðarbú- inu, þá er ekki úr vegi, að athygli sé dregin að þvi, hvort ekki sé ástæða til að beina sliku kast- ljósi frekar að öðrum stéttum en bændastétt- inni. Hvernig er það t.d. varðandi heildsala- stéttina sjálfa? Er hún ef til vill svo fámenn að málgagn hennar geti með góðum rétti hneyksl- ast á þvi, að aðrar stéttir séu of fjölmennar? Er það ef til vill staðreynd, að hér séu hlutfalls- lega miklu fleiri, jafnvel margfalt fleiri heild- verzlanir en dæmi eru um hjá nokkurri annarri þjóð? Gæti það verið þjóðinni skaðlaust, að þessum fyrirtækjum fækkaði eitthvað og að heildsalastéttin yrði þannig bæði fámennari og kostaði þjóðarbúið minna? Það væri ekki óeðlilegt, þótt umrædd skrif heildsalablaðsins yrði til þess, að það væri ekki síður tekið til athugunar, hvort heildsalastéttin gæti ekki verið fámennari og kostað þjóðarbúið minna. Ekki væri heldur úr vegi að fá saman- burð á kjörum hennar og bændastéttarinnar. Sizt af öllu ættu heildsalarnir að skorast undan þvi, að svipuð athugun yrði gerð á stöðu þeirra og málgagn þeirra krefst að verði gerð á stöðu bændastéttar innar. Tungur tvær Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram til þessa litið jafnt á Morgunblaðið og Visi sem málgögn sin. M.a. hefur þetta verið staðfest á þann hátt, að bæði stjórnmálaritstjóri Visis og stjórn- málaritstjóri Mbl. sitja fundi þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Það hefur ekki farið fram hjá neinum i seinni tið, að oft hefur málflutningur þessara tveggja blaða verið næsta ósamhljóða. Þannig ræðst Visir ekki aðeins harðlega gegn bændastétt- inni, heldur einnig byggðastefnunni yfirleitt. Mbl. telur sig hins vegar hliðhollt landbúnaðin- um og byggðastefnunni. Af framangreindu er ekki óeðlilegt, að marg- ir spyrji: Hvort blaðið túlkar hina raunveru- legu stefnu Sjálfstæðisflokksins? Eða er hér aðeins um að ræða hin gamalkunnu vinnu brögð, að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri? Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Saddam er líklegur til aukinna áhrifa Samningurinn við íran styrkir stöðu hans Saddam Hussein SIÐUSTU múnuBina hefur i vaxandi mæli boriö á nýjum leiötoga meöal Araba, sem ýmsir spá, aö eigi eftir aö láta mikiö til sin taka. Þessi maöur er Saddam Hussein, varafor- seti Iraks, og nú almennt talinn hinn „sterki maöur” landsins. Hægt og hægt hefur hann tekiö sér stjórnar- taumana meira og meira I hendur á þeim tlma sem er liöinn siöan 17. júli 1968, þegar Baath-flokknum svonefnda tókst að gera stjórnar- byltingu, en hann hefur haldiö völdum óslitiö siöan. Þetta er lengsti óslitni stjórnarferill sama flokks I Irak siöan I júli 1958, þegar Adul Karim Kassem hershöföingi steypti konunginum af stóli i blóöugri byltingu og Irak var gert lýöveldi. Veldi Kassems stóö þangaö til I ársbyrjun 1963, þegar Baath-flokkurinn gerði uppreisn og Kassem féll I átökunum. Aö þessu sinni hélzt flokknum ekki lengi á völdunum, þvi að hers- höfðingjar tóku þau i sinar hendur. 1 júll 1968 tókst Baath-flokknum aö gera nýja byltingu, eins og áöur segir. Forustumaður hennar var Ahmed Hassan al-Bahr hershöfðingi, sem siöan hefur veriö forseti landsins. Hann hefur aldrei þótt sérstakur skörungur og er sagður hafa verið heilsuveill siöustu árin. Völdin hafa raunverulega ver- ið i höndum yngri flokks- manna, sem hafa gætt þess að koma lltiö fram opinberlega, en stjórnað því harkalegar. Andstæöingarnir hafa verið mjög grálega leiknir og voru fangelsanir og aftökur tiöar fyrstu stjórnarárin, en heldur hefur veriö slakað á siöustu misserin, enda munu vald- hafarnir nú telja sig traustari I sessi. Af grimmdarverkum stjórnarinnar vakti þaö mesta athygli, er ellefu menn, sem taldir voru njósnarar Gyðinga, voru hengdir opinberlega á ljósastaurum i Bagdad. Þessi verknaður hef- ur siöan veriö réttlættur á þann hátt, að nauösynlegt hafi verið aö sýna, að þjóöin byggi viö sterka stjórn, sem ekki myndi þola neinn mótþróa. BAATH-FLOKKURINN, sem hefur starfaö bæöi i trak og Sýrlandi, fylgir sósialiskri þjóöernisstefnu og hefur þótt sérstaklega andstæöur Israel. Flokkurinn hefur aldrei stuözt viö fjöldafylgi, heldur má segja, aö hér hafi veriö um fá- mennan hóp harösnúinna þjóöernissinna aö ræöa. 1 írak er jafnvel oft rætt um Baath-flokkinn sem fjöl- skyldufyrirtæki. Formaöur flokksins þar er Kherella Tuifah,sem kemur nær ekkert fram opinberlega, en ræöur miklu að tjaldabaki, að þvi tal- iö er. Völd hans byggjast ma. á þvi, að sonur hans er tengda- sonur Bahr forseta, en dóttir hans er gift Hussein varafor- seta. Baath-flokkurinn i Irak er I reynd fámennur kjarni, sem hefur myndazt umhverfis þessa menn. Lengi lék á huldu hver réði þar mestu, en nú þykir sýnt, aö þaö hafi veriö Hussein, enda kemur hann nú meira og meira fram i sviösljósiö, sem hinn sterki maður Iraks. Þaö var hann, sem haföi forustu um þjóönýtingu ollufyrir- tækjanna, sem áður voru aö mestu i höndum útlendinga, og hann stjórnaöi einnig baráttunni á móti Kúrdum. Siðast, en ekki sizt, samdi hann viö Iranskeisara á siðastl. vetri, en með þeim samningum var hreyfing Kúrda raunverulega brotin á bak aftur, þvi að Iran hætti aö veita þeim lið. Yfirleitt er taliö, að sú samningagerð eigi mjög eftir að styrkja stöðu Iraks á alþjóölegum vett- vangi, þvi að baráttan viö Kúrda gerði íraksmönnum óhægt um vik að sinna öörum verkefnum. M.a. þykir nú lik- legt, aö stjórn Iraks muni beita sér aö þvi, að auka enn oliuframleiösluna og láta meira til sin taka I samtökum oliuframleiðslulandanna. SADDAM Hussein er 38 ára gamall og er þvl I hópi yngstu þjóðarleiötoga, sem nú eru uppi. Hann missti fööur sinn ungur og ólst upp hjá Tulfah, en þeir eru frændur. SIBar giftisthann dóttur Tulfah, eins og áöur segir. Hussein gekk ungur I samtök Baathista og þótti skara þar fram úr öðrum sökum áræöi og hörku. Fyrir sextán árum geröi hann árás með vélbyssu á bifreiö Kassems og reyndi aö ráöa hann af dögum. Árásin mis- tókst, en Hussein tókst aö flýja, þótt hann væri særöur. Hann vann siöan aö þvl, aö undirbúa byltingu Baathista, sem tókst 1963, en völdin lentu þá um skeiö I höndum hers- höfðingja. Eftir slöari byltingu Baathista 1968, mun Hussein hafa ráöiö miklu um, aö Baathistar sýndu and- stæðingum enga miskunn, þvl aö annars gætu þeir misst völdin aftur. Hann skipulagöi leyniþjónustuna, sem reynsla viröist sýna, aö hafi reynzt stjórninni vel, en vinnu- aöferðir hennar hafa hins vegar ekki aukið orðstlr stjórnarinnar. Jafnframt hef- ur stjórnin unniö aö þvl aö koma á ýmsum breytingum heima fyrir, sem hafa stefnt I sóslalíska átt. út á viö hefur stjórnin fylgt ósáttfúsari stefnu gagnvart ísrael en nokkurt annaö Arabarlki, nema ef vera kynni Libýa. Hún hefur m.a. haldiö þvl fram, að stjórn Sýrlands, væri allt of undanlátssöm I skiptum slnum viö Israel, og hefur þaö leitt til fullra friöslita milli stjórnar traks og stjórnar Sýr- lands, enda þótt flokkur Baathista fari einnig meö völd I Sýrlandi. Siðustu misseri bendir margt til þess, að stjórn Iraks hafi gerzt heldur öfgaminni en áður, bæöi inn á viö og út á viö. Ýmsir þakka þetta Hussein, sem telji þessa breytingu hyggilega, enda þótt hann sé vafalitið sama hörkutóliö og áður. Hann gerir sér hins vegar ljóst, að þetta sé væn- legra til áhrifa, ekki sizt út á við. Hann vilji og gjarnan vinna sér vinsældir meöal þjóöarinnar, þótt hann fari enn hægt I þær sakir og telji sér öruggast aö fara varlega, eins og sést á þvi, að hann fer aldrei um götur Bagdad öðruvísi en aö vera I brynvaröri bifreiö, sem er umkringd bifreiöum öryggis- varöa. Eins og áöur segir, mun þaö veita Iraksstjórn stórum aukiö svigrúm til athafna, að styrjöldinni viö Kúrda er lokiö. Þetta er ýmsum nábú- um íraks nokkurt áhyggju- efni, t.d. Kuwait, en Iraks- menn hafa oft rennt þangaö hýru auga. Sama gildir um litlu furstadæmin viö Persa- flóa, sem þykja oröiö eftir- sóknarverð vegna ollu- auðæfanna. Ýmsir gizka á, aö fyrst um sinn muni Hussein fara sér gætilega og leggja aöalkapp á aö ná góöum árangri af þjóönýtingu oliulindanna heima fyrir, en hún fór fram á árunum 1972 og 1973 og þótti takast vonum fremur. Hussein þótti þá sýna stjórnlagni, alveg eins og i samningunum viö Iran á slöastl. vetri. Þess vegna er honum nú veitt vaxandi at- hygli og fariö er aö llta á hann sem einn af áhrifamestu leiötogum Araba. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.