Tíminn - 30.05.1975, Page 2

Tíminn - 30.05.1975, Page 2
2 TÍMINN Föstudagur 30. mai 1975 ' BRÁÐABIRGÐALÖGIN1 ASÍ FORDÆMIR BRÁÐABIRGÐALÖGIN Bráöabirgöalög um stöövun verk- falla hjá Aburöarverksmiöju rlkisins, Sements verksmiöju rikisins og Kisiliöjunni h.f. FORSETI ISLANDS, gjörir kunnugt: Félagsmálaráö- herra hefur tjáð mér að verkföll hafi staöiö yfir hjá starfsmönnum Aburöarverksmiöju rikisins, Sementsverksmiöju rikisins og Kisiliöjunnar h.f. frá 12. mal s.l. Hafi sáttatilraunir ekki boriö árangur og horfur ekki á lausn deilunnar I bráö. Verkföll þessi hafi þegar valdiö mikilli röskun I atvinnullfi landsmanna. Nii sé vá fyrir dyrum I land- búnaöinum, þar sem slöustu for- vöö séu til áburöardreifingar. Auk þess sé hörgull á súrefni til málmiðnaöar, er valdi verulegri truflun eöa stöðvun I þeirri grein, en Aburöarverksmiöjan ein framleiöi þaö hér á landi. Sementsskorturinn hafi þegar stöövað byggingarframkvæmdir I landinu aö mestu leyti og valdiö alvarlegum töfum á framkvæmd- um viö Sigölduvirkjun, hafnar- framkvæmdum I Þorlákshöfn og víðar. Þá hafi verkfall þetta enn frem- ur haft þau áhrif aö framleiösla Kisiliöjunnar hafi stöðvast svo og öflun hráefnis til framleiðslu á næsta vetri, er valda muni at- vinnuleysi og stofni afuröasölu verksmiöjunnar I tvisýnu. Þvl telji rlkisstjórnin, aö brýna nauðsyn beri til að koma I veg fyrir frekari stöövun téöra verk- smiöja. Fyrir þvl eru hér meö sett bráöabirgðalög samkvæmt 28. grein stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Hæstiréttur tilnefnir þrjá menn I kjaradóm, sem ákveði kaup og kjör þeirra starfsmanna Aburöarverksmiöju ríkisins, Sementsverksmiöju rikisins og Kisiliðjunnar h.f., sem I verkfalli eiga. Hæstiréttur kveöur á um hver hinna þriggja kjaradómsmanna skuli vera formaður dómsins. Kjaradómurinn setur sér starfsreglur, aflar sér af sjálfs- dáöum nauösynlegra gagna, og er rétt aö krefjast skýrslna, munn- legra og skriflegra af einstökum mönnum og embættismönnum. 2. gr. Verkföll þar á meðal samúöar- verkföll I þvl skyni aö knýja fram EÐVARÐ SIGURÐSSON: Aldrei lifað jqfn andstyggilegan hlut BH—Reykjavlk. — I allri minni tlö I samningamálum hef ég aldrei upplifað jafn andstyggileg- an hlut og þessi bráðabirgðalög, sagöi Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar, I gær, er blaðið hitti hann að máli og innti hann eftir viðbrögðum hans við bráöabirgðalögunum. — Við er- um búnir að leggja á okkur mikið erfiöi, standa I samningaþófi næt- ur og daga — og þar vil ég alls ekki undanskilja mótherja okkar — og svo gerist það I morgun, þegar búiö er að sigla framhjá stærstu vandamálunum, að þessu er dembt á okkur, aðeins örfáum minútum eftir að staðið er upp frá samningaborði. Við spurðum Eðvarð, hvort þessi ráðstöfun hefði komið flatt upp á hann. — Þetta kom flatt upp á okkur Pétur sat hjd BH-Reykjavlk. — Einn miö- stjórnarmanna ASt sat hjá við atkvæöagreiöslu um samþykktina, sem gerö var á fundi miöstjórnar ASt, samninganefndar ASl og samninganefndar starfsfólks rikisverksmiöjanna. Sá, sem hér um ræöir er Pétur Sig- urðsson, alþingismaöur, full- trúi sjómanna I miöstjórn- inni. Þrátt fyrir margltrek- aöar tilraunir til þess aö ná tali af Pétri I gær, tókst Tlm- anum það ekki. alla,hafði engan aðdraganda. Við höfum fengið á okkur bráða- birgðalög áður, en þá höfum við aö minnsta kosti vitað, hvað til stóö. Við spurðum, hvað átt væri við með því orðalagi samþykktar miðstjórnar ASl, að mæta beri þessari árás 1 samræmi við eðli hennar. — Ja, ætli það geti ekki hver og einn lesið úr henni, það sem við er átt, og óþarfi að undirstrika það á þessu stigi málsins. Þá spurðum við Eðvarö loks, hvaöhann hefði að segja um þau ummæli Björns Jónssonar á fundi I gær, að hann liti ekki á þetta sem nein lög. — Ég vefengi alls ekki rétt rik- isstjórnarinnar til þess að gefa út bráðabirgðalög, svaraði Eðvarð Sigurðsson, — en þessi gjörningur gjörbrýtur svo allar viðurkennd- ar leikreglur, sem við eru hafðar, og gengur svo mjög á rétt verka- lýðshreyfingarinnar, auk þess sem þessar aðgerðir brjóta I bága viö siðgætisvitund fólksins i verkalýðshreyfingunni, að það er ekki hægt að lita á hann sem lög- legan gjörning. við Hlemm REYKJAVÍK VIÐ HLEMM Herradeild JMJ og þar er úrval ikið að finna af ERRAFATNAÐI EL KLÆDDIR KARLMENN kunna vel að meta fatnað frd JMJ aðra skipan kjaramála sem lög þessi taka til, eru óheimil, þar á meðal framhald á verkfalli téðra starfsmanna. 3. gr. Akvarðanir kjaradóms sam- kvæmt 1. gr. skulu gilda frá gildistöku laga þessara. Unz kjaradómur fellur skal fylgt ákvæðum siöustu samninga aöila um kaup og kjör, en leið- rétta þá launagreiðslur til sam- ræmis viö hann. 4. gr. SAMEIGINLEGUR fundur mið- stjómar A.S.Í., samninganefndar ASl og samninganefndar starfs- fólks I ríkisverksmiðjum, haldinn 29. mai 1975, fordæmir það ein- staka ofbeldi, sem rlkisstjórnin reynir að beita verðalýðshreyf- inguna með útgáfu bráðabirgða- laga nr. 17, 29. mai 1975, þar sem lögmætar verkfallsaðgerðir eru bannaðar og ákveðið, að skipaður verði gerðardómur til að úr- skurða kaup og kjör verksmiðju- fólksins I Aburðarverksmiðju rik- isins, Sementsverksmiðju rikis- ins og Kisiliðjunni h/f. Fundurinn telur, að bráða- birgðalög þessi eigi enga stoð I réttarvitund fólks i verkalýðs- hreyfingunn^séu svlvirðileg árás gegn löglegum baráttuaðferðum alþýðusamtakanna,og beri þviað mæta þeirri árás I samræmi við það. Samþykkt með öllum at- kvæðum, nema einn sat hjá. (F rétt atilky n nin g) Ef almennar kauphækkanir verða á gildistlma þessara laga, skulu umræddir starfsmenn verða þeirra aðnjótandi, að mati kjaradóms. 5. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála, og varða brot sektum. G.gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 7. gr. Lög þessi gilda til 31. desember 1975, nema nýir samningar hafi verið gerðir milli aðila. GjörtaðBessastööum 29. mal 1975. Kristján Eldjárn. (L.S.) Gunnar Thoroddsen. JÓN H. BERGS: Oftblöskraðmisnotk un verkfallsréttarins BH—Reykjavík.— Það hefur ver- ið stefna Vinnuveitendasam- bandsins að leysa vinnudeilur með samningum. Hins vegar hef- ur mönnum oft blöskrað misnotk- un verkfallsréttarins, sérstaklega þegar smáhópar, örfáir menn, hafa stöðvað starfsemi heilla at- vinnugreina. Sementsskorturinn hefur að mestu leyti stöðvað byggingarframkvæmdir, og allt aö 6-8 þúsund manns missa við það atvinnu. Þannig komst Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitendasam- bandsins, að orði, er blaðið hitti hann að máli I gær og ræddi við hann um bráðabirgðalögin, sem út voru gefin I gær. — Síðustu forvöð eru til áburð- ardreifingar, ef ekki á af að hljót- ast óbætanlegt framleiðslutjón landbúnaðarins, sem myndi koma niður á þjóðarheildinni, sagði Jón H. Bergs enn fremur. —- Við liggur, að atvinnuleysi verði i málmiðnaðinum vegna súrefnis- skorts, en I honum starfa um 5 þúsund manns. Fleiri atriði má nefna, eins og rakið er I formála bráðabirgðalaganna. ítrekaðar sáttatilraunir hafa ekki borið árangur, og lausn með samning- um ekki sjáanleg. Við slíkar að- stæður telur Vinnuveitendasam- band Islands eðlilegt, að rikis- valdið grípi inn i, og bæti úr þeim göllum, sem eru á nærri 40 ára og úreltri vinnulöggjöf. BH-Reykjavlk. — Eigendur yfirhafna, sem ætlaö var pláss I fatahengi I húsakynn- um rlkissáttasemjara, létu standa á sér til fundarigær. Fundur átti að hefjast með samninganefúdum ASl og vinnuveitenda kl. 2 I gær. A réttum tlma var enginn mættur, en upp úr þvi fóru fulltrúar vinnuveitenda að tinast inn. Tveir eða þrír fulltrúar Alþýðusambands- ins voru mættir um fjög- ur-leytið, þegar tilkynnt var, að fundi væri frestað til morguns. Astæðan var sú, að kl. 1 hófst fundur hjá miðstjórn ASl, samninganefndar ASÍ og samninganefndar starfs- fólks rlkisverksmiðjanna I húsakynnum ASl, og stóð hann til kl. 15.30, en upp úr þvl þurftu fundarmenn að mæta á öðrum fundum, flest- ir, og þvl fór fundurinn hjá sáttasemjara út um þúfur. Hinu verður ekki á móti mælt, að ofarlega I hugum manna er þessi spurning, hvort samninganefnd ASI mætir til fundar I dag, eöa ekki. Við höföum ekki fengið ákveðið svar við þvl seint I gærkvöldi. m^mm»mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmnmmmmmmmm DÓMSTÓLAR HAFA VERIÐ HORNREKUR — SEGIR BJÖRN Þ. GUÐMUNDSSON, FORMAÐUR DÓMARAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Gsal—Reykjavik — Dómarafélag Reykjavikur hefur verulega látið til sin heyra varðandi þær um- ræður um dómsmálin, sem efstar hafa verið á baugi hér á landi sið- ustu vikur. Félagið hefur komið fram með ýmsar tillögur og ábendingar um það, hvernig stuðia megi að hraðari meðferð dómsmála, án þess að réttar- öryggi almennings skerðist. — Lausnin er ekki endilega fólgin i stofnun nýrra dómstóla, svo sem tilhneiging hefur verið til, sagði Björn Þ. Guðmundsson, formaður D.R., þegar Timinn hafði tal af honum i gær. — Astæðan er sú, að nýjar stofnanir hafa alltaf tilhneigingu til að hlaða utan á sig. Lausnin væri miklu frekar i þvi fólgin að hlúa betur að þeim stofnunum, sem fyrir eru, og gera þeim kleift að rækja sitt hlutverk i samræmi við þær kröfur, sem gera verður til réttarrikis. Björn sagði, að það yrði að segjast eins og það væri, að dóm- stólarnir hefðu verið hornreka I örri framfarasókn i þjóðfélaginu, og væri það okkur ekki sæmandi, þótt ekki væri nema vegna sögu- legra staðreynda. Björn kvað almenna gagnrýni á dómstóla og seinagang i dóms- málum ekki vera neitt sérislenzkt fyrirbrigði. Þegar litið væri til hinna flóknu réttarfarsreglna, sem dómstólarnir væru bundnir við, þar sem gert væri ráð fyrir mjög itarlegri gagnaöflun, ná- kvæmum yfirheyrslum, álits- gerðum, matsferðum o.s.frv., væri aðalvandamálið, hvernig hraða mætti dómsmálameðferð án þess að skerða réttaröryggið. Björn sagði, að til þess að nálgast þetta markmið, þyrfti að breyta sjálfri dómstólaskipaninni, t.d. með sameiningu og/eða fækkun embætta, bæta eða breyta innra skipulag dómstólanna, t.d. með notkun aukinnar véltækni, og að breyta sjálfri málsmeðferðinni, t.d með þvi að draga úr skrif- finnsku. — Það eru að minum dómi ýmsir möguleikar á þessu innan ramma núgildandi réttarfarslög- gjafar, ef menn væru ekki of rig- bundnir við gamlar hefðir, venjur og formsatriði, sagði Björn. — Það þarf að skilja að fram- kvæmdavald og dómsvald til að trýSgja sjálfstæði dómstólanna, og gera dómurum kleift að helga sig dómstörfum heilum og óskipt- um. Þetta eru kannski aðalatrið- in, en hér kemur meira til, sem of langt mál yrði upp að telja i fréttaviðtali. En við unum þvi illa, að svo sé látið lita út, að seinagangur dómsmála sé sök okkar dómaranna einna. Stað- reyndin er sú, að dómstólarnir búa við mannafla- og fjármagns- skort, — og Itrekaðar ábendingar Dómarafélags Reykjavikur eru virtar að vettugi ár eftir ár. Að lokum sagði Björn Þ. Guð- mundsson, að aukið sjálfstæði dómstóla, bæði fjárhagslega og starfslega, væri alger forsenda þess að þeir gætu starfað eins og þeim sæmdi I réttarriki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.