Tíminn - 30.05.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 30.05.1975, Qupperneq 6
6 AUKIN ERLEND SAMSKIPTI SUFÁ DÖFINNI UNDANFARIN ár hefur Sam- band ungra Framsóknarmanna haldiöuppi samskiptum við ýmsa erlenda aðila. A Norðurlöndum hafa það verið æskulýðsfélög miðflokkanna og einnig æsku- lýðssamtök róttækra og vinstri flokka. Að þessum samtökum hefur SUF átt aukaaðild, og þvi ekki haft full réttindi eða borið þær skyldur, sem annars væri. Fulltrúar frá báðum þessum norrænu samtökum komu hingað á þing Norðurlandaráðs og áttu viðræður við stjórn SUF um fulla aðild að samtökum sinum. Rætt var m.a. við Henning Nielsen, formann NLRU (Nordisk liberal og radikal ungdom), um frekari samvinnu milli SUF og þessara samtaka. NLRU á siðan aðild að EFLRY (European federation of liberal and radical yóuth). Þann- ig eru ungmennasam&dpti þeirra víðtæk^ri en þau, sem völ er á i NCF (Nordisk centerxforbund). NCF hefur innan sinna vébanda æskulýðssamtök á þremur Norð- urlöndum þ.e.a.s. Noregi, Sviþjóð og Finnlandi. Svenska folkeparti- ets ungdom i Finnlandi hefur átt aðild að báðum þessum sambönd- um. NLRU hefur innan vébanda sinna samtök á öllum Norður- löndunum nema fslandi. Mis- munurinn á þessum tveim sam- tökum er aðallega sá, að NLRU eru Ivið róttækari en NCF. NLRU hefur þó I sinum röðum Dansk venstres ungdom, sem er mjög hægri sinnaður félagsskapur. 1 ráði er að kynna þessi samtök á þingi SUF á Húsavlk, og ákveða þar, hvort af fullri aðild verður. SUF-sIðan átti viðtal við nokkra unga miðflokksmenn til glöggv- unar á eðli og uppbyggingu sam- bands þeirra. Þessir menn eru Dagfinn Sundsbö, Noregi, Leif Zetterberg, Sviþjóð, og Per-Ola Erikson, Svíþjóð. Viðtalið tók Jó- hann H. Jónsson. Jóhann: Hverjir eru meðlimir NCF. Dagfinn: NCF er norrænt sam- band æskulýðssamtaka miðflokk- anna á Norðurlöndum. Það var stofnað fyrir fimmtán árum og þá voru aðeins Finnland, Sviþjóð, og Noregur þátttakendur. Seinna kom Svenska folkepartiets ung- dom i Finnlandi, fyrst sem auka- aðili, . siðan sem fullgildur aðili. NCFhefurinnan sinna vébanda 90 þúsund ungmenni á Norður- löndum. í Svíþjóð eru 50 þús. og i Finnlandi 30 þús., og eru þau stærstu æskulýðssamtökin i' þeim löndum. NCF fæst að mestu við ráðstefnuhald, og til þess fáum við styrk frá norræna menningar- sjóðnum, sem Norðurlandaráð útdeilir, þ.e. 30 þús. norskar krón- ur fyrir hálft árið 1975, og ,á að nota það fjármagn til þess að halda tvær ráðstefnur, aðra i Sviþjóð um fjármögnun byggða- stefnunnar, og öryggismálaráð- stefnu I Finnlandi. Eitt af framtiðarverkefnum NCF er að fara meira inn á þá braut að fá fram sjónarmið ein- stakra félaga og virkja þá til starfa, jafnframt því að vinna að ýmsum pólitiskum málum. Leif: Til þess að gefa alþjóð- legu samstarfi meiri breidd, þá viljum við auka vinabæjatengsl milli ólikra sveitarfélaga. Sums- staðar eiga sveitarfélög með sér vinabæjasamskipti, og það eru verkefni, sem við vildum gjarna stuðla að að yrðu aukin i framtið- inni. Vandinn er sá, hvað þetta er kostnaðarsamt. Jóhann: Hversvegna eru engin samtök frá Danmörku i NCF? Leif: í Danmörku eru tvær ung- hreyfingar, sem þeir kalla Radi- kal ungdom og Venstres ungdom, sem eru báðar „liberalar” hreyf- ingar, og eru þannig meðlimir NLRIJ. t starfi okkar höfum við reynt að hafa samband við æsku- lýðssamtök miðflokkanna, og þess vegna höfum við enga aðila I Danmörku. Þar á móti kemur, að yfirleitt eru þátttakendur frá þessum tveim dönsku samböndum á ráð- stefnum okkar. Við höfum einnig átt árangursrikt samstarf við þá i einstökum málum. Jóhann: Hefur NCF sameigin- lega stefnu? Per-Ola: Höfuðstefnumál mið- flokkanna á Norðurlöndum er 'byggðastefnan og aukin vald- dreyfing, samfara þvi. Byggða- stefnan gerir ráð fyrir þjóðfélagi, sem er andstætt hinu miðstýrða þjóðfélagi. Þetta gildir m.a. um atvinnuuppbyggingu, búsetu og völdin i atvinnulifinu. Jóhann: Hvernig getur Finn- land bæði verið I NCF og NLRU? Leif: í Finnlandi eru tvær ung- hreyfingar, sem um er að ræða, þ.e.a.s. æskulýðssamtök mið- flokksins og Svenska folkeparti- ets ungdom, en fyrrnefndu sam- tökin eru aðeins aðili að NCF. Svensk ungdom var áður frjáls- lynd hreyfing, allt að þvi Ihalds- söm. Áður en hún varð aðili að NCF, var hún aðili að NLRU, og nú telja félagarnir sig nær mið- flokkum og taka starfið i NCF fram yfir NLRU, en þeir taka þó tillit til fyrra sambands, og þess vegna eru þeir ennþá I NLRU. SUF hefur verið þátttakandi i NCF I 4 ár. Jóhann: Hver eru mikil- vægustu póliti'sku álitaefnin? Leif: Það eru mörg mál, sem hafa forgang hjá miðflokkunum. Þar má til nefna húsnæðismál og orkumál, sem bæði eru af alþjóð- legum toga spunnin. Miklar um- ræður hafa orðið um valddreif- ingu, en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um aðgerðir þar. Það er mjög mikilvægt, að fyrirtæki séu þannig uppbyggð, að þau þjóni sem bezt atvinnulifinu. Einnig þarf að gæta þess, að þau falli vel inn i umhverfi og valdi ekki mengun. Viðerum mótfalln- ir byggingu stórra orkuvera, nema þar sem það er algjörlega nauðsynlegt, og að þá verði gætt Itrustu varúðar gagnvart um- hverfinu. Hér á ég fyrst og fremstvið kjarnorkuver. Dagfinn: Á ráðstefnu, sem NCF hélt I Finnlandi i fyrrahaust, var ályktað um auðæfi hafsins, og kom fram I ályktuninni stuðning- ur við þá stefnu Islands að færa landheígina út i 200 milur, einnig stuðningur við stefnu æskulýðs- samtaka miðflokksins i Noregi um stuðning við 200 mllna efna- hagslögsögu Noregs. Það hefur ennþá ekki fundizt lausn á þessum málum, hvorki fyrir ísland né Noreg, en við i NCFlitum á þetta sem mjög mik- ilvægt, pólitiskt málefni, bæði til þess að varðveita auðæfi hafsins og til þess að þær þjóðir, sem eiga rétt til þessara auðæfa, fái að njóta þeirra. Per-Ola: Eftir strlðið hefur sú, stefna orðið rikjandi i Sviþjóð að taka sífellt meira ræktanlegt land undir vegi og mannvirki. Þessa^ þróun teljum við afar óheppilega. Við teljum, að þessari þróun þurfi að snúa við, og að a.m.k. i Noregi, Finnlandi og Sviþjóð verði að stefna að þvl, að þessi lönd verði sjálfum sér nóg um landbúnaðar- vörur, en ekki að þær verði inn- fluttar, eins og nú færist i vöxt. Jóhann: Hvernig hefur ykkur fallið tslandsdvölin, og hvað finnst ykkur um Norðurlanda- þingið? Per-Ola: Ég er mjög ánægður með þær móttökur og það viðmót, sem éghef mætt hér i Reykjavik. Einnig höfum við haft mikla möguleika á að kynnast Islenzk- um stjórnmálum betur enviðhöfð- um áður tækifæri til, og þeim málefnum, sem Framsóknar- flokkurinn er að fást við. Það ríkir mjög mikill áhugi á nánara samstarfi milli miðflokk- anna á Norðurlöndum. Dagfinn: Ég var hér á ráð- stefnu I fyrrasumar,um Island og auðæfi hafsins, og svo aftur núna á þessu þingi og þessari ráðstefnu um orkumál, sem unghreyfing- amar héldu. Ef til vill hafa verið mikilvægust þau auknu kynni, sem ég hef hlotið við Framsókn- arflokkinn og SUF, og við getum fært okkur það frekar i nyt. Norð- urlandaþingið hefur lika verið mjögáhugavert, enoft er erfittað átta sig á þeim málefnum, sem þar er um fjallað. Leif: Það fer ekki mikið fyrir hreinni lausn málanna á þessu þingi. Það er a.m.k. mitt viðhorf sem ungur þátttakandi hér. Það er vitað, að ráðherranefndin f jall- ar um mörg mikilsverð mál, en mjög erfitt er að leggja fram ákveðin mál og fá ákveðna niður- stöðu. Heimsóknin hefur verið mjög ánægjuleg, en ég vildi gjarna eiga eftir að koma hér aftur og sjá og njóta hinnar íslenzku náttúru að sumarlagi i sól og hlýju. Föstudagur 30. mai 1975 DAGSKRÁ 15. ÞINGS S.U.F. Á HÚSAVÍK 6.-8. JÚNÍ1975 Föstudagur 6. júní kl. 19.30 Þingsetning, Eggert Jóhannesson. a) Kosning kjörbréfa- nefndar og uppstillinganefndar. b) Kosning starfsmanna þingsins. 1. Þingforseta. 2. Þingrítara. c) Skýrsla stjórnar, Eggert Jóhannesson. Skýrsla gjaldkera, Sævar Þ. Sigurgeirsson. d) Umræður um skýrslu stjórnar. e) Flokksstarfið, ritari Framsóknarflokksins. f) Almennar umræður. g) Skipun i nefndir. Laugardagur 7. júní kl. 9.00 Nefndastörf. kl. 12.00 Hádegisverður. kl. 13.30 Ávarp, Ólafur Jóhannesson Nefndastörf og umræður. kl. 18.30 Kvöldverður. Kvöldið frjálst. Sunnudagur 8. júní kl. 9.30 Afgreiðsla mála. Kosningar. Þingslit. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Simi: 24480.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.