Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 3. júni 1975 HEILDARAFLINN FYRIR VESTAN RÖSKLEGA 4000 LESTUM MEIRI EN í FYRRA Vertíðaraflinn á vetrarvertið- inni 1975 i Vestfirðingafjórðungi varð 27.014 léstir, sem er 4.079 lestum meira en í fyrra. Er þarna iniðað við þann afla, sem kominn var á land 11. mai, en nokkrir netabátarnir héldu áfram veiðum eftir það og sumir togbátarnir lönduðu nokkrum dögum siðar.Er sá afli ekki meðtalinn. Nokkur SKEAAAADIRNAR A KYNDLIAAUN AAEIRI EN ÆTLAÐ VAR ASK-Reykjavik. Oliuflutninga- skipið Kyndill, sem strandaði.er það var á leið til lestunar i Skerjafirði, hefur nú verið tekið upp i slipp. I fyrstu var álitið að um smávægilegar skemmdir væri að ræða, en nú hefur komið i ljós að allur botninn er meira og minna dældaður. Samkvæmt frásögn Magnúsar Gunnarssonar hjá Skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar er áætlaö, að viðgerð taki að minnsta kosti hálfan mánuð. Þá er gert ráð fyr- ir að svo geti farið, að senda verði skipið til útlanda vegna ónógrar aðstöðu hér heima fyrir. Kyndill, sem er 499 tonn brúttó, hefur dreift oliu á hafnir frá Reykjavik og Seyðisfirði. Sagði Magnús, að enn hefði ekki skort oliu á þeim höfnum, er Kyndill hefur losað á, og reynt yrði i sam- vinnu viö Oliufélagið aö leysa oliuflutningamálin. Óheimilt að hækka án leyfis Viðskiptaráðuneytið vill vekja athygli á þvi, að sam- kvæmt lögum um launa- jöfnunarbætur, bætur al- mannatrygginga, verðlags- mál o.fl. frá 23. mai 1975 er verðstöðvun i gildi þar til öðru visi verður ákveðið. Þar af leiðandi má ekki hækka verð vöru eða þjónustu eða endurgjald fyrir afnot af fasteign eða lausafé nema að fengnu samþykki réttrayfir- valda og staðfestingu rikis- stjórnarinnar. SKIP ASAAIÐAST OÐ OG VÉLSAAIÐJA í STYKKISHÓLAAI SAAAEINAÐAR Skipssmiðastöðin Skipavik og Velsmiðja Kristjáns Rögnvalds- sonar i Stykkishólmi hafa verið sameinaðar i eitt fyrirtæki. Ilið sameinaða fyrirtæki, sem rekið verður undir nafninu Skipa- smiðastöðin Skipavik h.f., mun annast aila þjónustu við bátaflot- ann á sviði skipasmfða, skipavið- gerða, vélsmiði og rafvirkjunar. A s.l. hausti var hafin fjárhags- leg endurskipulagning Skipa- smiðastöðvarinnar Skipavikur, fyrir forgöngu byggðasjóðs og Búnaðarbanka íslands. Upphaf- lega var sveitarfélögum á Snæfellsnesi gefinn kostur á aðild Framhald á 19. siðu aflaaukning varð I öilum verstöðvum, nema Bfldudal, en hlutfailsiega varð aukningin mest á Tálknafirði og tsafirði. Fádæma ógæftir voru nálega allan janúarmánuð, en eftir það máttu heita stöðugar og góðar gæftir. Afli linubáta var nokkuð jafn alla vertiðina. Netabátarnir, fengu ágætan afla i marz, en þeg- ar kom fram i april tregðaðist afl- inn mjög. Afli togbáta var góður alla vertiðina. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofu Fiskifélags Islands á ísa- firði var Bessi frá Súðavfk afla- hæstur togbátanna, með 1.966.6 lestir, en hann var einnig afla- hæstur i fyrra. Af netabátunum var Garðar frá Patreksfirði afla- hæstur með 890 lestir i' 58 róðrum og Orri frá Isafirði varð aflahæst- ur þeirra báta sem reru með linu alla vertiðina, með 713.3 lestir i 93 róðrum. Heildaraflinn i nokkrum ver- stöðvunum var sem hér segir: lsafjörður 7.993 lestir, Patreks- fjörður 4.790 lestir og Bolungar- vik 3.631 lestir. Myndin sýnir keppendur I skákkeppni Flugleiöa og Taflfélags Vest- mannaeyja. . Eyjamenn komu tefldu og töpuðu Nýlega heimsótti skáksveit úr Taflfélagi Vestmannaeyja skák- menn Flugleiða i Reykjavik og háðu sveitirnar keppni. Fyrir Taflfélag Vestmannaeyja kepptu Gústaf Finnbogason, össur Kristinsson, Magnús Jónsson, Friðrik Guðlaugssori, Arnar Sigurmundsson, Pétur Bjarna- Hagalín hlaut gull- kross Sjómannadagsins Aðalfundur KEA hófst í gær gébé Rvik — Aðalfundur Kaup- félags Eyfirðinga Akureyri, hófst i gærmorgun f Samkomuhúsinu á Akureyri. Stendur fundurinn i tvo daga. Rétt til fundarsetu hafa 211 fulltrúar úr 24 deildum félagsins, og er fundurinn mjög vel sóttur, þvi að þar voru mættir i gær- morgun 201 fulltrúi frá 19 deild- um. 1 gær fluttu formaður stjómar- innar og kaupfélagsstjóri skýrsl- ur sinar og voru þær siðan til um- ræðu á fundinum. • • JG-Rvik. — Meðai þeirra sjó- manna, sem heiðraðir voru á sjó- mannadaginn, var Guömundur G. Hagalin, rithöfundur, en hann er gamali sægarpur, sem kunnugt er. Guðmundur G. Hagalin er fyrsti listamaðurinn, sem hlýtur heiðursmerki Sjómannadagsins, en gullmerkið hlaut hann fyrir frásagnir sinar af sjósókn og sjó- mönnum, kjörum sjómanna og þeirra, er byggja tilveru sina á sjávarafla. 1 ræðu, er Hagalin hélt i hófi sjómanna að Hótel Sögu á Sjó- mannadaginn, sagði hann meðal annars frá þvi, að hann heföi byrjað að beita þegar hann var átta ára gamall, og i sjóróðra fór hann skömmu siðar. Hagalin sagðist hafa hlotið margvisleg verðlaun um ævina, en þennan heiður taldi hann sér mestan hafa verið sýndan um dagana. Þá gat hann um erfið kjör sjó- manna, sagðist hafa misst tvo bræður i sjóinn fyrir fjölmörgum árum, en þrátt fyrir allt væri reynsla sin af sjómönnum og sjó- mennsku einhver sú bezta er hann hefði hlotið i lifinu. Samkvæmisgestir hylltu Haga- lin að lokinni ræðunni. son, Einar Guðlaugsson, Jón Her mannsson og Steinar Öskarsson. Fyrir Flugleiðir kepptu Björn Theódórsson, Andri Hrólfsson, Hörður Jónsson, Hálfdán Her- mannsson, Birgir Ólafsson, Sigurður Gislason, Sverrir Þórólfsson, Trausti Tómasson og Aðalsteinn Magnússon. Keppnin fór fram i félagsheimili starfs- mannafél. Flugfélags íslands að Siðumúla 11. Tefldar voru 144 skákir og fóru leikar þannig, að Flugleiðamenn sigruðu með 85,5 vinningum á móti 58,5. Frpkari samskipti skákmanna frá þessum aðilum eru fyrirhuguð og munu Flugleiðamenn heim- sækja Vestmannaeyinga i haust. Pétur Sigurðsson næiir gullkrossinum Ibarm Hagalins á sunnudag- inn. 159 nemendur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur Húsmæðraskóla Reykjavikur var sagt upp 28. mai, að viðstöddu fjölmenni. A sl. vetri stunduðu 159 nemendur nám i skólanum. Hæstu einkunn á burtfararprófi hlutu Vigdis Guðmundsdóttir Reykjavik 9.33 og Sólveig Jóns- dóttir frá Vindási Hvolsvelli og voru þær báðar nemendur i dag- skóla, en i heimavist hlaut Guðrún Bjarnþrósdóttir, Stokks- eyri, hæstu einkunn 8.93. Hún hlaut aðal handavinnuverðlaun skólans. Úr hinum ýmsu sjóðum skólans hlutu nokkrir nemendur verðlaun. Sú nýjung var tekin upp á sið- asta vetri, að efnt var til 2ja vefnaðarnámskeiða og eins nám- skeiðs i fatasaumi og mæltist þetta mjög vel fyrir. Afmælisárangar voru mættir við skólauppsögn og færðu skólanum góðar gjafir: 25 ára nemendur gáfu fagra silfurskeið, 20 ára og 10 ára gáfu peninga i Minningarsjóð Ragnhildar Pétursdóttur, 15 ára nemendur afhentu góða bókagjöf og 5 ára nemendur blómakörfu. UjED u t i r£\ É Norðurá Veiði hófst á fyrsta og öðru svæði I Norðurá á sunnudag, 1. júni. Að venju var það stjórn og varastjórn Stangveiðifélags Reykjavikur, sem hðf veiðina, en sú venja hefur haldizt i 22 ár. A fyrsta deginum fengu veiði- mennimir hvorki meira né minna en 28 laxa. Þetta voru allt stórir fiskar, 10-15 pund. Þetta mun vera það allra mesta i mörg ár, sem fengizt. hefur á fyrsta degi, og lofar það mjög góðu um veiðina i sumar. Þessi veiði var öll á fyrsta svæðinu, sem er frá veiðimerki ofan við Stekk að og með Fossvaði ofan Laxfoss. í gærmorgun fengust fjórir laxar á þessu svæði, en alls er veitt á tiu stengur. Fyrsta veiðidaginn var veður fremur kalt við Norðurá, norð- anátt og um 5 vindstig. Frost hefur verið um nætur. Áin var um 6 stiga heit á sunnudag, en ekki var búizt við að hún væri nema 3-4 gráður i gærdag, og háir þetta að sjálfsögðu veiðinni mjög. Veiðimenn sögðu, aðnóg virtist vera af laxi i ánni og litur þvi vel út með laxveiði i sumar. Á öðru svæðinu i Norðurá, var einnig byrjað að veiða á sunnu- dag. Þvi miður náði hornið ekki I neinar fréttir þaðan, þar sem enginn simi er i veiðihúsinu. Samt var búizt við að veiðin væri góð þar lika, og er til marks um það, að um laxatelj- arann, sem er i Laxfossi, höfðu farið 42 laxar, em er m jög gott á þessum tfma árs. Laxá á Ásum Haukur Pálsson, Röðli við Blönduós hringdi i hornið i gær, og sagði að veiði hefði hafizt I Laxá á sunnudag. Þar er, eins og áður, aðeins veitt á tvær stengur og er hámarksveiði 20 laxar á stöng. Gunnar Tunólfs- son og Páll S. Pálsson, báðir úr Reykjavik, hófu veiðina og höfðu á hádegi i gær, þegar fengið 12 væna laxa. Notuðu þeir bæði maðk og flugu, þó fengu þeir megnið af laxinum á flugu: Silver Wilkinson no. 4. Hafði Haukur það eftir veiði- mönnunum tveimur, að það væri lax út um alla á. Enda hefur það ekki gerzt áður, að svo margir laxar hafa fengizt á fyrsta sólarhringnum. Það litur þvi mjög vel út með veiði i ánni, en í fyrra fengust 1502 laxar, að meðalþyngd 7.4 pund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.