Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriðjudagur 3. júni 1975 Þriðjudagur 3. júni 1975 TÍMINN 11 Ólafur Jóhannesson bankamálaráðherra ávarpar gesti, Formenn norrænu bankamannasambandanna ásamt framkv.stj. Ragnar ólafsson hrl., formaður bankaráðs Seðlabankans, ásamt Tryggva Péturssyni, bankastjóra I Hveragerði. Með þeim á myndinni eru konur þeirra, þær Theodóra Guðmundsdóttir og Guðrún Jónasdóttir. Stjórn norræna bankamannasambandsins ásamt framkvæmdastjóra. Hannes Pálsson er fulltrúi Isl. bankamanna f stjórninni. Séð yfir samkvæmið. BANKAMENN HALDA UPP Á 40 ÁRA AFMÆLI Sambands ísl. bankamanna, en það var stofnað 30. jan. 1935 Fjölmargir bankamenn og gestir vfðsvegar að tóku þótt í afmælisfagnaði, og fundur í Norræna bankamannasambandinu var haldinn hér d landi í tilefni afmælisins Lennard Lundgren, framkvæmdastjóri Norræna banka- mannasambandsins, ásamt Hannesi Pálssyni, formanni Samb. ísl. bankamanna. Jón Sólnes, bankastjóri og alþingismaður, og kona hans ræða við Matthías Mathiesen fjármálaráðherra og Jónas Rafnar bankastjóra. Guðrún Hjartar og Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri skipadeildar StS, ásamt Bjarna Magnússyni í Landsbank- anum. Hannes Pálsson, formaður bankamanna, ásamt þeim Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráðherra, Halldóri E. Sigurðssyni landbúnaðarráðherra og Friðjóni Þórðarsyni sýslumanni. Myndin er tekin I móttöku á Kjarvalsstöðum, eins og aðrar myndir er hér birtast. A ANNAN hvitasunnudag var öllum landslýð sýnd í sjónvarpi skrfpamynd af einu mesta lista- verki fslenzkra nútimabók- mennta, Lénharði fógeta eftir Einar H. Kvaran. Ég horfði á þessa mynd með athygli, en ekki aðdáun. Það er vist, að sjaldan hef ég orðið meira undr- andi en i þetta skipti. Furðuleg- ast þótti mér að jafnmætur maður og Ævar Kvaran, sem oft er búinn að skemmta mér vel, bæði i sjónvarpi og útvarpi, skuli standa að þessari eyði- leggingu á einu mesta listaverki afa sins. Það sannast á honum málshátturinn: „Allir eiga glappaskot á ævi sinni”. Áður en ég rökræði þetta nánar, ætla ég að skreppa talsvert langt aft- ur i timann. Seint á öörum áratug þessar- ar aldar lenti ég i þvi að kenna unglingum fyrir fermingu, þvi aö þá var erfitt að fá kennara. Ég kenndi tslandssögu Jónasar frá Hriflu, sem þá var ný af nál- inni og var vel af henni látið, og hefur hún verið kennd fram á þennan dag litið breytt, og hefur mig oft undrað það. Þegar ég fór að athuga þessa bók, þá varð égalveg undrandi á einu, og það var hlutdrægnin. Það var engu likara en höfundur hefði ekki at- hugað, að við Sunnlendingar er- um til. Hins vegar allt tint til sem gerðistá Norðurlandi. Mest var þetta áberandi um 15. og 16. aldirnar. Ekki merkilegra atvik en hvalreki á fjörur Hrafns lög- manns á Rauðuskriðu varð að komast i íslandssöguna, en ekki nefnt á nafn það sem gerðist á Suðurlandi á sama tima. Þó var þaö ekki ómerkilegra en það, að þeir komu saman úr öllum sveitum Arnessýslu aö Áshild- armýri og samþykktu hina frægu Ashildarmýrarsam- þykkt, sem er vafalaust það langmerkilegasta plagg, sem til er frá þeim tima. Þar er i fyrsta skipti mótmælt þvi, að ekki hef- ur verið staðið við Gamlasátt- mála. Þá er samþykkt að verj- ast öllum yfirgangi, og ef ein- hver verður fyrir sliku, þá að skilja ekki við málið fyrr en sá hefir fengið fullar bætur, sem fyrir órétti hefir orðið. Þá er snjallasta setningin i samþykktinni á þessa leið: „Ef svo óliklega tekst til að hefnd verði meiri en tilverknaðurinn svo að til fjársektar komi, þá eru allir skyldir að greiða þá sekt. Einn fyrir alla og allir fyrir einn”. Þarna stofna Ár- nesingar með öðrum orðum fyrsta samvinnufélag I heimi. Þessi fræga setning, sem er kjörorð samvinnufélaganna, sést fyrst rituð þarna og eru all- ar likur á, að hún sé samin af bóndanum, sem fyrstur skrifaði undir samþykktina, Halldóri rika I Tungufelli. Manni hefði nú fundizt nær, að Jónas fræddi unglinga landsins um það, hvar fyrsta samvinnu- félagið hefði verið stofnað, heldur en um hvali, sem rak á Rauðuskriðu. Það gerðist svo sex árum seinna, að Árnesingar safna liði ásamt Rangæingum undir for- ystu Torfa sýslumanns í Klofa og drepa Lénharö fógeta á Hrauni I Olfusi. Hann hafði farið um sveitir með herflokk og framið mörg glæpaverk. Þetta er ekki nefnt i tslandssögunni. Hvorki Torfi né Lénharður eru nefndir á nafn, og ekki heldur Stefán biskup 1 Skálholti, sem var nefndur grjótbiskupinn. Bændur þessa land mættu þó muna hann, þvi hann setti lög um heytollana. Aðeins er minnzt á deilur þeirra biskup- anna, ögmundar Pálssonar i Skálholti og Jóns Arasonar á Hólum, þegar Skálholtsbiskup hafði 1200 og Hólabiskup 900 manna lið á Þingvelli, og við sjálft lá að allur þingheimur berðist eins og i Njálu. Til þess að komast hjá vand- ræðum, varð samkomulag um það aö máliö yrði leyst með ein- vfgi. Einn maður úr hvoru liði berðist fyrir sinn biskup, og völdu Sunnlendingar Eystein sterka frá Mörk en Norðlend- ingar Atla hinn sterka. Eysteinn vann og felldi Atla til jarðar. Sfðan hefur mér fundizt, að hann hefði verðskuldað að vera nokkurs konar þjóðhetja okkar Sunnlendinga. Það mætti segja mér, að þetta fólk, sem er I skóla I 9 ár, hefði aldrei heyrt hann nefndan. 1 Islandssögu Jónasar er sagt frá þessu á þann veg, að skorið hafi verið úr deil- unni með einvigi og Sunnlend- ingurinn unnið. Ekki er haft svo mikið við að nefna hann á nafn. Það mætti segja mér að nafn hans stæði i Islandssögunni, ef hann hefði verið Þingeyingur. Ég var þvi meira en litið á- nægður, þegar Einar H. Kvaran tók þetta gleymda timabil úr sögu okkar Sunnlendinga fyrir i leikritinu Lénharði fógeta, og það með þeim snilldarbrag, að ég hika ekki við að fullyrða, að þaö er eitt mesta listaverk i bókmenntum þessarar aldar, enda er það með afbrigðum vin- sælt. Um þetta get ég vel dæmt, þvl Ungmennafélag Hruna- manna tók þetta leikrit til sýn- ingar fyrir um fjórum áratug- um, og sýndi það hér um sveitir við fádæma góðan orðstir, enda var það afbragðs vel leikið að allra dómi. Það hefði mér ekki flogið i hug þá,aöég ætti eftir aðlifa það, að horfa á þetta leikrit i sjónvarpi, sem mætur maður stæði að, og auk þess afkomandi höfundar. Þessi maður léti drepa Eystein frá Mörk nokkrum árum áður en hann stóð á Þingvöllum albú- inn að halda uppi heiðri Sunn- lendinga, sem hann gerði með miklum sóma, og það sem ekki er minnst um vert, án mann- drápa, svo að Norðlendingar sættu sig langt um betur við ó- sigurinn og hugguðu sig með þvi, aö það hefði verið ólöglegt hjá Eysteini að kasta vopnunum og hlaupa undir Atla og varpa honum til jarðar. Ég segi um sögufölsun eins og kemur fram ímyndinni: Hvem- .ig er þetta hægt? Það eru sjálf- sagt engin lög til, sem banna svona skepnuskap, en þau þurfa að koma, og hefðu átt að vera komin fyrir löngu. Þvi skora ég á Alþingi að setja lög hér um, þar sem algerlega væri bannað að taka listaverk eftir dána höf- unda og breyta þeim eftir eigin geðþótta. Þetta hafa Sviar gert, enda er þetta sjálfsagt. En þetta er ekki það eina, sem ég hef að athuga við sjónvarps- myndina, þótt þetta sé lang verst. 1 stuttu máli sagt, er flest það, sem gerir leikritið að þvi ó- gleymanlega listaverki sem það er,vandlega þurrkað út úr kvik- myndinni. Enda er hvergi bita- sætt I henni að minum dómi, og illa er ég svikinn, ef ég á ekki marga skoðunarbræður meöal eldri kynslóðarinnar. Að þvi kemur, að búið verði að þjálfa unga fólkið upp I það að vilja ekki horfa á nema skepnuskap, en þá er illa farið. Ég er ekki að fullyrða neitt um að svona slæmt sé þetta orðið, en sporin hræða. t leikritinu leiðir höfundur fram allar stéttir i þessu þjóðfé- lagi. Allar stéttir eiga sinn full- trúa, allt frá stórbrotnum höfð- ingja eins og Torfa i Klofa, sem seglr margar ógleymanlegar srtningar. Hún er ekki siður vel gerð sú mynd, sem, hann dregur af smælingjanum Freysteini á Kotströnd (Kotstrandarkvik- indinu). Hann hefur jafnvel vakið hvað mesta kátinu og hrifningu, þar sem ég hef horft á Lénharð, enda verið frábær- lega vel leikinn. Þessa skoplegu persónu hafa þeir gjörsamlega þurrkað út úr myndinni, sést bregða fyrir, en segir ekkert. Ekki gat það aumara verið. Hugljúfasta persónan I leik- ritinu er auðvitað Guðný á Sel- fossi, sjálf „Suðurlandssólin”. Það er ekki svo vel, að henni sé komið sæmilega gegnum mynd- ina. Mesta spennan I sambandi við Guðnýju er auðvitað þegar hún gengur á hólm við Lénharð siöasta kvöldið á Hrauni áður en Torfi kemur með her manns til þess að taka Lénharð. Guðný er látin tefja timann með öllum ráðum, og þetta endar með þvi að hún drekkur hann fyrir borð. Söngur Guðnýjar, og viðtalið milli hennar og Lénharðar við þetta tækifæri, er algert há- mark i leikritinu að flestra dómi, það þori ég að fullyrða. t myndinni er ekki svo vel, að Guðný- geti sungið, heldur les húnkvæðin, og það er heldur til- komulitið i augum okkár, sem höfum séð Guðnýju bezt leikna af úrvalsleikkonum. Enda verður þetta algerlega áhrifa- laust. í leikritinu er Lénharður út úr drukkinn og steinsofandi i lokrekkjunni, svo að Guðný ætl- ar ekki að geta vakið hann, þeg- ar Torfamenn ráðast á húsið og Eysteinn ver einn dyrnar. Þetta þykir vlst ekki nógu áhrifamikið imyndinni, þvi þar er það þann- ig, að þegar menn Torfa koma, er auðvitað engin mótstaða, þvi Eysteinn er dauður. Aðkoman er eins og þessir herrar vilja hafa hana. Lénharður er nefni- lega hinn hreyknasti að brölta á maga Guðnýjar, og litur varla upp þegar þeir koma. Þetta er næst stærsta hneykslið i mynd- inni.næstá eftir drápi Eysteins. Nú skora ég á þá menn, sem að þessum óskapnaði standa, að svara fyrir það, að eyða 20 milljónum til svona skemmdar- starfsemi. Sömuleiðis skuiu þeir mæla þvibót með rökum, ef þeir vilja heita huga sins ráðandi, Að láta drepa Eystein, sem striðir jafn áberandi móti sögu lands- ins og það gerir, og svo hitt, að láta Lénharð nauðga Guðnýju á Selfossi. Svo er þessi stóra spurning: Hvers vegna eru mennirnir að láta myndina heita Lénharð fógeta, fyrst öllu er snúið öfugt móti þvl sem i leikritinu er? Þeir mættu min vegna setja hvaða skepnuskap á svið til þess að selja, ef þeir nefndu það rétt- um nöfnum. Svo að sfðustu þetta: Siðasti þáttur leikritsins, sá fimmti og jafnframt sá snjallasti, er alveg felldur niður i myndinni, sem von er. Höfundarnir eru alveg bit, þegar búið er að drepa Ey- stein. Þá er sjálfgert að sleppa einum snjallasta kafla leikrits- ins, sem eru viðskipti Magnúsar biskupsfóstra og Guðnýjar, og samtal þeirra á Hrauni morg- uninn eftir bardagann. Magnús sýnir það fádæma drengskapar- bragð aö biðja Eysteini griða, og að ekkert mál veröi bú- iö á hendur honum. I staö þess að láta myndina enda meö þeim ágætum, sem Einar H. Kvaran gerir, þá fara þessir furöulegu mynda- smiðir að smlöa höggstokk til þess að sýna áhorfendum hvernig á að höggva haus af manni. Alveg sama og sýnt var I kvikmyndinni um Mariu Stúart. Það heföi mátt sleppa þessu að skaðlausu. Það tekur ekki fram endi Einars i leikritinu. Þær miklu vinsældir, sem Einar H. Kvaran naut með þjóð- inni, voru ekki sizt byggðar á þvi, að hann lét alltaf það góða hjá manninum bera sigurorð af þvi illa. Meira aö segja ribbalda á borð við Lénharð fógeta lætur hann enda þannig, að við skilj- um við hann alveg sátt. Hann lætur Guðnýju á Selfossi og gæði hennar, bræða klakann úr sál Lénharðar, og þar er jafnvel stærsti sigur Guðnýjar i leikrit- inu og vinnur hún þó marga og eftirminnilega sigra. Nú er bezt að enda þessa skammagrein með þvi að taka siðustu greinina úr Lénharði fógeta: Þegar Torfi býöur Lén- harði að ná prestsfundi, þá segir hann: „Hvað á ég að gera viö prest?” Lénharður litur til Guð- nýjar: „Þarna stendur prestur- inn minn”. Má ég tala eitt orð við jungfrúna. (Guðný gengur til hans). Þú vildir láta mig fara þvert yfir fjalliði gær. Ég þakka þér fyrir það, yndislega. Nú fer ég yfir annað fjall. Þú sagöir i gær, að ég ætti skilið að hitta góða stúlku þarna fyrir handan fjalliö. Ég þakka þér fyrir það, elskulega barn. Ef mér auðnast að hitta einhverja jafnyndislega og þú ert, þá væri ég ánægöur með feröalagið. Vertu nú sæl. Fyrirgefðu — eins og nú er kom- iðget ég ekki meira gert en lotið þér. (Krýpur á kné). Guöný: Guö fyrirgefi yður herra. Lénharður (stendur upp): Nú er mér ekkert að vanbúnaði, herra sýslumaður. Tjaldið fellur. Helgi Haraldsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.