Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. júni 1975 TÍMINN 7 Sjómanna- dagurinn í Reykjavík Gunnar Thoroddsen SJ—Reykjavlk. Hátlðahöld Sjó- mannadagsins fóru fram í Naut- hólsvlk á sunnudaginn I sólskini og fögru veðri. Ræður dagsins fluttu þeir Gunnar Thoroddsen, sem talaði I fjarveru Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegsráð- herra, Ingólfur Arnarson fram- kvæmdastjóri Gtvegsmanna- félags Suðurnesja og Brynjólfur Halldórsson formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Ægis. Pétur Sigurösson formaður Sjó- mannadagsráðs sæmdi þrjá sjó- menn heiðursmerki dagsins. Helga Guðlaugsson háseta á Bjarna Sæmundss., Jóhannes S. Sigurbjarnarson skipstjóra á Hafþóri og Janus Halldórsson, sem er einn af þrem stofnendum Sjómannadagsráðs, sem enn eru á lifi. Helgi og Jóhannes eru báðir ~ fæddir 1908. Tómas R. Hannesson, sem náði beztum árangri i vélfræði á þriðja stigi I Vélskólanum hlaut farand- bikar frá Fjalari hf. og þótti viö hæfi að sú afhending færi fram á sjómannadaginn, en Vélskólan- um var I vor slitið i 60. sinn og þetta var i 16. sinn, sem þessi verðlaun voru veitt. Þá var Guðmundur G. Hagalin sæmdur gullkrossi Sjómanna- dagsins fyrir skrif sin um sjó- menn og sjómennsku og kynningu á lifsbaráttu sjómanna. Nokkrar umferðartafir urðu I Nauthólsvik, þar sem flestir komu til hátiðahaldanna á slöustu stundu. Þörf er á betri hreinlætis- aðstöðu þar á dögum sem þess- um. Frá róðrarkeppninni á sjómannadaginn, ea elnnig var keppt I öðrum greinam. Ttaamyndir Gunnar. Pétur Sigurðsson, Tómas R. Hansson, Janus Halldórsson, Guðmundur G. Hagalln, Helgi Guðlaugsson og sonur Jóhannesar S. Sigurbjarnarsonar, sem var úti á sjó og komst ekki til aö veita viðtöku heiðurs- merki slnu. Ingóllur Arnarson Brynjólfur Halldórsson á vinnuvélum ? Hefurðu gaman af samanburöi á kreppu seilingu—, hámarks grafdýpt, brotkrafti—, lyfti- hæð eða lyftigetu? Þá áttu sálufélaga hjá DRÁTTAR- VÉLUM hf. Þar eru náungar, sem lifa og hrærast í þessum heimi og geta várt um annað talað. Hrifning þeirra beinist mest að nýju MF 50B véiinni. Þeir ræöa um stærri strokka, stærri og afkastameiri dælu, aukna orku og lúxus stjórnklefa. ”Ergonomics“ kalla þeir það, sem lýtur aö bættum aöbún- aði stjórnanda slíkra tækja og eykur afköst hans. Þetta segja þeir. Stórfín hljóðeinangrun, upphitun, tvær rúðuþurrkur, öryggishús með stálþaki o.fl. o.fl. Þetta er þeim þó ekki nóg. Þeir tala um sjálfvirka, lárétta stöðu skóflu og eitthvað sem heitir "roll back“, vökva- skiptingu og stillanlega hliðartil- færslu. Upp í skýin komast þeir, þegar talió berst að: JQRQUE CONVERTER (Þeir rita það einvörðungu með feitu, stóru letri.) Það er einhver vökva- skiptifetill með þrem stillingum. Hann einfaldar vinnuganginn og stóreykur afköstin. er peníngar Auglýsíd iTímanum Sem sagt. Hafirðu áhuga á slíku umræðu- efni, þá blessaður líttu til þeirra á Suðurlandsbraut 32. Þeir verða himinlifandi glaðir að sjá þig og skiptast á skoðunum. MF Massey Ferguson Eigirðu erfitt með að koma, þá hringdu eða skrifaðu. Hver veit nema þú hafir líka bæði gagn og gaman af. l>Act££a/tr飫Æ> A/ SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.