Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.06.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 3. júni 1975 Nútíma búskapur BHUEK haugsugu Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síöumúla Simar 85694 & 85295 SLS-rODIJlt SUNDAHÖFN rGHÐrl fyrir gódan mat [ ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS 4 Viðræður forsetanna Fords og Sadats: Ford birtir nýja friðar- áætlun um miðjan júní Stjórnlagaþing Portúgals tekur til starfa Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Simar 11255 og 12940 Sósíalistar og alþýðudemókratar ætla að beita þingstyrk sínum í baráttunni við kommúnista um völdin í landinu Bemdorm ÞJÓÐFRELSISHREYFINGAR Óeirðir í Salisbury, höfuðborg Ródesíu: DEILA HART NTB/Reuter-Salisbury. Til mikilla óeirða kom f fyrradag i Salisbury, höfuðborg Ródesiu. t uppþoti, er varð framan við fundastað Afríska þjóðarráðsins (ANC) skutu-ródesfskir lögreglu- menn þrettán blökkumenn til bana. Atök hófust meðal stuðnings- manna hinna tveggja þjóðfrelsis- hreyfinga, er starfa i Ródesiu — ZANU og ZAPU, þar sem þeir stóðu frammi fyrir fundast. ANC i Salisbury. (ANC eru samtök hinna tveggja frelsishreyfinga og var sett á laggirnar i vetur, þegar viðræður hófust við stjórn Ian Smiths um möguleika á sjálfstæði Ródesiu með stjórn blökkumanna fyrir augum.) Þessi átök leiddu til þess sem fyrr segir, að ródesískir lög- reglumenn skutu á mann- fjoldann. Fimm biðu bana og enn fleiri særðust. Siðar fóru hópar blökkumanna um tvö hverfi Salisbury og kveiktu i verzlunum, bifreiðum og öðru lauslegu. Lög- reglumenn skárust þá aftur i leikinn og i þeirri viðureign féllu átta blökkumenn til viöbótar fyrir kúlum lögreglumanna. A fundi ANC var og heitt i kolunum. Sagt er, að einn af fulltrúum ZAPU hafi þrifið Enos Nkala — einn af fulltrúum ZAPU — á loft og fleygt honum út um glugga. Nkala sagði I viðtali við fréttamenn i gær, að ZAPU — sem er öllu fjölmennari en ZANU sem aftur er mun herskárri — hefði neytt aflsmunar á fundi ANC, þar sem hreyfingin hefur meirihluta. Að sögn Nkala stefna leiðtogar Zapu að þvi að hrifsa i sinar hendur öll völd i NAC. I mótmælaskyni kvað hann fulltrúa ZANU ekki ætla að mæta á næsta viðræðufund ANC og stjórnar Ian Smiths, sem halda á siðar i þessari viku. lagaþingsins séu takmörkuð við það eitt að setja landinu nýja stjórnarskrá — stjórnarskrá, er gerði ráð fyrir kosningum til lög- gjafarþings, þá e.t.v. á næsta ári. Sfðan fyrri einræðisstjórn var steypt af stóli, hefur landinu verið stjórnaðmeð fyrirmælum stjorn- valda — ýmist rikisstjórnarinnar eða byltingarráðsins, er sett var á laggirnar eftir hina misheppnuðu byltingartilraun i vetur. Costa Gomes forseti skoraði i gær á þingfulltrúa að fórna flokkshagsmunum fyrir þjóðar- hagsmuni. Hann sagði, að portúgalska þjóðin vænti stjórnarskrár, er tryggði festu i stjórn landsins, án þess þd að dregið yrði úr framförum. Mikið var um dýrðir i gær við setningu stjórnlagaþingsins. Þjóðfánar blöktu við hún, þykkir, rauðir dreglar prýddu þingsalinn, er var blómum skreyttur. Og úti fyrir þinghúsinu, sem er úr hvit- um marmara, stóðu hermenn heiðursvörð. Skuggi versnandi efnahags- ástands i Portúgal hvildi þó yfir þingsetningunni. I gær setti rikis- stjórnin 30% innflutningsgjald á fjölda vörutegunda, til að reyna að draga úr viðskiptahallanum við útlönd. Og fréttir herma, að stjórnin hafi leitað eftir efnahags- aðstoð frá Bandarikjunum — og jafnvel Sovétrikjunum, til að rétta við efnahag landsins. ÓDÝRAR Spánarferðir ÁGÚST/SEPTEMBER að hætta slikum umleitunum I marz s.l., þar eð þær virtust hafa siglt i strand.) Kissingcr sagði i gær, að viðræður þeirra Fords og Sadats hefðu verið mjög gagnlegar. Nú hefðu þeir Ford skýra mynd af viðhorfum egypzkra ráðamanna, m.a. með hvaða hætti samninga- umleitunum yrði haldið áfram. Þá fagnaði Kissinger þeirri ákvörðun Israelsstiórnar að fækka ihsrliði sinu á bakka Súez- skurðar og sagði, að hún yki likur á samkomulagi um frið. Ford Sadat Viðræðurnar voru gagnlegar, en ekki tókst að finna neina lausn á deil- um Araba og Israelsmanna. NTB/Reuter. i gær hófst nýr kapítuli I stjórnm álasögu Portúgals: Francisco Costa Gomes forseti setti hið nýkjörna stjórnlagaþing landsins. Stjórnlagaþingið skipa 250 fulltrúar, er kjörnir voru i al- mennum kosningum þann 25. april s.l. I þeim kosningum unnu sósialistar og alþýðudemókratar (PPD) sem kunnugt er mikinn sigur. Búizt er við, að þessir tveir flokkar, er ráða meirihluta fulltrúa á stjórnlagaþinginu, reyni að beita þingstyrknum i baráttu sinni við kommúnista og fylgifiska þeirra, sem hafa veru- leg itök i Portúgalsstjórn og ráða að auki verkalýðshreyfingunni, flestum fjölmiðlum og sveitar- stjórnum landsins. Kommúnistar hafa hins vegar lagt áherzlu á, að verkefni stjórn- Sato Idtinn Reuter—Tókió. Eisaku Sato, fyrrum forsætisráðherra Japan, lézt i gær, 74 ára að aldri. Sato fékk heilablóðfall þann 19. mai s.l. og náði sér ekki að nýju. Sato var forsætisráðherra Japan á árunum 1964 til 1972, þeg- ar efnahagur Japana stóð með mestum blóma. Honum voru veitt friðarverðlaun Nóbels á fyrra ári og var hann fyrstur landa sinna að hljóta þau. Sato var mjög umdeildur stjórnmálamaður, þótt friðarvilji hans kæmi fram með ýmsu móti, t.d. beitti hann sér gegn þvi, að Japan yrði kjarnorkuveldi. Sato NTB/Reuter—Salzburg. Gerald Ford Bandarikjaforseti og Anwar Sadat Egyptalandsforseti luku i gær tveggja daga viðræðum um deilur Araba og ísraelsmanna. Viöræðurnar, er fram fóru i Salz- burg i Austurriki, voru að sögn gagnlegar, en forsetunum tókst þó ekki að finna neina ákveðna lausn á deilumálunum i Mið- jarðarhafslöndum. Þeir Ford og Sadat héldu fund með fréttamönnum i gær. A fundinum, sem haldinn var úti undir beru lofti, meðan rigndi eins og hellt væri úr fötu, lögðu forsetarnir áherzlu á að viðræð- urnar hefðu verið gagnlegar. Þeir sögðust nú snúa hvor til sins heima og ihuga þær leiðir, er hugsanlega gætu bundið enda á deilur Araba og Israelsmanna. Ford ræðir við Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels, dagana 11. og 12. júni n.k. Forsetinn kvaðst að loknum þeim viðræðum — geta birt nýja áætlun um lausn á deilumálunum i Miðjarðarhafs- löndum. Sadat sagði, að Egyptar litu enn á Bandarikjamenn sem helztu driffjöður i áframhaldandi samningaumleitunum. Og Ford bætti við, að allar leiðir til lausn- ar hefðu verið gaumgæfilega skoðaðar i viðræðunum. Areiðanlegar fréttir herma að forsetarnir hafi báðir sýnt á þvi áhuga að Henry Kissinger hefji að nýju samningaumleitanir — þá hugsanlega skref fyrir skref. (Kissinger varð sem kunnugt er Nú hillir undir nýja stjórn í Líbanon Andrúmsloft í Beirút er enn spennu þrungið NTB/Reuter—Beirut. Rashid Karami, er fyrir viku var falið að mynda nýja stjórn I Liban- on, sagði i gær, að ný stjórn sæi liklega dagsins ljós eftir þrjá til fjóra daga. Hann kvaö Suleiman Franjieh forseta hafa fallizt á tillögur sinar um skipan nýrrar stjórnar. Karami hefur gegnt embætti forsætisráðherra sjö sinnum áður. Hann fæst nú við stjórnarmyndun á erfiðum timum, en að undanförnu hafa geisað blóðugir götubardagar i Beirut milli falangista — sem eru hægrisinnaðir öfgamenn — og skæruliða Palestinuar- aba. I gær var tiltölulega frið- samlegt i Beirut, en að sögn fréttaritara er andrúmsloft i borginni enn spennu þrungið. Þaö, sem einkum stendur i vegi fyrir stjórnarmyndun, er sú krafa, að falangistar fái ekki aðild að stjórninni. Karami hefur áður lýst yfir, aö allir helztu stjórnmála- flokkar landsins verði að eiga fulltrúa i stjórninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.