Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 4, júnl 1975 M.lðiS Aðgætinn með línurnar ► Sæljón, sem halda að mestu til á landi, verða að fylgjast vel með 'línunum, þvi þau þurfa lftið fyr- ir fæðuöflun og öðru puði að hafa. Sæljónið Adolf, sem á heima í dýragarði i Englandi, fylgist áhyggjufullur með vog inni, en hann á eftir að vaxa enn i fjögur ár þar til fullri þyngd verður náð, en þá verður hann uppréttur um 245 sm á hæð og um 520 kg að þyngd. Adolf er ættaöur frá Patagóniuströnd. * Ætlaði að ganga í klaustur Þegar Juan Carlos Spánarprins var sautján ára, ætlaði hann að ganga i klaustur. Astæöan fyrir þessari ákvörðun prinsins hefur fram til þessa verið varðveitt sem fjölskylduleyndarmál. En nú hefur hulunni verið svipt af leyndardómnum, og i ljós kem- ur harmleikur. Það sem gerðist var eftirfarandi: Juan Carlos var að hreinsa byssuna sina, og hjá honum stóð Alfonso bróðir hans, sem var tveimur árum yngrien hann. Skyndilega hljóp skot úr byssunni og kúlan lenti I Alfonso, sem lézt þegar I stað. Juan Carlos var óhuggandi, og hann var sannfæröur um að eina leiðin til þess að komast yfir þetta hræðilega áfall væri að ganga i klaustur. Aður en af þessu varð, hitti hann Soffiu Grikkjaprinsessu, og þar með breyttust öll hans áform. Ástin sigraði sorgina. um i yc Líf í tuskunum Alþjóðasamtök trúða héldu fjögurra daga „ráðstefnu” i Denver i Colorado ekki alls fyrir löngu. Ráðstefnuna sóttu hvorki meira né minna en 400 trúðar, viðsvegar að úr heiminum. Eftir meðfylgjandi mynd aö dæma, hefur þetta verið tals- vert liflegri og skemmtjlegri ráðstefna en almennt gerist, að minnsta kosti bendir klæða- burður þátttakendanna ótvirætt til þess. ifflp r . . fv r i \ /<V \' DENNI DÆMALAUSI — Nei, mamma. Það er komið vor, og ég þarf ekki gönguskó, ég verð að fá hlaupaskó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.