Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. júni 1975 TÍMINN 9 Gamla gróðrarstöðin Ctbreiðslukort grasmaðks 1961 Ingólfur Davíðsson: Gróður og garðar á skerplu Grasmaðkurinn hélt af stað i „hungurgöngu” timanlega i mai i vor. Ber mikið á honum i Landsveit, t.d. á Galtalæk og Skarði, og raunar viðar. Gras- fiðrildið hefur verpt mikið i fyrrasumar og púpurnar þolað veturinn vel. Beitiland er sums staðar rótnagað eftir maðkinn, þ.e. mosamikið land fyrst og fremst, það er gömul reynsla. Undirritaður hefur fyrr á ár- um skoðað maðkasvæði i Land- eyjum og viðar. Gömul mosa- mikil tún voru illa farin, en blettir, sem á hafði verið borinn foraráburður, eða annar öflugur áburður, svo þeir voru i góðri rækt og án verulegs mosa, — þeir blettir sluppu við maðkinn þá sem nú. Tún er og hægt að verja bæði með áburði og með skóflustungudjúpum skurðum, ef maðkurinn skyldi beina för sinni þangað af óræktarsvæðun- um. En á viðáttumiklu haglendi verður litið um varnir, það er svo dýrt, að nota þar i miklum mæli áburð og varnarlyf. Varnarlyf eru að visu til sem vinna á maðkinum, en úðaða landið verður eitrað fyrir búfé i 2-3 vikur. Snemma vors geta sinubrun- ar gefið góðan árangur, ef sinan þá er svo mikil, aðmosinnBviðni duglega þegar henni er brennt. En slikt er of seint i sumar. Fuglar, einkum veiðibjalla, hettumávur, kria og hrafn eta kynstur af maðki, og gera að þvi leyti gagn. Þeir rifa upp mosann svo hann liggur i flögum („fuglamýs” sbr. ljámýs). Nokkur hætta vetur verið á upp- blæstri lands á maðkasvæðum. Geir Gigja skordýrafræðingur hefur manna mest rannsakað grasmaðkinn hér á landi, sbr. bók hans „Grasfiðrildi og gras- maðkur á fslandi” 1961. Er mikla fræðslu að finna i bókinni. Grasmaðkur er ekki ný bóla hér á landi. Hann er oft nefndur i gömlum ritum á liðnum öld- um. Fullvaxinn grasmaðkur er dökkleitur með sjö gulleitum langröndum. Lindan-duft o.fl. lyf hafa reynzt sæmilega gegn honum á smáblettum. Mestan skaða hefur grasmaðkurinn gert bæði fyrr og siðar i Land- sveit og V.-Skaftafellssýslu, en hann er til um land allt. Sjá út- breiðslukort úr bók Geirs Gigju. Sérfræðingar frá rannsóknar- stofnun-landbúnaðarins gera nú tilraunir með áburðargjöf o.fl. gegn maðkinum. Heyrzthefur að stórfyrirtækið Norsk Hydro hafi á prjónunum áætlanir um álverksmiðju innarlega við Eyjafjörð, t.d. á Dagverðareyri eða Gáseyri. Staðirnir liggja vel atvinnulega og við flutningum, en þeir hafa lika alvarlega galla. Flestum eru i fersku minni timi sildarbræðsluverksmiðj- anna við Eyjafjörð. 1 hafgolu, en hún er þarna mjög tið, lagði ýldubræluna frá Krossanesi og Dagverðareyri yfir Akureyri, og langt inn i byggðir Eyja- fjarðar. Mökkinn frá álbræðslu myndi einnig leggja yfir Akur- eyri og langt fram i Eyjafjörð. Sagt er að norska fyrirtækið telji mengunarhættu litla, en varlega er sliku að treysta. Munu flestir kannast við gamalt spakmæli „Það er ekki kaup- maður, sem lastar vörur sinar”. Og hvernig er reynslan af verk- smiðjum við fjarðarbotna i Noregi og viðar erlendis? Jú, hún er mjög slæm. Menn hugs- uðu i fyrstu aðallega um nær- tæka orku og góð hafnarskil-. yrði, en gleymdu mengunar- hættunni, eða voru blindir fyrir henni. Nú a.m.k. vita menn betur. Fjarðarbotnar og dalir eru hættulegustu staðirnir. Og ýms fyrirtæki, bæði hér og erlendis þybbast i lengstu lög við að setja upp öflug hreinsitæki, þvi að þau kosta oft mikla peninga. Má hvarvetna lesa kvartanir um þetta i útlendum blöðum og timaritum. Island er enn þá til- tölulega hreint land, en verður það ekki lengi, nema fullrar fyrirhyggju sé gætt. Garðyrkjufélag Islands varð nirætt 26. mai s.l. Til hamingju siungi öldungur! Áhrifarikustu hvatamenn að stofnun félagsins voru þeir Schierbeck landlæknir og Arni Thorsteinsson landfógeti. „Voru þeir landlæknirinn og landfóget- inn mjög samhentir i þvi, að efla garðræktina og skipa henni það rúm, er henni bar meðal áhuga- mála þjóðarinnar”, sagði Einar Helgason, sem siðar var iengi aðalmáttarstólipi félagsins. Tilraunasvæði þessara þriggja frumkvöðla voru þar sem nú er Hressingarskála- garðurinn við Austurstræti, Bæjarfógetagarðurinn, þ.e. gamli kirkjugarðurinn við Aðal- stræti og gróörarstöðin við Laufásveg. Flestar framfarir i garðyrkjumálum má rekja til garðyrkjufélagsins og starfs- manna þess — og nyrðra til ræktunarfélagsins. Siðar kom svo garðyrkjuskólinn og gegnir hann miklu nytjahlutverki. Einnig sölufélag garðyrkju- manna og nú er risin á legg stétt garðyrkjubænda með tilkomu gróðurhúsanna. 1 garðyrkju- félagi Islands vinna áhugamenn störfin ókeypis. Það er fremur fágætt fyrirbrigði á vorum tim- um, — kaupkröfuöldinni. „Garðyrkjufélagið er þarfara en þrir ráðherrar”, er haft eftir gengnum, alkunnum skóla- manni. A nitugasta afmælisdag félagsins voru tré og runnar að laufgast. j Talið að fjöldi ferðamanna verði svipaður og í fyrra ASK-Reykjavik. Reiknað er með þvi, að ferðamenn verði ekki færri i ár en voru 1974, en þá komu til landsins samtals 74.214 erlendir ferðamenn. Þeim hafði þá fækkað frá árinu 1973 um 13.3%, eða um 11. þúsund einstak- linga. Hlutfallslega varð fækkun- in mest hjá þeim er komu með skemmtiferðaskipum, en slikum ferðamönnum fækkaði um 50% frá árinu 1973, en farþegum með flugvélum fækkaði um 7,5%. Þetta kom fram I gær á fundi er Ludvig Hjálmtýsson fram- kvæmdastjóri ferðamálaráðs hélt með blaðamönnum. Bandarikjamenn voru árið 1974, 26.587 þúsund og hafði þá fækkað um 9,9% frá 1973. Þjóð- verjar voru 7.491 og fækkað um 7,3%. Sviar voru svo i þriðja sæti með 5.348 ferðamenn og einungis 1,7% fækkun. Þá kom einnig fram, að beinar og óbeinar gjaldeyristekjur af er- lendum ferðamönnum voru 7,3% af heildarverðmæti útflutnings landsmanna á vörum. Þetta þýð- ir, að gjaldeyristekjur af ferða- mönnum eru i þriðja sæti um gjaldeyrisöflun, þegar miðað er við útflutningsvöru. Af hverjum ferðamanni, sem til landsins kemur, fást um það bil 21 þúsund krónur, en þá er ekki reiknað með fargjöldum eða verzlun við fri- höfnina eða Islenskan Markað. Sambærileg tala var árið 1973 kr. 13 þúsund. Ludvig benti á að starfsemi ferðamálaráðs miðaði ekki ein- göngu við erlenda ferðamenn heldur einnig við fslenzka. Innan starfssviðs ráðsins, sem skipað er átta aðilum frá hinum ýmsu greinum ferðamála hér á landi, er að skipuleggja aðstöðu fyrir innlenda ferðamenn til dæmis á hálendinu. En þarsárvantar betri aðstöðu, svo sem skála eins og Ferðafélag Islands rekur. Á veg- um ráðsins hefur verið byggð snyrtiaðstaða á Laugarvatni, bætt aðstaða við Gullfoss og á Þingvöllum. Þá hefur ráðið með höndum ferðamálasjóð, en honum er varið til endurbóta og nýbygginga veit- inga- og gistihúsa. Á vegum ráðsins hefur farið fram athugun til að nýta betur og byggja upp aðstöðu á hálendinu. 1 þeim efnum naut það aðstoðar bandarisks fyrirtækis, er starfaði á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Tillögur fyrirtækisins voru að mestu svipaðar þvi sem ráðið hafðikomið fram með, þannig að nú strandaði einungis á fjár- magni sem ekki virtist fyrir hendi. Um bókanir á hótelum sagði Ludvig, að hóteleigendur væru bjartsýnir á sumarið. Fullbókað væri yfir hásumarið, og augsýni- legt að Island væri ákaflega vin- sælt land til ferðalaga, þó að dýrt væri fyrir flestar þjóðir. Hins vegar væri óvist hvort flugvalla- skatturinn ætti eftir að setja strik i reikninginn. Um ferðalög Skandinava til Is- lands sagði Ludvig, að þau væru sifellt að aukast. Bæði væru fund- irá vegum ýmissa félaga æ fleiri auk þess sem Færeyjaferjan nýja ætti vafalaust eftir að auka strauminn frá Norðurlöndunum að mun. „Þessi bjartsýni er ekki órökrétt þegar það er athugað að 1973 voru Skandinavarum það bil 38% af heildarfjölda ferða- manna” sagði Ludvig að lokum. Sýning d skipu- lagi nokkurra nýrra bæja í Bretlandi 1 Byggingaþjónustu Arkitekta- félags Islands að Grensásvegi 11, eru nú til sýnis gögn og myndir úr ferðalagisem nýlega var farið til Bretlands á vegum Arkitekta- félagsins til að kynnast skipulagi nokkurra nýrra bæja — New Towns — þar. „New Towns” eru sjálfstæðar smáborgir sem byggðar eru sam- kvæmt sérstökum lögum frá 1946. Síðan hafa verið reistar um 30 slikar. Þar eru reynd ýmis þau nýmæli sem á döfinni eru i skipu- lagsmálum, og þótt margt sé um deildt af þvi sem þar hefur verið gert er vist að þetta er þó ein merkasta starfsemi á sviði skipu- lagsmála i heiminum. Sýning þessi er opin öllum sem áhuga hafa á skipulagi, dagana 4.-6. júni kl. 13.00-18.00, að Grensásvegi 11, i húsakynnum Byggingaþjónustunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.