Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.06.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 4. júni 1975 TÍMINN 13 ÞEIR, sem erindi eiga við Landfara i dag, virðast tala i nokkrum hálfkæringi. Þannig er það stundum. Brugðið upp spegilbroti Einn gamansamur kemst svo að orði: ,,Mig langar til þess að raða saman nokkrum orðum, sem reyndar eru allt tilvitnanir i fjölmiðla og ummæli af munni „aðila vinnumarkaðarins” eða stjórnmálamanna, með litlu i- vafi Ur fréttatilkynningum frá embættismönnum og rikisstofn- unum. Þetta getur verið eins konar spegilbrot handa réttum aðilum til þess að glöggva sig á málfari sinu. Þessi samantekt er eins og hér sést: Ég gizka upp á, að það komi til með að liggja ljóst fyrir, hvernig hægt er að skakka deil- umar, þegar allur böggullinn er kominn inn i' myndina. Það er heila málið, að minnkun kaups- ins verður greinilega að vera i algjöru lágmarki, hvar sem menn eru staðsettir, þrátt fyrir það að visitalan mæli ekki launabreytingarnar. Það er öruggt, að við verðum aö prufa að vera jákvæðir I svona löguðu og gera ekkert sem skemmir út frá sér orðstir okkar. Allar vitneskjur sem fyr- ir hendi eru benda á að há lifs- kjör eru óraunhæf, þvi verðin á útflutningi okkar séu i lág- marki, á meðan kúnnarnir eru örugglega óhressir yfir þvi i dag hvað öll verð eru orðin mikil i búðunum. Menn verða náttúr- lega með einhver viðbrögð út af þessu, ef ekki vill semjast i landinu, þangað til búið er að rækta upp skilninginn og reikna niður dæmið og taka allt með i það. Við verðum að treysta upp á að ekkert hindri fólkið i að hugsa raunhæft svo hægt verði að tilkynna um að það hafi orðið ofáná,sem ljáöi málunum mest gildi.” Frábær fréttaþjónusta Hegri skrifar: „Mér þykja ekki smálitlar út- lendu fréttimar i fjölmiðlunum, og guði sé lof, hvað þeir standa sig vel, fréttamennirnir. Nú fyrir skömmu var þvi rækilega lýst, bæði i blöðum og útvarpi, að skólastrákar, sem settustað i einhverri bandariskri stöð i Laos, gerðu sé hægt um hönd átu þar úr niðursuðudósum, og að kvöldi sjómannadagsins fengum við glögga vitneskju um það, hvernig Ford Bandarikja- forseti dettur á rassinn i stiga. Það er ekki neinn hégómi að hafa greinilegar spurnir af þessu tvennu. Það getur fremur legið i lág- inni, hvað gerist i Baskahéruð- unum á Spáni, eða hvernig gengur að setja Araba niður i löndum Kúrda.” MEGINATRIÐI ISLENZKRAR RÉTTARSKIPUNAR í EINNI OG SÖMU BÓKINNI — Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson komin út í þriðju útgdfu Út er komin hjá Hinu islenzka bóknienntafélagi þriðja útgáfa bókarinnar, LÖG OG RÉTTUR, eftir Ólaf Jóhannesson dóms- máiaráðherra. Bók þessa, og all- mörg fræðirit önnur, samdi höfundur meðan hann var prófessor við lagadeild Háskóia íslands, en þvi starfi gegndi hann á árabilinu frá 1947 til 1971. Fyrsta útgáfa ritsins kom út árið 1952, siðan var það endurútgefið með hliðsjón af breyttum lögum árið 1959, og nú hefur verið ráðizt i þriðju útgáfu, þar sem bókin hefurverið ófáanlegum nokkurra ára skeið og mikil þörf er hand- bókar af þessu tagi. Lög og réttur er einkar lipur- lega skrifuð bók, og fjallar á greinargóðan hátt um helztu meginatriði islenzkrar réttar- skipunar svo sem stjórnskipun og stjórnsýslu, réttaraðild og lög- ræði, sifjarétt, erfðir, búskipti, fjármunarétt og refsirétt. Bókin er ætluð öllum almenningi til gagns sem lögfræðileg handbók og uppsláttarrit og ætti fólk ab vera stórum fróðara um eigin réttarstöðu að loknum lestrl hennar. Það er og til mikila hægðarauka, að aftast i bókinni eru formálar algengustu skjala og getur fólk stuðzt við þá við gerö ýmiss konar löggerninga. Bókin er ekki ætluð sem kennslu- bók, enda fjallaö um réttar- skipunina á breiðum grundvelli, en óhætt mun að fullyrða, að iaganemar geti haft af henni mikil not við nám sitt. Bókin hefur tekið töluvert mikl- um breytingum frá siðustu út- gáfu, sumir kaflar eru algjörlega endursamdir með hliðsjón af nýj- um lögum en aðrir birtast svo til óbreyttir. Umsjón með breytingunum hafði Sigurður Lindal prófessor, en auk hans önnuðust útgáfuna þrir aðrir kennarar við lagadeild, Lúðvík Ingvarsson, Páll Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson. Bókin er 470 blaðsiður að stærð i vönduðu broti og prentuð i Prent- smiðjunni Eddu. I.IMm 01" kíitu; Þættir um islenzka réttarskipan ásamt formálasafni. Nýendurskoðuð útgafa eftir Ölaf Jóhannesson MF-15 HEYBINDIVÉLAR nýjung á íslandi Nú er hafinn innflutningur á MASSEY-FERGUSON heybindivéium. Fengin reynsla af þeim, víös vegar um heiminn, hefur sannaö gildi þeirra svo sem annarra framleiösluvara MASSEY-FERGUSON. MF 15 HEYBINDIVÉLIN er traustbyggö einföld og afkastamikil. Stillingar eru einfaldar, s.s. lengd heybagga, frá 60-125 cm. Smurkoppar eru aöéins 12 talsinsu„ þar af aöeins 5, sem smyrja þarf daglega. MASSEY-FERGUSON viögeröamenn um land allt hafa fengiö sérþjálfun í viöhaldi og stillingu vélanna. Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt þær. MF 15 HEYBINDIVÉLAR eru til afgreiöslu meö stuttum fyrirvara. Kynnió ykkur hiö hagstæöa verö og greiðsluskil- mála. Hafiö samband við sölumenn okkar eöa kaupfélögin. SUOURLANDSBRAUT 32- REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS Aðalfundur Laugarnessóknar verður haldinn i Laugarneskirkju sunnudaginn 8. júni kl. 3 siðdegis að lok- inni guðsþjónustu. Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarheimilismálið. Önnur mál. Sóknarnefnd Laugarnessóknar. VOR HAPPDRÆTTI FRAMSOKNARFLOKKSINS 1975 010744 pemngar ITÍmamim jfWLoT ÚTGEFINNA MÍOA-ÍtJwA— '• VEHB MIOANS KR. 206.00 DREGIO 6, JÚNi 1975. — UPPLÝSINGAR RAUÐARÁRSTÍG 18, REVKJAVÍK, SÍMI 24483. VINNINGUM: Dregið 6. júní - Drætti ekki frestað Nú er að verða hver síðastur að senda uppgjör fyrir heimsenda miða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.