Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 2Q.júni 1975. TÍMINN 7 Kirkjuhátíð á AAælifelli Hinn 7. júni 1925 vigði sira Hálfdán Guðjónsson prófastur á Sauðárkróki nýreista kirkju á Mælifelli. Staðarpresturinn sira Tryggvi Hjörleifsson Kvaran, predikaði, en vigsluvottar voru sira Hallgrimur Thorlacius i Glaumbæ og sira Lárus Arnórs- son á Miklabæ.Yfir 100 manns sóttu kirkjuvigsluna, margir úr nágrannasveitum. Var kirkjan fullbúin, máluð innan og utan, einkar falleg smiði á altari og predikunarstól, en yfirsmiður var Ólafur Kristjánsson frá Ábæ i AusturdalKeypt hafði verið til kirkjunnar notað orgel og gömul kirkjuklukka, en herra Jón Helgason biskup sendi 2 fimm- arma ljósastjaka. Astæðan til þess, að engir kirkjugripir voru til frá fyrri kirkju á staðnum er sú, að það kirkjuhús brann til grunna og varð engu bjargað nema altarisklæði og brún, er frú Elinborg Pétursdóttir saumaði 1857.Eldur varð laus i Mælifellsbænum aðfararnótt réttardagsins 1921 og engum vörnum við komið, en suðvestan rok var og karlmenn við Stafns- rétt. Náði eldurinn brátt til kirkjunnar, sem stóð á bæjar- hlaði, eina kirkjuhúsið, sem þar hefur verið á Mælifelli, reist i tið sira Jóns Ó.Magnússonar, er sat staðinn 1888-1900. Þeirra frá- brigða er að geta um kirkjuna, að bekkir sneru þar langsum frá stafni og inn að kór. Þetta vandist ekki og var þvi breytt, er sira Tryggvi H.Kvaran var tekinn við staðnum af sira Sig- fúsi Jónssyni (1918). Sumarið eftir brunann hófst sira Tryggvi handa um endur- reisn staðarins. Var þá byggt ibúðarhúsið, sem enn sómir sér hið bezta á Mælifelli.Er húsið hátt mjög og stendur framar- lega i gamla bæjarstæðinu, en það leiddi til þess að ófært þótti að hafa nýju kirkjuna á hlaðinu, til muna lægri en húsið, en hún hefði orðið að standa mjög náið vegna þrengsla á bæjarhólnum Hið aldagamla kirkjustæði i garðinum var nú útgrafið og ekki aftur snúið þangað.Uppi á Stofuhólnum hefði kirkjuna bor- ið hátt, en horfið frá þvi vegna þess að þar þótti vera ,,að bæjarbaki”. Og á ávalri hól- bungu syðst á Starrastaðavelli, þar sem þurrt er og snoturt um, virtist of fjarri bænum. Hvort sem leitað var lengur eða skem- ur að þriðja kirkjustæðinu i sögu Mælifellsstaðar, varð að ráði að reisa kirkjuna i mýrardragi of- an hins gamla kirkjugarðs, er nú varð sléttaður og gerður unu hverfis kirkjuna. Vegna afstöð- unnar til bæjarins var kirkjunni snúið öfugt við hina fornu hefð og dyr þvi i austur.Er þetta enn eitt dæmi, er sannar nauðsyn á strangri skipulagsskyldu kirkjustaðanna. Þá var kirkju- teikning Guðjóns Samúelssonar minnkuð i öllum hlutföllum um einn þriðja að ráði Sigurðar Þórðarsonar á Nautabúi, sem var hin fjárhagslega forsjá, safnaðarins, en sóknin er mjög litil, 7 bæir að fornu tali, 16 nú vegna sjálfstæðis útbýla og stofnunar nokkurra nýbýla. S.l. 50 ár hafa 4 prestar setið á Mælifelli, þeirra lengst sira Bjartmar Kristjánsson, 1946- 1968.A tima hans var kirkjuhús- ið lagfært ýmislega, ma. gerð hvelfing, litgler sett i gluggá, raflýst og málað. Þá gaf sira Bjartmar hökul til kirkjunnar, er keyptur var frá Danmörku, en kona hans, frú Hrefna Magnúsd, saumaði og gaf rykki lin. Er hvort tveggja enn hið prýðilegasta. Aður hafði sira Halldór Kolbeins, er þjónaði á Mælifelli 1941-1945, látið sauma altarisdúk og klæði, er fór vel, enda listavel gert, unz nýtt altari var smiðað 1972.Einnig lét hann innramma það sem heil legt var af altarisklæði frú Elin- borgar, og er það eini gamli munurinn, sem kirkjan á, ef frá er talin útskorin fjöl yfir kirkju- dyrum. Fjölda gjafa til kirkjunnar á undanförnum árum hefur áður verið getið i Timanum, en þar ber hæst mikla og fagra altaris- töflu, sem sira Magnús Jónsson prófessor frá Mælifelli málaði og stóra klukku, er þeir bræður, Þorsteinn skáld og hann gáfu, til minningar um foreldra sina, sira Jón Ó.Magnússon og frú Steinunni Þorsteinsdóttur frá Úthlið. Við hátiðarguðsþjónustuna i Mælifellskirkju hinn 8.júni sl.er minnzt var 50 ára vigsluafmælis kirkjunnar, predikaði sira Bjartmar Kristjánsson, en sóknarpresturinn flutti þætti úr sögu staðar og kirkju. Kirkju- kórinn söng hátiðarsöngva sira Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Björns Ólafssonar á Krithóli — og enn varð að notazt við hið gamla og ófæra orgel, sem keypt var mikið brúkað og lasið fyrir 50 árum.Tilkynnt var um stórgjöf kr. 100 þúsund er Margrét H. Magnúsdóttir á Nautabúi færði orgelsjóði kirkjunnar 24. mai sl. til minningar um mann sinn, Sigurjón Helgason, er lézt sl sumri, en hann hefði orðið átt- ræður þann dag. Sigurjón var lengi formaður og gjaldkeri sóknarnefndar Mælifellskirkju, en jiau hjón bjuggu i sókninni i meir en hálfa öld.Þá færði sira Bjartmar kirkjunni áletraða bibliu að gjöf og las sjálfur guðspjallið við athöfnina, fyrsta sinn, sem lesið er af þessari bibliu i krikjunni. Góðviðri var i Skagafirði þennan dag og kirkjugestir á Mælifelli i hátiðarskapi. Ágúst Sigurðssor Útgerðarmenn - Skipstjórar. & 'ervi EF stýrisvélarnar standast hinar ströngustu kröfur. Fyrir skip fró 10-300 fet á lengd. SERVI styrisvelarnar eru mest keyptu velarnar i minni bata i Noregi i dag. Og stoðugt fleiri utgerðarmenn togara setja þessar velar i skip sin_ Nu er verið að sétja niður 20 velar i togara i Brasiliu. Servi velarnar eru sterkar. fyrirferðarlitlar hljoðlitlar. einfaldar i niðursetningu. þarfnast litils viðhalds og ekki viðkvæmar fyrir hoggum a styri Við getum einnig utvegað vokva tjakka með stuttum fyrir vara a td galga. fiskilugur. færibond o.fl EINAR FARESTVEIT & CO. HF. B ERGSTAÐASTRÆTI 10A SÍMI 2-15-56 % CYLinDERSERVICEi BOX 1023 - 7001 TRONDHEIM - NORWAY - TEL (075) 31 560 TELEX - 55171 TD ”;ZZÍIÍ!ÍIIlIIl!ÍilIIIIIIliiililIIIiIIiÍlI!IIIIIIii!iÍHÍÍÍiÍí!ffiilÍÍ! RAFGEYMAR Öruggasti FRAMLEIÐSLA _ OO RAFGEYMIRINN á markaðnum FRAMLEIÐSLA PÓLAR H.F :::::: liiliilm; Fást í öllum kaupfélögum og bifreiðavöruverzlunum NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA STJÖRNU MÚGAVÉL TS8D Múgavél, sérstaklega hentug til raksturs á undan heybindivélum og sjálfhleðsluvögnum Skilur eftir sig jafna og lausa múga L; ftutengd og því lipur í snúningum Vinnslubreidd 2,80 m Er nú til á vetrarverði Aðeins kr. 147 þús. Globuse Lágmúla 5, sími 81555, Reykjavík LOFTræstiviftur FYRIR heimilið vinnustaðinn gripahúsið AUDl-VGINDAOEILD TÍMAND GLUGGAVIFTA BORÐVIFTA BAÐVIFTA VEGGVIFTA nssmn VÉLADEILD Suðunandsbraut 8 • Reykjavik Simi 8-46-70

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.