Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 20.júni 1975. AAaður er eins og iagmefisiðn aðurinn og ullarfirmun — segir Jónas Guðmundsson, sem nú mólar upp í samninga við þýzkan listaverkasala Jónas Guðmundsson, rit- höfundur og listmálari, er nýkominn til landsins frá Þýzka- landi, þar sem hann var viöstadd- ur opnun málverkasýningar, þar sem verk hans eru sýnd, ásamt verkum þýzka listmáiarans Eudolfs Weissauer. Blaðið innti Jónas eftir dómum manna um sýninguna og fl. Sagðist honum svo frá: — Tildrögin að þessari sýningu voru þau, að mér barst boð ur’ að sýna þarna 20 vatnslitamy. .r i kunnu gallerii, GALERIE BERND CLASING.- Sýningin opnaði á föstudags- kvöld, 13. júni, og henni lýkur 1. ágúst næstkomandi. Ég á 23 verk á sýningunni, allt vatnslitamyndir, og Rudolf Weissauer sýnir um 20 grafik- myndir, en hann er einkum kunnur i Þýzkalandi fyrir grafikina og hefur sýnt þarna tvivegis áður fyrir allmörgum ár- um. Fjöldi manns var viðstaddur opnunina, þar á meðal einn ís- lendingur, Reynir Vilhjálmsson, eðlisfræðingur, en hann er prófessor við háskólann i Munster. Reynir er giftur þýzkri konu sem talar islenzku. Munster er menningarborg, og þar er m.a. stór háskóli þar sem um 30.000 stúdentar stunda nám. Seldi 6 myndir við opnunina Listaverkasali pantaði 15 verk — Hvernig tóku Þjóðverjarnir myndunum? — Mjög vel. Það seldust 6 myndir eftir mig við opnunina og kunnur listaverkasali frá Osnabruck pantaði hjá mér 15 myndir. Sýningargestir virtust upp til hópa vera ánægðir með myndirnar og mér bárust ákveðin tilboð I ferðinni um frekari sýningar á meginlandinu. — Hvers konar myndir voru þetta og hvers konar fólk sækir málverkasýningar þarna? — Þetta voru mest landslags- myndir og myndir úr þjóðlifi okkar og sjósókn. Sjávarmyndir, bátar, skip og hús. — Þeir, sem viðstaddir voru opnunina voru aðallega listavinir eins og hér heima, fyrirmenn úr borginni og listaverkasafnarar, — indælt fólk. Einnig voru þarna allmargir myndlistarmenn — alveg eins og á sýningum heima. Alls var um 400 manns boðið og ég held að um helmingur þeirra hafi komið við opnunina, hinir lita inn slðar. Það er sól og sumar i Þýzkalandi núna og margir fara i ferðalög um helgar. Erro I Munchen Listdómar hafa ekki enn borizt. Þama eru gefin út tvö stór dag- blöð og fórum við Weissauer þangað viðtöl, og mun verða fjallað Itarlega um þessa sýningu I blöðunum að þeir sögðu. — Stendur sýningin ekki óvenju- lega lengi? — Jú, henni var reyndar ætlað að standa frá 6. júni til 1. ágúst, en vegna tafa varð að fresta opnun hennar I viku. — Þetta er sumarsýning og hún stendur venjulega tæpa tvo mánuði. — Veiztu um fleiri islenzka málara, sem sýna I Þýzkalandi? — Já, Erro er með sýningu ásamt þrem öðrum I' Munchen þessa dagana, og hafa þeir hlotið lofs- verða dóma fyrir verk sin. — Hvað er nú helzt framundan? — Að mála upp i samninga lik- lega. Maður er eins og lagmetis- iðnaðurinn og ullarfirmun, maður framleiðir upp i samninga. Dr. Richard Beck: Athyglisverð Ijóð vestur- íslenzkrarskóldkonu HAUSTIÐ 1973 kom út á vegum bókaútgáfunnar Helgafells i Reykjavik ljóðabókin Hvili ég væng á hvitum voðumeftir Binu Björns (Jakobinu B. Fáfnis). Margir I hópi hinna eldri Is- lendinga vestan hafs munu minnast hennar. Séra Egill H. Fáfnis, sonur hennar, var á sinni tið vinsæll prestur og við- kunnur meðal Vestur-íslend- inga, en lézt um aldur fram haustið 1953. (Sjá minningar- grein míúa um hann I Heims- kringlu 17. febrúar og Lögbergi 18. febrúar 1954, og I Timanum 10. júli sama ár.) Dóttir Jako- binu, Bjarney H. Fáfnis, er um langt skeið hafði verið hársnyrt- ingarkona i Fargo, N. Dakota, lézt þar 16. des. 1973, sjötug að aldri, vinsæl kona og vel metin af þeim, er hana þekktu. Fáfnis- ættarnafnið báru þau eftir að þau fluttust vestur um haf. Dr. BJÖRN Sigfússon, þáver- andi háskólabókavörður, bjó þessi kvæði Jakobinu föðursyst- ur sinnar undir prentun, og fylg- ir þeim úr hlaði með itarlegum og prýðilegum eftirmála, er hann nefnir „Umgerð kvæða og ævi”, og hittir það ágætlega i mark, þvi að hér er æviferill skáldkonunnar rakinn af mikilli nærfærni og ljóð hennar túlkuð með hann að bakhjalli af rikri samúð og sambærilegu innsæi. Hér verður einnig rakinn ævi- ferill Jakobinu Björnsdóttur, einsog hún hét að skirnarnafni, en einungis á það minnt, að þær mæðgur, hún og Bjarney, fóru vestur um haf til Winnipeg haustið 1923, en Egill hafði farið þangað tveim árum áður. Jako- bina lézt i Winnipeg 15. april 1941, nærri 67 ára að aldri. Um Binu-nafnið fer dr. Björn þessum orðum i eftirmála sin- um: „Nafnform Binu i titli og ritgerð minni er það sem hún sjálf og aðrir notuðu stöðugt um hana; i talmáli I S-Þingeyjar- sýslu, til aðgreiningar frá öðr- um Jakoblnum, alloft skriflega einnig. Dr. Björn lætur þess einnig getið, að það hafi verið Bjarn- eyju að þakka, að ljóðabók móð- ur hennar kom út heima á ís- landi, og að Bjarney hafi einnig valið upphafsorð kvæðisins „Farfuglinn” sem bókarheiti og skilgreinir dr. Björn það nánar. Og gott er til þess að vita, að Bjarney lifði það að handleika og lesa ljóðabók móður sinnar, og var það, að vonum, mikið fagnaðarefni, að þvi er mág- kona hennar, frú Ellen Fáfnis, tjáði okkur hjónum, er hún til- kynnti okkur lát Bjarneyjar. Og sannarlega gat hún eigi reist móður sinni fegurri eða varan- legri minnisvarða en með þvi að hlutast til um það, að ljóð henn- ar kæmu út heima á ættjörðinni. Skal nú nokkru nánar að þeim vikið, þótt fljótt verði yfir sögu farið. 1 bókinni eru 30 ljóð, ort frá þvi að Jakobína var 17 ára, og þangað til hún var 66 ára gömul. Ljóð hennar frá yngri árum bera þvi vitni, um annað fram, hve rik hagmælska var henni i blóð borin. Og ánægjulegt er að fylgja henni i spor á þroska- braut hennar i skáldskapnum fram eftir ævinni. Frá þvi tima- bili má nefna kvæði „ölduna” (1905), sem þrungið er undir- öldu djúpra tilfinninga og tákn- myndin skýrum dráttum dreg- in. Evæði hennar um Höllu og Fjalla-Eyvind („Halla” og „Ot- laginn”) eru bæði efnismikil og um allt hin athyglisverðustu. A það sérstaklega við um hreim- mikið og myndauðugt kvæðið um Höllu, þrungið sterkri samúðarkennd. Ber kvæði þetta þvi órækan vott, hve hlut- skipti Höllu og örlög hafa orkað djúpt á hug skáldkonunnar, eins og fleiri ljóð hennar stað- festa, og ummæli hennar i óbundnu máli, sem dr. Björn vitnar til i ritgerð sinni. Ljóð Jakobinu til móður henn- ar skipa mikið rúm i kvæðabók- inni, og eru hin merkilegustu að sama skapi frá skáldskaparlegu sjónarmiði. Hnitmiðað og hjartahlýtt er þetta litla ljóð „Til mömmu” (1916): Þeir segja það heimskingjans hugarburð, að handan við gröf komi dagur. Þeir sjá ekki neitt nema harðlæsta hurð, hver hugsjón verður sem gróðurlaus urð. En ég sé, að aftur ris dagur, mamma, sá morgunn er fagur! Hér lýsir sér einnig ágætlega sá sterki trúarstrengur, sem er undirtónn i svo mörgum kvæð- um Jakobinu, og hvergi fremur en I sálminum „Sköpunar- saga”. Djúpstæðar æskuminning- arJakobinu verða henni, að von- um, ofarlega i huga i móður- kvæðum hennar, og ekki sizt i „Móðurkveðju”, sem er sér- staklega fagurt kvæði, þrungið einlægni, saknaðarkennd og þakkarhuga. Þrjú siðari erindi kvæðisins eru ágæt dæmi þess, hvernig þar er I strengi gripið: Börn sem i vernd þinni blunduðu rótt, er baðst þú og tárin runnu, veit ég aldrei eiga þá nótt, að ekki geti til nestisins sótt geisla af guðlegri sunnu, . . . gjöf hennar mömmu er þau unnu. Minning þin ofin um árin min er óslitinn gullinn þráður. Ókomins lifs á leið hann skin ljúfustu tárum fáður. Og maður er minningum háður. Þvi hvað sem þú leiðst steigstu létt hvert spor með leiftur i skörpum augum, . . . ástvinar minning og öruggt þor var aflgjafi heilum taugum,.... þau ljós skulu loga úr haugum. En áhrifamest og almennast að gildi af ljóðum skáldkonunn- ar til móður hennar er þó kvæð- ið „Farfuglinn” (1936), sem á sér, eins og það ber vitni, djúpar rætur i persónulegri reynslu, sem dr. Björn lýsir i eftirmála sinum. Það var i upphafsorð þessa kvæðis, sem Bjarney sótti titilinn að ljóðum móður sinnar. Tel ég kvæði þetta eitt hið ágæt- asta I bókinni, bæði um efni og ljóðform, og táknrækt I rikum mæli. Verða menn þvi að lesa það i heild sinni til þess að njóta þess til fullnustu. Af skyldum toga spunnið er lokakvæði bók- arinnar, „Finnast þau spor?” (1939-1941), hugsun hlaðið og þrungið djúpri ættarkennd. Fyrr og siðar á ævinni orti Jakobína vel kveðin og athyglis- verð tækifæriskvæði á gleði- og sorgarstundum, áður en hún fluttist vestur um haf, og þeim megin hafsins. Ljóðabókin er hin snyrtileg- asta að frágangi. Framan við hana er ágæt mynd af skáldkon- unni. Bókarprýði er að kápu- myndinni, sem fellur einnig vel að innihaldinu. Hana teiknaði Hólmfriður Bjartmársdóttir á Sandi, S. Þingeyjarsýslu, en kvæðin eru eftir afasystur henn- ar. Óskilafé í Mosfellshreppi Brúnn hestur, 3ja til 4ra vetra, mark: tvi- fjaðrað framan vinstra. Verður seldur á opinberu uppboði, mánudaginn 30. júni kl. 2 að Reykjum, hafi eigandi ekki gefið sig fram fyrir þann tima og greitt áfallinn kostnað. Hreppstjóri. AUGLYSIÐ I TIMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.