Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 20.júni 1975.
TÍMINN
19
/i
Framhaidssaga
!
IFYRIR
RÖRN
Herbert Strang:
Fífldjarfi
drengurinn
sneitt hjá héraðinu
umhverfis Brent-
kastalann. Greifinn
þar var ekki eins mik-
ill óeirðarseggur og
margir af aðalsmönn-
um Stefáns konungs.
Hann átti fáa óvini, en
marga vini. Samt var
ekki gott at) vita,
nema einhver herskár
aðalsmaður úr fjar-
lægu héraði kæmi i
ránsför eins og þruma
úr heiðskiru lofti. Al-
bert stallara var þvi
engan veginn rótt inn-
an brjósts, þegar hús-
bóndi hans skildi hann
eftir til þess að gæta
kastalans.
II. kapituli
í skógunum.
Rikki, sonur stall-
arans, hafði beðið,
þangað til kennslunni
var lokið. Þegar hann
heyrði Alan hrópa,
kom hann hlaupandi
út úr bústað föður sins
og hafði meðferðis tvo
boga og örvamæli,
fullan af örvum.
— Þú ert snemma
búinn i dag, sagði
hann.
— Já, Ambrósius er
reiður, og hann sagði
mér að fara, anzaði
Alan. — Komdu, við
skulum flýta okkur
burt, ef honum skyldi
snúast hugur.
Drengirnir biðu
þess ekki, að vindu-
brúnni væri hleypt
niður. Þeir laumuðust
út um bakdyr, stjök-
uðu sér yfir virkis-
gröfina á litlum
fleka, sem þeir földu
i sefinu við grafar-
bakkann og skunduðu
siðan eftir graslend-
inu áleiðis til skógar-
Þingmálafundir
í Vestfjarða-
kjördæmi
Framhald þingmálafunda i Vestfjaröakjördæmi veröur eins og
hér segir:
Steingrimur Hermannsson mætir:
Föstudaginn 20. júni, kl. 21:00, i félagsheimilinu Árneshreppi.
Sunnudaginn 22. júni, kl. 21:00, Hólmavik.
Athugið breyttan fundartima á Hólmavik.
Gunnlaugur Finnsson mætir:
Föstudaginn 20. júni kl. 21:30 Borðeyri
Laugardaginn 21. júni, ki. 21:30, Birkimel, Barðastrandar-
hreppi.
Sunnudaginn 22. júni, kl. 16:00, Fagrahvammi, Orlygshöfn,
Rauðasandshreppi.
Mánudaginn 23. júni kl. 21 Bjarkarlundur
Allir eru velkomnir á fundina.
Þingmenn Framsóknarflokksins.
Happdrætti Framsóknarflokksins
Þar sem ennþá vantar tilfinnanlega skil frá
nokkrum umboðsmönnum er ekki unnt að birta
vinningsnúmerin fyrr en i þriðjudags blaði
Timans, 24. þessa mánaðar.
Félag Framsóknarkvenna
í Reykjavík
efnir til ferðar út i Viðey fimmtudaginn 26. júni n.k. kl. 19.30.
Farið verður frá sundahöfn, nálægt kornhlööunni. Leiðsögumað-
ur verður Orlygur Hálfdánarson.
Verið vel búin og i góðum gönguskóm. Kaffi fæst i Viðey fyrir þá
sem vilja.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðar-
árstig 18, simi 24480. Allt Framsóknarfólk velkomið.
Stjórnin.
Almennir
stjórnmdla
fundir
Framsóknarflokkurinn efnir til fjögurra almennra stjórnmála-
funda um næstu helgi. Formaður flokksins, ólafur Jóhannesson
ráðherra mun mæta á öllum fundunum, en þeir verða sem hér
segir:
Borgarnes:
Samkomuhúsinu föstudaginn 20. júni kl. 21. Frummælendur:
ráðherrarnir ólafur Jóhannesson og Halldór E. Sigurðsson.
Hvammstangi:
Félagsheimilinu laugardaginn 21. júni kl. 14.
Frummælendur: ólafur Jóhannesson ráðherra, Brynjólfur
Sveinbergsson oddviti, og Guðrún Benediktsdóttir varaþing-
maður.
Stóru-Ökrum, Skagafirði
Héðinsminni, sunnud. 22. júni kl. 15. Frummælendur Ólafur
Jóhannesson ráðherra, Páll Pétursson alþingismaður og
Magnús Ólafsson formaður SUF.
Siglufjörður:
Alþýðuhúsinu, mánudaginn 23. júni kl. 20.30. Frummælendur
ölafur Jóhannesson raðherra, Páll Pétursson alþingismaður og
Magnús Ólafsson formaður SUF.
Hestaleigan
í Laxnesi
tekur
til starfa
SJ-Reykjavik. Hestaleigan að
Laxnesi i Mosfellssveit tekur til
starfa á mánudaginn, þriöja
sumarið i röð. 20 hestar verða þar
til leigu i sumar og eru farnar út-
reiðarferðir tvisvar sinnum á dag
reglubundið kl. 10 og 14, en einnig
er farið á öðrum timum, ef óskað
er. Erlendir ferðamenn hafa
einkum tekið þátt i ferðum þess-
um, sem ávallt eru undir leiðsögn
kunnugra. Oftast er farið að
Tröllafossi og um nágrennið.
Þórarinn Jónasson, bóndi i Lax-
nesi, rekur hestaleiguna. Athygli
skal vakin á þvi, að ástæða er til
að tilkynna þátttöku fyrir fram,
en siminn að Laxnesi er 66179.
Kynnisferðir á Hótel Loftleiöum
hafa einnig visað fólki á hesta-
leiguna.
Sr. Jón
Þorsteinsson
kjörinn
prestur í
Grundarfirði
SJ-Reykjavik.Talin voru atkvæði
á skrifstofu biskups 19. júni frá
prestskosningum i Setbergs-
prestakalli (Grundarfirði) i Snæ-
fellsness- og Dalaprófastsdæmi,
sem fram fóru 15. júni sl. Einn
umsækjandi gaf sig fram, sr. Jón
Þorsteinsson.settur sóknarprest-
ur þar. Á kjörskrá voru 384. At-
kvæði greiddu 280. Umsækjandi
hlaut 277 atkvæði. Þrir seðlar
voru auöir. Kosningin var lög-
mæt.
T/ZKUSYMNGAR
AÐ
HOTEL
LOFTLE/DUM
ALLAFOSTUDAGA
KL. 12.30—13.00.
Hinir vinsælu íslenzku hádegis-
réttir verða enn Ijúffengari,
þegar gestir eiga þess kost aS sjá
tízkusýningar, sem íslenzkur
HeimilisiðnaSur, Módelsamtökin
og Rammagerðin halda alla
föstudaga, til þess að kynna sér-
stæða skartgripi og nýjustu
gerðir fatnaðar, sem unninn er
úr íslenzkum ullar- og skinnavör-
um.