Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.06.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 20.júni 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 49 Hann hafði haldið, að náunginn væri að minnsta kosti með svolítið súkkulagði. Hann stanzaði. Sársaukinn í brjóstinu var nú verri en nokkru sinni fyrr. Hann varð að athuga þetta. Strax. Rambo losaði mittisólina af dauða manninum og reis svo upp með harmkvælum. Hann hneppti svo niður ullarskyrtunni og baðmullarskyrtunni, sem hann var i innan undir. Regnið lamdi á brjóstkass- ann. Svo herti hann beltið að rifjum sínum, svo það þrýsti þétt að honum. Skerandi sársaukinn hvarf. Nú fann hann ólgandi sársauka við beltið. Það var erfitt að anda. Beltið þrýsji þétt að honum. En þessi skerandi verkur var þó horfinn. Hann hneppti að sér. Vot baðmullarskyrtan féll að lík- ama hans. Teasle... Timi til kominn að elta hann uppi. Hann hikaði um stund, og munaði minnstu að hann færi burt— inn í skóginn. Það myndi tefja flótta hans, ef hann eltist við Teasle. Verið gat að annar leitarf lokkur væri í hæðunum. Hann gæti lent í flasinu á þeim. Tvær stundir voru ekki mikill tími. Það tæki hann ekki lengri tíma að ná honum. Svo gæti hann f lúið í skjóli næturinn- ar. Það var tveggja stunda virði að kenna helvítinu lexíu. Gott og vel. Hvert fer ég til að ná honum? Hann ákvað að stefna að klettaskorunni. Ef Teasle ætlaði að komast niður brattann í skyndi, myndi hann sennilegast fara þangað. Ef heppnin væri með honum — þá myndi hann komast í veg fyrir Teasle og mæta honum á niðurleið. Hann 'fór til hægri og f lýtti sér meðfram grasjaðrinum. Fljótlega rakst hann á seinna líkið. Það var gamli maðurinn — sá grænklæddi. En hvernig stóð á þvi að hann hafði hrapað niður klettinn og endað hér? Hann var ekki með skammbyssu við beltið. Hins vegar var þar veiðihnífur og leðurpyngja. Þar snerti Rambo eitthvað. Mat. Kjötlengjur. Handfylli. Hann beit í kjötið, tuggði varla, kyngdi og át meira. Pylsur. Þetta voru reyktar pylsur. Þær voru blautar og kramdar eftir að gamli maðurinn hrapaði niður á klettagrjótið. En þetta var matur. Hann hámaði matinn í sig, tuggði, og kyngdi hratt. Rambo neyddi sig til að borða hægar. Hann tuggði vandlega. Svo stakk hann upp í sig síðustu bitun- um og sleikti fingurna. í næstu andrá var ekkert eftir nema bragðið af reyktum pylsunum.. Hann sveið svolítið í tunguna af sterkum pipar, sem blandað var saman við kjötið. Elding leiftraði skyndilega. Svo dundi þruma. Það var eins og jörðin skylfi. Það var eins gott að hann færi sér varlega. Hann var orðinn of heppinn. Fyrst byssan, kúl- urnar og vatnspelinn. Núna fann hann hnífinn og pyls- urnar. Hann hafði komizt yf ir þetta svo auðveldlega, að nú var bezt að fara að öllu með gát. Rambo vissi vel hvernig þessi atburðarás var. Heppnin var oft dýrkeypt. Eitt andartak var heppnin með manni — í næstu andrá... Nú jæja. Hann ætlaði sannarlega að fara að öllu með gát. Hann ætlaði ekki að missa heppnina. TÓLFTI KAFLI Teasle nuddaði hnefann og opnaði hann og lokaði á víxl. Hnúarnir voru særðir eftir tennur Mitch. Þeir voru nú bólgnir. En varir Mitch voru hálfu bólgnari. Þruma dundi. Mitch reyndi að standa upp, en annað hnéð kikn- aði undir honum. Hann féll snöktandi uppaðtré. — Þú hefðir ekki átt að slá hann svona fast, sagði Singleton. — Ég f er nú nærri um það, sagði Teasle. — Þú ert þjálfaður hnefaleikari. Þú þurftir ekki að slá hann svona fast. — Ég sagðist vita það. Ég átti alls ekki að slá hann. Tölum ekki um það. — En líttu á hann. Hann getur ekki einu sinni staðið uppréttur. Hvernig á hann að koma sér áfram? — Hugsaðu ekki um það, sagði Ward. — Við horf umst í augu við verri vandræði. Rifflunum og talstöðinni skol- aði fram af klettabrúninni. — Við erum enn með skammbyssurnar. — Þær eru ekki nógu langdrægar, sagði Teasle. — Þær mega sín lítið gegn rifflinum. Um leið og birtir getur hann neglt okkur niður úr míluf jarlægð. — Nema því aðeins að hann noti storminn til að forða sér, sagði Ward. — Nei. Við verðum að gera ráð f yrir því, að hann reyni aðdrepa okkur. Við höf um nú þegar verið of kærulausir. Við verðum að haga okkur eins og það versta sé í vænd- um. Jafnvel þótt hann komi ekki erum við búnir að vera. Enginn matur og engin tæki. Ekkert skipulag. Við erum aðframkomnir. Við megum heita hundheppnir ef við getum enn skriðið, þegar við komumst til bæjarins. Hann leit í átt til Mitch, sem sat í regni og leðju. Hann hélt um munninn og stundi. — Hjálpið mér með hann, sagði hann og lyfti honum á fætur. Mitch ýtti honum f rá sér. — Allt í lagi með mig, muldr- aði hann. Það vantaði í hann tennur. — Þú ert búinn að gera nóg. Komdu ekki nálægt mér. Föstudagur 20. júni 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sverrir Kjartansson les söguna „Hamingjuleit- ina” eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka (3). Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00. og hljómsveit i D-dúr eftir Telemann/Karl Stumpf og Kammersveitin i Prag leika Konsert fyrir viólu d’amore og hljómsveit eftir Karel Stamic. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A vígaslóð” eftir James HiltonAxel Thorsteinson les þýðingu sina (23). 15.00 Miðdegistónleikar Elisa- beth Söderström syngur þrjú lög eftir Mendelssohn: Jan Eyron leikur á pianó. Ingrid Haebler leikur Pianósónötu i B-dúr eftir Schubert. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku • 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Bréfið frá Peking” eftir Pcarl S. Buck. Málmfriður Sigurðardóttir les þýðingu sína (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. * 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neytenda Rætt verður við forystu- menn i landbúnaði um hugsanlegar breytingar á niðurgreiðslukerfi land- búnaðarvara. 20.00 Sinfóniskir tónleikar Sin fóniuhljómsveit útvarpsins i Frankfurt leikur Sinfóniu nr. 5 i c-moll eftir Beet- hoven: Eliahu Inbal stjórn- ar. 20.35 Arið ellefuhundruð og eitt Siðari þáttur. Umsjón: Vilborg Sigurðardóttir og Vilborg Harðardóttir. 21.05 Strengjakvartett nr. 3 i B-dúr eftir Schubert Melos- kvartettinn leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki Sigurður Skúlason leikari les (14). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir iþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnárssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 20. júni 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Töframaöurinn. Brezkur sakamálaflokkur. Dauða- gildran.Þýöandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Mannréttindi kvenna. Umræðuþáttur I sjónvarps- sal. Stjórnandi Thor Vil- hjálmsson, rithöfundur. Rétt 60 ár eru nú liðin siöan Islenzkar konur öðluðust kosningarétt til alþingis, en það var 19. júni 1915. 22.10 Tökum Iagið. Brezka söngsveitin „The Settlers” leikur og syngur létt lög. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.