Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. júni 1975. TÍMINN (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. » ' Blaðaprenth.f. >-------------------------------------------------------------------------------1______-^ Veiðarnar innan 50 míinanna Þess er skammt að biða, að tekin verði um það ákvörðun, hvenær útfærsla islenzku fiskveiðilög- sögunnar úr 50 milum i 200 milur skuli koma til framkvæmda. Með útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur verður stigið stórt skref i landhelgismálum Islend- inga, þótt það hafi ekki að sinni eins mikla efna- hagslega þýðingu og hinar fyrri útfærslur á sinum tima. Eins og er, eru ekki stundaðar miklar veiðar á svæðinu milli 50 og 200 milna, og er þvi aðalþýð- ing þessarar útfærslu fólgin i þvi, að við tryggjum okkur yfirráðin á þessu svæði til frambúðar og getum stjórnað veiðunum þar. Það getur átt eftir að reynast þýðingarmikið. Mjög stórt skref var stigið með fyrstu útfærslu fiskveiðilögsögunnar 1952, þegar ákveðið var að allir firðir og flóar skyldu vera innan hennar. Enn stærra skref var svo stigið með útfærslunni i 12 milur árið 1958, en þá náðust yfirráð yfir öllum helztu hrygningarsvæðunum við landið. Lang- stærsta skrefið var þó stigið 1972, þegar fiskveiði- lögsagan var færð út i 50 milur. Gleggst dæmi um það eru þær tölur frá Hafrannsóknastofnuninni, að á árunum 1965-1971 voru99% alls þorskaflans, sem íslendingar fengu á Islandsmiðum, veidd innan 50 milna markanna, 99.7% ýsuaflans, 91.7% karfaafl- ans og 61.5% ufsaaflans. Á sama tima var álika stór hluti af þeim afla, sem brezk skip veiddu á Is- landsmiðum, veiddur innan 50 milna markanna. Ástandið á Islandsmiðum er nú þannig, að ekki er mótmælt, að bæði þorskur og ýsa eru ofveidd. Heildaraflinn á Islandsmiðum á þessum aðal fisk- tegundum þarf þvi að minnka ef eðlileg friðun á að geta átt sér stað. Það er jafn augljóst, að vegna efnahagslegra ástæðna þarf afli Islendinga sjálfra frekar að aukast en hið gagnstæða. Það er orðin viðurkennd regla, hvað sem öllum deilum um mörkin liður, að strandrikið eigi að hafa algeran forgangsrétt, þegar draga þarf úr veiðum af friðunarástæðum. Þá eru það útlendingarnir, sem verða að vikja. Af þvi, sem hér er rakið, er það ljóst, að þótt út- færsla fiskveiðilandhelginnar i 200 milur sé stór áfangi, þá er það stærsta skrefið, sem stiga þarf i landhelgisbaráttunni á þessu ári, að tryggja Is- lendingum einum sem mest og fyrst veiðarnar innan 50 milna markanna. Á þvi byggist það, að hægt verði að koma á nauðsynlegri friðun, án þess að skerða þurfi að ráði afkomu þjóðarinnar. Af hálfu Breta og Vestur-Þjóðverja er nú mjög rætt um, að þeir þurfi að fá veiðileyfi innan 50 milna markanna. Vestur-Þjóðverjar beita okkur meira að segja viðskiptalegu ofbeldi til þess að knýja þetta fram. Þessar þjóðir verða að gera sér ljósar þær staðreyndir, sem raktar eru hér á und- an. Hér er ekki um neina frekju að ræða hjá Is- lendingum, heldur þann blákalda veruleika, að heildarveiðarnar innan 50 milna markanna þurfa að minnka af friðunarástæðum. Afkoma Islend- inga byggist fyrst og fremst á sjávarútveginum, og þess vegna verða þeir að notfæra sér forgangs- rétt sinn. En það eru ekki Bretar og Vestur-Þjóðverjar einir, sem bera hér fram óeðlilegar kröfur. Islenzkir útvegsmenn og sjómenn heimta viða tog- veiðar, þar sem þær eiga ekki að verða leyfðar. Smáfiskadráp Islendinga sjálfra er þeim ekki að- eins til skammar, heldur stórhættulegt afkomu þjóðarinnar. I þessu máli þarf að sýna festu, bæði út á við og inn á við. — Þ.Þ. Forustugrein úr The Times: Hvað táknar við- vörun Brézjneffs? Stefnan breytist ekki þótt hann hætti Hinn 13. þ.m. flutti Brézj- neff flokksleiötogi ræðu á kosningafundi í Moskvu og haföi hann þá ekki komið fram opinberlega siðuslu fimm vikurnar. í ræðunni varaði hann við þvi, að hægt væri að framleiða enn stór- kostlegri gereyðingarvopn en þau, sem nú þekkjast, og ættu stórveldin að koma sér saman um það i tima að banna framleiðslu þeirra. t ræðunni lét hann I Ijós þá von, að brátt yrði stigið stórt skref til að tryggja frið og öryggi i Evrópu. Mun hann þar hafa átt við, að þeim hluta öryggisráðstefn- unnar, sem haldin hefur verið i Genf sfðustu misser- in, myndi Ijúka svo fljótlega, að hægt væri að halda loka- fundinn, þar sem þjóðarleið- togarnir eiga að mæta, i Helsinki i'yrir lok júli. Mjög hefur þokazt I samkomu- lagsátt I Genf sfðustu vikurn- ar, og er timi til kominn að Ijúka þói'inu þar. Eftirfar- andi forustugrein birtist I The Times 14. þ.m., daginn eftir að Brézjneff flutti áður- nefnda ræðu sina. 9,5 cic..... ÞAÐ ÞYKIR alltaf tiðindum sæta, þegar Brézjneff formað- ur Kommúnistaflokks Sovét- rlkjanna, kemur fram opin- berlega. Astæðan er áleitinn, almennur orðrómur um, að heilsu hans sé mjög tekið að hnigna og hann muni þvi ekki fara með völd lengi úr þessu. Ræðan, sem hann flutti i gær þótti þvl merkilegri af þessum sökum en hinu, hvaða boðskap hún flutti. Brézjneff talaði um nýjar gerðir vopna, en i fljótu bragði virðist það fremur vera óbein yfirlýsing um öruggan stjórnmálastyrk en áskorun um afvopnunarsamninga. Ekki er auðvelt að vita vissu sina um, hve örugg stjórn- málastaðan er I raun og veru. Aðkomumönnum hefur oft þótt Brézjneff þreytulegur, og stundum hefur liðið langur timi án þess að hann kæmi opinberlega fram. Við og við er sem hinir sovézku valdhaf- ar geti ekki tekið stefnumark- andi ákvarðanir um sinn. Það ýtir undir þann grun, að hönd Brézjneffs á stjórnvelinum sé ekki jafn hraust og örugg og hún áður var. EKKERT virðist þó gefa til kynna að breytt verði um stefnu I bráð, eða að bylting sé i vændum I hinni æðstu stjórn. 011 framkoma Brézjneffs virð- istgefa til kynna, að hann geri ráð fyrir að gegna leiðtoga- hlutverkinu á flokksþingi kommúnistaflokksins i febru- ar á næsta ári, svo fremi að heilsan bili ekki. Nánustu samstarfsmenn Brézjneffs gera sér þetta sennilega að góðu, meðal annars vegna þess, að ekki liggur i augum uppi, hver eigi að taka við. Þeir gera sér einnig mæta vel ljóst, hve mjög það hlýtur að auka traust bæði innlendra og er- lendra manna á Sovétrikjun- um, ef unnt reynist loks að skipta um leiðtoga á þann veg, að fráfarandi leiðtogi verði kvaddur með heiðri en ekki óvirðingu. Sennilega kemur ekki til al- varlegra erfiðleika nema þvi aðeins að Brézjneff neiti að láta af völdum, þegar sam- starfsmenn hans telja það timabært, eða ef heilsa hans Brézjneff var ánægður, þegar áheyrendur klöppuðu honum lof I lófa. bilar alveg áður en ákvörðun hefur verið tekin um eftir- manninn eða gengið frá vali hans. Þess sjást engin merki, að búið sé að ganga frá því vali. ÞETTA þarf engum að koma á óvart. Val flokksleiðtoga er jafnvel enn erfiðara i fram- kvæmd I Sovétrikjunum en á Vesturlöndum, og hafi Brézj- neff sýnt verulega snilli I nokkru, þá er það einmitt I stjórn sinni á flokknum. Liklega hefur hann aldrei haft öruggan meirihluta eða notið ótriræðs stuðnings mið- stjórnarmanna. Hann hefur þvi þurft að sannfæra, rök- ræða o'g smjaðra, og taka and- stæðinga sina fyrir einn og einn I senn. Af þessum ástæð- um, og raunar fleiri, hefur hann ekki getað dubbað upp ákveðinn arftaka, sem ekki er ágreiningur um. Vesturlandamenn varðar mestu, hvort Hkur eru á veru- legri stefnubreytingu, ef Brézjneff missir tökin eða læt- ur af völdum. Yfirleitt virðist það þó ósennilegt. Hann hefur lært margt af mistökum Krustjeffs. Honum hefur verið mætavel ljóst, að flokksvélin er og hefur verið grundvöllur valda hans, og hun er að jafn- aði andstæð miklum og snögg- um breytingum. Arftakinn yrði að sætta sig við þennan veruleika eins og fyrirrennar- inn. VITANLEGA er um töluverð- an meting að ræða, meira aö segja I forustu flokksins. Akveðnir hópar draga taum þungaiðnaðar og hárra fjár- veitinga til hermála, aðrir vilja leggja áherzlu á hvers konar neyzluvörur. Sumir eru þeirrar skoðunar, að bætt sambúð við Vesturlandamenn ógni hinu innra öryggi Sovét- rikjanna og svipti Sovétmenn tækifærum til að vinna á er- lendis, eihkum þó þegar Vesturlandamenn virðast standa höllum fæti eins og nú. Brézjneff hefur tekizt að sætta þessa hópa, og meðal annars lánazt að telja öllum trú um, að bætt sambiið sé I allra þágu. Harðlinumenn lita svo á, að hún sé ein af aðferð- unum til þess að draga úr and- stöðu Vesturlandamanna. I augum hinna, sem vilja koma sem flestu I nútimahorf, tákn- ar hún aðgang að vestrænni tækni. Sú var tið, að hinir frjálslyndu hefðu getað litið svo á, að bættri sambúð fylgdi aukið menningarlegt frjáls- ræði, en andstaðan gegn þvi viðhorfi reyndist þeim ofviða. Arftaki Brézjneffs kynni að hallast að eilitið breyttu jafn- vægi eða setja önnur atriði'á oddinn en fyrirrennarinn gerði. Róttækum breytingum I innanlandsmálum væru þó skorður settar vegna sundur- leitra hagsmuna flokksvélar- innar, en veruleg breyting I utanrikisstefnu tefldi I tvisýnu öllu þvl, sem áunnizt hefur með gömlu stefnunni. MEST freisting væri að þrýsta þar fastast á, sem Vestur- landamenn eru veikastir fyrir. En svo að segja hvaða rviss- neskur leiðtogi, sem er hlýtur að vera al'ar liklegur til að láta undan þeirri freistingu, ef honum Hðst það. Brézjneff hefur ekki latið stjórnast af sannari velvild I garð Vestur- landamanna, heldur varfærnu og raunsönnu mati á hags- munum sinnar eigin þjóðar. Rangt væri og fávislegt að ætl- ast til annars af honum eða eftirmanni hans. Stefna Sovétmanna I fram- tiðinni hlýtur að mótast jöfn- um höndum af viðbrögðum Vesturlandamanna og valda- jafnvæginu innan flokks- stjórnarinnar, nema þvi að- eins að næsti leiðtogi Sovét- manna verði fifl, en það er af- ar ósennilegt. Sérhver sovézk- ur leiðtogi sem telur sig geta bætt aðstöðu sfna án þess að hefnast fyrir það, hlýtur að reyna að ganga á lagið. Þrýst- ingi er beitt til þess að reyna á mátt andstöðunnar, og það er jöfnum höndum samgróið eðli stjórnmála hvarvetna og rót- grónum rússneskum hefðum. Áskoranir um að hægja ferð- ina eru út i loftið, ef ekki er frýjað til eðlilegra eiginhags- muna um leið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.