Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. júni 1975. TÍMINN 15 Framhaldssaga FYRIR BÖRN Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn ins, sem var i milu- vegar fjarlægð. Enda þótt Alan væri yngri en Rikki, var hann jafnan for- sprakkinn i ævintýr- um þeirra. Hann var framúrskarandi ráða- góður og var gáfaðri en Rikki, sem bar mikla virðingu fyrir Alani og var ávallt fús til að gera allt, sem hann stakk upp á. Enginn, sem séð hefði til Alans i skóg- unum, mundi hafa látið sér til hugar koma, að hann væri latur eða heimskur. Hann var eldf jörugur og hentist áfram, létt- ur eins og fifa, en nam við og við staðar til þess að benda félaga sinum á sitthvað. Ekkert fór fram hjá honum, enda hafði hann vakandi auga á öllu. Alan hefði áreið- anlega veitt þvi at- hygli, ef ikorni hefði hlaupið upp eftir tré eða kanina hefði skriðið inn i holu sina. Hann tók eftir fag- urgrænu grasblettun- um, benti Rikka á, hvar villigöltur hafði rótað upp jarðvegin- um meðal akarnanna og nam staðar til þess að virða fyrir sér tré, sem hjörtur hafði núið hornunum við. Allt i einu kom hann auga á kaninu, sem svaf meðal burkna. Hann varð á undan Rikka að leggja ör á streng og skjóta hana. — Þetta gæti hann Ambrósius ekki, þó hann reyndi það, sagði Alan, glaður i bragði. — Það er Hong Kong o þvergötu er urmuii söluborða settur upp, eftir að almennum verzlunum i götunni hefur verið lokað. Þarna úir og grúir af fólki, kaupmönnum, pröngurum og iðnaðarmönnum. Þarna sitja úrsmiðir, leðursmiðir, optikerár, skósmiðir og skraddarar og bjóða varning sinn, og það er fátt smá- vöru, sem ekki er þarna á boð- stólum. Inn á milli eru „veitinga- menn" með kraumandi potta og kinverska rétti. Ekki hefðum við Gunnlaug Sigvaldason unnið okk- ur það til lifs að fá okkur þarna i svanginn og verður það að nægja um hreinlætið. Um Kinverjana gegndi öðru máli. Þeir átu bara beint úr pottunum og af hinni sönnu lyst. Að kaupa sér gleraugu Það væri að æra óstöðugan að lýsa varningi og kaupmönnum þarna út i hörgul. Við létum að- eins berast með straumnum með hægu flæði gegnum götuna, endanna á milli. Mannmergðin var gifurleg. Einu get ég þó ekki stillt mig um að lýsa, en það var gleraugnasalan, en hún fer fram með óliku sniði og þvi sem við eigum að venjast. Griðarstórt borð var þakið gleraugum af öll- um mögulegum og ómögulegum gerðum. Sennilega öll stolin, kom manni i hug, a.m.k. virtust þau ekki vera ný. Þarna voru menn og konur að „máta" gleraugu. Kaupmaðurinn stóð rólegur hjá og þegar viðskiptavinur gaf sig á tal við hann, dró hann fram dag- blað, eða timarit og svo gekk við- skiptavinurinn i hauginn og leit svo i blaðið til þess að gá hvort hann gæti lesið stafina. Ný og ný - gleraugu voru sett upp, þar til viðskiptavinurinn hafði fundið þau „réttu". Sumir virtust líka koma og láta gömlu gleraugun fyrir ný og greiddu siðan einhvern mismun. Og allir voru ánægðir, þegar þeir fóru með ný gleraugu á nefinu. Við héldum út á breiðgötuna, þar sem auðveldara var á fá leigubifreið. Ljósum prýdd borg- in blasti við, skýjaklúfar, musteri auðs og valda. Iðandi kös af fólki ráfaði um stræti og tórg. Og sú spurning vaknar, hvað biður þeirrar þjóðar, sem hefur „fósturjörðina" aðeins á leigu til 99 ára, en á ekkert land? Jónas Guðmundsson. Sveitavínna Tveir 14 ára drengir vilja komast í sveit. Upplýsingar í síma 99- 1413, Selfossi. kerndum votlendi LANDVERND Diesel rafstöð 6-7,5 kilówatta, 220/380 volt, þriggja fasa, óskast keypt. Upplýsingar i sima 2-15-87, á kvöldin. Vinningsnúmer f happdrætti Krabbameinsfélagsins Dregið var þann 17. júni 1975. Dodge bifreið kom á miða nr. 35552, Cortina bifreið kom á miða nr. 838877. Vinninga má vitja i skrifstofu félagsins að Suðurgötu 22-24. Krabbameinsfélagið. Tapazt hefur tveggja vetra, jörp hryssa með stjörnu, ómörkuð. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar, vinsamlegast hafi samband við Þorgeir Jónsson Gufunesi. Þingmálafundir í Vestfjarða- kjördæmi Framhald þingmálafunda I Vestfjarðakjördæmi verður eins og hér segir: Steingrímur Hermannsson mætir: Sunnudaginn 22. júní, kl. 21:00, Hólmavfk. Athugið breyttan fundartima á Hólmavlk. Gunnlaugur Finnsson mætir: Laugardaginn 21. júnl, kl. 21:30, Birkimel, Barðastrandar- hreppi. Sunnudaginn 22. júnl, kl. 16:00, Fagrahvammi, Orlygshöfn, Rauðasandshreppi. Mánudaginn 23. júnl kl. 21 Bjarkarlundur Allir eru velkomnir á fundina.. Þingmenn Framsóknarflokksins. Almennir stjórnmóla fundir Framsóknarflokkurinn efnir til almennra stjórnmála- funda um næstu helgi. Formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson ráðherra mun mæta á öllum fuhdunum, en þeir verða sem hér segir: Hvammstangi: Félagsheimilinu laugardaginn 21. júnl kl. 14. Frummælendur: ölafur Jóhannesson ráðherra, Brynjólfur Sveinbergsson oddviti, og Guðrún Benediktsdóttir varaþing- maður. Stóru-Ökrum, Skagafirði Héðinsminni, sunnud. 22. júnl kl. 15. Frummælendur Olafur Jóhannesson ráðherra, Páll Pétursson alþingismaður og Magnús ólafsson formaður SUF. Siglufjörður: Alþýðuhúsinu, mánudaginn 23. júnl kl. 20.30. Frummælendur Ólafúr Jóhannesson raðherra, Páll Pétursson alþingismaður og Magnús Olafsson formaður SUF. >.-¦•:•;; Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík efnir til ferðar út I Viðey fimmtudaginn 26. júní n.k. kl. 19.30. Farið veröur frá sundahöfn, nálægt kornhlöðunni. Leiðsögumað- ur verður Örlygur Hálfdánarson. Verið vel búin og I góðum gönguskóm. Kaffi fæst I Viðey fyrir þá sem vilja. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðar- árstig 18, simi 24480. Allt Framsóknarfólk velkomið. Stjórnin. Happdrætti Framsóknarflokksins Þar sem ennþá vantar tilfinnanlega skil frá nokkrum umboðsmönnum er ekki urtnt að birta vinningsnúmerin fyrr en i þriðjudags blaði Timans, 24. þessa mánaðar. Leiðarþing í Austurlands- kjördæmi Alþingismennirnir Halldór Asgrímsson og Tómas Arnason halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum I Austurlandskjördæmi svo sem hér segir: 21. júní '75 Borgarfjörður kl. 9 e.h. 22. júnl '75 Hjaltastaðahr. kl. 2 e.h. 22. júní '75 Tunguhreppur kl. 9 e.h. 23. júní '75 Fellahreppur kl. 2 e.h 23. júní '75 Fljótsdalur kl. 9 e.h 24. júnl '75 Hlíðarhreppur kl. 2 e.h 24. júnl '75 Jökuldalur kl. 6 e.h. 25. júní '75 Bakkafjörður kl. 6 e.h 26. jiínl '75 Vopnafjörður kl. 9 e.h. 27. júní '75 Skriðdalur. kl. 2 e.h 27. juni '75 Vallahreppur kl. 9 e.h. Allir eru velkomnir á leiðarþingin. Þingmenn Framsóknar- flokksins halda áfram leiðarþingum slðar og veröa þau nánar auglýst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.