Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 21. jiini 1975 Þjarmað að kirkjunnar mönnum í Chile Reuter-Genf. Alkirkjuráðið hef- inu. ur beðið allar kirkjudeildir inn- an sinna vébanda að beita áhrif- um sinum til að veita lútersku kirkjunni i Chile stuðning, og leita til rikisstjórna landanna um a* þær beiti áhrifum sinum til að ofsóknum stjórnvalda i Chile á hendur kirkjunni linni, og að trúfrelsi verði virt i Iand- Chilestjórn er beðin að hætta ofsóknum sinum á hendur lúterska biskupnum Helmut Frenz, sem barðist fyrir þvi eftir að Allende var ráðinn af dögum, að 10 þúsund fylgis- menn hans fengu að flytja úr landi. „Kirkjan aðstoðar nauðgara og morðingja ii Reuter-Marandellas, Rhodesiu. Ráðherra i Rhodesiustjórn ásakaðí i gær Alkirkjuráðið um að styð|a nauðgara og slátrara siðferðíega og fjárhagslega. Heilbrigðisráðherra landsins Rovan Croje sagði, að Alkirkju- ráðið sfcndi hryðjuverkamönn- um peninga og aðstoðaði þá á allan hátt, og væri sagt að að- stoðin færi til menntunar og heilsugæzlu, en sannleikurinn væri sá, að peningarnir færu til hryðjuverkasamtaka, sem notuðu þá til vopnakaupa til að myrða saklausa Afrikuibúa. Leiðfogar stríðandi afla Angola ná sam- komulagi Reuter—Nakuru, Kenya. Leið- togar hinna þriggja strfðandi frelsishreyfinga Angola, sem nú ræðast við, reyndu i gær að ná samkomulagi um að halda kosningar i landinu þegar það fær sjálfstæði. Er biiizt við, að viku- löngum fundi leiðtoganna ljúki i dag, og að einhvers konar sam- komulag náist um framtiðarskip- an mála. Leiðtogarnir hafa komið sér saman um að mynda einn her úr fylkingum þeim.sem þeir ráða nú yfir, og eru þeir bjartsýnir á að fundi þeirra ljúki i sátt og sam- lyndi. Fundurinn hófst s.l.. mánudag og er markmiðið að stöðva hina blóðugu baráttu frelsisfylking- anna um völdin i landinu, sem, kostað hefur hundruð manna lifið og vinna saman með nýlendu- herrunum fyrrverandi, Portúgöl- um, þar til Angóla fær sjálfstæði 11. nóvember n.k. Eitt mikilsverðasta málið sem leyst hefur verið á fundinum er, að kosningar verða haldnar I landinu eftir að sjálfstæði er feng- ið. Frelsisfylkingaleiðtogarnir munu halda fleiri fundi, og verða þeir i Angola að þvi er þeir segja. Karpov öruggur meo sigur NTB Ljubliana. Siðasta og 15. umferð Vidmar Skákmótsins i Ljubliana i Júgóslaviu er tefld i dag. Sérfræðingar telja Karpov öruggan um að vinna fyr&iu verðlaun, 2.000 bandarikjadali, en hann teflir i lokaumferðinni við Marjan Karnar, sem er neðstur i röðinni á mótinu. Niðurs'aða biðskákanna úr 12. Verkfalli aflýst í Bretlandi Reuter—London. Járnbrautar- starfsmenn i Bretlandi hafa hætt við að fara i verkfall, sem hefjast átti á mánudag, og taka tilboði um 30% launahækkun. 1 Bretlandi voru menn orðnir mjög áhyggju- fullir vegna verkfallshótunar járnbrautarstarfsmanna, og var óttazt að stöðvun járnbrautanna gæti haft slæmar afleiðingar fyrir bágborinn efnahag landsins, og þá stefnu stjórnvalda að halda verðbólgunni innan við 25% á ár- inu. umferð: Parma Júgóslaviu 1/2, Portisch Ungverjaland 1/2. Staðan eftir 14. umferð: Karpov, 10 1/2, Gligoric 9 1/2, Hort og Furman 9, Ribli 8 1/2, Ljoubeovic og Parma 8, Portisch 7 1/Jt, Velimirovic og Barle 7, Planic 6 1/2, Marionotti 6, Garcia 5, Musil 4 1/2, Osterman 3 1/2, Karnar 2 1/2. SIS-FOMJK SUNDAHÖFN fyrirgóöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Amiii beðinn um miskunn Forsætisráð- herrar Norour- landa biðja Idl Amin oo þyrma lífi Hills Reuter-Oslo-Nairobi. For- sætisráðherrar Norðurland- anna fimm sendu Idi Amin skeyti i gær og fóru fram á að forsetinn beitti áhrifum sinum til að brezki fræðimaðurinn Denis Hill verði ekki liflátinn, en hann hefur verið dæmdur til lifláts og er gefið að sök, að hafa farið óvirðulegum orðum um Ugandaforseta i óútkom- inni bók. Samkvæmt dómnum verður Hill skotinn n.k. mánu- dag. Idi Amin vill ekkert tala við tvo fyrrverandi hershöfðingja, sem Elisabet Ji. sendi til Ug-^ anda til að tala um fyrir for- setanum, og biðja hann að náða Hill. Idi Amin segir, að eina leiðin ¦ til að dómnum verði breytt sé að Challagan utanrikisráðherra komi til landsins og ræði við sig. Glæpamað- ur bendlað- ur við CIA myrtur Reuter—Chicago. Nokkrum klukkustundum eftir að Giancana, sem er velþekktur i undirheimum Chicagoborgar v.ar bendlaður yið samsæri CIA um að myrða Castro, var ,hann skotinn sex skotum i höf- , uðið. 1 fyrradag skýrði New York Times frá þvi að Giancana bafi ver'ið á' snærum leyniþjónustunuar á sinum tima og hafLhapn átt að eitra- fyrirCastro, bróður nans*Raul og Che Guevara/Skömmu áð- ur. en Giancana var skotinn •kom hdhn fyrir rétt i Chicago til að vitna um glæpastarfsemi i. 6orginni, og hafði honum verið heitií vernd fyrir samn ingslipurð síha. Giancana sagði dómstólnum frá að f jártnagn streymdi frá glæpalýð Chicagoborgar til Suður-Ameriku, þar sem féð væri,notað til að setja spilaviti á fcH. Giancana hefur á undan- förnum árum oft verið i ferð- um milli Bandarikjanna og Suður-Amerikurikja. Hefur hann áður verið bendlaður við að hafa átt aþ myrða Castro, ogað CIAbafi falið honum það verkefni. 60 milljón dollarar greiddir í lausnargjald Reuter—Buenos Aires. Auðhring- urinn Bunge & Born i Argentínu greiddi 60 milljón dollara lausnargjald fyrir tvo af forstjór- um fyrirtækisins, sem vinstri- sinnaðir skæruliðar rændu. Þeír, sem lausnargjaldið var greitt fyrir, eru bræður, Juan og Jorge Born. Var þeim rænt fyrir niu mánuðum. Bræðurnir eru báðir um fertugt. öðrum þeirra var sleppt i gær, en búizt er við að hinn verði látinn laus i dag. Bræðrunum var rænt 19. sept. s.l. af hópi vinstrisinnaðra Peron- ista, er þeir voru akandi á leið til vinnu. Þetta er hæsta lausnar- gjald sem greitt hefur verið i Argentinu. Fyrra metið var að- eins I4.2millj. dollara, en það var m'árxistískum skæruliðum greítt fyrir forstjóra sem þeir rændu. Rússar smíða enn fullkomn- ari kjarnorkueldflaugar Reuter—Washington. Sovétrikin hafa umráð yfir eldflaugum, sem hægt er að skjóta heimsálfa á milli, sem eru búnar mörgum kj.arnorkuoddum, sem dreifast á mörg skotmörk, upplýsti James Schiesinger, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna á blaða- mannafundi i gær. Ráðherra hefur fyrr á þessu ári skýrt frá þvi, að Rússar hafi smiðað geysiöflugar eldflaugar til að bera kjarnorkuvopn langar leiðir, en ekki hefur áður verið upplýst, að þær geta borið marg- ar kjarnorkusprengjur hver. Ráðherrann sagði að 50 eld- flaugum, sem skjóta má heims- álfa á milli og búnar eru sex kjarnorkusprengjum hver og 10 eldflaugum með fjórum sprengj- um i trjónunni hafi verið komið fyrir I niðurgröfnum skotpöllum. Schlesinger sagði, að í þessum mánuði hafi Rússar gert tilraunir með eldflaugar á Kyrrahafi, og að þeir væru færir um að koma 7 kjarnorkusprengjum fyrir i stærstu flaugunum. Ráðherrann sagði, að þetta kæmi Bandarikja- mönnum á óvart. En siðustu tilraunir Sovétmanna sýndu, að þeir væru búnir að búa eldflaugar sinar betri miðunartækjum og þær væru beinskeyttari en áður. Hann sagði að Bandarikin mundu ekki taka þátt i kapphlaupi við Sovétrikinum smiði slikra vopna, og ættu þeir svo fullkomnar eld- flaugar og kjarnorkuvopn, að það væri allt I lagi þótt Rússar færu eitthvað fram úr þeim á þvi sviði, en að lokum sagði hann þó, að ef brýna nauðsyn bæri til væru Bandarikjamenn fullkomlega færir um að smiða enn ahrifa- meiri vopn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.