Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 25. júni 1975. VINNULJÓS í VANHIRÐU Þessar þrjár myndir tók rafmagnseftirlitsmaður frá Siglingamálastofnun rlkisins nýlega um borð I'fiskiskipum. Þær sýna svo mikla vanhirðu og hugsunarleysi I umgengni við rafmagn, að rétt þóttiabbirta þær til að vekja athygli manna á þeim hættum, sem slík umgengni getur valdið. Fyrstutvær myndirnar eru teknar um borð I nýleg- um skuttogara. Það er von Siglingamálastofnunar ríkisins, að skipstjórar gefi gaum að ástandi raflagna og ljósa- búnaðar i skipum slnum, ekki slzt vinnuljósum á opnu þilfari, þar sem bleyta og selta er rikjandi, og mikil hætta á slysum af raflosti og eldi af völdum rafmagns. (Úr Siglingamálum) A 1. mynd sést hvernig laus vlr hefur núið svo rafmagns- kapalinn að vinnuljósinu, að ekki er langt I það að raf- magnskapallinn brenni I sundur. Hér þarf að vera stálhlff yfir kaplinum.ef ekki er hægt að komast hjá að þessi lausi vlr snúist utan I cðasláisttil inn að rafkaplin- um. A 2. mynd er annað vinnuljós I sama skipi. Þar hefur raf- magnskapallinn verið notað- ur til að hengja upp þunga hluti á, liklega kastblokk. Kapailinn hefur að sjálf- sögðu ekki þolað þetta átak, enda ekki til þess gerður. A 3. mynd er vinnuljós I öðru fiskiskipi, sem slitnað hefur af festingum og hangir I raf- kaplinum. Auk þess er ljósa- peran óvarin, engin vatns- þétt hlif yfir perunni, sem ljósastæöið er þó gert fyrir. Aukin follorðinsfræðsla rædd á fundi menntamálaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins — nýr samningur um Norræna menningarsjóðinn undirritaður NÝLEGA var haldinn I Stokk- hólmi menntamálaráðherrafund- ur aðildarrlkja Evrópuráðsins, og var m.a. fjallað um fullorðins- fræðslu, sem flestar þjóðir leggja nú mikla áherzlu á að efla. Þá var einnig fýrir skömmu haldinn I Stokkhólmi mennta- málaráðherrafundur Norður- landa. A fundinurm var undirrit- aður samningur um Norræna menningarsjóðinn, er kemur i stað þess, sem hefur gilt. Hinn nýi samningur f«lur ekki I sér stór- vægilegar hreytingar, en lagfærð eru ýmis ákvæði, sem reynslan hefur leitt i ljós að nauðsynlegt var að breyta, m.a. er fellt burtu að nefna ákveðið fjárframlag til sjóðsins, svo að unnt sé að hækka það, ef aðildarlöndin telja það rétt, án þess að gera þurfi breyt- ingar á sjálfum samningnum hverju sinni, enda voru ákvæði samningsins orðin úrelt að þessu leyti. Þá var breytt nokkuð ákvæðum um verksvið og úthlut- unarreglur með það fyrir augum aö gera þau viðtækari og sveigjanlegri. Á þessum fundi var fjallað um umsóknir um stöðu forstjóra nor- rænu menningarmálaskrifstof- unnar I Kaupmannahöfn, en nú- verandi forstjóri, Magnus Kull, lætur af þvi starfi I september nk. Hús Jóns Sigurðssonar I Kaupmannahöfn veröur opið I sumar, a.m.k. til 15. ágúst. Verður það opið alla daga kl. 14-22. Veitingar verða I Félagsheimilinu á neðstu hæð hússins. Ennfremur veröur húsið sýnt gestum og reiðhjól vcröa til leigu. að eigin ósk. Hann hefur verið förstjóri skrifstofunnar frá þvf er hún tók til starf a árið 1972. Sextán umsóknir bárust um stöðuna, og var samþykkt að ráða til starfans Klas Olofsson frá Sviþjóð, sem starfað hefur að undanförnu við stofnunina. Þá var Björn Skau frá Noregi ráðinn i deildarstjóra- stöðu f skrifstofunni og Ove Sten- roth frá Finnlandi í stöðu skrif- stofustjóra. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra gat ekki tekið þátt I fundum þessum vegna heimsóknar Sviakonungs, en Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri og Andri tsaksson prófessor sóttu fundina af tslands hálfu. Fyrsta kjörbúðin á Súðavík HG-Súðavlk. A mánudaginn opn- aði Kaupfelag tsfirðinga fyrstu kjörbúðina á Súðavik. Kjörbúðin er f gömlu húsi, sem útibú kaup- félagsins hefur verið i, en hús- næðið hefur verið fært i nýtízku- legt horf og verzlunin stækkuð. Utibúið, sem er með aðra af tveimur verzlunum hér á staðn- um, var opið meðan á þessum breytingum stóð, og var þvi unnið að breytingunum á kvöldin og um helgar. Breytingin hefur mælzt mjög vel fyrir, og þá ekki sizt sú breytta aðstaða sem skapazt hefur með auknu kæli- og frysti- rými, en það var m jög takmarkað fyrir. Segja má að kaupfélagið hafi brotið blað i verzlunarsögu Súða- vlkur með þessari nýju kjörbúð, og vonast samvinnumenn til að það verði til að efla þann máttar stólpa byggðanna, sem kaupfé- lagið er. Þess skal getið hér, að allar vörur eru verðmerktar, og er það til mikils hagræðis fyrir viðskiptavini útibúsins. Nýr kaupfélagsstjóri, Einar Matthiasson, var ráðinn til Kaup- félags Isfirðinga á liðnu ári, og hefur mikill þróttur færzt i rekst- urinn siðan hann tók til starfa. Útibússtjóri i Súðavik er Frosti Gunnarsson. Æskulýðsmál á Norðurlandi: Fé, húsnæði og leiðbeinendur vantar ASK—Akureyri. Fjárskortur, húsnæðisskortur og vöntun á hæf- um leiðbeinendum var það sem fram kom á ráöstefnu, er Fjórðungssamband Norðlendinga hélt að Laugum I Reykjadal um slðustu helgi. Ráðstefnan fjallaði um æskulýðsmál á Norðurlandi, og sóttu hana sveitarstjórnar- menn, skólastjórar og forvlgis- menn félagssamtaka á svæðinu. Að sögn Reynis Karlssonar, æskulýðsfulltrúa rlkisins, komu fram jákvæðar hugmyndir um aukið samstarf innan fjórðungs- ins og vilji félagsmanna til að koma á ýmsum samskiptum sem væru I lágmarki. Þá væri einnig rlkjandi áhugi varöandi dreifingu opinberra fjárframlaga, I hvaða formi sem það svo yrði. Reynir kvað það greinilegt, að mjög mikið starf, og raunar mun meira en menn hefðu álitið, væri unnið I sjálf- boðavinnu, en oft væri það frekar gert af áhuga en kunnáttu. Þá hefði komið fram eindregin ósk um að skólar legðu meiri áherzlu á kennslu á félagsmálasviði, og þá um leið að halda námskeið á svæðinu til að auka þekkingu heimamanna og hvetja þá til dáða. Að lokum sagði Reynir, að ætlunin væri að vinna úr fram- komnum hugmyndum og móta ákveðna stefnu, er síðan yrði lögð fyrir næsta fjórðungsþing Norð- lendinga. Frá ráðstefnunni á Húsavlk. Tlmamynd ASK Leikári Þjóðleikhússins lokið: Sýningar hafa aldrei verið fleiri né áhorf- endur jafnmargir Leikári Þjóðleikhússins lauk núna um helgina á tsafiröi með sýningum á leikriti Jökuls Jakobssonar Herbergi 213. Það hófsteinnig á tsafirði 14. septem- ber með sýningum á Brúðuheim- ili Ibsens. Sýningar hófust I Reykjavlk sama dag, en lauk 15. júní með siðustu sýningu á Þjóð- niðingi. Sýningar urðu samtals 390 en áhorfendafjöldi 119.363. Sýningar skiptast sem hér seg- ir: Sýningar á stóra sviðinu voru samtals 219, á litla sviðinu I Leik- húskjallaranum 76, aðrar sýning- ar I Reykjavík og nágrenni 30, sýningar annars staðar innan- lands 26 og sýningar erlendis 39. Leikhúsið hélt upp á 25 ára af- mæli sitt I vor með margvislegum hætti, en annars hafa leikferðir sett svip sinn á þetta leikár öðrum fremur 1 fyrsta lagi var óvenju- mikið um leikferðir innanlands, enda leikhúsið leitast við að mæta óskum landsbyggðarinnar i þeim efnum. I öðru lagi voru farnar tvær leikferðir til útlanda á árinu með Inúk. Hin fyrri var i febrúar um öll Norðurlönd, hin siðari i mai og júnl, fyrst á alþjóðaleik- listarhátíðina I Nancy, og siðan um Þýskaland, Frakkland og Sviss. Samtals voru verkefnin á stóra sviðinu 12, þar af voru 4 tekin upp frá fyrra leikári, Þrymskviða, Klukkustrengir, Ég vil auðga mitt land og ballettkvöld. Ný verkefni voru þessi: Hvað varstu að gera I nótt? Kardemommu- bærinn, Kaupmaður I Feneyjum, Hvemig er heilsan? Coppelia, Silfurtúnglið og Þjóðniðingur. Auk þess var Inúk sýndur tviveg- is á stóra sviðinu og Afmælis- syrpa, brot úr verkefnum liðinna ára sett saman i tilefni 25 ára af- mælisins, nokkrum sinnum. Nemendasýning listdansskólans og Islenska dansflokksins var tvl- vegis. Á litla sviðinu vom sýningar á Herbergi 213 og Lúkasi, svo og Litlu flugunni og Ertu nú ánægð, kerling? sem tekið var upp frá fyrra leikári. Þá var og á afmæl- inu dagskrá I kjallaranum, sem nefndist Ung skáld og æskuljóð, svo og Kvöldstund með danska leikaranum Ebbe Rode. Inúk var annars sýnt I skólum og víðar en Brúðuheimili i leikför. Þannig voru samtals 21 verkefni, sem á- horfendum gafst kostur á að sjá á þessu leikári, sem mun vera hæsta sambærileg tala frá upp- hafi leikhússins. Aðsókn var í heild mjög góð. Sýningar urðu flestar á Karde- mommubæ eða samtals 58 og fjöldi áhorfenda 33.340. Sýningum var hætt fyrir fullu húsi og verða nokkrar sýningar I viðbót i haust til að sinna eftirspurn. Annars var nokkuð jöfn aðsókn að flest- um leikritunum. Tvö verkefni stóra sviðsins verða tekin upp aft- ur I haust, Silfurtúnglið og Þjóð- nföingur, sem bæði komu upp seint á leikárinu, en voru sýnd við góða aðsókn. Þjóðniðingur var sýndur 8 sinnum i vor, en Silfur- túnglið 13 sinnum. Tala áhorf- enda hefur aðeins mjög sjaldan áður komist upp fyrir eitt hundr- að þúsund á einu leikári. Þó voru 102.613 áhorfendur leikárið 1950—51, rúmlega 100 þúsund næsta leikár þar á eftir og 109.605 leikhúsgestir 1952—3 og hefur það verið met til þessa. I fyrra var fjöldi leikhúsgesta tæplega 105 þúsund, en til samanburðar má geta þess, að leikárið 1969—70 voru leikhúsgestir tæplega 75 þúsundir, en veturinn 1966—7 komust þeir niður f rúmlega 60 þúsund. Á 25 ára afmælisdegi leikhúss- ins var stofnað Starfsmannafélag leikhússins og eiga þátt að þvi fé- lagi hátt á annaðhundrað manns, Framhald af 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.