Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 3
Miftvikudagur 25. júnl 1975. TÍMINN 3 Air Viking sagt hafakeypt flugvél — Keyptum bara einn mótor, segir Guðni Þórðarson í Sunnu FJ-Reykjavik. — Nei, ég hef ekki keypt neina flugvél. Hins vegar var Air Viking að kaupa varamótor af United Airlines og sá mótor kostaði um 70.000 doll- ara, hvort sem þau kaup eru það sem þarna er átt við eða ekki, svaraði Guðni Þórðarson i Sunnu, þegar Timinn ræddi við hann i gær um þá frétt bandarisks flug- málablaðs, að Air Viking hefði i mai sl. keypt flugvél af gerðinni Boeing 720-022 af United Airlines á aðeins 65.000 dollara. Ekki kvaðst Guðni vita um neinn aðila annan i flugmálum, sem bæri nafnið Air Viking. í rit- inu, sem heitir „Avmark” og er fréttabréf um flugvélamarkaðinn — kaup og sölur — segir, að Air Viking hafi greitt United Airlines 65.000 dollara fyrir flugvélina, en i yfirliti um sölur mánaðarins kemur fram, að meðalverð á þessari flugvélategund notaðri er i mánuðinum 177.000 dollarar! — Ég er ekki i neinum flug- vélakaupahugleiðingum, sagði Guðni Þórðarson i viðtalinu við Timann i gær. BYRJAÐ AÐ ÆFA 3 VERKEFNI FYRIR HAUSTIÐ í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Æfingar standa nú yfir á þrem- ur verkefhum fyrir haustið. A stóra sviðinu verður fyrst frum- sýnt hið fræga leikíit Tennesse Williams, A Streetcar Named Desire, sem ekkihefur verið gefið endanlegtheiti á íslensku. ömólf- ur Arnason þýddi leikinn, en léik- stjóri verður Gisli Alfreðsson og leikmynd gerir Birgir Engilberts. Fróði er á Siglufirði gébé Rvík — Landhelgisbrjótur- inn Fróði frá Hvammstanga er nú á Siglufirði, en hjá Landhelgis- gæzlunni fékk Timinn þær upp- lysingar, aö ekki væri annað vitaö en að þar heföi báturinn verið sfð- an á sunnudag. Reiknað er með að fram verði lögð kæra á hendur skipstjórnarmönnum Fróða. Það var áhöfn mótorbátsins Þingeyings frá Kópaskeri, sem kærði Fróða fyrir landhelgisbrot. Fróði var staðinn að ólöglegum rækjuveiðum rétt við Kópasker, en rækjuveiði i Axarfirði hefur verið bönnuð eins og kunnugt er. Svo kom flugvél Landhelgisgæzl- unnar að Fróða i Þistilfirði, þar sem hann var við trollveiðar. Mótorbáturinn Þingeyingur var væntanlegur til Siglufjarðar i gærkvöldi, en eftir honum hefur verið beðið, svo unnt væri að leggja fram kæru i málinu. 1 aðalhlutverkunum: Þóra Frið- riksdóttir, Erlingur Gislason, Margrét Guðmundsdóttir og Ró- bert Arnfinnsson. Þá standa yfir æfingar á Carmen, eins og áður hefur komið fram. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, þýðingin er eftir Þorstein Valdimarsson, leik- myndir teiknar Baltasar og hljómsveitarstjóri verður Bohdan Wodiczko. Sigriður E. Magnús- dóttir syngur Carmen, Magnús Jónsson Don José og Ingveldur Hjaltested Michaelu. Frumsýn- ing er áætluð 25. október. Þá standa yfir æfingar i leikhúskjall- aranum á óperugamningu Ringulreið eftir Flosa Ólafsson (texti) og Magnús Ingimarsson (tónlist). Flosi er leikstjóri og hefur sér til aðstoðar Sigriði Þor- valdsdóttur, Björn Björnsson teiknar leikmyndina og Elin Edda Árnadóttir stendur fyrir dansatriðum. í aðalhlutverkun- um: Sigriður Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Guðrún Stephensen, Randver Þorláksson og Ingunn Jensdóttir. Loks standa svo yfir æfingar á dagskrá, sem hópur frá Þjóðleik- húsinu mun flytja á 100 ára af- mælishátið Islendingabyggða i Kanada i sumar. I dagskránni verður brugðið upp myndum úr sögu Islands, einkum eins og hún birtist í þeim islensku leikverk- um, sem vinsælust hafa orðið. Gunnar Eyjólfsson er leikstjóri þessarar sýningar, sem tekur um 2 klukkustundir i flutningi, en flytjendur eru 13 leikarar og Þjóðleikhúskórinn. (Fréttatilkynning frá Þjóðleik- húsinu.) Vestur-Þjóðverjar óttast órós á sendiróð sitt í Reykjavík: Leggja Baader- Meinhof samtökin til atlögu d íslandi? Vestur-Þjóðverjar óttast mjög, að öfgamenn úr Baader-Meinhof samtökunum geri árás á eitthvert vestur-þýzku sendiráðanna, og hafa þess vegna gert margvisleg- ar öryggisráðstafanir þeim til varnar. Fjórum dögum eftir árásina á sendiráðið I Stokkhólmi var komið á stöðugum lögreglu- verði um vestur-þýzka sendiráðið I Reykjavík og bústað sendiherr- ans. Nú situr óeinkennisklæddur lögreglurmaðurí talstöðvarbil úti fyrir vestur-þýzka sendiráðinu þann tlma, sem sendiráðið er op- ið, en talið er, aö ekki verði lagt til atlögu, nema þegar fólk er i hús- inu, sem hægt væri að taka sem gísla. Þegar Tfminn reyndi að afla sér frekari upplýsinga um málið hjá lögreglustjóranum i Reykja- vik og hjá sendiráðinu, var þvi svarað til, að ekki væri unnt aö segja neitt um málið, vegna þess aö lítið gagn væri að öryggisráð- stöfunum, sem allir vissu um. Allir, sem leið eiga um Túngöt- una, geta þó séð, að verið er að hefja smiði sérstaks hliðs við sendiráðið. Þá er miði á dyrum hússins, þar sem menn eru beðnir að skilja töskur og pinkla eftir utanhúss. Þá er blaðinu kunnugt um að verið er að smiða skothelda hurð fyrir sendiráðið. Inni i hurðinni verður sex millimetra þykk stál- plata, og gluggar verða úr skot- heldu gleri. Auk þess mun ætlunin að gera ýmsar breytingar innan- húss til þess að auka öryggi sendiráösstarfsmanna, ef til þess kæmi, að öfgasinnar legðu til at- lögu. Óeinkennislækddur lögreglumaöur situr alla daga I talstöövarbfl úti fyrir sendiráöinu og hefur gætur á mannaferöum. Timamynd Gunnar Hafin er smiöi sérstaks hliös viö sendiráöiö. Timamynd Gunnar. Sjúkraliðaskóli tekur til starfa SJ-Reykjavík — Sjúkraliðaskóli tekur til starfa 1. október næst- komandi á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytisins. Skólinn verður til húsa að Suður- landsb'raut 6, en verklegt nám fer fram á sjúkrahúsum. Skólastjóri skólans verður Hólmfriður Stef- ánsdóttir. Undanfariö munu um 100 nemar hafa verið teknir i sjúkraliðanám á sjúkrahúsunum hér i Reykjavik árlega. Ekki er enn ljóst hve margir nemendur verða teknir i skólann i haust, en undirbúningi skólahaldsins er ekki lokið og húsnæði ekki tilbúið. Þverá i Borgarfirði Veiðin hefur verið mjög góð frá þvl hún hófst 7. júnl, og um hádegi I gær voru komnir 435 laxar á land, sem er heldur meira en á sama tlma I fyrra. Stærsti laxinn, sem komið hefur á land, var um 25 pund, en meðalþyngdin er 10-12 pund, og eru laxarnir yfirleitt mjög væn- ir. Undanfarna daga hefur verið hlýtt I veöri, og einnig hefur rignt. I Þverá er veitt á 12 stangir og hefur mjög jöfn og góð veiöi verið á öllu veiðisvæð- inu: enginn einn staöur sker sig úr hvaö veiðimagn snertir. Laxá í Aðaldal — Laxinn er kominn I verk- fall hér, sagöi Helga Halldórs dóttir, ráðskona að Laxamýri, I gær. Veiðin hefur verið mjög treg undanfarna viku, enda eru ekki komnir nema um 135 laxar á land, Þó hefur hlýnaö eitthvað I veðri, en kalt hefur þó verið flesta daga slðan veiði hófst. Ekki er mikið um lax á efri svæðunum I Laxá, en aðalveiöi- svæðið er neðan fossa. í gærdag var komin rigning þar, og feng- ust sjö laxar I gærmorgun neðan fossa, svo aö vonandi kemur duglegur fjörkippur I laxveið- ina. Fyrsti hópurinn af Reyk- vlkingum byrjaði I gærdag, og kannski tekst þeim að leysa verkfall laxins. Miðfjarðará Sigrún Sigurðardóttir I veiði- húsinu að Laxahvammi sagði, aö yfir 100 laxar væru nú komnir á land úr Miðfjarðará, og væru þeir stærstu um sextán pund. Mjög gott veiðiveður var við ána I gærdag, rigning og hlý- indi, en undanfarna daga hefur kuldinn orðið að vlkja fyrir vax- andi hlýindum, og eru þvl lax- veiðimennirnir mjög ánægðir um þessar mundir, sagði Sig- rún. Laxá i Kjós Jón Erlendsson veiöivörður sagði Veiðihorninu, að I gær hefði verið fremur litil veiði, enda veður verið andstyggilegt, lemjandi rigning og kalt. Flóð hefur veriö I ánni slðan á mánu- dag, en þó fengust 22 laxar þann daginn. 1 allt munu nú komnir um 200 laxar á land, sem er litlu minna en á sama tlma I fyrra, en þá höfðu veiözt 224 laxar. Stærsti laxinn, sem þarna hefur fengizt I sumar, var 17 1/2 pund, og sagöi Jón, að þeir færu mjög sjaldan upp fyrir 20 pund. Meðalþyngdin er um 10 pund, en Jón sagöi, að þaö hefði verið fyrst á mánudag, sem hann tók eftir aö smálax var farinn aö ganga, allt niður I 4-5 punda lax. Laxá i Leirársveit Sigurður Sigurösson I Stóra-Lambhaga sagði I gær, aö nú væru eitthvað á annaö hundrað laxar komnir á land, og það yfirleitt mjög vænir 10 til 17 pund. Nú er veitt á fimm stangir I ánni, en þær verða sjö um miðjan júlí. Vatnið er mjög hæfi legt I ánni eins og er, og I gær var sæmilega hlýtt við ána, sagði Sigurður. Flest öll veiðileyfi eru seld I Laxá I sumar, aöeins örfá eru til nú á næstu dögum. Veiðin hófst 15. júní sl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.