Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 25. júni 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 53 ýtti sér þannig áfram. Gúlphljóð heyrðist í forinni. Hávaðinn jókst unz hann hætti að beita fótunum. Þá mjakaði hann sér áfram á hnjám og olbogum. Hann gætti þess vandlega að byssan lenti ekki í aurnum. Vatnsdropar runnu ískaldir niður bak hans, er hann skreiddist undir runna. Enn nam hann staðar, hlustaði eftir hljóði og skreiddist svo áfram. Teasle hugsaði með sér, að Singleton hefði hvort sem er ekki skilið hina ástæðu hans fyrir því að fara einn. Singleton hafði ekki stjórnað aðgerðunum. Honum höfðu ekki orðið á þau mistök, sem urðu Orval, Lester, unga lögreglumanninum, Ward, Galt og mönnunum í þyrlunni að bana. Hvernig gat Singleton skilið, að Teasle vildi ekki fyrir nokkurn mun láta annan mann deyja fyrir sig? f þetta sinn yrðu þeir aðeins tveir. Grænliðinn og hann. Þannig hafði það byrjað. Ef honum yrðu aftur á mistök þá ætlaði Teasle sjálfur að gjalda þeirra. Þegar hann lagði af stað var klukkan hálf sjö. Hann einbeitti sér svo að hreyfingum og hljóðum umhverfis sig, að klukkan var orðin sjö er hann leit næst á klukk- una. íkorni skreiddist upp í tré. Teasle varð hverft við. Hann hélt þetta væri andstæðingur sinn og hafði nærri skotið á hann. Enn var tekið að dimma yfir. Að þessu sinni voru það ekki skýin, heldur var tekið að kvölda. Loftið var orðið kalt. Hann skalf þegar hann skreiddist áfram. Þrátt fyrir það seytluðu svitataumarnir niður andlit hans, bak og undan handarkrikunum. Það var ótti. Þrýstingur í endaþarminum. Adrenalínið sprautaðist inn í magann á honum. Hann átti enga ósk heitari en að snúa aftur til baka. Þess vegna hvatti hann sig til að halda áf ram. Hann ætlaði ekki að missa af þessu tækifæri gegn grænliðanum vegna óttans við að deyja. Nei og aftur nei. Hann átti mönnum sínum skuld að gjalda. Ekki hvað sízt Orval. Fimmtán mínútur yf ir sjö. Hann hafði nú skriðið langa leið, farið fram og aftur um skóginn. Numið staðar og rýnf inn í lundi og runnagróður, ef ske kynni að óvinurinn leyndist þar. Hann hrökk við af minnsta hávaða. Sér- hvert hljóðgat boðað hættu. Brothljóð í trágrein. Það gat verið andstæðingur hans. Kannski var hann að hagræða sér til að geta miðað betur. Skrjáfið í laufi. Kannski var óvinurinn að laumast aftan að honum. Teasle skreið hægt áfram. Hann barðist gegn hræðsluf lýtinum. Mest langaði hann til að auka hraðann og Ijúka þessu af hið snarasta. Hann barðist við að einbeita sér að öllu sem gerðist umhverfis hann. Sérhvert minnsta skjól kom óvini hans til góða. Teasle þurfti aðeins að vera kærulaus í eitt einasta skipti. Það gat táknað endalokin ef hann gleymdi að athuga einn einasta runna, einn trjábol eða eina laut. Það myndi gerast svo snögglega, að hann heyrði ekki einu sinni skothljóðið frá kúlunni, sem yrði honum að bana. Klukkan var nú orðin hálf átta. Skuggarnir voru orðnir svo langir, að þeir villtu um fyrir honum. Kræklótt tré, langt inni í skugganum virtist vera óvinurinn. Fallinn trjábolur á bak við runna blekkti hann á sama hátt. Teasle var Ijóst, að nú hafði hann gert það sem hann gat. Það var kominn tími til að snúa aftur. Honum þótti það verst af öllu. Hann fann til þreytu í augunum og skugg- arnir snertu hann. Hann langaði til að f lýta sér aftur til Singletons, hvílast svolítið, og láta Singleton hafa gætur á ferðum grænliðans. En hann dirfðist ekki að hætta leit- inni og f lýta sér til baka. Hann varð að sýna sömu gætn- ina og varúðina á bakaleiðinni. Övinurinn var kannski að laumast aftan að honum. Teasle varð að horfa um öxl sér. Sérhver hreyfing var hættuspil. Honum fannst bert bakið svo nakið í myrkrinu, að þegar hann leit í kring um sig átti hann helzt von á því, að sjá óvininn miða brosandi á hvítt bak sitt. Miða brosandi á lautina milli herðablaða sinna. Kúlan myndi brjóta í honum hrygginn og sprengja í honum innyflin. Hann yrði dauður í sama vetfangi. Hann sneri við — þrátt fyrir allt. Hann gleymdi næstum að segja til sín, er hann nálgað- ist Singleton. Það hefði verið kaldrif juð fyndni. Fyrst hætti hann lífi sínu við að leita að strokufanganum, svo yrði hann skotinn af einum manna sinna. Það er ég, hvíslaði hann. Það er Teasle. En enginn svaraði. Ég hvíslaði ekki nógu hátt. Hann heyrði ekki til mín, hugsaði Teasle með sér. Þetta er ég, sagði hann svolítið hærra. Þetta er Teasle. Enn sem fyrr svaraði enginn. Teasle vissi að eitthvað hlaut að vera að. — Hann skreið í kring umhverfis lautina og kom aftan að henni. Meira hafði gerzt en að eitthvað væri að.. Singleton var horf inn. Mitch lá á bakinu í vatninu. Hann hafði verið skorinn á háls frá eyra til eyra. Blóðið streymdi í kvöldsvalanum. Singleton. Hvað var orðið af Singleton? Hann var áhyggjuf ullur og þreyttur á biðinni. Hann hlaut að hafa farið á eftir grænliðanum líka. Á meðan hafði hann skilið Mitch eftir. Grænliðinn læddist að honum og skar hann á háls, til að drepa hann hljóð- lega. Ungi maðurinn. Teaslegerði sér Ijóst, að óvinurinn hlaut að vera mjög nærri. Hann hnipraði sig saman og G E I R I D R ' Ég neita aö berjasí þanga^ skoraöi þig á v Ert þú sá' viö þig Akilles. til við komum i hólm, Geir i - .ræfillað * ° I 1 I Trnin A plrnHnot n 25.júní 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.00 Prestastefna sett i Skál- holti (hljóðritað degi fyrr). Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, flyt- ur ávarp og yfirlitsskýrslu um störf og hag Þjóðkirkj- unnar á synodusárinu. 15.15 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Tuttugasti maður um borð” eftir Sig- urð Joensen. Turið Joensen þýddi. Þorvaldur Kristins- son les. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmálum. Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Tilbrigði um rokokkó- stef op. 33 fyrir selló og hljómsveit eftir Tsjaikov- ski. • 20.20 Sumarvaka. a. Hugleið- ing um . Heilræðavisur. Snorri Sigfússon fyrrum námsstjóri flytur. b. Þegar Ófæran i Valþjófsdal hrundi. Guðmundur Bern- harðsson frá Ingjaldssandi segir frá. c. „Hetjan á sker- inu” og „Veiðihugur”. Agúst Vigfússon kennari flytur tvo frásöguþætti. d. Kórsöngur. Söngflokkur úr Pólyfónkórnum syngur lög úr lagaflokknum „Alþýðu- visum um ástina” eftir Gunnar Reyni Sveinsson við texta eftir Birgi Sigurðsson, höfundur stjórnar. 21.30 Gtvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki. Sig- urður Skúlason ieikari les (16). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rómeó og Júlia i sveitaþorpinu” eftir Gott- fried Keller. Njörður P. Njarðvik les þýðingu sina (4). 22.45 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 25. júni 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.00 Nomina sunt odiosa. Stutt kvikmynd um mennta- skólanám. Höfundur og leikstjóri Friðrik Friðriks- son. Kvikmyndun Þorsteinn Björnsson. 21.15 Barátta kynjanna. (The Battle of the Sexes). Brezk gamanmynd frá árinu 1960, byggð á sögu eftir James Thurber. Aðalhlutverk Pet- er Sellers og Constance Cummings. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Myndin gerist I Edinborg. Verksmiðjueig- andi, sem lengi hefur fram- leitt vefnaðarvörur með góðum árangri, andast, og sonur hans kemur heim frá Ameriku, til að taka við rekstri fyrirtækisins. Með honum er kvenmaður, sem hann hefur ráðið til að sjá um endurbætur og lagfær- ingar á rekstrinum, en ekki eru allir hrifnir af afskipta- semi hannar. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.