Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 25. júni 1975. TÍMINN 15 Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn maður einhvers, en ég þekki hann ekki, hvislaði Alan. Þeir virtu manninn gaumgæfilega fyrir sér. Það voru ekki orðnar nema nokkur hundruð álnir milli hans og drengjanna, þegar þéttur skógar- runnur við götuna greiddist allt i einu sundur, og út úr hon- um stukku tveir menn. Reiðmaðurinn bjóst til að mæta þeim og þreif til sverðs sins. En áður en hann fengi nokkurt ráðrúm til að draga það úr sliðrum, stukku mennirnir á hann, og eftir andartak höfðu þeir svipt honum úr hnakknum og varpað honum til jarðar. Drengirnir, sem lágu i leyni, héldu niðri i sér andanum. Siðan mælti Alan, án þess að honum dytti nokkur hætta i hug: — Það er ekki drengilegt! að tveir séu á móti einum. Við skulum koma! Áður en Rikki fengi aftrað Alani, hafði hann stokkið út á veg- inn og hljóp nú áleiðis þangað sem mennirn- ir áttust við, en sam- timis lagði hann ör á streng. Rikki, sem var ámóta fylgispak- ur Alani og tryggur hundur, þaut á eftir honum, enda þótt hann væri það að- gætnari en Alan, að hann sæi, hver áhætta það var að ráðast á tvo fullorðna karl- menn. Þeir lutu yfir reið- •manninn, sem fallið 1,3 milljónum stolið — brotizt inn hjá Bæjarskrif- stofunum í Kópavogi gébé—Rvik. — Þaö var ljót að- koman á Bæjarskrifstofunum I Kópavogi þegar ræstingakonan kom til vinnu sinnar um kl. hálf sjö i gærmorgun. Búiö var aö brjótast inn, sprengja upp huröir og stela rúmlega þrettán hundruð þúsundum króna i peningum úr skjalageymslu. Ávisanahefti og fleira sem var i skápnum var ekki snert. Búizt er viö aö fleiri en einn hafi þarna veriö aö verki, sagöi Ásmundur Guömundsson rannsóknarlögreglumaöur i Kópavogi I gærkvöldi, en rannsókn málsins er i fuilum gangi. Þjófarnir komust fyrst inn i stigagang, þá brutu þeir rúöu i hurö til aö komast áfram og siöan sprengdu þeir upp dyrnar aö aðalskrifstofunni. Þá hafa þeir gengið beint til verks að brjóta upp skjalageymsluna, sem er rammgerð mjög, eldföst, og meö sterkri stálhurð. í gærmorgun fundust á skrifstofunni tengur og skrúfjárn en sennilegt er að þjóf- arnir hafi notaö fleiri verkfæri. Að sögn Ásmundar Guð- mundssonar, er mjög óvenjulegt að svo stór upphæð sé geymd i peningaskápnum,en óvenjumikið kom inn af peningum á mánudag- inn. Ekki litu þjófarnir við ávisanaheftum sem voru i geymslunni. Eins og áður er sagt, er rannsókn þessa máls i fullum gangi en þjófarnir voru ófundnir og litið komið fram sem gat varp- að ljósi á málið, þegar blaðið fór I prentun i gærkvöldi. Bæjarskrifstofurnar i Kópavogi eru til húsa i Félagsheimilinu við Neðstutröð, og þar hafa einnig nokkur fyrirtæki skrifstofur sin- ar. Enginn næturvörður er i hús- inu. Humarinn var svo smár að stundum varð að fleygja aflanum í könnun, sem gerð var á veg- um Hafrannsóknastofnunarinnar i lok siöustu viku, kom i ljós, að óhemju magn af undirmálshumri var I Breiðamerkurdýpi á dýpra vatni en 100 föðmum. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur þvi, sam- kvæmt tillögu Hafrannsókna- stofnunarinnar, ákveðið að banna allar humarveiðar i Breiða- merkurdýpi á dýpra vatni en 100 föðmum frá og með miðviku- deginum 25. júni n.k. — Sjómenn hér eystra telja þetta mjög til bóta, sagði Aðal- steinn Aðalsteinsson, fréttaritari Timans á Höfn i Hornafirði.Og sumir eru þeirrar skoðunar, að bannið hefði jafnvel átt að vera viötækara. Maður frá Hafrann- sóknastofnuninni fór fyrir skömmu i túr með Akurey SF 52, og sannfærðist þá um það, sem sjómenn hér hafa lengi vitað, þ.e. að humarinn er rányrktur. Svo rammt hefur kveðið að þessu, að stundum hefur orðið að fleygja miklu af humri vegna smæðar hans. Friöun verður hins vegar til þess, aö eftir eitt til tvö ár má veiða hér sæmilegan humar. sagði Aðalsteinn að lokum. Niðurgreiðslur stundum eins miklar og verð vörunnar í heildsölu Leiðarþing í Austurlands- kjördæmi Alþingismennirnir Halldór Asgrlmsson og Tómas Arnason halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum I Austurlandskjördæmi svo sem hér segir: 25. júní ’75 Bakkafjörður kl. 6 e.h. 26. júnl ’75 Vopnafjörður kl. 9 e.h. 27. júni ’75 Skriðdalur kl. 2 e.h. 27. júnl ’75 Vallahreppur kl. 9 e.h. Allir eru velkomnir á leiðarþingin. Þingmenn Framsóknar- flokksins halda áfram leiöarþingum slðar og verða þau nánar auglýst. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík efnir til ferðar út I Viðey fimmtudaginn 26. júnl n.k. kl. 19.30. Farið verður frá sundahöfn, nálægt kornhlööunni. Leiðsögumað- ur verður Orlygur Hálfdánarson. Verið vel búin og I góðum gönguskóm. Kaffi fæst I Viöey fyrir þá sem vilja. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðar- árstig 18, simi 24480. Allt Framsóknarfólk velkomið. Stjórnin. VINNINGSNÚAAER í VORHAPPDRÆTTI FRAAASÓKNARFLOKKSINS 1975 1. Land I Grimsnesi: 31351 2. Trésmiðavélar: 26159 3. Seglskúta 15265 4. Bókbandstæki: 41675 5. Ljósmyndavél: 17718 6. Ferðasjónvarp: 36712 7. Saumavél: 8145 8. Kvikmyndavél: 39973 9. Prjónavél: 40154 10. Otvarpstæki 39242 11. -25. Vöruúttekt frá Filmur og vélar f. 10 þús. hver v. 37627, 12433, 38796, 3898, 41725, 8358, 29054, 20957, 25431, 32613, 9623, 37829, 34867, 8185, 8509. Tilkynning frá skrifstofu SJ—Reykjavik. — Ahrifin af niðurgreiðslum á landbúnaðar- vörum eru oft á tiðum nokkuð undarleg. Þannig kostar nú litr- inn af undanrennu einni krónu meira en litrinn af nýmjólk i smá- sölu, og er þá miðað við að hvort tveggja sé i pappaumbúðum. Nýmjólk er nefnilega niðurgreidd en undanrenna ekki. Þurfa neytendur þvi að greiða hærra verð fyrir undanrennuna, sem þó er ódýrari vara i raun, og hefur hún þar að auki mun minna geymsluþol. Það er þvi dýr munaður að spara við sig hita- einingarnar með þvi að drekka undanrennu þessa dagana. Undanrenna kostar 34 kr. litr- inn i eins litra fernum, mjólk kostar 33 kr. litrinn i eins litra pappapökkum, og þar sem mjólkin er seld i eins litra plast- pokum, kostar hún aðeins 32 kr. litrinn. Verðið til bænda fyrir mjólina siðan um mánaðamót er 48 kr. 44 1/2 eyrir fyrir litrann. Hver litri mjólkur er greiddur niður um kr. 39.10, en auk þess eru pappaumbúðir um mjólk og AUGLÝSIÐ í TÍMANUM rjóma greiddar niður um Kr. 2.50 og plastumbúðir um 1 kr. Pappa- umbúðirnar kosta nú 7 kr. á litr- ann, en plastumbúöirnar 5 kr. á litrann án niðurgreiðslu. Fyrsta flokks mjólkurbússmjör kostar nú kr. 491 i smásölu, en væri það ekki niðurgreitt, væri verðið á þvi kr. 981, þvi niður- greiðslan er 490 kr. Heildsölu- verðið er kr. 452. Heildsöluverð á 1. verðflokki af kindakjöti, þ.e. 1. og 2. gæöa- flokki, er nú kr. 226. Verðið til bænda er hins vegar kr. 349. Niðurgreiðslan fyrir kjöt i 1. verðflokki er kr. 198.07. Framsóknarflokksins Vegna viögeröa á simakerfi skrifstofunnar getur oröiö erfitt aö ná sambandi viö flokksskrifstofuna næstu daga. Eru viökomandi beönir velviröingar á þeim óþægindum semaf þessu kunna aö leiöa. Framsóknarfélag Eyrarsveitar Framsóknarfélag Eyrarsveitar heldur aðalfund föstudaginn 27. júni kl. 21.15 að Hótel Felli, Grundarfiröi. Dagskrá: 1. venjuleg aöalfundarstörf. 2. Ýmis byggðamál. Félagar eru hvattir til að f jölmenna og taka meö sér gesti. Kaffi- veitingar. „ . Stjórnm. 70 íbúðir handa öldruðum reistar í Furugerði þrátt fyrir mótmæli BH—Reykjavik. — Furugerðis- húsið var cnn á dagskrá hjá borgaryfirvöldum, cr borgarráð tók sl. föstudag til meðferðar undirskriftaskjal allmargra ibúa á Stórageröissvæðinu, þar sem þess var farið á leit, að hætt yrði við fyrirhugaða byggingu Furu- gerðishússins, þvi ætlaöur annar staður.en lóðin notuö sein útivist- ar- og leiksvæði. Furugerðishúsinu er ætlað það hlutverk að bæta úr hinum mikla skorti á húsnæði fyrir aldraða, sem rikir hér i borg, en þarna er ætlað að koma upp um það bil 70 litlum ibúðum fyrir aldrað fólk, aðallega einstaklingsibúðum. Borgarráð visaði þessu erindi Stóragerðisibúanna á bug, enda var bygging ibúða fyrir aldraða við Furugerði ákveðin um leið og umrætt svæði var skipulagt, og áður en lóðum á svæðinu var út- hlutað til einstaklinga. Bygging þessi hefur nú verið fullteiknuð og er i útboði. O Leikár sem fasta vinnu hafa i leikhúsinu, leikarar, dansarar, tæknimenn, fólk viö skrifstofu og önnur þjón- ustustörf við leikhúsgesti, svo og Þjóðleikhúskórinn. Annars eru að meðaltali hátt á þriðja hundrað manns á launalista i leikhúsinu á mánuði hverjum, auk ofantal- inna, t.d. söngvarar og hljóm- listamenn, aukaleikarar, að- stoðarfólk að ógleymdum höf- undunum. 11 leikstjórar störf- uðu á vegum hússins á leikárinu og einn dansasmiður, en leik- myndateiknarar voru 8. A A, B og D-samningi voru 29 leikarar, en á C-samningi (ráðnir i einstök hlut- verk) 34. í islenska dansflokknum eru nú 7 dansarar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.