Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. júnl 1975. TÍMINN 3 Bensínið allt keypt í einu — fóru eftir fyrirmælum yfirmanna sinna gébé — Ég get ekkert tjáð mig um málið, sagði örn Jóhannsson skrifstofustjóri hjá Morgunblað- inu, er Timinn spurði hann i gær um hina undarlegu bensinflutn- inga Morgunblaðsmanna á mið- vikudagsmorgun. Bent Pedersen lögreglumaður I Keflavik sagði i gær, að sennilega yrði ekki þörf á frekari rannsókn i málinu, þvi allt liggur ljóst fyrir. Viðurkennt hefur verið að bensinið, um 3.200 litrar, var allt keypt i einu frá Oliufélaginu Skeljungi, nokkrum dögum áður en boðað hafði verið allsherjar- verkfall. Bifreiðastjórarnir sem aka sendiferðabifreiðum Morg- unblaðsins, gerðu þetta ekki upp á sitt einsdæmi, heldur fóru þeir eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, sagði lögreglan i Kefla- vik. Bent Pedersen lögreglu- maður sagði, að þegar lögreglan hefði gert skýrslu sina, yrði hún send bæjarfógetanum i Keflavik til frekari afgreiðslu og ákvörð- unar um hvað gert verður I mál- inu. Slitu rafmagns- streng gébé Rvik — Kl. 18:56 i gærkvöldi fór rafmagn af stórum hluta vesturbæjárins i Reykjavik og var rafmagnsiaust I tæpan klukkutima. Astæðan reyndist sú, að vinnuflokkur sem er að grafa fyrirblokk stutt frá Vesturbæjar- sundlauginni, sleit I sundur 6 kw háspennustreng með vinnuvélum þeim sem þeir notuðu. Vinnu- flokkur frá Rafmagnsveitu Reykjavikur var þegar sendur á vettvang til viðgerða og rafmagn komst aftur á kl. 19:50. Þjófarnir fundnir! gébé—Rvik — í gærkvöldi fékk Timinn þær upplýsingar hjá As- mundi Guðmundssyni rann- sóknarlögreglumanni I Kópa- vogi, að þjófarnir sem stáiu þrettán hundruð þúsund krón- um á bæjarskrifstofunum i Kópavogi fyrr i vikunni, væru fundnir og hiuti af peningunum eru komnir i leitirnar. — Þetta eru þrir ungir menn, sem litið eða ekkert hafa komið við sögu lögreglunnar áður, sagði Asmundur. Yfirheyrslur yfir mönnunum eru enn á frum- stigi, en þó munu einhverjir mannanna hafa játað nú þegar. Einn þeirra er úr Kópavogi en hinir tveir úr Reykjavik. Nánari upplýsingar gat Asmundur Guðmundsson ekki gefið á þessu stigi málsins. Norrænir fjármála- ráðherrar þinga í Reykjavík Dagana 27.-28. júni n.k. verður haldinn i Reykjavik fundur fjármálaráðherra Norðurlanda. Verða þar rædd ýmis sameiginleg mál á sviði fjármálaráðuneyt- anna, og ástand og horfur i efna- hagsmálum hvers lands. Meðal þeirra mála, er rædd verða sér- staklega eru langtimaáætlanir i rikisfjármálum, aðstoð landa á milli i skattamálum og fjármál samnorrænna stofnana. Auk ráð- herranna sitja fundinn allmargir embættismenn frá öllum Norður- landanna. i ráði er, að ráðherr- arnir og fylgdarlið fari i kynnis- ferð til Vestmannaeyja n.k. laugardag. Sigurður Haraldsson hótelstjóri úti fyrir Hótel Hofi. Timamynd Gunnar. NÝTT HÓTEL í REYKJAVÍK „Viö tökum á móti fyrstu gest- unum á morgun,” sagði Sigurður Haraidsson, hótelstjóri á nýjasta hótelinu i Reykjavfk, þegar Timamenn litu þar inn i gær. Þó voru smiðir og aðrir iðnaðarmenn ióða önn aðleggja siðustu hönd á verkið, og bjuggust við að þurfa að vera að I alia nótt. gébé—Rvik. — Réttarhöidum og yfirheyrslum er nú lokið á Siglu- firði á þeim tveim kærum, sem bárust vegna landhelgisbrota Fróða frá Hvammstanga. Elias Eliasson bæjarfógeti sagði i gær- kvöldi, að máiið yrði sent rikis- saksóknara hið fyrsta. Skipstjóri Fróða, Páll Grétar Lárusson, hefur neitað þvi að hafa verið að togveiðum, en eins og kunnugt er, bárust tvær kærur, önnur að hann hefði verið að veiðum I Axarfirði og hin, að flug- vél Landhelgisgæzlunnar taldi sig sjá hann að veiðum i Þistilfirði. Fróði leggur afla sinn upp á Siglufirði, en enn er báturinn þar I höfn, og er búizt við að hann stundi handfæraveiðár. Þá sagði Elias Eliasson að ekki hefði verið sett veiðibann á bátinn, þannig að honum er frjálst að fara til veiða þótt málinu sé ekki lokið. Þá sagði Elias, að strax og væri búið að ganga frá skjölum viðvikjandi íslenzkur sjómaður slasast í gébé—Rvik. — Vélstjóri á Lax- fossi slasaðist alvarlega um síð- ustu helgi i Viborg i Rússlandi og liggur nú á sjúkrahúsi þar. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvernig slys- ið bar að höndum, en vélstjórinn, Hreinn Þorkelsson, var ekki um borð i Laxfossi, heldur i landi, þegar hann slasaðist. Þegar var haft samband við islenzka sendi- ráðið f Moskvu, og er Tíminn hafði samband við Hörð Bjarna- son fulltrúa i utanrikisráðuneyt- inu, sagði hann, að eftir þeim fréttum sem honum hefðu borizt frá sendiráðinu, myndi Hreinn þurfa að vera minnst tvær vikur á sjúkrahúsi i Viborg, áður en hægt yrði að flytja hann heim. Alitið var i fyrstu að Hreinn hefði höfuðkúpubotnað, en við nánari athugun kom I ljös, að. hann hafði aðeins brákazt. Þá brotnaði Hreinn illa á nokkrum stöðum og er ástand hans talið al- varlegt, þó ekki sé hann i lffs- hættu. Hótelið sem nefnistHótel Hof er tilhúsa að Rauðarárstig 18 i hinni nýju og myndarlegu byggingu Framsóknarflokksins. í hótelinu verða 31 tveggja manna herbergi. Siðar I sumar verður lokið við að ganga frá veitingabúð hótelsins og i haust verður 200 manna salur tekinn i notkun, en hann er ætlað- málinu yrðu þau send rikissak- sóknara, sem myndi taka ákvörð- un um framhald málsins. BH—Reykjavík.— ,,Á fundi full- trúa Félags landeigenda Járn- gerðarstaða og Hóps og stjórnar Hitaveitu Suðurnesja 25.-26. júni 1975 urðu aðilar sammála um til- lögu að samningsgrundvelli um kaup hitaveitunnar á jarðhita- og landsréttindum við Svartsengi. Ekki er unnt að skýra frá efni til- lögunnar fyrr en hún hefur verið kynnt þeim, sem hlut eiga að máli.” Timinn hafði i gær samband gébé Rvik — Menntamálaráð- herra hélt Skáksambandi islands hóf i ráðherrabústaðnum I gærkvöldi, i tiiefni 50 ára afmæiis sambandsins. Þar voru þrír kunnir skákmenn heiðraðir, og fengu þeir heiðursmerki Skák- sambandsins sem var afhent i fyrsta skipti. Heiðursmerki þetta Friðrik Ólafsson ur til veizlu- og fundarhalda. Þá verður hárgreiðslu- og snyrtistofa I tengslum við hótelið opnuð innan tiðar. Sigurður Haraldsson, hótel- stjóri er mörgum að góðu kunnur en hann hefur áður starfað sem veitingastjóri á Hótel Esju og rekið samkomuhúsið Festi i Grindavík. ,,Það sýnir bezt hver þörf er. á auknu hótelrými i Reykjavik, sagði Sigurður,” að nýtingin hér hjá okkur á Hofi er þegar orðin 35% allt fram I september, þótt við höfum ekkert auglýst enn sem komið er. Við teljum, að Hótel Hof sé óvenjuvel i sveit sett hérna á Rauarárstignum og gerum okkur þvf góðar vonir um að fólk utan af landi sjái sér hag f þvi að gista hér.” við samningsaðila varðandi þetta mál, en hvorugur lét blaðinu I té neinar upplýsingar umfram það, sem I þessari sameiginlegu fréttatilkynningu stendur. Verður þvi að lita svo á, aö á fundinum hafi þokazt verulega i samkomu- lagsátt varðandi nýtingu á Svartsengi, enda þótt ekkert ákveðið liggi fyrir I málinu, fyrr en það hefur verið lagt fyrir hlut- aðeigandi aðila og þeir hafa tekið sinar ákvarðanir. er vandað, úr bronsi og gull- húðað. Þeir þrir, sem hlutu heiðurs- merkið f fyrsta skipti, voru: Frið- rik Ólafsson stórmeistari, Guð- mundur Arnlaugsson fyrir félags- störf og útbreiðslu og kynningu á skákiþróttinni og Baldur Möller, sem varð fyrsti Norður- Guðmundur Arnlaugsson 1 Nýr prófessor í fæðingarhjólp og yfirlæknir á fæðingar- deildinni BH—Reykjavik. — Menntamáia- ráðherra hefur sett dr. Sigurð S. Magnússon, lektor, prófessor I fæðingarhjálp og kvensjúkdóma- fræðum við læknadeild Háskóla islands frá 25. júní, þar til gengiö hefur verið frá veitingu prófessorsembættisins. Umsóknarfrestur um prófessors- embætti I fæðingarhjálp og kven- sjúkdómafræðum við Háskólann rann út 14. júni sl. og voru umsækjendur tveir, dr. Sigurður S. Magnússon, lektor, og dr. Gunnlaugur Snædal, læknir. Samkvæmt upplýsingum, sem menntamálaráðherra veitti Timanum, er svo kveðið á I lög- um, að prófessor i þessum grein- um veiti jafnfrámt forstjórn fæðingardeiid Landspitaians. Frá sama degi 25. júni og þar til annað verður ákveðið hefur Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið sett dr. Gunnlaug Snædal yfirlækni við fæðingar- og kvensjúkdómadeild Landspital- ans. Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðherra hefur dósentsembætti i sömu grein- um áður verið auglýst, og eru umsækjendur þeir sömu og um prófessorsembættið. Jón Kristinsson útibússtjóri ó Hólmavík Jón Kristinsson, hinn þekkti skákmaður, var ráðinn útibús- stjóri við Búnaðarbankann á Hólmavik frá 1. júni 1975 að telja. Jón er fæddur 17. júni 1942 i Grenivfk f Suður-Þingeyjarsýslu. Hann hóf störf við Búnaðarbanka íslands í desember 1960. Siðan varð hann fulltrúi i Vesturbæjar- útibúi bankans i ársbyrjun 1964 og deildarstjóri i gjaldkeradeild bankans frá 1967. Jón er kvæntur Aróru Coty og eiga þau 3 börn. Jón Kristinsson. landameistari Islendinga og einn- ig var hann heiðraður fyrir stjórnarstörf. Margirkunnir skákgarpar voru I hófi menntamálaráðherra, Vil- hjálms Hjálmarssonar, ásamt forseta sambandsins, Gunnari Gunnarssyni og öðrum stjórnar- meðlimum. Baldur MöIIer Fróðamólið sent ríkissaksóknara Skipstjórinn neitar öllum sakargiftum Samningar um kaup á jarðhita og lands- réttindum við Svarts engi í burðarliðnum ÞRÍR SKÁKMENN HEIÐRAÐIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.