Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 1
SB TARPAULIN RISSKEMMUR 142. tbl. — Föstudagur 27. júni 1975 — 59. árgangur HF HÖRÐUR GUNMRSSON SKÚLATÚNI-6-SÍMI (91)19460 Undirmenn biðu eftir að geta skrifað undir: Yfirmenn og útgerð- armenn deildu hart —- undirmenn höfðu náð 50—60% kauphækkun BH-Reykjavlk. — Sú furðulega staða kom upp i samningavið- ræðunum i gærkvöldi, að undir miðnætti var komið svo, að ekk- ertútlitvarfyrir, að samkomulag yrði undirritað um óákveðinn tima. Þá höfðu undirmenn komizt að samkomulagi við útgerðar- menn, og biðu eftir að geta undir- ritað, — en að því er bezt varð séð, hafði eitthvert eitt atriði orðið það þungt á metunum í við- ræðum yfirmanna og útgerðar- manna, að ljóst var, að ekkert samkomulag yrði undirritað fyrr en náðzt hefði samkomulag um það. Um eðli þessa atríðis voru allir aðilar ófáanlegir til að tjá sig um.en á ýmsum mátti skilja það, að dregizt gæti á langinn að sam- komulag næðist um það, — og ekkert yrði undirritað fyrr, jafn- vel þótt það drægist dögum saman. Á miðnætti hafði sátta- fundurinn staðið látlaust I 55 klukkustundir. Rikissáttasemjari vildi ekkert segja um samkomu- lagslikur, og var engu Hkara en siðasta uppákoman hefði komið honum og sáttanefnd á óvart, þvl að um sjö-leytið var gefið matar- hlé til klukkan nlu, og jafnvel gert ráð fyrir undirritun strax að matarhléi loknu. A tlunda tlmanum I gærkvöldi voru fulltruar undirmanna farnir að blða eftir að geta undirritað samkomulagið, og töldu sig hafa náð samkomulagi við útgerðar- menn, sem er eitthvað á þessa leið: Kaup undirmanna hækkar frá undirritunardegi sem hér segir: og er þá miðað við mánaðarlaun. Hásetar fá 54.000,00 kr. höfðu áður 32.628,00 netjamenn fá 58.000,00 kr., höfðu áður kr. 36.683,00 og bátsmenn og mat- sveinar fá kr. 68.000,00 en höfðu áður kr. 42.787,00. Hér er um að ræða hækkun sem nemur 50-60%, en taka verður með I reikninginn, að kjarabætur togarasjómanna eru litlar sem engar slðastliðin tvö ár, t.d. fengu þeir hvorki lág- launabætur né prósentur eins og aðrir launþegar. Þá er einnig kveðið svo á, að ef verulegar kauphækkanir verða hjá launafólki I landi, skuli laun togarasjómanna hækka um sömu prósehtu. Einnig hækkar tlma- kaup og aðrir kaupliðir hlutfalls- lega. Það er eftirtektarvert, að gildistimi samningsins er áætlaður frá undirritunardegi til 31. desember 1976. Svo miklar llkur þóttu á sam- komulagi um kvöldmatarleytið, að þá þegar var farið að boða félagsfundi til afgreiðslu væntan- legs samkomulags. Var þá farið að boða félagsfundi i sjómanna- félögunum, meðal annars var boðað til fundar i Sjómannafélagi Reykjavlkur kl. 1.30 i Lindarbæ, ákveðið var að halda félagsfund I Sjómannafélagi Eyjafjarðar i Al- þýðuhUsinu á Akureyri kl. 5 I dag og vitað var, að Sjómannafélag Hafnarfjarðar myndi lialda fund slðdegis i dag — að þvi tilskildu, að samkomulag yrði undirritað. Að þessu sinni verður sá háttur hafður á, að atkvæði I allsherjar- atkvæðagreiðslunum yrðu talin saman, þannig að sameiginlegur meirihíuti réði úrslitum. Var ráð fyrir þvl gert, að allsherjarat- kvæðagreiðsla færi fram að lokn- um félagsfundum. Jón Sigurðsson: Verulegur árangur BH-Reykjavik. — Arangurinn varð 'verulegur, en við erum lika búnir að standa lengi i þessum samningum, sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjó- mannasambandsins við Tim- ann á tiunda timanum i gær, þegar útlit var fyrir, að sam- komulag yrði undirritað á hverri stundu, og undirmenn töldu sig hafa lokið samnings- gerð sinni. — Við erum að yisu sjaldan eða aldrei alveg ánægðir, enda var þörfin fyrir kjarabætur togarasjómanna rikari en hjá öðrum stéttum. Jón Sigurðsson minnti á kjarabætur annara stétta á undanförnum tveim árum, sem togarasjómenn hefðu far- ið á mis við, og sagði að lok- — Við gerðum hins vegar ekki kröfu til að fá okkar hlut með vöxtum og vaxtavöxtum yfir þetta timabil — við reynd- um það svosem, en það var bara skellt skollaeyrum við þvi. BREIÐHOLT III o OLNBOGABARN BORGARINNAR Sláttur hefst ekki almennt fyrr en um miðjan júlí SJ-Reykjavik -r- Ég geri ráð fyrir þvi að sláttur hefjist almennt hálfum mánuði til þrem vikum á eftir þvl sem venja er á góðum árum.eða ekkifyrr en um miðjan jiili. Þetta er svona svipað og f isaárum. Svo fórust Halldóri Pálssyni búnaðarmálastjóra við Timann I gær. orð KAUPA SKROKKINN I SKUT- TOGARA FRÁ NOREGI BH—Reykjavík — Útgerðarfélag Dalvlkinga hf. hefur undanfarið átt viöræður við Slippsstöðina hf. á Akureyri um smiði á skuttog- ara, en eins og kunnugt er, gerir Utgerðarfélagið út skuttogarann Baldur, sem er norskur að upp- runa og af stærri togaragerðinni. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Tlminn hefur aflað sér, eru viðræður þessar byggðar á þeim hugmyndum Slippsstöðvarinnar hf., að keyptur verði tilbúinn skipskrokkur, sem síðan verði fullunninn I Slippstóðinni. Hefur þetta mál þegar verið kynnt hlut- aðeigandi aðilum og munu niður- stöður I máli þessu væntanlega liggja fyrir innan tiðar. Rætt er um að fá skipsskrokk- inn frá skipasmfðastöð I Flekke- fjord I Noregi, og verði skrokkur- inn að likindum sömu gerðar og stærðar og togari sá, er Otgerðar- félag Dalvikinga hf. á fyrir. — Gróður hefur allur verið mjög seint á ferðinni, sagði biin- aðarmálastjóri, — vorið var óvenjukalt nema síðari hluti mai- mánaðar og þá var þurrviðra- samt. JUnimánuður var siðan óvenjukaldúr. Spretta er þvi mjög Htil og þvinær engin á yztu annnesjum á Norðurlandi. Einhver sauðgróður kom þó slðari hlutann I mal og bjargaði miklu. Sums staðar var hann þó mjög lítill i útsveitum norðan- lands, einkum þar sem er margt fé. Fénaður hefur tæplega haft ndg norðanlands og austan. Hefur oröið að beita honum á túnin. Að sögn Halldórs Pálssonar er ekki farið að hleypa kúm út ennþá Isumum sveitum og annars stað- ar er nýlega farið til þess. Klaki var litill i jörðu, og er hann viða farinn úr jörðu á lág- lendi. Sums staðar eru tiin skemmd af kali, en hvergi a stór- um svæðum. Er það einkum, þar sem svell voru á jörðu i vetur. Sauðburðartiðin var góð i vor. Kvaðst búnaðarmálastjóri ekki vita um sérstök öhöpp I sambandi við sauðburð neins staðar á land- inu. — Það horfir nú þunglega um grassprettu og heyfeng, sagði HalldórPálsson, — þógetur rætzt Ur öllu ennþá og gróður tekið fljótt við sér ef bregður til betri tlðar. pillllllllinilllllllllllllllll!IIIIIIllllllll!!ll!lllllllllllll!l!!lllllllllllllllll!llllllllinillllllllllllll!lllll!lllllllinilllNlín | Dauðatíðni af völdum | I magakrabba hæst hér 1 1 af Norðurlöndunum 7 ARA BORN A SKRA HJÁ LÖGREGLUNNI 200-300 síbrotaunglingar í Reykjavík FB—Reykjavlk— Samkvæmt at- hugun, sem gerð var á vegum WHO árið 1971 er dauðatíðni af völdum magakrabba hæst á Noröurlöndum meðal Islenzkra karla, en hins vegar er dauðsfalla tfðni kvenna af völdum sama sjUkdtíms lægst hér á landi. A árunum 1958-1963 voru dauðatilfelli á Islandi af völdum magakrabba 55.71 hjá körlum, en 26.71 hjá konum. Þetta var hærra hlutfall heldur en i öðrum Evrópulöndum, samkvæmt at- hugun i 24 löndum árið 1960-1961. Þegar tölurnar eru bornar saman við önnur Evrópulönd i könnun I 41 landi 1964 til 1965 eru tölurnar fyrir ísland 43.91 hjá körium, og Island er þá komið i annað sæti, en Pólland er i fyrsta sæti með 44.18 ef Sovétrlkin eru undanskilin en þar var tiðnin miklu meiri, eða 60.00 hjá körl- um. Varðandi dauðsföll kvenna af völdum krabba i maga eru átta Evrópulönd ofar á lista en Island, sem er með 19.44 dauðsföll. Rannsóknir frá árunum 1930 til 1973 sýna, að mikið hefur dregið Ur dauðsföllum af völdum þessa sjUkdóms hjá báðum kynjum allt frá 1950 hér, rétt eins og i öðrum löndum. Gsal—Reykjavík — Krakkar eru meira og minna viðriðin afbrot á hverjum degi og ég þykist þess fullviss, að afbrotaaldurinn lækki stöðugt, segir Matthlas Guð- mundsson, rannsóknarlögreglu- maðurlReykjavIk.m.a.I viðtaii I þættinum MEÐ UNGU FÓLKI I Tlmanum I dag. Þar segir Matthlas meðalannars frá þvl, að til hans hafi komið tvö mál méð stuttu millibili fyrir skömmu, þar sem sökunautarnir hafi verið sjö ára börn. í báðum tilfellunum hefði veriðum að ræða skemmd- arverk. 1 viðtalinu var Matthias spurð- ur að þvl, hvað hann teldi að si- brotaunglingar I Reykjavlk væru margir, og kvað hann ekki fjarri sanni að ætla, að þeir væru ein- hvers staðar á bilinu milli tvö til þrjú hundruð. Matthias nefnir einnig I viðtal- inu, 14 ára pilt, sem hafi framið 15 afbrot það sem af er þessu ári, mest þjófnaði en t.d. eina lfkams- árás. Þá kemur fram, að foreldr- ar þessa pilts eru báðir drykkju- sjUklingar, og i öll þau skipti sem Matthias hefði komið á heimilið til piltsins hefði aðkoman verið mjög slæm. Matthias Guðmundsson er yngstu« fastráðinna rannsóknar- lögreglumanna hjá sakadómi Reykjavikur og hefur hann ásamt Helga Danielssyni eingöngu feng- iz við mál, er snerta afbrot barna og unglinga. SJÁ AAEÐ UNGU FÓLKI Á BLS. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.