Tíminn - 05.07.1975, Side 4
4
TÍMINN
Laugardagur 5. júli 1975.
Keisarar
knattspyrnunnar Barnabúðir í háfjöllunum
Franz Beckenbauer hefur lengi
verið kallaður keisarinn, og er
þá átt við stöðu hans i þýzkri
knattspyrnu, en hann hefur
lengið verið einn skæðasti
knattspyrnumaður i Evrópu og
fyrirliði landsliðs Vestur-
Þýzkalands svo og liðs sins FC
Bayern. Nýverið sannaði hann
enn að keisaranafnið ber hann
með rentu, er hann leiddi lið sitt
til sigurs i Evrópumeistara-
keppninni og vann Leeds með
tveim mörkum gegn einu.
En það er annar maður sem
einnig er farið aö kalla keisara
knattspyrnunnar, en það er
Dettmer Cramer, sem einnig er
vestur-þýzkur og hefur þjálfað
fremstu lið þar i landi. Cramer
er á myndinni til vinstri og hef-
ur hann gert ljósmyndurum það
til skemmtunar, að fara i ein-
kennisbúning, svipuðum þeim
og Napoleon keisari notaði þeg-
ar hann var og hét. Cramer sem
óumdeilanlega er keisari knatt-
spyrnuþjálfara, á það einnig
sameiginlegt með Napoleoni, að
vera aðeins rétt rúmur 1.50
sentimetrar á hæð.
f fjöllunum i suðurhluta sovézka
Mið-Asiulýðveldisins Kirgisiu, i
nálega 2000 metra hæð yfir sjó,
hefur verið reist dvalarheimili
fyrir börn. Þetta hvildarheimili
er sérstakrar tegundar, þvi það
er sótt af börnum, er hafa haft
ýmiss konar öndunarsjúkdóma.
Staðurinn er valinn með tilliti til
heilnæms loftslags og fagurrar
náttúru, þar sem eru margar
ferskar uppsprettur og skógar
með hnetutrjám. Loftslagið hef-
ur a.m.k. jafnmikla þýðingu og
kostgæfið lækniseftirlit og dag-
leg meðferð. Fyrir börnin sjálf
er dvölin þarna fyrst og fremst
dásamlegt fri. Þau þrjú sumur,
sem búðirnar hafa verið starf-
ræktar, hafa rösklega 2000 börn
sótt þær, og i ár er gert ráð fyrir
þau verði nær 1000. Fá þeirra
hverfa þaðan án þess að hafa
fengið varanlega heilsubót.
Byggingakrani fyrir skýjakljúfa
Verksmiðja nokkur i úkrainsku
borginni Nikopol hefur fengið
viðurkennda nýja gerð af
prógramstýrðum turnkrönum.
Kraninn getur lyft 25 smálest-
um I hæð, sem er á við 24 hæða
hús, og hann starfar án stjórn-
anda i venjulegum skilningi.
Stjórnandinn velur eftir ástæð-
um eitt af hinum mismunandi
„prógrömmum”, sem eru fyrir
fram ákveðin. Tölva i kranan-
um reiknar út fljótvirkustu og
hentugustu vinnuaðferðina i
hverju tilviki.
Viðbúin — tilbúin...
Ilona Heidtmann, sem er 22ja
ára gömul og býr i Gelsenkirch-
en, V.-Þýzkalandi, er liklega
ekki eina stúlkan sem gefur rás-
merki á iþróttavelli i Þýzka-
landi, en hún er sú bezta. A
námskeiði, sem haldið var i
Kaiserau f fyrra fyrir þá sem
vildu taka að sér að „ræsa”,
stóð hún karlmönnunum á
sporði, og fyllilega það. t meist-
arakeppni áhugamanna i ár var
hún fyrsti kvenræsirinn. Ferill
hennar hófstfyrir fjórum árum
fyrir hreina tilviljun i heima-
borg hennar. Þá fór fram þar i
landi allsherjar keppni i likams-
þjálfun fyrir alla, og allt i einu
kom á daginn, að enginn fyrir-
fannst ræsarinn. Þá var gripið
til Ilonu. Keppnisgrein hannar
er annars fimmtarþraut. Þó að
hún hafi ekki orðið sigursæl á
þeim vettvangi, hefur hún
sannarlega náð forustu sem
ræsir.
DENNI
DÆMALAUSI
-r-.•
„Ég gæti vel sagt honum að velta
sér við, og hann myndi gera það,
en við vitum báðir, að það væri
heimskulegt.”