Tíminn - 05.07.1975, Síða 7

Tíminn - 05.07.1975, Síða 7
Laugardagur 5. júli 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I iausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Samstaða á erfiðleikatímum 1 blöðum stjórnarandstöðunnar birtist öðru hvoru sú óskhyggja, að samvinnan gangi illa milli stjórnarflokkanna, og þvi geti brátt komið til sam- starfsslita. Stundum eiga það að vera efnahags- málin, sem valda ágreiningi, stundum landhelgis- málin, o.s.frv. Allt er þetta meira og minna til- efnislaust. Vitanlega kemur alltaf einhver ágrein- ingur til sögu i öllu samstarfi. Um núverandi stjórnarsamstarf er það sannast að segja, að það hefur gengið vel til þessa, enda þótt við mikinn vanda hafi verið að glima. Þannig á það lika að vera. Glima við erfiðleika á að sameina menn en ekki sundra þeim. Það hefur einmitt skapað stjórnarsamstarfinu traustari grundvöll, en ella, að báðir stjórnar- flokkarnir gerðu sér ljóst, þegar gengið var til samstarfs, að miklir erfiðleikar væru framundan i efnahagsmálum þjóðarinnar og það myndi verða helzta verkefni rikisstjórnarinnar að fást við þá. Þessir erfiðleikar væru þannig vaxnir, að þeir yrðu ekki leystir með neinum bráðabirgðaaðgerð- um á stuttum tima. Jafnvel mætti búast við þvi, að þeir ættu enn eftir að vaxa. Hér yrði ekki um neina auðvelda, varanlega lausn að raeða, heldur yrði að reyna að leysa vandann með þeim úrræðum, sem bezt virtust henta hverju sinni, þar sem gera mætti ráð fyrir breytilegum kringumstæðum. Hér skipti þvi mestu máli festa og þolinmæði og að missa ekki móðinn, þótt óvænlega gæti horft um stund. Af hálfu forustumanna stjórnarflokkanna hefur aldrei verið farið dult með það, að þá greindi á um margt og að það myndi hafa áhrif á afstöðu þeirra, þegar velja ætti milli úrræða. En þeir hafa jafn- framt sett sér það mark að reyna að þoka þessum ágreiningsmálum sem mest til hliðar, meðan verið er að fást við efnahagsvandann og sigrast á honum. Það er nú stærsta mál þjóðarinnar, og framtið hennar getur oltið á þvi, hvernig það tekst. Um þá meginstefnu eru lika báðir flokkarnir sam- mála, að nú skipti mestu að treysta atvinnuörygg- ið og tryggja aðstöðu hinna lægstlaunuðu, eftir þvi sem föng eru á. Stjórnarsamstarfið byggir einnig á fullri sam- stöðu um ýmis önnur stórmál. Þar ber fyrst að nefna útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur. Þá ber að nefna byggðastefnuna, sem báðir hafa lýst við fylgi sinu, og mun þvi áreiðanlega ekki sizt veitt athygli, hvernig þeim fyrirheitum verður framfylgt. Báðir flokkarnir eru sammála um að hraða sem mest framkvæmd orkumálanna, i þeim tilgangi að landsmenn allir geti sem fyrst notið innlendra orkugjafa til upphitunar. Þannig mætti halda áfram að telja stórverkefni, sem samstaða er um milli stjórnarflokkanna. Á ótryggum og erfiðum timum skiptir það höfuðmáli fyrir fámenna þjóð, að sem viðtækust samstaða geti náðst um það að fást við vandann. Eins og nú standa sakir er ekki möguleiki á við- tækara samstarfi en tveggja stærstu stjórnmála- flokkanna. Þjóðin ætlast til þess, að þeir reyni eftir beztu getu að leysa vandann, en hún gerir ekki að- eins kröfur til þeirra, heldur einnig til stjórnár- andstöðunnar. Alþýðubandalagið vann sér aukið traust á siðasta kjörtimabili sökum þess, að það fylgdi jákvæðri stefnu i samstarfinu við Fram- sóknarflokkinn. Nú hyggst það ætla að bæta hlut sinn með ábyrgðarlausum yfirboðum og glund- roðastarfi. Það á áreiðanlega eftir að reyna, að þjóðin vill önnur vinnubrögð á erfiðleikatimum. ÞÞ. Júan Kúang-hó: Miklar framfarir hafa orðið í Tíbet Sajúl-sýsla hefur alveg breytt um svip Mao Tse-tung Yfirleitt berast litlar fréttir frá Tibet siöan Klnverjar tóku völdin þar aö fuliu og öilu. Slikt er ekki heldur nýtt, þvl aö Tlbet var áöur lokað land aö mestu. Af fréttum, sem berast þaðan, má þó ráöa, aö miklar verk- legar framkvæmdir hafa orðið þar siöustu árin og að lífskjörin hafi batnaö. í „News from China”, sem gefiö er út af sendiráöum Klna, birtist nýlega grein, þar sem lýst er þeim breytingum, sem þar hafa orðið I einni sýsiu landsins slðan Kinverjar tóku stjórn- ina þar. Grein þessi, sem m.a. sýnir hvernig kín- verskar fréttastofnanir haga málflutningi sinum, birtist hér I þýðingu, sem gerð er á vegum sendiráös Kina hér: EFTIR FRELSUNINA hafa stórkostlegar breytingar átt sér stað í Sajúl sem er sýsla I suðaustur horni Sjálfstjórnar- héraðsins Tibets. Heildar- framleiðsla Sajúl á korni árið 1974 fór yfir 6.700 tonn og var fimm sinnum meiri en fram- leiðslan árið 1950, þegar Sýsl- an var frelsuð. Sajúl er ein af fáum sýslum i Tibet þar sem ræktuð eru hrísgrjón. Ariö 1974 gáfu 200 hektarar hris- grjónalands sem eru i ár- dölunum af sér yfir 5,25 tonn á hektara að meðaltali. Hámarkið á hektara náði 7,5 tonnum, en fyrir frelsun varð það mest 2,25 tonn.Búið er að leggja þjóðvegi um fjöllin þar sem aðeins múldýr og hestar komust leiðar sinnar fyrir frelsun. Flytja má inn búvélar og verkfæri, vefnaðarvöru og hluti til hversdagsbrúks úr öðrum landshlutum og flytja út i staðinn búvörur og skylda framleiðslu. Vetrarhveiti, jarðhnetur og spænskar kartöflur, sem hafa verið flutt inn frá öðrum hlutum Kina, gefa mikið af sér. Tré og runn- ar — te, epli, appelsinur, greipaldin og bananar, sem öll eru aðflutt, þrifast vel og sama má segja um vatns- melónur. I SÝSLUNNI eru nú 26 skól- ar og allmargt ungt fójk sem skarar framúr hefur valizt til að stunda nám i háskólunum i Peking. Tengar,sem eru minnihlutaþjóð, hafa snúið aftur og sezt að i árdölum Sajúl undir handleiðslu Al- þýðustjórnarinnar. Þeir eru 800 að tölu og yfir 100 ganga nú iskóla. Fyrirfrelsun lifðu þeir frumstæðu lifi i fjöllunum eftir að tibetsku landsdrottnarnir ráku þá úr árdölunum. Læknishjálp er ókeypis I Sajúl og með bættri heilbrigðisþjón- ustu er þrálátum sjúkdómum nú haldið I skefjum. Sajúl, þar sem tibetbúar, núar, lópar, tengar og aðrar minnihlutaþjóðir búa, er i Hengtúanfjöllum fyrir vestan Núkiangfljót (eftri hluti Sal- ween) og austan Jalútsangpó (efri hluti Brahmapútra). Hæð landsins er á bilinu 1800 og 5000 metrar yfir sjávar- máli. Staðvindarnir ná til Sajúl gegnum Hengtúanfjöll- in. Þeir blása i norður-suður og færa landinu loftslag sem er blanda af heittempruðu, tempruðu og köldu loftslagi. Hlýir og frjósamir árdalirnir eru þekktir undir nafninu „Jangtseósar Tibets.” Þrátt fyrir frjósaman jarðveg og fagurt umhverfi notaði sú afturhaldssama stjórn sem var i Tibet fyrir frelsunina Sjúl sem „glæpamanna” ný- lendu, þvi þetta landamæra- hérað var einangrað frá um- heiminum af bröttum fjöllum og villtum skógum fullum af villidýrum, og þar var mala- ria landlæg. Á MEÐAN hið aldagamla lénsskipulag var við lýði var búskapur i Sajúl frumstæður. Ánauðugir kotbændur notuðu tréplóga og trérekur og tindu illgresi með bambusprikum. Þeir bjuggu i hreysum, klædd- ust fötum úr villihampi og lifðu á grófum kornmat, villi- ávöxtum og rótum. Þessir ánauðugu kotbændur öðluðust frelsi sitt við hinar lýðræðis- legu umbætur sem urðu á ni- unda ári eftir frelsun Sajúl. Fyrst skipulögðu þeir flokka tilsamhjálpar og seinna komu þeir á fót samyrkjubúum. Eft- ir 1970 hafa þeir sett upp al- þýðukommúnur. Þeir hafa sett traust sitt á sameiginleg- an styrk kommúnanna og grafið áveituskurði og tjarnir, og byggt akra á stöllum i hrjóstrugum hliðum og þakið þá með frjósamri svartri mold sem þeir flytja úr skógunum. Nú nær áveitukerfið til 72 af hundraði ræktanlegs lands i Sajúl, og áburðarmagnið sem notað er á akrana er fjórum sinnum meira en fyrir frelsun. Notagildi nýju sáningarvélar- innar sem margir fram- leiðsluhópar nota nú og sem er dregin með hestafli er tiu sinnum meira en gamla uxa- plógsins. Nýja vökvaknúna þreskivélin kemst yfir 34 tonn af byggi á dag, eða meira en tiu sinnum meira en smá- bændur komust yfir er þeir notuðu gömlu aðferðina og börðu það með þúst. NÝJAR aðferðir i hris- grjónarækt hafa verið teknar upp eftir fyrirmynd frá ná- grannahéraðinu Setsjúan og borizt um alla árdalina með þeim árangri að meðalupp- skera á einingu hefur fjórfald- azt. Þessi aðferð byggist á þvi að rækta sprota, gróðursetja þá á hrisgrjónaökrunum og reyta illgresi. Aður fyrr fleygði sveitafólk útsæöinu á hrisgrjónaakrana og lét það svo bara eitt um að vaxa. Vetrarhveiti, sem er innflutt frá Peking, hefur verið ræktað i köldum fjallahéruðum i sajúl og er uppskera á einingu tvö- föld miðað við vorhveiti. Arið 1973 var vetrarhveiti sáð i 160 hektara lands i Kújúsveit i Sajúl. Arið 1974 var landið aukið upp i 310 hektara, og varð þá heildar kornfram- leiðslan i Kújú það árið fjórð- ungi hærri heldur en árið áður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.