Tíminn - 08.07.1975, Page 6

Tíminn - 08.07.1975, Page 6
TIMIMN Þriöjudagur 8. Júll 1975. Þriðjudagur 8. júli 1975. TÍMINN TÍMINN HEIMSÆKIR FLATEYRI TIMINN HEIMSÆKIR FLATEYRI Texti og myndir: Þorgeir Örlygsson LEGGUR VEGI Á DAGINN — en flýgur á kvöldin Guðmundur Gunn- arsson er yfirverkstjóri Vega- gerðarinnar I Vestur-lsafjarðar- sýslu, vestan Breiðadalsheiðar. Guðmundur er ekki einasta mikill áhugamaður bættra samgangna á landi, heldur öflugur stuönings- maöur aukins héraðsflugs um Vestfiröi. Hann er búsettur á Flateyri en nú sem stendur hefst hann viö i vinnuskúrum Vega- gerðarinnar i Bjarnardal, þar sem hann stjórnar umfangsmikl- um vegageröarframkvæmdum. — oOo — — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir hjá Vegagerðinni I sum- ar? — — Hérna I Bjarnardal erum við að ljúka vegagerð yfir Gemlu- fallsheiði með þvi að hækka og endurbyggja veginn milli Mos- valla og Kirkjubóls, sem jafnan hefur verið mjög snjóþungur og oft lokazt, löngu áður en sjálf heiðin hefur lokazt. Aætlaður kostnaður við þessar fram- kvæmdir er um 8 milljónir króna. ■ Siðan eru það framkvæmdir upp á 3 milljónir við Hvilftarveg, sem einnig er mjög snjóþungur, og á að endurbyggja veginn á um 600 metra svæði. Aætlað er, að framkvæmdum hér i önundar- firöi verði lokið um miðjan júli. Þvi næst er það endurbygging á snjóþungum kafla á Ingjalds- sandsvegi, Sandsheiðinni, og svo lagfæring á veginum innan við Núp I Dýrafirði. Hjá Þingeyri verða svo framkvæmdir i fram- haldi þeirra vegaframkvæmda, sem unnar voru þar sl. sumar, og er áætlaður kostnaður um 6 milljónir króna. Til þess að byrja með verður það vegurinn innan við Þingeyri, Hvammur — Ketils- eyri, en siðan utan Þingeyrar á Svalvogavegi. — — Fleiri verða framkvæmdirn- ar ekki? — — Nei, og ég er bara ánægður yfir þvi, að hafa þó fengið þetta, miðað við þann niðurskurð fram- kvæmda, sem boðaður var i vor. Vitanlega hefur orðið mikil breyt- ing á töxtum, þannig að féð dugir sjálfsagt ekki eins langt, og við höfðum gert ráð fyrir, en miðað við þær fréttir, sem berast úr öðr- um landsfjórðungum, held ég, að við megun vel við una, þvi fram- kvæmdir hér verða svipaðar og i fyrra. — — Þú minntist á Svalvogaveg. Er það ekki dálftið umdeilt fyrir- tæki? — — Þá má vera, en vitanlega þurfum við veg út í Lokinhamra, þvi að þar eru enn tveir bæir i byggð. Þjóðvegur liggurút i Sval- voga, en frá Svalvogum og út i Lokinhamra er um 10 km langur sýsluvegur, sem ruddur var utan i hliðinni með ýtu. Aðalfarar- tálminn á þeirri leið er við Hrafn- holurnar, björgin illræmdu, en á þvt svæði er vegarstæðið vfða ekki nema niu feta breitt, en frá bjargbrúninni og i sjó niður eru um 60 metrar. Þetta vegarstæði er án efa hið hrikalegasta hér á landi, enda held ég að það verði að finna nýtt. Vegagerðin, sem slik hefur ekkert á móti veginum út i Lokin- hamra, heldur vegarstæðinu, enda var leiðin um Hrafnholurnar ekki rudd af Vegagerðinni heldur bóndanum á Kjaransstöðum. Við hjá Vegagerðinni teljum, að finna þurfi nýtt vegarstæði, og þvi erum við ragir við að leggja út i kostnaöarsamar framkvæmdir á þessari ýtuslóð, sem aldrei getur orðiö annað en bráðabirgðalausn. 1 fyrra urðum við að læsa leiöinni með keðju og það sama munum við gera I sumar, þvi að þá lenti fólk I ógöngum á þessari leiö. — — Þú ert mikill áhugamaður um flug. Hvernig er að stunda slikt tómstundagaman á Vest- fjörðum? — — Þaö er ákaflega erfitt sakir veðurfars. Hér er veður harðara heldur en viðast annars staðar á landinu og þvi auðvelt að lokast inni með vélarnar á skömmum tima, og svo er mjög misvinda hérna. Aðstaða er auk þess hvergi nema á tsafirði, en þar er eitt litið flugskýli. — Nei.égá ekki lengur flugvél, nýbúinn að selja þá vél, sem ég átti. Ég flaug mest fyrir 2 árum, en þá bjó ég á Isafirði, og flaug gjarnan yfir i önundarfjörð, Amarfjörð og viðar til þess að fylgjast með snjólaginu á vegun- um. — Nei, það er ekki upphafið að flugáhuga minum. Ég tók sóló- pröf frá tsafirði 1966, sá fyrsti, sem þaðan útskrifast. — — Hvað finnst þér helzt vanta á þaö, að hægt sé að stunda flug á Vestfjörðum? — — Fyrst og fremst þyrfti að vera radio á öllum flugvöllum á Vestfjarðakjálkanum til þess að flugmenn geti fengið betri upp- lýsingar um ástand brautanna, sem alltaf getur breytzt á ör- skammri stundu. Fleiri vindpoka vantar á flesta vellina, en þeir eru sérstaklega nauðsynlegir, vegna þess, hve misvinda hér er. — — Þú ert I stjórn slysavarna- deildarinnar i önundarfirði. Hvernig hefur umgengni manna verið um skýlið i Gemlufalls- heiði? — — Umgengnin um skýlið hefur verið góð alveg þar til i vor, en þá brá allt i einu svo við, að allur fatnaður hvarf úr þvi, án þess að nokkur grein hefði verið gerð fyrirhvarfinu. Viðgetum þvl ekki dregið aðra ályktun en þá, að fatnaðinum hafi hreinlega verið stoliö. Allir hljóta að gera sér grein fyrir þvi, hversu alvarlegt það er að ganga um sæluhús á heiöum uppi og stela úr þeim öll- um fatnaðinum, sem er þar i öryggisskyni fyrir þá, sem lenda Ihrakningum á heiðum og þurfa á þurrum og hlýjum fatnaði að halda. — Vikuvinna í frystihúsinu — dugir varla til þess að greiða iðnaðarmanni laun einn dag Guðrún Guðna- dóttir verkakona starfar i frystihúsi Hjálms h.f. á Flateyri og hefur gert það um 20 ára skeið. Hún þekkir þvi ákaflega vel aðbúnað i frystihúsunum og þau kjör, sem láglaunafólk verður að sætta sig við. —oOo— — Hvernig hefur atvinnan verið I vetur, Guðrún? — Atvinnan i vetur var ærið mis- jöfn, en yfirleitt var þetta ótta- legt snap og sjaldnast jöfn vinna enda tiöin rysjótt. Fram i' febrúar var litil vinna, en náöi þó yfirleitt fullri dagvinnu, en frá þvi i febrúar og fram i miöjan maí lifnaði heldur yfir þessu þvi að þá fengum viö oftast vinnu til sjö á hverju kvöldi. — — Hvernig gengur að lifa af þessum launum? — Ég get ekki sagt, að það gangi alltof vel, þvi aðég hef varla haft til hnifs og skeiðar af þvi kaupi, sem ég hef haft i vetur. Siðasta mánuðinn hef ég ekki fengið vinnu nema i fjóra daga, en reyndar spilar verkfallið þar inn i. En þaö er engu að siður staðreynd, aö tekjur slðasta mánaðar duga hvergi fyrir nauðþurftum, enda hef ég ekki haft nema um 9.000 þúsund krón- ur I laun. Sú upphæð dugir skammt I þeirri dýrtið. Bráðlega Framhald á 19. siðu <a $ ■ 1 Wm I iiiEi m ftÉI* ' ’ *-, 1. Guðrún Guðnadóttir Tómlegt þegar börnin flytjast burtu — STALDRAÐ VIÐ HJÁ KRISTNI SNÆ LAND, SVEITARSTJÓRA Flateyri er kauptún við norðanverðan önundarfjörð og eru ibúar þar rúmlega 400. Aðalatvinnuvegur flestra er sjósókn og fiskvinnsla. Upphaf byggðarinnar má rekja til byggingav hvalveiðistöðvar- innar á Sólbakka árið 1887. Hval- veiðar lögðust niður 1901, og siðan hefur atvinna byggzt á sjósókn og þjónustu við land- búnað. Kristinn Snæland, sveitarstjóri á Flateyri, ætlar að segja okkur frá þvi helzta, sem á döfinni er. — Hvað er um hafnarfram- kvæmdir að segja i Flateyrar- hreppi? — Hafin er viðgerð á skemmd- um, sem urðu á höfninni sl. vetur þegar þilið seig, en við vonumst fastlega til, að i framhaldi þess- ara viðgerða verði hafizt handa um þá nýbyggingu sem fyrir- huguð var I sumar. Sú nýbygging er mjög nauðsynleg vegna komu nýja skuttogarans, sem væntan- legur er hingað snemma á næsta ári. Raunar verður höfnin á Flat eyri ekki góð, fyrr en lokið er þeim framkvæmdum, sem fyrir- hugaðar eru til ársins 1978— — Verða einhverjar aðrar fram- kvæmdir á vegum hreppsins i sumar? — — Já, mikil undirbúningsvinna er á döfinni vegna varanlegrar gatnagerðar, en þar á ég við lagningu skolpleiðslna og byggingu skolpdælustöðvar. Við höfum ætlað okkur að byggja fjórar leiguibúðir, en fjármagn skortir frá rikisvaldinu svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Þorpsbúar lita mjög alvarlegum augum á það, hve lengi hefur dregizt af hálfu rikisvaldsins að útvega nægilegt fjármagn til þessara framkvæmda. Húsnæðisskortur hefur verið verulegur og sérstaklega er erfitt að fá góðar ibúðir. Með komu skuttogarans vex þörfin fyrir nýtt húsnæði til mikilla muna. Getur það haft mikla þýðingu fyrir f jár- hag hreppsins, að sjómenn á togaranum greiði gjöld sin til hans. Kristinn Snæland. Sitthvað fleira hefur hreppurinn á sinni könnu, bæði mál, sem framkvæmdir eru þegar hafnar við og svo önnur, sem I bigerð eru, svo sem sund- laugar- og iþróttahúsbygging, minjasafn, gangstéttarlagning ræktun opinna svæða, bygging læknisbústaðar og elliheimiiis. Þýðingarmiklar fram- kvæmdir, sem Flateyringar biða með óþreyju eftir, eru meðal annars brýr á önundarfjörð og Dýrafjörð, göng i Breiðadalsheiði og uppbygging veganna um byggðirnar.— — Nú er menningarneyzla i sjávarþorpum ofarlega á dag- skrá. Hvað er að frétta af þeim efnum frá Flateyri? — Við búum svo vel að eiga Guðmund Kristjánsson skáld, að Kirkjubili, i byggðarlaginu, en auk þess getum við sótt á vit menningarinnar til Isafjarðar, nágrannabyggðanna, eða Reykjavikur, en nýverið fóru nær 50 konur úr önundarfirði i nokkurs konar menningarneyzlu- ferð til Reykjavíkur. Auk þess stendur til að halda nú á næstunni svokallaðan listadag Flateyrar hér I þorpinu, en þar munu koma fram margir þjóðkunnir lista - menn. Samhliða verður svo mál- verkasýning á vegum Listasafns Islands. — Þú ert bjartsýnn á framtið byggðar á Flateyri? — Já, vissulega, enda er, eins og ég fyrr sagði, von á skut- togara, sem auka mun verulega atvinnuna i þorpinu, en hún hefur tæpast verið næg t.d. hefur ungt fólk tæplega haft tekjur til þess að reisa hér ný hús. Með togaran- um og væntanlegu bónuskerfi i frystihúsinu stendur þetta von- andi til bóta. — Nú ert þú Reykvikingur, Kristinn. Hvernig kanntu við þig i fámenninu hérna vestur á fjörðum? — Hér kann ég ákaflega vel við mig, enda hefur mér aldrei reynzt erfitt að finna gott fólk, hvar sem ég hef farið um landið — — segir Ragnheiður Sigurðardóttir, húsmóðir Ragnheiður Sigurðardóttir er Reykvikingur að ætt og uppruna, en hefur búið i 27 ár á Flateyri, gift kaupfélags- stjóranum við Kaupfélag önfirð- inga. —oOo— — Hvað finnst þér einna helzt vanta á stað eins og Flateyri? — Það, sem fyrst og fremst hefur vantað á Flateyri er at- vinnuöryggi, svo að fólk geti sezt hér að I þeirri trú, að framtiðin sé örugg. Ég veit um margt ungt fólk, sem gjarnan hefur viljað setjast hér að, en hreinlega ekki þorað það, vegna hins ótrygga ástands i atvinnumálum. Lengi vel voru helztu atvinnutækin á staðnum ekki i eigu heimamanna, og það hefur oft farið illa með okkur, þegar slikir menn hafa hlaupið I burtu með allt fjár- magnið, þegar þeim hefur þótt bezt henta. Allt annað viðhorf hefur t.d. rikt á Suðureyri, en þar hafa atvinnutækin verið i eigu heimamanna, enda tiltrú fólksins á atvinnurekstrinum þar mun meiri. Hér hefuraftur á móti rikt meiri losaraskapur I þessum efn- um. — Heldur kvenfélagið á Flat- Ragnheiöur Siguröardóttir. eyri ekki uppi myndarlegri starf- semi eins og flest öll kvenféiög á Vestfjörðum? — Jú, kvenfélagið hér starfar mikið og þá aðallega að liknar- málum. Við höfum reynt að styrkja stjúkraskýlið og kirkjuna, og svo höfum við alltaf gefið gamla fólkinu gjafir á jólunum og reynt að hyglaþvi eins og við höf- um frekast gétað. Auk þess starf- rækir kvenfélagið eina dagheimil- ið á Flateyri, sem reyndar er ein- ungis opið á sumrin og þá frá 1 til 6 á daginn. Kvenféiagið stendur sjálft straum af rekstri dag- heimilisins, en nýtur til þess 50 þúsund króna framlags frá hreppsfélaginu. Þessi dag- heimilisrekstur hefur gert það að verkum, að giftar og barnmargar konur hafa getað stundað vinnu utan heimilis hálfan daginn á sumrin. — Finnst þér gott að búa á Flareyri? — Já, og ég myndi ráðleggja öllu ungu fólki að byrja sinn bú- skap úti á landi, þvi að þar er ákaflega gott að vera með litil börn. 1 fámenninu kemst maður i nánara samband við börnin sin og getur gefið sér betri tima til þess að sinna þeim. En nú eru öll börnin okkar nema eitt flutt til Reykjavikur, og þá gripur mig stundum sú tilfinn- ing, að nú sé lifið eiginlega búið hjá okkur foreldrunum. Ég held, að það eigi mjög stóran þátt i þvi, að fólk flytjist burtu frá svona fá- mennum byggðarlögun eins og Flateyri, þegar börnin fara hvort heldur til náms eða annarra starfa. Skuttogari tryggir öruggari hráefnisöflun Einar Oddur Kristjánsson. Hraðfrystihúsið Hjálmur h.f. á Flateyri hóf starfsemi sina árið 1968 og hefur verið svo til eini atvinnuveit- andinn i þorpinu. Framkvæmda- stjóri Hjálms eru þeir Einar Odd- ur Kristjánsson og Jón Gunnar Stefánsson. I samtali við þá kom fram, að rekstrarafkoma siðasta árs var mjög léleg, og töldu þeir rekstrargrundvöll hraðfrystihúsanna brostinn eins og nú væri háttað fiskverði vegna þeirra kauþhækkana, sem hefðu orðið i siðustu kjarasamningum, enda þyrfti nú að greiða með framleiðslu hraðfrystihúsanna úr verðjöfnunarsjóði. Sögðu þeir allar likur benda til þess að ef þetta ástand héldist óbreytt, færu hraðfrystihúsin iauknum mæli að snúa sér að saltfiskverkun. Fyrir dyrum standa miklar byggingaframkvæmdir hjá Hjálmi h.f,, þar sem ætlunin er að reisa 3.000 rúmmetra kæligeymslu, sem verða á mót- taka fyrir kassaðan fisk úr skut- togaranum,sem frystihúsið hefur fest kaup á og væntanlegur er i marzmánuði. Verður byrjað á þeim framkvæmdum innan mjög fárra daga. Þeir sögðu að ekki yrði unnt að ráðast i endurbætur á vinnslusal, sem nauðsynlegar væru vegna komu skuttogarans, og myndu þær framkvæmdir liklega dragast fram á næsta ár, þar sem lánamöguleikar væru mjög litlir um þessar mundir. Hjálmur h.f. gerir út tvo iinubáta, Visi og Sóley, en auk þess leggja upp hjá fyrirtækinu tveir aðrir linubátar frá Flateyri. Eins og fyrpsegir, erskuttogara i væntanlegur til Flateyrar i marz á næsta ári og binda forráðamenn Hjálms og Flateyringar allir miklar vonir við komu hans. Er það von manna, að þá muni takast að tryggja jafnari og öruggari hráefnisöflun og koma i veg fyrir árstiðabundnar sveiflur i þeim efnum. Einar og Jón Gunnar töldu, að koma skut- togarans myndi eitthvað draga úr linusókn. — En við gerum þó ekki ráð fyrir að hún leggist niður, og teljum æskilegt, að stuðlað verði að þvi, að hún haldist áfram, — sögðu þeir. Þeir kváðu enn ekki ákveðið,. hvort tekið yrði upp svokallað bónuskerfi i frystihúsinu eftir komu skuttogarans, en sögðu það koma til greina. Töldu þeir bónuskerfi liklegra til þess að auka afköst i frystihúsinu, en á þvi væru ýmsir annmarkar, t.d. of mikið álag fyrir starfsfólk Jón Gunnar Stefánsson. frystihússins og svo hitt, að hugsanlegt væri, að minnkandi gæði fisks mætti rekja til bonus kerfisins. — Það er þó hvorki sannað né ósannað, en þetta er hlutur, sem á eftir að koma betur i ijós,— sögðu þeir að lokum. Á FLATEYRI ÞARF EKKI AÐ BORGA FYRIR LÓÐIRNAR . .... .. ■ ■ ■■ ■■■•■.'■ ■ Þ.ö. Flateyri — Gunnar Guð- mundsson, ungan sjómann á Flateyri hitti ég niður við höfnina þar I þorpinu. Hann hefur nýverið hafið byggingu á einbýlishúsi fyrir sig og fjölskyldu sína. —oOo— — Þú ert óragur við að byggja, þó aö atvinnuástandið hafi ekki verið allt of tryggt á Flateyri að undanförnu? — Það var ekki um annaö aö ræöa fyrir mig en að fara aö byggja. Að visu hefur atvinnu- ástandið ekki verið nægilega tryggt hér á Flateyri, en ég held aö það standi til bóta, þegar skut- togarinn kemur. Hann hlýtur að gjörbreyta ástandinu eins og i öðrum byggðarlögum hér á Vest- fjörðum, og þá ætti unga fólkið að fá aukna möguleika til þess að hefja hér byggingarframkvæmd- ir. — Er dýrt aö byggja á Flat- eyri? — Nei, ekki get ég sagt það. Héma fær maður t.d. lóðirnar undir húsin svo til alveg án endurgjalds og munar þaö strax miklu að þurfa ekki að greiða tugi ef ekki hundruð þúsunda i lóða- gjöld, áður en maður getur hafið byggingarframkvæmdir. Bræður minir, sem báðir eru smiðir, hafa hjálpað mér að slá upp fyrir grunninum, þannig að enn sem komið er, hef ég ekki þurft aö greiða vinnukostnað við bygginguna, og ég vonast til þess að geta gert þetta að mestu leyti Gunnar Guðmundsson. sjálfur. Steypuna ætla ég að hræra sjálfur, bæði i grunninn og vegg- ina, enda spara ég á þvi tæplega 400 þúsund krónur, þvi að ef ég kaupi steypu frá tsafirði i allt húsið, myndi það kosta mig yfir 600 þúsund, en með þvi að hræra hana sjálfur, verur kostnaðurinn ekki nema 220 þúsund krónur. — Þú ert bjartsýnn á, að unga fólkið muni setjast að á Flateyri i framtiðinni? — Já, ég hef góða trú á þvi, enda full ástæða til þess að ætla, að koma skuttogarans muni gjör- breyta ástandi atvinnumálanna og tryggja hér jafnari og tryggari atvinnu, — sagði Gunnar að lok- um. Teiknar og tínir rauðmaga •m, ' Haraldur Guðbergsson. Niðri i fjörunni framan við bæinn Hvilft i önundarfiröi hitti ég teiknarann snjalla, Harald Guðbergsson, sem i sumar ætlar að búa i önundarfirði. — Þú ert nýkominn til Flateyr- ar? — Ég kom hingað 9. júni'. Það er auðvitað undir ýmsu komið, hversu iengi ég dvei hérna, en ef ég fæ að ráða, verð ég hér likiega til haustsins. — Þótt veðurbliðan sé mikil i önundarfirði, þá gerir þú kannski sitthvað fleira heldur en bara að sleikja sólskinið? — Jú, það er nú einmitt það, sem gerir mér kleift að dvelja utan Reykjavikur, að ég er að vinna að ákveðnu verkefni. En það er nú reyndar svo, að I sveit- inni gefur maður sér anzi mikinn fritima. — — 1 gær sá ég til þin, þar sem þú varst að tina rauðmaga i fjör- unni. Er það algengt i önundar- firði? — — Já, það var furðulegt ævin- týri og ekki óalgengt hér um slóð- ir. Aðalrauðmagaveiðitiminn var reyndar búinn, þegar ég kom vestur, en þó hefur mér tekizt að tina nokkra að undanförnu. — — Hvemig farið þið að þvi að veiða rauðmagann? — — Maður veður bara út i sjó upp undir hendur og tinir rauð- magann undir þaranum annað hvort með gogg eða höndunum. Já, þetta hefur verið töluverð veiði, ég heyrði um einn, sem tindi upp sjöhundruð stykki á ör- skömmum tima, en ég hef ekki enn lagt út i slika stórútgerð, læt mér nægja að tina i soðið. — — Nú ert þú að mála bát. Ætlarðu að fara að gera út? — — Nágranni minn lánaöi mér þennan bát, en það á eftir að koma i ijós, hvort ég fer að gera Framhald á 19. siðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.