Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. júli 1975.
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Glsla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Skæruhernaðurinn
Upp á siðkastið hefur það færzt i vöxt, að til-
tölulega fámennir stéttarhópar hafa knúið fram
launakröfur sinar með hæpnum, eða jafnvel ólög-
legum, verkfallsaðgerðum i skjóli aðstöðu sinnar
til að lama starfsemi viðkomandi fyrirtækja og
baka þeim stórkostlegt fjárhagstjón. Af þeim
sökum hafa vinnuveitendur fremur valið þann
kostinn að samþykkja nauðungarsamninga en að
láta fyrirtækin stöðvast.
Vinnubrögð af þessu tagi eru afar óheppileg,
svo ekki sé sterkara að orði kveðið. í þeim felst
virðingarleysi gagnvart lögum og réttvisi, svo
ekki sé talað um virðingarleysið gagnvart at-
vinnufyrirtækjunum, sem viðkomandi aðilar
starfa hjá. Jafnframt felst i þeim hættulegt for-
dæmi gagnvart öðrum launþegastéttum, sem
samið hafa um kaup og kjör á hóflegum grund-
velli með tilliti til erfiðrar stöðu atvinnufyrir-
tækjanna. Er ekki óeðlilegt, að þeir aðilar hugsi
með sér, að til litils sé að sýna sanngirni, ef aðrir
hópar komi á eftir og knýi fram miklu meiri
kauphækkanir.
Það er svo sérkapituli, að miklir erfiðleikar
geta stafað af þvi, að innan eins og sama fyrir-
tækis er starfsfólkið i mismunandi stéttarfélög-
um, og semja verður við hvern hóp út af fyrir sig.
Þannig felst til að mynda engin trygging i þvi
fyrir stórfyrirtæki eins og Flugleiðir, þótt
samningar takist við flugmenn, ef ekki næst sam-
komulag við flugfreyjur. En jafnvel þótt
samningar næðust við báða þessa aðila, er um
fjóra aðra stéttarhópa að ræða, sem hver um sig
gætu stöðvað reksturinn, ef samningar næðust
ekki við þá. Hér er um að ræða flugvirkja, af-
greiðslufólk á flugvöllum og verkamenn við
bensinafgreiðslu, auk flugumferðastjóra, sem
reyndar hafa ekki verkfallsrétt, en hafa mögu-
leika til að tef ja flugið með óeðlilegum veikinda-
forföllum.
Hjá ýmsum öðrum atvinnufyrirtækjum er
svipaða sögu að segja, þótt dæmið um Flugleiðir
sé mest einkennandi i þessum málum. Blaðaút-
gefendur verða t.d. að semja við fleiri aðila en
blaðamenn, ef blöðin eiga að koma út. Náist ekki
samningar við prentara stöðvast blaðaútgáfan.
Sömuleiðis stöðvast útgáfan, þótt samningar
næðust bæði við blaðamenn og prentara, ef ekki
næst samkomulag við fólkið, sem sér um pökkun
blaðanna.
Allir skynsamir menn hljóta að viðurkenna, að
þetta fyrirkomulag er óæskilegt og getur valdið
fyrirtækjunum slikum skakkaföllum, að rekstri
þeirra sé ógnað alvarlega. Þegar við það bætist,
að ákveðnir hópar eru farnir að beita skæru-
hernaði til að beygja atvinnufyrirtækin, er vissu-
lega komið i óefni.
Ástæða er til að taka undir þær raddir, sem
bent hafa á nauðsyn á endurskoðun vinnulög-
gjafarinnar. Slik endurskoðun er ekki aðeins
nauðsynleg fyrirtækjanna vegna. Ekki siður er
hún nauðsynleg vegna launþega sjálfra. At-
vinnuöryggið er i hættu, ef rekstri fyrirtækjanna
er ógnað með skæruhernaði og þunglamalegu
samningakerfi. Umfram allt þarf þó að verða
hugarfarsbreyting og skilningur á þvi, að
sameiginlegir hagsmunir eru i húfi bæði fyrir at-
vinnurekendur og launþega.
—a.þ.
Hugh O'Shaughnessy, The Financial Times:
Sættast Bandaríkja-
menn og Kúbumenn?
Bdðir gera sér far um að Idta í Ijósvilja til bættrar sambúðar
UM mánaðamótin mai-júni
lét KUbustjórn lausa þrjá
bandariska fanga og haft er á
orði, að brátt verði sleppt
fleiri Bandarikjamönnum,
sem hafa veriðihaldi á Kúbu.
Þetta er talið framhald á
þeirri viðleitni til velvildar,
sem rikisstjórnirnar i
Washington og Havana hafa
sýnt hvor annarri undan-
gengna mánuði. Bandarikja-
■ menn og Kúbumenn hafa
engin vinsamleg samskipti átt
og i reynd sýnt hvorir öðrum
fjandskap allt siðan að Eisen-
hower forseti rauf stjórnmála-
sambandið við stjórnina i
Havana og Kennedy forseti
féllst á innrásina i Svinaflóa
árið 1961. En nú virðist breyt-
ing i vændum.
Dr. Carlo Rafael Rodriguez
er varaforsætisráðherra á
Kúbu og talinn ganga næst
Fidel Castro að völdum. Hann
kom til London I mai til þess
að undirrita samning um um-
fangsmikil lánsviðskipti. Við
það tækifæri lagði hann sér-
staka áherzlu á hina breyttu
afstöðu i skiptum Bandarikja-
manna og Kúbumanna.
RODRIGUEZ sagði, að
Bandarikjamenn hefðu á
þrennan hátt látið i ljós greini-
legan vilja til að bæta
sambúðina við Kúbumenn.
Henry Kissinger utanrikisráð-
herra Bandarikjanna flutti er-
indi iHouston fyrsta marz um
Suður-Ameriku, og lýsti þá og
i sjónvarpsviðtali á eftirmild-
ari afstöðu bandariskra
stjórnvalda en áður. Utan-
rikisráðuneyti Bandarikjanna
hefir tekið hógværari afstöðu
en áður i deilunni innan Sam-
taka Amerikurikja um við-
skiptabannið á Kúbu.
öldungadeildarþingmenn '
frá Bandarikjunum hafa lagt
og munu leggja leið sina til
Kúbu.George McGovern kom
þangað i maí og Edward
Kennedy ætlar að koma siðla
sumars. Rodriguez sagði
þessar heimsóknir mjög
mikilvægar, og hann bætti þvi
við, að varla gæti hjá þvi farið,
aö forsetakosningarnar I
Bandarikjunum árið 1976 yrðu
til þess að milda enn afstöðu
Bandarlkjamanna.
Dr. Rodriguez notaði tæki-
færið til þess að sýna að hann
vildi fyrir sitt leyti stuðla að
bættri sambúð. Hann sagði til
dæmis, að Kúbumenn styddu
nú ekki vopnuð átök neins
staðar i álfunni, og þessi yfir-
lýsing hefur þegar haft nokkur
áhrif i Suður-Ameriku. Hann
kvað efnislega aðstöðu vissu-
lega mæla með vopnaðri bylt-
ingu i ýmsum löndum álfunn-
ar, ,,en huglægar aðstæður eru
ekki fyrir hendi,” bætti hann
við.
TALIÐ er að Rodriguez hafi
með þessum ummælum átt
við, að lifskjör alþýðu viða I
Suður-Ameriku réttlættu blóð-
uga byltingu, en ekki væri
nægilega margt manna
reiðubúið að taka þátt i
framkvæmdinni. Hann bætti
enn við, aö Kúbumenn aðhyllt-
ust friðsamlegar aðferðir við
að koma á félagslegum
umbótum. Þeir styddu i þessu
skyni við bakið á þeim rikis-
stjórnum eða einstökum ráð-
herrum, sem fylgdu fram-
farastefnu og legðust gegn
heimsvaldastefnu.
Hann kvað þessa stefnu lifa
og dafna i Mexikó, Venezuela
og Perú. Hann lét einnig i ljós i
þessu sambandi, að brýn
nauösyn væri á að mynda i
Chile breiðfylkingu, sem næði
ekki aðeins til vinstri manna,
heldur eínnig til Kristilega
demókrataflokksins. Þessi
ummæli hafa valdið mikilli
gremju meðál öfgamanna til
McGovern og Fidel Castro
vinstri þar i landi. Rodriguez
sagði orðrétt:
„Samkomulag við vinstri-
arm Kristilega demókrata-
flokksins hrekkur ekki til. Það
verður að ná til flokksins alls,
einnig Eduardo Frei fyrrver-
andi forseta. Vitaskuld á ekki
aö efla til valda að nýju þá
rikisstjórn, sem Frei veitti
forstöðu áður fyrr, heldur að
steypa hershöfðingjaklikunni
af stóli.”
MARGIR vinstri menn hafa
talið Kristilega demókrata-
flokkinn yfirleitt og Frei fyrr-
verandi forseta sér i lagi eiga
sina sök á hinni blóðugu bylt-
ingu hersins i Chile i septem-
ber 1973. Þessir vinstrisinnar
hafa átt bágt með að kyngja
ummælum Rodriguez. Þeir
hafa i þessu sambandi viðhaft
miður vinsamleg orð um fortið
hans, en hann tók að sér ráð-
herraembætti i stjórn
Fulgenio Batista hershöfð-
ingja á árunum upp úr 1940, og
fylgdi i þvi efni þeim aðferð-
um, sem Kommúnistaflokkur
Kúbu aðhylltist þá.
Óánægðir vinstri menn i
Chile hafa talið þessi ummæli
Kúbumannsins ærið óviðeig-
andi og einna helzt sam-
bærileg við það, að reyna að
tala um fyrir konu, sem hefði
verið nauðgað, og hvetja hana
til að hátta aftur hjá mannin-
um, sem nauðgaði henni. En
hverjar sem tilfinningar her-
skárra vinstrimanna i Chile
kunna að vera, þá verður
varla um það deilt, að Kúbu-
menn hefðu naumast með öðr-
um hætti getað sýnt öllu skýr-
ar, að þeir hafa ekki eins og
stendur hug á að breiða út
byltingu, — að minnsta kosti
ekki blóðuga byltingu.
KÚBUMENN hafa með
þessu gefið til kynna, að þeir
vilja greiða götu bættrar sam-
búðar við valdhafana i
Washington. Efalitið mætti
stuðla að bættri sambúð innan
Samtaka Amerikurikja.
Aimennt er álitið, að Samtökin
muni bráðlega afnema leyf-
arnar af hafnbanninu á Kúbu.
Táknrænt er i þessu sam-
bandi að hinn hægrisinnaði
utanrikisráðherra Paraguay
hafði boðið sig fram sem
framkvæmdastjóra Samtak-
anna, en hefir nú ákveðið að
hverfa frá framboði á þeim
forsendum, að hann kynni
einn góðan veðurdag að verða
neyddur til að skipuleggja og
ástunda bætta sambúð við þá
rikisstjórn, sem hann hefði
meiri andúð á en nokkurri
annarri rikisstjórn hér á jörð.
DEILAN um bætur fyrir
bandariskar eignir, sem
byltingarstjórnin á Kúbu
hrifsaði til sin á fyrstu
stjórnarárum Castros, er enn
óleyst. Bandariskir þegnar
hafa lagt fram 8816 kröfur um
slikar bætur og nema þær fast
að 3350 milljónum dollara.
Nefna má sem dæmi kröfu
Cuban Electric Company, um
bætur að upphæð 267.6
milljónir doliara, bótakröfu
ITT að upphæð 130.7 millj.
dollara og 108.9 milljón doll-
ara kröfu frá bandariskum
sykurhring.
Bótakröfurnar nema, eins
og áður er sagt, rúmlega 3.3
milljörðum dollara. Það er
hærri upphæð en samanlagðar
kröfur bandariskra þegna um
bætur fyrir eignir, sem stjórn-
ir Sovétrikjanna og allra Aust-
ur-Evrópurikja hafa lagt hald
á. Upphæðin sýnir ljóslega,
hve gifurlegar eignir Banda-
rikjamanna á Kúbu hafa ver-
ið.
„Litlar horfur eru á þvi, að
eignarnámið á Kúbu verði
bætt”, stóð árið 1973 i ihalds-
blaðinu Inter American
Economic Affairs I Washing-
ton. Eignir Kúbumanna, sem
rikisstjórn Bandarikjanna
hefir lagt hald á, nema alls um
60 milljónum dollara. Stjórn
Kúbu á aðeins 2,5 milljónir
dollara af þvi. Almennt er litið
svo á, að bætt sambúð Banda-
rikjamanna og Kúbumanna
þurfi ekki að standa og falla
með bótagreiðslum Kúbu-
manna, svo fremi að nægur
vilji sé fyrir hendi hjá valdhöf-
unum bæði i Havana og
Washington.
AHUGINN á bættri sambúð
hefir greinilega aukizt. Erfiðri
hindrun og miklu persónulegu
hatri var rutt úr vegi þegar
Nixon forseti hvarf úr Hvita
húsinu ásamt sumum sam-
starfsmönnum sinum eins og
Bebe Rebozo til dæmis. For-
svarsmenn bandariskra fyrir-
tækja gera sér þess æ ljósari
grein, að þeir fara á mis við
álitlegar pantanir frá Kúbu-
mönnum, sem hafa bæði vilja
oggetu tilþess að kaupa mikið
af hvers konar vélum og tækj-
um.
Kúbumenn hafa lýst þvi i
blöðum, að þeir vilji kaupa
vörur frá Bretlandi fyrir einn
milljarð dollara á næstu fimm
árum og svipað magn frá
Frakklandi og Spáni. Banda-
riskum viðskiptajöfrum hljóta
að sviða þessar og þvilikar
frásagnir i augum. Að lokum
má minna á, að stjórnir ým-
issa Suður-Amerikuríkja sýna
siaukna tregðu á að viðhalda
hafnbanni Samtaka Ameriku-
rikja á Kúbu og þetta á sinn
þátt i að sannfæra starfsmenn
bandariska utanrikisráðu-
neytisins um, að vigið, sem
þeir hafa lagt allt kapp á að
verja til þessa sé að verða
óverjandi.
KOMMÚNISTASTJÓRNIN
á Kúbu telur sig orðna trausta
I sessi. Þvi á að fagna með
fyrsta flokksþingi
Kommúnistaflokks Kúbu á
þessu ári. Leiðtogar flokksins
telja sig hafa efni á að beita
sér fyrir bættri sambúð.
Hátt sykurverð að undan-
fömu hefir aukið á sjálfs-
öryggið, svo og aðildin að
Comecon og efnahagsaðstoð
Sovétmanna. Mikilvægur
fundur forustumanna Come-
con var haldinn I Havana i lok
maímánaðar, og ber það
greinilega vott um, að aðild
Kúbu að samtökunum er mik-
ils metin.
Viðleitni valdhafanna i
Moskvu og Washington til
sambúðarbóta stuðlar mjög
aö sáttum Bandarikjamanna
og Kúbumanna. Kúbumenn
gera sér ljóst, þrátt fyrir
hreystiyrði valdhafanna um
hafnbannið, að efnahagslif
landsmanna hefur farið mikils
á mis við að missa samböndin
við þau fyrirtæki I Bandarikj-
unum, sem lengst af hafa séð
eyjaskeggjum fyrir daglegum
nauðþurftum. Endurnýjuð
samskipti við Bandarikja-
menn ættu að geta rutt úr vegi
ýmsum þeim þröskuldum,
sem hafa staðið atvinnulifi
Kúbumanna fyrir þrifum
nokkuð á annan áratug.