Tíminn - 08.07.1975, Side 13
Þriðjudagur 8. júli 1975.
TÍMINN
13
Sólarflug innanlands?
Hretviðrasamt ætlar sumarið
að reynast Sunnlendingum sem
endranær. Það heyrir orðið til
sérstakra undantekninga ef við
fáum almennilegt sumarveður.
Himinninn grætur dag eftir dag,
og meöan þeir á Raufarhöfn
sleikja sólskinið i 20 stiga hita,
þá skjálfum við holdvotir i 9
gráðu „sumarhita” i Reykja-
vik.
Vorið var kalt og úrkomu-
samt, og sumarið virðist ekki
ætla að verða hótinu betra. Sér á
parti viröist þó rigna i Reykja-
vik um helgar, þegar hinn al-
menni borgari á fri. Þetta hefur
skeö helgi eftir helgi.
Allir, sem með veðrinu fylgj-
ast hljóta að sjá, aö landinu má
skipta I tvö veöursvæði a.m.k.
Annaö veðurfar er þannig rikj-
andi á Norð-Austurlandi og á
Suð-Vesturlandi.
Þegar sól er fyrir norðan og
austan, þá rignir i Reykjavik —
ogöfugt (oftast). Norðlendingar
fá svo að kenna á vetrinum
umfram aðra landsmenn.
Þannig var þetta núna um
seinustu helgi, þá rigndi á
Suðurlandi en sólskin var á
Norð-Austurlandi. Þá vaknar sú
spurning. Er ekki hægt að bjóða
Sunnlendingum upp á ódýrar
helgarferðir til Norðurlands,
annað hvort til Akureyrar,
Húsavikur, eða Raufarhafnar
eða til Egilsstaða?
Flugfélögin og ferðaskrifstof-
urnar hafa undanfarin ár staðið
fyrir sólarferðum til Suður-
lands: Spánar, Italiu og Kanari-
eyja að ógleymdri Mallorca.
Fargjald i hópferðum er ótrú-
lega lágt og fyrir fáeinum vik-
um var flogið i hópferð til
Vinarborgar á vegum
Framsóknarfélaganna. Kostaði
farið fram og aftur aðeins 15.000
krónur.
Ef þessi fargjöld eru borin
saman við fargjald t.d. til
Luxemborgar, sem kosta tæp
60.000 kr. þá sést, að i hópferð-
um er gildandi verð, sem er i
sumum tilfellum ekki nema 1/3
af farmiðaveröi I reglubundnu
áætlunarflugi.
Samkvæmt upplýsingum
Flugleiða, þá kostar farmiðinn
fram og aftur til Akureyrar
6.440 krónur. Þá vaknar sú
spuming: Hvað þyrfti fargjald
fram og aftur til Akureyrar frá
Reykjavlk að kosta I „hóp-
ferð”? Éger viss um, að margir
Sunnlendingar vildu fara I
ódýra „sólarferð” til Norður- og
Austurlands, ef slikar ferðir
byðust.
Vera má að Flugleiðum þætti
það örðugt að skipuleggja slikar
ferðir, án þess að það kæmi við
almenna farþegaflutninga á
þessari leið, en við þvi mætti slá
ýmsa varnagla, t.d. gæti það
verið skilyrði fyrir sliku flugi,
að menn pöntuðu með fyrirvara
og svo gæti það bara verið skil-
yrði, að rigning væri I Reykja-
vik, en sól og hiti á áfangastaðn-
um, eins og var hér á dögunum
þegar 27 stiga hiti var á Akur-
eyri, sól og bliða, en dumbungur
og kuldi i Reykjavik.
Ég er viss um að vert væri að
gera tilraun með slikt flug — á
vetrum gætu sömu aðilar stund-
að hópferðir úr vetrarrikinu i
hlýjuna og menninguna suður I
Reykjavik. Slikar ferðir mætti
einnig skipuleggja i samvinnu
við hótel og skemmtanir.
Ef flugvélaeigendur vilja
ræða þessa hugmynd hér i dálk-
unum er það velkomið, en helzt
kysum viö þó að þeir flygju eftir
henni.
— JG
Dregið í happdrætti
Blindrafélagsins
Dregið var i happdrætti
Blindrafélagsins 4. júli s.l. og
kom upp eftirfarandi Vinnings-
númer-:
1954 Mazda sportbifreið
13339 Hljómflutningstæki
Happdrættisbifreiðin er af teg.
Mazda 919 verðmæti 1200 þús. og
stereo hljómflutningstæki af B og
O gerð að verðmæti 150 þús.
Blindrafélagiö þakkar lands-
mönnum fyrir veittan stuðning.
Auglýsið
*
I
Tímanum
_
Heykvíslar
til tenginga á ámoksturstæki
og þritengi dráttarvéla.
Tæki, sem allir bændur þekkja.
Verð kr. 61.000.—
Til afgreiðslu nú þegar
Ndnari upplýsingar hjd sölumanni
G/obusf
LAGMÚLI 5. SÍMI 81555
II.-I3.JULÍ
Mót allra landsmanna
dkeypis aðgangur fyrir 12 dra og
yngri
Allir ó Akranes
15. landsmót UMFÍ verður haldið
ó Akranesi 11-13 júlí.
Fjölmennasta og fjölbreyttasta íþróttahdtíð
sem haldin hefur verið d íslandi
Eitthvað fyrir alla: Knattspyrna, skdk, handknattleikur, fimleikar, körfuknattleikur, þjóðdansar, frjdlsor íþróttir, blak, sund, borðtennis, lyftingar, judo, glíma, siglingar, starfsíþróttir
Dansleikir og kvöldvökur öll kvöldin
Skemmtum okkur dn dfengis
Frdbærir sænskir, danskir og norskir sýningarflokkar sýna fimleika og þjóðdansa
Tjaldstæði fyrir öll tjöld d íslandi Ferðir með Akraborginni 4-5 sinnum d dag
Hefjum undirbúning ferðarinnar strax Það verður alltaf eitthvað að gerast frd föstudagsmorgni til
sunnudagskvölds
Allir d Akranes
Ungmennafélag íslands