Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 7
Þriftjudagur 15. júli 1975. TÍMINN 7 TÍAAINN HEIMSÆKIR BÍLDUDAL Texti og myndir: Þorgeir Örlygsson Það er eins og íslendingar séu haldnir gullæði — segir Guðmundur Pétursson, sjómaður RÆKJUVEIÐAR og vinnsla rækjunnar hafa um langa hríft verið einn heizti þátturinn i at- vinnuiifi Bilddælinga. 1 vetur voru gerftir út 14 rækjubátar frá Bfldudal og þar eru starfræktar yfir vetrartimann tvær rækju- verksmiftjur. Hins vegar rær ekki nema einn vertiöarbátur frá Bildudal, Andri, sem er 200 tonn. Guð- mundur Pétursson er skipstjóri á Andra. Andri hefur reyndar ekki verift gerftur út siftan í vertlftar- lok, þar sem útgerðarfélagift, sem rekur bátinn, hefur ekki séft sér fært vegna rekstrarörðugleika að koma honum á veiftar aft nýju. Auk þess var frystihúsið á Bildu- dal lokaft um aillangt skeift vegna rekstrarörftugleika, þannig aft ekki hefur verift unnt að sjá bátn- um fyrir is. — Hvernig gengu linuveiðarn- ar I vetur, Guðmundur? — Þær gengu ákaflega illa, og égheld, að mér sé óhætt að segja, að Utkoman hjá okkur á Andra hafi verið einna lökust af öllum vestfjarðabátunum. Kjör linu- sjómanna á Bildudal voru þvi ákaflega léleg, við höfðum oftast ekkert nema tekjutrygginguna, sem er mjög lág. Linubáturinn Andri hét áður Viðey og var þá i eigu Einars Sigurðssonar. Það var skipstjóri hér á staðnum, sem brauzt I að fá bátinn keyptan hingað, og hefur hann verið gerður Ut af Sókn h.f. án allra tengsla við rekstur frystihUssins. Ég held persónu- lega, að það sé ákaflega hæpið fyrirkomulag, sem ekki henti hér, að gera bátana Ut án tengsla við frystihUsin, þvi að rekstur frysti- hUss og útgerö báts eru óaðskilj- anlegir þættir vegna sameigin- legra hagsmuna beggja. Ég er þeirrar skoðunar, að bezta ráðið til þess að stuðla að enduruppbyggingu atvinnulifsins hér á Bildudal sé, að útgerð verði hagað þannig, að hún verði á veg- um þess aðila, sem rekur frysti- hUsið. Einnig þarf stórlega að endurbæta frystihUsið, sem er eitt hið lélegasta á landinu og ákaf- lega fráhrindandi vinnustaður. — Nú hefur Andri ekki verift gerður út siftan i ver.tiftariok. Þift hafift þá væntanlega verift at- vinnulausir siftan? — Já. Þaft átti að koma bátnum á troll, en einhverra hluta vegna gat ekki orðið af þvi. — Hvaft uröu margir sjómenn atvinnulausir hér á Bíldudal, þeg- ar útgerft bátsins var hætt? — Þeir voru ekki svo margir hér Ur plássinu, þvi að flestir sjó- menn á Bildudal hafa verið á rækjunni. Og þegar menn eru að vinna á bát eins og Andra er litið á þá sem eins konar fæðingar- hálfvita að gera- að gefa sig i þetta, vegna þéss hve þetta er miklu þægilegra á rækjunni,. NU, og þegar við^komum út á miðin á bát eins pg Andra er enn litið á ■okkur sem hálfvita, og þá vegna þess að yið skulum ekki vera á skuttogara. Þetta er auðvitað að mörgu leyti ekki óeðlilegur hugsana- gangur vegna þess, að rækjuveið- arnar era miklu þægilegri vinna, það er róið út á morgnana og komið heim á kvöldin. Vinnudag- urinn á linubátnum er hins vegar snöktum lengri eða allt upp i 18 til 20 timar á sólarhring. Ég hef sjálfur verið á rækju eina vertið og veit þvi vel, að þetta er allt annað lif. — Rækjan hefur lengi verift aftalþátturinn i atvinnulif inu hérna? — Hún hefur verið eins og rauöur þráður i gegnum atvinnu- lifið héma, allt frá þvi er ég kom fyrst til Bildudals fyrir 14 eða 15 árum. Þá voru rækjubátar 4, en eru nú orðnir 14. Það er auðvitað skiptar skoðanir um það, hvort þetta hafi verið okkur til góðs, þessi einbeiting að rækjunni. — Heldurftu kannski aft þetta hafi tafift fyrir atvinnuuppbygg- ingu á öörum sviftum? — Það held ég varla. Það er auðvitað alltaf hægt að kenna at- vinnunni á hverjum tima um niðurlægingu annarra þátta, en ég veit ekki, hvort það er raun- sætt. — Skuttogari myndi breyta miklu um atvinnuástandift hérna? — Við þurfum auðvitað að vinna að þvi að fá eitthvað at- vinnutæki hingað, sem getur með öruggum og jöfnum hætti aflað okkur nægilegs hráefnis til þess að vinna úr, hvort sem það er skuttogari eða eitthvað annað. Ég hef oft sagt það áður og segi það enn, að það er eins og við Is- lendingar séum haldnir gullæði. Við erum alltaf i sifelldum elt- ingarleik við það, sem gefst vel hverja stund. Skipum og tækjum i landi er breytt fyrir milljónir ef ekki milljarða, en við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, að svona hröð uppbygging getur farið út i það að verða alls engin uppbygging, þegar upp er staðið. — ÞU ert kannski einn af fáum, sem ekki hefur mikla trU á skut- togurunum? — JU, jú, ég hef trú á þeinj. Þeir eru atvinnutæki, sem okkur vantar. Hins vegar veit ég ekki til þess, að undirbúningur sé hafinn að kaupum á slíkum togara, en að þvi þarf tvímælalaust að stefna. Þetta verður vitanlega fjár- frekt fyrirtæki, en ef okkur tekst ekki að nota eignarhlut okkar i bátnum sem eins konar stökkpall til þess að eignast togara, þá sé ég Guðmundur Pétursson ekki, hvernig það verður hægt með öðrum hætti. Það er hins vegar algjör forsenda komu tog- arans,að frystihUsið verði endur- bætt, þvi að vinnslugeta þess er langt fyrir neðan það, sem eðli- legt má telja. — Þú ert sannfærftur um aft Bfldudalur eigi framtift fyrir sér sem útgerftarstaöur? — Við Bilddælingar erum að ýmsu leyti illa i sveit settir með það að sækja á sjó, vegna þess hve fjörðurinn er langur, sigling frá bryggju og út á Kóp er um 15 sjóm. Þetta þýðir það, að ef við leggjum af stað frá bryggju sam- timis bát frá Súgandafirði, þá er hann kominn hingað á miðjan fjörðinn, þegar við komum út að Kóp, og þá er tekið mið af þvi, að hann fari beint vestur með, en héma tekur það okkur þrjá tima báðar leiðir að skila firðinum. Við hjónin erum að byggja, og þvi get ég ekki annað en veriö bjartsýnn á það, að útgerð muni eiga hér framtið fyrir sér, — sagði Guðmundur Pétursson að lokum. Bildudalsflotinn vift bryggju. Stærsta skipift er Andri, sem hefur iegift i höfn sfftan um vertiðarlok. Theodor Bjarnason, sveitarstjóri, Bíldudal: AAilljónaskemmdir verða ór hvert á bótaflota Bílddælinga — vegna lélegrar hafnaraðstöðu í kauptúninu þyrftum við fíeira fólk, svo að ég reikna með, að við gætum veitt um 30 til 40 manns atvinnu. NU sem stendur er enginn bátur geröur Ut á línuveiðar, en hins vegar eru gerðir út nokkrir hand- færabátar, sem sækja þurfa að mjög langt. En þeir eru ekki stór- ir, eitthvað i kringum 30 tonn. — Hvaö um snurvoftina? — Við erum með fjóra slika og þeir hafa fiskað sæmilega miðað við veður og fengið góðan afla, fallegan kola. Um daginn var staddur hjá okkur maður frá SH, og sagði hann, að fallegasti kol- inn, sem þeir fengju, væri frá Bildudal og Patreksfirði. — Hvaft veröur um Andra? — Hann verður annað hvort seldur eða leigður, en það er ekk- ert ákveðið með það ennþá. — Þú ert bjartsýnn á, aft hér veröi hægt aft stunda frystihús- rekstur vift sæmileg skilyrfti? — Já, ef okkur tekst að koma húsinu i það ásigkomulag, sem æskilegt má telja, og samtimis þvi að gera frystihúsrekstur að aðalþætti atvinnulifsins, þá verður hér ágætur grundvöllur fyrir slikan rekstur. Við Bilddælingar höfum mátt þola það aftur og aftur að rekstur fyrirtækja hefur alls ekki gengið sem skyldi: Svartsýni er þvi orð- inn mjög mikil meðal fólksins og það er hrætt við að leggja fjár- magn i fyrirtækin hérna. Mér finnst það i sjálfu sér ekki óeðli- legt, þvi að margir hafa tapað hér stórfé með þvi að gerast þátttak- endur I atvinnurekstrinum. Ef við ætlum að halda áfram að bUa hérna, verðum við að vera bjart- sýnir og jákvæðir gagnvart upp- byggingu frystihússins. Það þarf að skapa aukna tiltrú fólks á þvi, að frystihúsrekstur sé sá þáttur atvinnulifsins, sem mesta fram- tið eigi fyrir sér. — Þó aft illa hafi áraft I atvinnu- málum ykkar Bilddælinga þá er mér sagt, aft hvergi sé myndar- legra félags- og menningarlif en hér? — Viö getum i það minnsta sagt, að hér hafi einhvers konar menningarneyzla farið fram. Við höfum ráðizt I það, nokkrir strák- ar, að gefa út blað, sem við köll- um Byltuna, og kemur það Ut mánaðarlega i 140 eintaka upp- lagi, sem alltaf hefur selzt upp. 1 blaðinu er fjallað um allt það, sem snertir byggðarlagið. 1 þvi er opinn dálkur og þar koma menn fram með hugmyndir sínar, en auðvitað verður hver einstakur að standa fyrir þeim. Við birtum hins vegar allt, sem fólk vill láta hafa eftir sér á prenti. 1 vetur skrifuðum við t.d. um það, að það gæti verið gaman, ef fólk málaði hUsin sin i sérkenni- legum litum, og nefndum við sem dæmi um það heimsfrægan stað i Danmörku, Brande, sem þekktur er fyrir það, að húsin þar eru eins og málverk á að lita. Þetta hafði þau áhrif hér á Bildudal, að fólk er nU farið að mála alls konar málverk og teikningar utan á hUs sin. Leiklist hefur staðið hér með miklum blóma og er það mest að þakka formanni leikfélagsins, Hafliða Magnússyni, sem samiö hefur mörg leikrit. — Málverkasýningar hafift þift lika verið meft? — Við efndum til málverka- sýningar á 17. júni og komu þar fram nokkuð sæmilegir málarar frá Bildudal. Þetta var sölu- sýning, alla vega keypti ég eitt málverk. Aður áttum við Bil- dælingar ágætan málara, sem vel var þekktur, Bjarni Valdimars- son, en hann er nú dáinn. — Hvað er þá aft frétta af tón- listarlifinu? — Það hefur verið töluvert vandamál hjá okkur. Á timabili höfðum við hljómsveitina Faco, sem gaf út plötu og var töluvert þekkt. En siðan hún hætti hefur rikt vandræðaástand i þessum efnum, bæði hefur reynzt erfitt að fá undirleik á dansleikjum og svo I sambandi við kirkjukórinn. Hér eru margir, sem vel geta leikið á hljóðfæri, t.d. margir sjómenn, en þeirhafa þvi miður litinn tima til þess að sinna sliku. — Eru fleiri listgreinar iökaðar hér? — Ekki nema þá ef vera skyldi holdsins listir, en ég held ég fari ekkert nánar út i þá sálma. Bildudalur heitir kauptúnið vift sunnanverftan Arnarfjörö og eru ibúar þar um 400. Aftalatvinnu- vegur þeirra er sjávarútvegur. t>nr hafa rækjuveiftar verift Theodór Bjarnason stundaðar i ailmiklum mæli bæði til niftursuftu og frystingar. Aftur fyrr þótti fiskur frá Bildudal til muna betri en annar fiskur, sem veiddist vift islandsstrendur, og var hann borgaður hærra verði erlendis en almennt gerftist um isienzkar sjávarafurftir. Ólafur Thorlacius kaupmaftur (1762-1815) er meftal athafna- mestu ibúa Bildudals. Þótti hann mikilhæfur maður og var einn dugmesti athafnamaöur landsins I sina tift. Varft hann t.d. fyrstur manna til þess aö selja fisk héftan beint til Spánar og haffti hann sér- stakt skip I förum til þeirra flutn- inga. Hann var og einn af frum- kvöftlum þilskipaútgerftar á ts- landi. Pétur J Thorsteinsson (1854- 1929) cr þó sennilega sá maftur, sem gert hefur garðinn hvaft frægastan. Haföi hann meft hönd- um umfangsmikinn verzlunar- og atvinnurekstur á Bildudal. Þaft var árift 1880, sem umsvif Péturs hófust á staðnum. Lét hann gera þar mikil mannvirki, svo sem hafskipabryggju, vatnsveitu og haffti gufuvél til þess aft draga skip á iand. Var atvinnulif með sérstökum myndarbrag á Bildu- dal um aldamótin. Pétur var á- kaflega framsýnn maftur, og það á fleiri sviftum heldur en I at- vinnumálum. Arift 1901 var t.d. Þorsteinn Erlingsson skáld fenginn til þess að gerast þar rit- stjóri Arnfriftings, en ekki stóft sú biaðaútgáfa nema eitt ár. —oOo— Theodör Bjarnason heitir sveitarstjórinn á Bildudal. Hann er ungur að árum, ekki nema 23 ára gamall. Auk sveitarstjóra- starfsins gegnir Theodor starfi framkvæmdastjóra Ræktunar- sambands Vestur-Barð- strendinga.en þaðfyrirtæki hefur meö höndum umfangsmikla jarð- vinnslu- og jarðræktarfram- kvæmdir. Theodor hefur þetta að segja um ástand atvinnumála á Bildudal: Bágborið ástand atvinnumála — Atvinnuástandið hefur veriö fremur bágborið á Bildudal. Hér hafa verið starfræktar tvær rækjuverksmiðjur, sem veitt hafa nokkuö mörgum atvinnu. Sæmi- leg atvinna hefur verið i sam- bandi við þessar rækjuverk- smiöjur, en aldrei nein sérstök uppgrip, tekjur oft fremur rýrar og alltaf þó nokkuð um atvinnu- leysi. Þá hefur verið rekið hér frystihús undanfarin ár af fyrir- tæki, sem hét Boði h.f., en segja má, að i raun hafi frystihús- rekstrinum aldrei veriö gefinn nægilegur gaumur, þvi að aðal- áherzlan hefur alltaf verið lögð á rækjuna og vinnslu hennar. Þess vegna kemur það á daginn, þegar rækjuveiðarnar minnka og sölu- tregðu fer að gæta á erlendum mörkuðum, að i atvinnulif bæjar- ins vantar ákveðna þungamiðju, sem allir geta treyst á, sem sagt frystihúsið. Framhald á 19. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.