Tíminn - 15.07.1975, Síða 8

Tíminn - 15.07.1975, Síða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 15. júli 1975. Menntunarþörf og ævintýraþrá réðu ferðinni, segir Borgar Garðarson EINS OG þeir vita, sem fylgj- ast með fréttum, hefur Borgar Garðarsson leikari dvalizt er- lendis undanfarin ár. Hann er nú staddur hér heima i stuttu sumarleyfi, ásamt konu sinni Grétu og ungri dóttur þeirra, Elinu Helenu. Blaðamaður frá Tlmanum náöi tali af þeim hjónunum I gær, og þau féllust á að svara örfáum spurningum. Og þá er það fyrst, Borgar: — Hvar hefur þú verið þessi siðustu ár? — Ég hef verið búsettur I Helsingfors, en við hjónin höf- um farið nokkuð um Finnland og einnig til Rússlands og Noregs. Kona min stundar nám við listiönaðarháskóla I Helsingfors, og síðast liðið ár hef ég verið I starfi, bæði hjá Lilla Teatern í Helsingfors og Vasa Teatern I Vasa. — Hvenær fóruð þið utan? — bað var I júlimánuði 1973, fyrir réttum tveim árum . — Hvað kom ykkur til þess að fara utan? Ævintýraþrá? — Já, ævintýralöngun I og með. Ævintýralöngunin var hjá okkur báöum, en auk þess bætt- ist viö menntunarþörf, og hún var okkur lika sameiginleg. Og svo var nú þessi eilifa árátta ís- lendinga að halda alltaf að flest eða allt sé betra hjá öðrum en þeim sjálfum. Það er að visu lika kostur. Það er ágætt fyrir Islendinga að búa á eylandi þvi að fyrir vikið halda þeir að heimurinn sé fyrir utan. Þaö held ég að sé ein af ástæðunum fyrir þvi hve sterkt þeir sækja út fyrir pollinn. — Og þið hafið kunnað vel viö ykkur i Finnlandi? — Já, núna eftir tvö ár, fer það að lagast. (Og nú er það frú- in, sem hefur orðið): Það er er- fitt að komast að Finnum, en þegar inn úr skelinni er komið, eru þeir ágætir, og þá liöur manni ágætlega hjá þeim. — Eru þeir þurrir á manninn fyrst? — Já, þeir eru lokaðir, ennþá lokaðri en viö Islendingar, þótt oft sé talað um að við séum þurradrumbar. — Finnar eru eyja I málfræði- legum skilningi, en þeim er það ekki ljóst. Þeim finnst þeir ekki þurfa að leita neitt út fyrir sina heimahaga, og eru stundum að furða sig á þvi, hvað við höfum eiginlega að sækja til annarra landa. Hér skilur á milli. Is- lendingar finna til þess að þeir séu einangraðir meðal þjóða, og þess vegna — að minnsta kosti I og með — leita þeir út fyrir landsteinana. — Eru þetta ekki stór hlut- verk, Borgar, sem þú hefur leik- ið? — Já, síðast liðið ár hef ég leikið hlutverk I fjórum leikrit- um. Þau hafa öll verið stór og leiðandi hlutverk hvert I sinu leikriti. — Hefur þú leikið á sænsku eða finnsku? — Finnsku? Biddu fyrir þér! Nei, leikritin hafa öll veriö flutt á sænsku, enda held ég að ég hefði lítið ráðið við þau á finnsk- unni. — Og þú hefur gert garðinn frægan, eftir þvi sem fréttir herma? — Ekki eins frægan og ætla mætti eftir fréttunum að dæma. (Og nú hlær leikarinn dátt og. innilega): Við skulum setja litilsháttar mlnusmerki framan við oröalag sumra fréttanna. Það er skynsamlegt að lesa fréttir ekki alveg gagnrýnis- laust, — jafnvel þótt blaðamenn séu yfirleitt mestu sómamenn! — Hvað hyggist þið svo vera lengi hér núna? — Fram i byrjun ágúst- mánaðar. — Og hvað tekur þá við? — Konan min sezt á skóla- bekk, ég fer að vinna sam- kvæmt föstum samningi við Lilla Teatern i Helsingfors, og barnaheimilið biður Elinar Helenu. — Það þýðir auðvitað ekki að spyrja, hversu lengi þið ætlið að dveljast fjarri ættlandinu? — Nei, þvi er i rauninni ekki hæ^t að svara, við erum ekki spamenn. Samningur minn viö Lilla Teatern gildir i eitt ár, en framlengist siðan sjálfkrafa um annað ár til viðbótar. Meira veit ég ekki, þú getur spurt konuna mina, hversu lengi hún muni verða erlendis. — Þetta er kannski of erfið spurning, Gréta? — Ég á að þreyta lokapróf eftir tæpt ár, en svo er eftir að vita, hvort mig langar til að læra meira, en það er alveg óráðið. — Heimþráin gæti kannski verið farin að toga allfast I? — Það væri ekki óliklegt, annars er bezt aö vera ekki með neinar spár. —'VS MEIRA SVIAR KAUPA AF OKKUR KJÖT OG FLEIRI HROSS — vel heppnuð ráðstefna landbúnaðarráðherra Norðurlandanna BH—Reykjavlk. — A ráðstefnu landbúnaðarráöherra Noröur- landanna, sem haldin var á Húsavik i siöustu viku, var meö- al annars rætt um kaup á land- búnaðarframleiöslu tslendinga. Hafa Sviar ákveöiö aö bæta viö 150 tonnum af tollfrjálsum innflutningi af kindakjöti, og einnig kaupa 100 hesta, sömuleiöis tollfrjálst. Þá kom fram mikill áhugi á kaupum á ullarvörum, og bæði þar og i samtölum viö fólk á nýafstaö- inni búvisindaráöstefnu, varö þaö ljóst, aö gæöi þessarar vöru voru I hávegum, en menn töldu lika, aö viö seldum þær á alltof lágu verði. Þannig komst Halldór E. Sigurðsson, landbúnaöarráð- herra, að orði i gær, þegar Tim- inn haföi samband við hann og spurði hann tiöinda af ráðstefnu landbúnaðarráðherra Norður- landa, sem haldin var á Húsavik þriðjudaginn 8. júli sl. — Þessi fundur er samstarf Norðurlandaþjóðanna i land- búnaðarmálum, sem hefur staðið all-lengi, og hafði Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri, sem verið hefur formaður samstarfsnefndarinn- ar siðan á sl. ári, haft veg og vanda af undirbúningi þessa fundar. bátttakan var aö þessu sinni mjög góð. Allir land- búnaöarráðherrarnir voru mættir að finnska ráöherranum undanskildum, en sérlegur full- trúi hans kom. Siðast þegar fundurinn var hér, var mæting ekki eins góð. En þaö var annað sérstakt viö þennan fund. Hann var haldinn utan Reykjavikur, en það er 1 fyrsta skipti, sem slikur fundur er haldinn utan Reykjavikur. Tvennt lá aðal- lega til grundvallar þvi. Við töldum, aö hinir norrænu sam- starfsmenn okkar kynntust landinu betur en áður meðþvi að fara til Norðurlandsins, og I öðru lagi er það þáttur I byggða- stefnunni að dreifa slikum ráð- stefnum meira um landið en verið hefur. Landbúnaðarráðherra var mjög ánægður með, hvernig ráðstefnan heppnaðist. — Hún tókst mjög vel. Aðbúnaður allur á Húsavik, þetta glæsilega og vel rekna hótel, voru undrunarefni allra erlendu fulltrúanna, enda Grettistak að valda slíku verk- efni. Allur reksturinn og aöbúnaðurinn á hótelinu eru til slikrar fyrirmyndar, að hinir erlendu fulltrúar létu sérstak- lega I ljós, hversu ánægðir þeir væru með dvöl sina hér. Þeir hrifust mjög af Húsavik, fegurð staðarins og undruðust mikiö yfir hinni miklu uppbyggingu, sem þar hefur átt sér stað, og áttu erfitt með að skilja hvernig slíkt gæti átt sér staö á svo fámennum stað. Ég reyndi að útskýra málið fyrir þeim og benti á, hversu erfitt það væri líka aö útskýra fyrir stórþjóð- um, hvernig 200.000, manna þjóðfélag gæti verið sjálfstætt. Þetta væri hliðstæða. Hinum erlendu gestum hefur gefizt tækifæri til að kynnast landinu betur með ráðstefnu- haldi á þessum stað? — Vissulega, og við fengum afar góðar móttökur nyrðra. Við snæddum hádegisv. i boði bæjarstjórnar Húsavikur á þriðjudag og daginn eftir i boði Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga og Mjólkursamlagsins i Reynihlið á leið okkar til Akur- eyrar. Þar bauð kaupfélag Eyfiröinga I kvöldverð og vil ég biðja fyrir sérstakar þakkir til Norölendinganna, ibúa Þing- eyjarsýslu og Kaupfélags Ey- firðinga, fyrir mjög góðar mót- tökur. Þá er þess að geta sér- staklega, aö með flugvél I eigu Landgræðslunnar flugum við til Grimseyjar, og var það mikill ánægjuauki þeim, sem þeirrar feröar nutu. Voru farnar tvær ferðir til þess aö geta látið fundarstörfin ganga með eöli- legum hætti. Vil ég biöja fyrir sérstakar þakkir til oddvita- hjónanna i Grimsey, þeirra Steinunnar Sigurbjörnsdóttur og Alfreðs Jónssonar, svo og kvennfélagsins, fyrir mjög ánægjulegar móttökur. Við inntum ráðherra eftir málum, sem þarna hefðu komið fram. — Það var rætt um margt merkilegt. Sumt verður okkur nauðsynlegt að kynna okkur betur t.d. hafa Norðmenn sett lög, sem varða sölu á landi. Þeir hafa hert mjög öll takmörk á eignaskiptum á landi, og það orkar ekki tvlmælis að þaö er gert vegna þeirrar hættu, sem stafar af oliuvinnslunni, en I kjölfar hennar gæti átt sér staö alls konar brask með land. Þá var lika rætt mikið um löggjöf um hámarks bústærð á vissum tegundum búfjár. Kom það greinilega fram, að bæöi I Noregi og Svlþjóð er á það lögö áherzla að beina búskapnum inn á hæfilegar stærðir. Hins vegar kom það fram hjá danska land- búnaðarráðherranum, að þeir stefna að stórbúskap og verk- smiðjurekstri, sem virðast vera áhrif frá Efnahagsbandalaginu. Þá fóru fram nokkrar umræður um að auka viðskipti íslands viö hin Norðurlöndin á sviði land- búnaðarafurða, og er það vissa min, að þær hafa aukið skilning manna á nauðsyn slikra við- skipta. — Ég vil að lokum taka það fram, sagði Halldór E. Sigurös- son, landbúnaðarráðherra, að þessi tilraun með að flytja fundinn út á land heppnaöist mjög vel, og voru ailir mjög ánægðir með þaö. Eg er sannfærður um það, að þetta hefur aukið skilning samstarfs- manna okkar á landinu og þvi þrekvirki, sem þjóðin hefur sýnt i uppbyggingu þess.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.