Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. júli. 1975. TÍMINN 3 Opnar nýi skemmti- staðurinn í kvöld? BH-Reykjavik. — Tekur nýi skemmtistaðurinn að Ármúla 5, tilstarfa I kvöid, fimmtudgskvöid — og hvað kemur hann til með að heita? Þetta voru spurningarnar, sem menn veltu fyrir sér i gær, þegar Timamenn bar þar að garði, en þá var allt i fullum gangi og keppzt við að ljúka frá- gangi svo að fyrri spurningunni yrði þó svarað — og svo fer enginn að opna nafnlausan skemmtistað, svo að siðari spurn- ingunni verður að likindum svar- að I kvöid iika. Þessi nýi skemmtistaður kem- ur til með að vekja mikla athygli fyrir það, hversu smekklega og skemmtilega hann er innréttað- ur, en hér er um nýstárleg vinnu- brögð að ræða, sem skipulögð hafa verið hjá verkfræðistofunni Arko, eða þeim Ásmundi, Róbert og Kaldal á Skólavörðustignum. Er þar ekki aðeins um innrétting- una að ræða, heldur og ljós og liti á sessum og borðum, sem gera staðinn vistlegan. Svo sáum við þarna klefa fyrir plötusnúð, en ekki fundum viö að- stöðu fyrir hljómsveit, svo að þarna verður að likindum diskó- tek til að snúast eftir, — og svo eru þarna háborð og skenkiborð, sem gefa til kynna, að höfgir drykkir verði frambornir I rikum mæli, — en allt þetta geta menn gengið nánar úr skugga um, þeg- ar staðurinn hefur verið opnaður. Svona lita salarkynni nýja skemmtistaOarins út. Timamynd Gunnar VIÐ NOTUÐUM 24 KILO AF MÁLNINGU Á MANN S.L. ÁR Matareitr- Færeyingar kaupa framleiðsluformúlur af okkur un hjd gæzlu- föngum og vinnu- flokkum Gsal-Reykjavik— Á mánudag og aðfaranótt þriðjudags veiktust allmargir Reykvikingar af mat- areitrun, en að sögn Þórhalls Halldórssonar, framkvæmda- stjóra heilbrigðiseftirlitsins, eru enn ekki fram komnar nákvæmar tölur um fjölda sjúklinga, né um það hvers konar matareitrun hér um ræðir. — Ljóst er þó,að hún er ekki illkynjuð, sagði^ Þórhallur, og kvaðst telja fiullvíst að allir sjúklingarnir væru nú orðnir full- friskir á ný. Matur sá er eitruninni olli var keyptur af matsölustað i Reykja- vik, sem sendir matarpakka til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Aðeins á tveimur stöðum bar á matareitruninni, annars vegar I fangageymslu lögreglunnar i Siðumúla og hins vegar hjá vinnuflokki verktaka nokkurs hér i bæ. Heilbrigðiseftirlitið frétti af matareitrUninni á þriðjudags- morgun og voru þá tekin sýni af matnum, svo og sýni úr þeim sem höfðu sýkzt. Að sögn Þórhalls, er eitrunin enn á rannsóknarstigi og ekki hægt að greina nánar frá henni að svo stöddu. gébé Rvik — islendingar eiga sennilega heimsmet i málningar- notkun, en við notuðum hvorki meira né minna en tuttugu og fjögur kíló af málningu á hvert mannsbarn i landinu á s.l. ári. Málning þessi er nær eingöngu notuð til viðhaids eigna, en i stærri löndum, er það aðaiiega notkun málningar á ýmsar fram- leiðsluvörur, svo sem bifreiðir, heimilisvélar og fleira. Húsþök eru t.d. yfirleitt ekki máiuð annars staðar en hér á landi. Færeyingar notuðu 10 kg af máln- ingu á mann á siðastliðnu ári, en I gær voru undirskrifaðir samning- ur milli Málning hf. Kópavogi og P/F Maling I Færeyjum um framleiðsluréttindi, og er það skemmtileg tilbreyting, að ís- lendingar eru nú varnir að selja tæknilega þekkingu úr landi, I stað að kaupa hana erlendis frá. Á fréttamannafundi hjá Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins i gær var sagt frá samvinnu Færeyinga og islendinga og samningur undirritaðir. Mál þetta hefur átt sér nokkurn aðdraganda, þar á meðal viðræður við Úlf Sigur- mundsson framkvæmdastjóra Útflutningsmiðstöðvarinnar og Ragnar Magnús, framkv. stjóra fyrirtækisins Málning hf., og eig- anda færeysku verksmiðjunnar, Johans Thorleifssonar, en áætlað er að færeyska verksmiðjan taki til starfa n.k. haust i Strendur I Skálafirði I Færeyjum. Færeyingar hafa hingað til flutt inn alla þá málningu, sem þeir hafa þurft, frá Danmörku og Noregi, en i Færeyjum er 18% tollur á fullunnar málningarvör- ur, en enginn tollur á hráefni. Áætluð ársframleiðsla nýju verk- smiðjunnar er 170-200 tonn fyrstu 2-3 árin, og hefst framleiðslan íslenzku gestirnir fengu frábærar móttökur vestra gébé Rvik — Eins og kunnugt er fór fyrsti hópur Islendinga vestur um haf til hátlðahaldanna i Winnipeg i tilefni 100 ára land- námsafmælisins, þann 16. júli sl. Sr. Bragi Friðriksson sagðist i gær hafa frétt af þeim, er Árni Bjarnason, formaður Þjóðrækni- félagsins á Akureyri hringdi til hans. Sagði Arni, aö ferðin hefði gengið mjög vel vestur og fjöldi Islendinga tekið á móti þeim i Hlaupið í Kol- grfmu er nú að réna BH-Reykja vik. — Hvassviðri gerði vegi viða um land ófæra i gær. Uxahryggjavegur varð ófær vegna sandfoks við Sandklufta- vatn og stormur geisaði á Mýr- dalssandi, svo að menn voru var- aðir við aö leggja út á sandinn. Þá varð vegurinn um Njarðvlkur- skriður ófær vegna grjóthruns, og menn beðnir að fara með gætni um veginn fyrir ólafsfjarðar- múla. Hlaupið I Kolgrimu mun vera i rénum, en umferð varasöm enn. Vancouver. Fyrstu dagana, sem þessi þrjú hundruð manna hópur dvaldi fyrir vestan, var farið i kynnis- ferðir um Vancouver og ná- grenni. einnig til Seattle og Victoria Vancouver Island, þar sem dr. Richard Beck var heim- sóttur og heiðraður, m.a. gerður að heiðursfélaga Þjóðræknifé- lagsins á Akureyri. Um siðast- liðna helgi, bæði á laugardag og sunnudag voru samkomur haldn- ar i Vancouver og i Friðargarðin- um I Blaine og var þar mikill fjöldi Islendinga i fögru veðri. Elliheimilin Borg og Stafnholt voru heimsótt, og þeim færðar gjafir, auk þess sem skemmti- dagskrá var haldin af Islenzku gestunum. Að lokum sagði Árni Bjarna- son, að móttökur hefðu I einu orði verið frábærar, og að ferðafólk- inu liði öllu vel og bæði fyrir kveðjur heim. Þessi 300 manna hópur hélt siðan áleiðis til Winni- peg á miðvikudagsmorgun, en þar verður aðalhátiðin I byrjun ágúst. A miðvikudag og fimmtu- dag fara um fimm hundruð Is- lendingar vestur um haf, en sið- ustu ferðirnar héðan verða um mánaöamótin. með skipamálningu, en siðar verður framleiðsla á þakmáln- ingu, og fleiri tegundir munu bæt- ast við þegar fram llður. Verk- smiðjan verður reist I næsta ná- grenni tveggja stærstu skipa- smiðastöðva Færeyja, en þær eru jafnframt meðeigendur i fyrir- tækinu. Fjárfesting I hinni nýju verk- smiðju nemur um 27 milljónum isl. króna, sem þannig skiptist: Eigið fjármagn 22%, óafturkræft framlag 7% og lán frá menning- ar- og iðnaðargrunninum 70%. Þá lánar Sjóvinnubankinn um sex millj. isl. kr. I rekstursfé. Málning hf. lætur af hendi allar framleiðsluformúlur, en er ekki eignaraðili að fyrirtækinu. Þá geta Færeyingar notað rannsókn- arstofu Málningar til úrlausnar tæknilegum vandamálum, en nauðsynlegt gæðaeftirlit á máln- ingu verður i Færeyjum. Þá mun Málning hf. verða Færeyingum innan handar um hráefnainn- kaup. Eignir Agila boðnar upp í gær gébé Rvik. Skiptafundur I þrota- búi Skóverksmiðjunnar Agila h.f. á Egilsstöðum fór fram á skrif- stofu sýslumanns S-Múlasýslu á Eskifirði I gærmorgun. A fundin- um var ákveðið að bjóða upp eignir þrotabúsins, en þar voru mættir nokkrir umboðsmenn aðalkröfuhafanna. Töluverð verðmæti eru i eignum fyrir- tækisins, vörubirgðum og vélum. Tveir dómkvaddir matsmenn gerðu virðingarmat á eignunum, en skuldirnar eru taldar vera um tuttugu milljónir króna. Að sögn Valtýs Guðmundssonar sýslumanns, er ekki ákveðið hve- nær uppboðið fer fram, en þvi verður hraðað eftir mætti. Vélskófla og fólks- bfll rókust saman H.V. - Reykjavik. Um klukkan átta I gærmorgun varð árekstur á milli vélskóflu og fólksbifreiðar við Elliðavog I Reykjavik og skemmdist fólksbifreiðin nokkuð mikið, en tvær konur, sem i henni voru, sluppu með litilsháttar meiðsli. Atvikið varð meö þeim hætti, að vélskóflan kom frá Suðurlands- braut og beygði niður á Elliða- voginn. Þegar hún ók inn á gatna- mótin, lenti skóflan á henni I hægri hlið fólksbifreiðarinnar og skemmdi hana mikið. Hvassafell hefur siglingar á ný í byrjun ágúst — viðgerðin kostar rúmar 100 milljónir H.V. Reykjavik. Reiknað er með að viðgerðum á Hvassafelli, sem strandaði I Flatey á Skjálfanda I vetur sem leið, muni ljúka upp úr komandi mánaðamótum og að skipið geti siglt frá Kiel I Þýzka- landi, þar sem viðgerð á þvi hefur farið fram, einhvern daganna 2.-5. ágúst. Skipið er nú komið á flot og unnið er að þvi að rétta i þvi vél- arnar. Viðgerðin tefst um fáeina daga frá þvl sem áætlað var, vegna þess að réttingarnar reyndust meira verk en álitið var að þær yrðu. Hjá Skipadeild StS fengust I þær þær upplýsingar, að kostnað- ur vegna strands skipsins lægi ekki ljós'. fyrir enn, og vafasamt að þar kæmu nokkurn tima öll kurl til grafar. Ljóst er, að við- gerðin hjá skipasmlðastöðinni i Kiel mun kosta rösklega 100 milljónir króna, en þess utan er svo kostnaður við björgun þess, kostnaður vegna dráttar skipsins til Kiel, kaup á ýmsum vélum og önnur efniskaup og svo loks rekstrartap skipsins þann tima, sem það hefur ekki verið i sigling- um. Ennd lr il 0 i í m Veiðihornið Itrekar við veiði- bændur, og aðra, sem vita um silungsveiði I ám og vötnum, að hafa samband við hornið, þvi að það eru geysilega margir, sem áhuga hafa á silungsveiðunum, ekki siður en laxveiðum. Þverá I Borgarfirði Guðmundur á Guðnabakka sagði I gær, að nú væru tæplega fimmtán hundruð laxar komnir á land, og að veiðin skiptist nokkurn veginn jafnt á milli efra og neðra svæðisins. Stærö laxanna er mjög breytileg, tölu- vert af vænum laxi, en nokkuð af smálaxi innan um. Agætt vatn er I ánni núna, en góð rign- ingardemba var I tvo daga ný- lega, en fyrir þann tima var orð- iö fremur vatnslitið. Andakilsá I gær voru rúmlega hundrað laxar komnir á land úr ánni, en þar hófst veiði 26. júni, og er veitt á tvær stengur. Stangveiði- félag Akraness hefur ána á leigu. Sumarið 1973 komu 287 laxar úr ánni, og slðastliðið sumar 238 laxar og var meðal- þyngd þeirra 6,7 pund. Fiekkudalsá Benedikt Jónmundsson hjá SVFA, sagði i gær að 170 laxar væru komnir úr ánni, en það er heldur skárra en á sama tima I fyrra. Ilaukadalsá Benedikt, formaður Stang- veiðifélags Akraness, sagði, að um fjögur hundruð laxar væru komnir á land, en sumarið 1974, fengust 810 laxar og var meðal- þyngd þeirra 7,4 pund, sumarið 1973 fengust 868 laxar. Silungsveiði i Laxá i S-Þing. Veiðivörður á svæðinu frá Mývatni og niður að Laxár- virkjun, er Hólmfríður Jóns- dóttir, Arnarvatni, en þetta er þriðja sumarið,sem Hólmfriður gegnir þessum starfa. Hólm- friður sagði, að veiði hefði hafizt 20. mal og stæði til ágústloka. Á þessu svæði er veitt á nltján stengur, en það er veiðifélagið Armenn, sem hefur allt svæðið á leigu. Verð á stöng á dag er 2250,00;,en rétt ódýrara fyrir fé- lagsmenn. Hámarksveiði á stöng á dag eru tólf urriðar, en margir veiðimannanna veiða ekki einungis til að drepa fisk- inn, heldur sleppa miklu af hon- um, sérstaklega,ef hann er litill, alla vega er hann er undir þrem pundum. Þarna hefur fengizt niu og hálfs punda urriði, sem er það þyngsta nú I sumar. Hólmfrlður sagði, að veiðin hefði verið ljómandi góð i júni- mánuði, en ekki var hún með neinar tölur um hve mikið væri komið i allt. Sala veiðileyfa hefur gengið mjög vel, sérstak- lega miöaö viö 2 s.l. ár, og nýt- ingin mun betri en áður. Þarna er eingöngu veitt á flugu. Það liggur nærri að sé uppselt, en enn eru til dagar 1 ágústmánuði, að sögn Hólmfrlðar. 1 neðri hluta Laxár, fyrir ofan virkjun, er Pétur Pétursson veiðivörður I veiðihúsinu I Laxárdal. Hann sagöi i gær, að hann teldi,,að veiðin væri nú orð- in um 500—550 urriðar, sem er heldur betra en I fyrra, enda voru þá færri stengur, en nú er veitt á fjórtán stengur I þessum hluta urriðasvæðisins. Pétur sagði, aö veiðin hefði verið sæmileg, og að jafnaöar- þyngd urriðanna, sem veiðzt hafa, væri um þrjú og hálft pund. Sjö pund reyndist sá þyngsti, sem veiðzt hefur, en einn þrettán punda urriöi fannst dauður i ánni fyrir nokkrum dögum. Ekki er vitaðj hvað grandaði honum, en þetta er langstærsti urriðinn, sem feng- izthefur úr ánni hingað til. Yfir- leitt eru urriðarnir frekar vænni i ár heldur en sl. sumar, að sögn Péturs. Talsvert er pantað af veiði- leyfum, en þau kosta það sama og á hinu urriðasvæðinu, 2250,00, en Pétur sagði^aö til- tölulega litið væri pantað með löngum fyrirvara, mikið væri um ferðafólk.sem tæki sér einn og einn dag á leigu, þegar það væri á ferö um sveitina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.