Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 4
.4 TÍMINN Fimmtudagur 24. júli. 1975. vinna upp á eigin spýtur, en ekki þó talið liklegt, að það verði á næstu árum. Liklegt er talið að hún muni láta útbúa sérstaka stöðu handa honum. Nefnd hefur verið landstjórastaða i Ástraliu, en þar hefur Charles prins ferðazt og dvalizt um tima, og likaði honum vel þar, og einnig var hann mjög vinsælí i Astraliu. Stundum eru tveir ættingjar prinsins nefndir, sem dæmi upp á það, hversu erfið aðstaða þeirra er, sem biða eftir völdunum i áratugi, en það er langafi Charles prins Edward VII, sem var orðinn 60 ára, þeg- ar hann loks tók við af Viktoriu drottningu móður sinni. Hann hafði litið afrekað um ævina — meðan hann beið — annað en helzt i kvennamálum, en hann varð frægur fyrir ýms vandræði sin i þeim málum, sem ollu þá miklu hneyksli. Einnig er talaö um Edward VIII sem dæmi- gerðan „biö-prins”. Hann var svo lengi kallaður Prinsinn af Wales, sem er opinber titill krónprins i Bretlandi, að það festist við hann i sögunni, þó að hann fengi konungsnafnbótina um stuttan tima. En vegna kvennamála sinna, sem urðu fræg, og þó einkum i sambandi við frú Simpson, sem hann seinna kvæntist, — og varð þá að afsala sér þá krúnunni — má segja að ævistarf hans hafi ver- ið litið, annað en samkvæmislif- ið, en það stunduðu þau hjónin lika i öllum álfum heims, af miklum krafti meðan þau höfðu heilsu til. Fyrir utan myndina af Karli krónprins og Margaret Traudeau, þá sjáum við hér lika Edwardana, þann VII með pipuhatt i hendi, en þann VIII með sporthatt á höfði. Hversu lengi veröur Charles krónprins í Bret- landi að biða Charles krónprins þykir myndarlegur ungur maður, og honum ferst það ágætlega að koma fram fyrir hönd brezku krúnunnar. Hér sjáum við ihynd af honum frá heimsókn hans i Kanada, og leiðir hann þar hina ungu forsætisráðherrafrú, Margaret Traudeau, til veizlu- borðs. 1 Kanada var hann spurður, hvenær hann byggist við að taka við völdunum i Bret- landi. Hann svaraði þvi létti- lega, og sagðist búast við að verða kominn hátt á sjötugsald- ur! En út frá þessu hófust umræður i blöðum og viðar um þessi mál. Elizabeth drottning II, móðir hans, er 49 ára, og hefur þegar rikt i 22 ár. Hún er heilsuhraust, vinnusöm og sam- vizkusamur stjórnandi. Vinsældir hennar meðal alþýðu- manna i Bretlandi eru afar mikl- ar og fólk litur á hana sem sam- eigingartákn þjóðarinnar. Sumir álita þó, að hún ætti að draga sig i hlé, og gefa syni sin- um tækifæri til að sýna hvað i honum býr, og að hann eigi að Syngur og leikur i Eden Spænskur gitarleikari og söngvari, Ramon, hefur skemmt gestum i Eden i Hveragerði að undanförnu. Hann er ættaður frá Valencia á Spáni og hefur spilað og sungið á mörgum skemmti- stöðum i Evrópu og komið fram I sjónvarpi. Meðal þeirra skemmtistaða sem Ramos hefur komið fram er hinn þekkti Titos á Mallorca. Ramos mun syngja i Eden fimm kvöld vikunnar fram i næsta mánuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.