Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.07.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. jiíll. 1975. TÍMINN 13 llllllllllllílllll iiiiiiii iw11 iiiiHim mi w 1111 wi i 100 nýjar síldar- söltunarstöðvar Sjómaður skrifar: Við sjómenn erum margir hverjir óánægðir með þá kröfu sjávarútvegsráðuneytisins að gera það að skyldu, að slldin sé söltuð um borð. Sterk rök hniga að mínu mati að þvi, að þarna sé gripið til kostnaðarsamra aðferða við að úthluta afla úr hafinu. Menn salta ekki lengur sild með hnlf einn að vopni. Slldarsöltun krefst sérstakra tækja og verk- færa um borð I skipin, jafnvel flokkunarvéla, og slóg fer llk- lega allt i súginn. Ég fæ því ekki betur séð, en að enn verði að prenta meiri seðla, og nú til þess að búa til 100 nýjar sildarsöltunarstöðvar og það allt kringum örfá þúsund tonn af slld, en ef allir fá jafnt, eru það aðeins um 60—70 tonn af slld, sem á hvert skip kemur. Menn eru á einu máli um nauðsyn þess, að sú síld, sem hér eftir verður veidd, þurfi að fara einvörðungu til manneldis, og þessar veiðar ættu að geta orðið nokkuð árvissar. Fæ ég ekki með neinu móti séð, hvers vegna við þurfum að koma okk- ur upp 100 nýjum slldarsöltun- arstöðvum, til þess að leggja niður þessa lds, og það á sama tima og fjöldi stöðva I landi hefur tæki og aðstöðu til þess að salta allti sem leyft verður að veiða. Við erum enn að kasta peningum I óþarfa að minu mati. Einn nýkominn úr Norðursjónum. Landfari tekur undir orð þessa sjómanns. Mjög sterkar llkur benda til þess að söltunar- krafan sé ekki nægjanlega rök- studd. Vitað er, að margir hugsa sér nú til hreyfings til þess að taka á móti sild I landi af reknetabátum, þannig að óþarf- lega margar „söltunarstöðvar” virðast ætla að rlsa til þess að taka á móti fyrsta sildaraflan- um, sem hér berst á land eftir áralanga friðun síldarinnar. Réttast væri að skipuleggja þessar síldveiðar með lang- timasjónarmið I huga I stað þess að leysa hluta vandans með kröfunni um að saltað sé um borð. Hestamót Skagfirðinga verður á Vindheimamelum um verzlunarmannahelgina og hefst kl. 5 á laugardag. Kappreiðar: 250 m skeið. 1. verðlaun 40 þús. kr. 800 m stökk. 1. verðlaun 30 þús. kr. 350 m stökk. 1. verðlaun 20 þús. kr. 250 m folahlaup. 1. verðlaun 15 þús. kr. 800 m brokk. 1. verðlaun 10 þús. kr. Metverðlaun. Auk þess verðlauna- peningar. Góðhestakeppni: A og B flokkur. Þátttaka tilkynnist Sveini Guð- mundssyni, Sauðárkróki, fyrir miðvikudagskvöld 30. júli. Stigandi. — Léttfeti. A Sólaóir hjólbaröar til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu . ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK. FORSETINN HEIMSÆKIR ISLENDINGA BYGGÐIR í KANADA Á LANDNÁMSAFMÆLINU Vegna aldarafmælis landnáms fslendinga I Manitoba mun dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, og kona hans fara I heimsókn til Islendingabyggða I Kanada. Farið verður flugleiðis til Ottawa miðvikudaginn 30. júli, en þar verða forsetahjónin gestir Jules Leger landsstjóra Kanada. A fimmtudagsmorgun 31. júll verður viðtal við utanríkisráð- herra Kanda og Lester B. Pears- son byggingin skoðuð. Eftir hádegi er heimsókn I þjóðskjala- safn Kanada, þjóðminjasafnið, og þjóðþingið. Um kvöldið efnir landsstjóri til boðs fyrir gestina. Föstudaginn 1. ágúst verður flogið til Winnipeg, en þar hefur fylkisstjórn Manitoba móttöku. Laugardaginn 2. ágúst verður ekið til elliheimilisins Betel I Selkirk. Siðdegis verður haldið að elliheimilinu Betel i Gimli. Sunnudagsmorgun 3. ágúst verður safnið i Gimli skoðað og farið i kirkju. Hádegisverður i boði borgarstjórnar Gimli. Sið- degis verður móttaka i Park Pavilion. Efnt verður til kvöld- samkomu i Husavik Hall og siðan haldin flugeldasýning. Mánudagsmorgun 4. ágúst er skrúðganga og listsýning i Gimli Park. Eftir hádegi er samkoma I Gimli Park og heldur forseti þar ræðu. Þriðjudaginn 5. ágúst verður haldið til Arnes og lystigarðarnir V. Stefanson Park og Hecla Island Park skoðaðir, og komið til Riverton. Siðan verður farið til Arborg og Lundar. Um kvöldið er haldið aftur til Winnipeg. Miðvikudaginn 6. ágúst verður farið i heimsókn til Stephen Juba, borgarstjóra Winnipeg. Þá býður forsætisráðherra Manitoba til hádegisverðar. Siðdegis mun for- seti halda kveðjumóttöku. A fimmtudagsmorgun 7 ágúst verður farið flugleiðis frá Winni- peg til Vancover. Ekið verður um borgina eftir hádegi og m.a. skoð- að mannfræðisafn Háskóla British Columbia. Að kvöldi hefur Harold S. Sigurðsson, kjörræðis- maður fslands I Vancouver, boð á heimili sinu. A föstudagsmorgun 8 ágúst verður farið i heimsókn til Phillips, borgarstjóra Vancouver. Siðan verður farið með skipi til Victoria, en þar mun Gordon Dowding, forseti þings- ins, hafa móttöku. Að kvöldi hefur Walter Owen, fylkisstjóri, boð I ráðherrabústaðnum, en forseta og fylgdarliði hans hefir verið boðið að gista þar um nóttina. A laugardagsmorgun 9. ágúst verður farið með skipi frá Swartz Bay til Tsawassen og þaðan til Vancouver. Eftir hádegi verður elliheimilið Höfn heimsótt. Að kvöldi efnir the Icelandic Canadian Club of British Columbia til kvöldsamkomu. A sunnudagsmorgun 10. ágúst verður flogið til Chicago og þaðan heim um kvöldið. 1 fylgd með forsetahjónunum verða Einar Agústsson, utan- rikisráðherra og frú, Haraldur Kröyer, sendiherra og frú og Birgir Möller, forsetaritari og frú. 160 þátttakendur á norrænu kennaranám- skeiði að Loftleiðum Dagana 26. júli til 1. ágúst n.k. verður haldið norrænt kennara- námskeið I Reykjavik að Hótel Loftleiðum. Námskeiðið er haldið á vegum Norræna kennarasam- bandsins, sem stofnað var árið 1969. Þátttakendur á námskeiðinu um 160 verða frá öllum Noröur- löndunum, þar af 20 frá Islandi. Námskeið sem þetta eru haldin árlega og til skiptis i löndunum, I fyrsta skipti nú á Islandi. Aðalefni námskeiðsins verður: Skólinn I norrænu menningar- samfélagi. Tilboð óskast Óskað cr eftir tiiboðum I vélar og verkfæri fyrir verk- námsdeildir Fjölbrautaskólans I Breiðholti (málm-og tré- iðnaður). Tilboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3. Tilboð skulu hafa borizt skrifstofu vorri eigi siðar en 12. ágúst 1975. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 l'TBOÐ Tilboð óskast I að leggja dreifikerfi i Breiðholti 111, norður 3. áfanga og stofnlögn 1. áfanga fyrir Hitaveitu Reykja- vikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. ágúst 1975. INNKAUPASJOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 A Kópavogs- kaupstaður Þeir kaupgreiðendur, sem hafa i þjónustu sinni starfsmenn búsetta i Kópavogi, eru vinsamlegast beðnir að taka af launum starfsmanna sinna 1. ágúst n.k. sömu upp- hæð og haldið var eftir 1. júni s.l. upp i út- svör. Nýjar kröfur verða sendar út strax og unnt er. Útsvarsinnheimta Kópavogsbæjar. MF-15 HEYBINDIVÉLAR nýjung á (slandi Nú er hafinn innflutningur á MASSEY-FERGUSON heybindivélum. Fengin reynsla af þeim, víös vegar um heiminn, hefur sannað gildi þeirra svo sem annarra framleiösluvara MASSEY-FERGUSON. MF 15 HEYBINDIVÉLIN er traustbyggö einföld og afkastamikil. Stillingar eru einfaldar, s.s. lengd heybagga, frá 60-125 cm. Smurkoppar eru aöeins 12 talsins, þar af aðeins 5, sem smyrja þarf daglega. MASSEY-FERGUSON viðgeröamenn um land allt hafa fengiö sérþjálfun í viöhaldi og stillingu vélanna. Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt þær. MF 15 HEYBINDIVÉLAR eru til afgreiðslu meö stuttum fyrirvara. Kynniö ykkur hiö hagstæöa verö 05 greiðsluskil- mála. Hafiö samband við sölumenn okkar eöa kaupfélögin. SUÐURLANDSBRAUT 32*REYKJAVlK*SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.