Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 25. júli 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 78 borgara f undust við ána. Teasle þótti sem hann horfði á þetta úr f jarlægð. Hann var nú loks dofinn af pillunum, sem hann gleypti í sífellu. Hann lét ekkert uppi við þá Trautman og Kern. En skömmu eftir að tilkynningin kom um mennina tvo, annan stunginn hníf, en hinn skot- inn, fann hann svo snöggan samdrátt í nánd við hjartað. Þetta var svo snöggt og kraftmikið, að hann kenndi ótta. Enn voru tveir menn dauðir. Hvað voru margir fallnir? Fimmtán? Átján? Hann velti fyrir sér tölunum, en vildi helzt komast hjá hinni óumflýjanlegu niðurstöðu. — Líklega var hann á leið i átt að veg-inum, þegar þessir óbreyttu borgarar rákust á hann, sagði Trautman. Nú veit hann, að við búumst við honum í nánd við veginn. Þess vegna snýr hann til baka upp í hæðirnar. Hann á einskis annars úrkosta. Þegar hann heldur sig öruggan reynir hann aðra leið annars staðar að veginum. Kannski í austur í þetta sinn. x — Þá er það á hreinu, sagði Kern. Nú er hann genginn í gildruna. Leitarlinan er milli hans og hálendisins. Hann kemst því ekki þá leiðina. Eina leiðin sem honum er opin er í átt að veginum. Þar höf um við aðra leitarlínu, sem bíður hans. Teasle horfði enn á kortið, en sneri sér svo f rá því. — Nei, sagði hann við Kern. Varstu ekki að hlusta? Hann er trúlegast þegar kominn upp í hálendið. Sólarsagan er öll skráð hér á kortinu. — En ég get alls ekki skilið það. Hvernig kemst hann upp og gegn um leitarlínuna? — Það er mjög einfalt, sagði Trautman. Þegar þjóð- varðliðarnir heyrðu skotin að baki sér, hljóp hópur manna úr aðallínunni til að kanna hvað væri að gerast að baki þeim. Um leið skildu þeir eftir nógu stórt bil til að hannslyppióséður ígegn óg upp í hæðirnar. Þjóðvarðlið- arnir hugsa eins og þú. Þeir búast allir við að hann hörf i f rá leitarlínunni. Þess vegna hafa þeir ekki verið svo vel á verði, að þeir tækju eftir honum,þegar nann naigaðist og laumaðist í gegn. Segðu þeim að haída upp í hæðírnar áður en hann eykur f jarlægðina m'tlli sín og þeirra um of. Teasle var lengi búinn að bíða eftir þessum viðbrögð- um f rá Kern. Nú kom að því. — Ég er ekki viss um það, sagði Kern. Þetta er að verða of flókið. Ég veit varla lengur HVAD ég á að gera. Kannski hugsar hann alls ekki svona. Segjum sem svo að hann geri sér ekki Ijóst, að gat er í leitarlínunni. Kannski verður hann kyrr, þar sem hann er, milli leitarlínunnar og vegarins. Ég eyði- legg þá gildruna ef ég skipa mönnunum upp á hálendið. Trautman lyfti höndum. — Þú mátt halda hvern gjandann sem þú vild f yrir mér. Þegar allt kemur til alls er mér meinilla við að hjálpa til. Samt er ég hér. Það táknar þó ekki að ég verði að margskýra hvers vegna eitt og annaðætti að gerast og þurf a3vo að sníkja það af þér. — Bíddu ögn. Ekki misskilja mig. Ég er allsí^kki að draga dómgreind þína í efa. En aðstaða hans er slík að það er óvíst að hann hugsi og framkvæmi rökrétt. Kannski finnst honum hann vera innikróaður. Kannski hleypur hann í hring eins og króuð kanína. Stoltið í rödd Trautmanns var nú gersamlega ófalið: Það gerir hann ALLS EKKI. — En ef hann nú gerir það. Segjum ef.... þá ert þú ekki sá, sem svara þarft til saka, ef mennirnir eru sendir í vitlausa átt. Það er ég. Þegar allt kemur til alls — þá erum við aðeins að bollaleggja um þetta. Við höf um ekk- ert til að styðjast við. — Láttu mig þá gefa skipunina, sagði Teasle. Flutn- ingabíllinn virtist sökkva þrjú fet. Teasle skalf allur, þegar enn einn samdrátturinn kramdi brjóst hans. Þetta var alvarlega hættulegt. Hann barðist við að halda áfram máli sínu. — Ef skipunin er röng skal ég með glöðu geði svara til saka fyrir það. Teasle stífnaði allur og hélt niðri í sér andanum. — Guð sé oss næstur, er allt í lagi með þig, sagði Trautman. Leggstu strax út af. Teasle bandaði Trautman frá sér með handarhreyf- ingu. Talstöðvarmaðurinn sagði skyndilega: — Hér kemur tilkynning. Teasle reyndi að f remsta megni að beina athygli sinni f rá óreglulegum hjartslætti sínum og hlusta á skýrsluna. — Leggstu niður, sagði Trautman. Annars neyði ég þig til þess. — Láttu mig i friði. Hlustaðu á þetta. — Þetta er þjóðvarðliðsforingi númer þrjátíu og f imm. Ég botna ekkert r þessu. Líklegast erum við svo margir, að hundarnir hafa týnt þefslóðinni. Þeir stefna upp í hæðirnar í stað þess að f ara niður að veginum. — Nei, þeir eru hreint ekki búnir að týna þef slóðinni, sagði Teasle. Hann harkaði af sér og kreisti út úr sér orð- in í hálfkæfðri kvalastunu íáttað Kern. En hann hefur aukið bilið milli sín og leitarhópanna um allan helming þá meðanþú varstaðgera upphug þinn. Heldur þji nú að þú getir komið þér að því að gef a þessa skipun? Föstudagur 25. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Silja Aðal- steinsdóttir les söguna „Sverrir vill ekki fara heim" eftir Olgu Wikström (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjall- að við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Konunglega hljómsveitin i Kaupmannahöfn leikur „Helios", forleik op. 17 eftir Carl Nielsen / Walter Klien leikur á pianó, Holberg svit una" op. 40 eftir Grieg / Leo Berlin og kámmersveit Filharmóniusveitarinnar I Stokkhólmi leika Fiðlu- konsert i d-moll eftir Johan Helmich Roman / Filharmoníusveitin I Osló leikur Norska rapsódiu nr. 2 eftir Johan Halvorsen. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mátt- ur lifs og moldar" eftir Guð- mund L. Friðfinnsson Höf- undur les (220. 15.00 Miðdegistónleikar Jean- Pierre Rampal, Robert Gendre, Roger Lepauw og Robert Bex leika Kvartett I G-dúr op. 16 nr. 5 eftir Francoís Deviennex Alan Loveday, Amaryllis Flem- ing og John Willis leika Terzett I D-dúr fyrir fiðlu, selló og gitar eftir Paganini. Alessandro Pitrelli og I Solsti Veneti leika Konsert i F-dúr fyrir mandólin og strengjasveit eftir Gaspare Gabellone. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar 17.30 „Sýslað I baslinu" eftir Jón frá PálmhoItiHöfundur les (7). 18.00 „Mighendiraldrei neitt stuttur umferðarþáttur I umsjá Kára Jónassonar. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis- og bygg- ingarmál Ólafur Jensson sér um þáttinn. 20.00 Sinfóniskir tónleikar. Sinfónia nr. 3 i F-dúr op. 90 eftir Brahms. Fllharmóniu- sveit Berlinar leikur, Yehudi Menuhin stjórnar. 20.30 „Húmar að mitt hinzta kvöld" A aldarártið Bólu- Hjálmars. Eysteinn Sigurðsson cand. mag, flyt- ur erindi um skáldið og vel- ur kvæði til flutnings. Les- arar: Silja Aðalsteinsdóttir og Gunnar Stefánsson. Einnig flutt lög við ljóð Hjálmars. 21.30 Útvarpssagan: „Hjóna- band" eftir Þorgils gjall- anda Sveinn Skorrí Höskuldsson les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 .Veðurfregnir tþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Auglýsitf íTímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.