Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 25. júli 1975. 100 LAUSNIR BARUST í SKÁKKEPPNI FLUGLEIÐA — léttasta skákdæmið varð flestum að fótakefli VS-REYKJAVtKARIÐ 1973 efndi Flugfélag Islands til skákkeppni, og voru þrautirnar birtar á for- siðu timaritsins Skákar. 1 fyrra, eftir að Flugleiðir voru komnar tií sögunnar, hélt það fyrirtæki þessari starfsemi áfram, og nú er lokið keppni ársins 1974. Hundrað aðilar sendu lausnir, og reyndust átta réttar, en það vakti nokkra furðu, að dæmið, sem skákmenn töldu einna léttast, varð flestum þátttakenda helzt að fótakefli. Þegar dregið hafði verið úr hin- um átta réttu lausnum, afhenti blaðafulltrúi Flugleiða, Sveinn Sæmundsson, sigurvegaranum, Garðari Astvaldssyni i Hafnar- firði verðlaunin, en þau eru far- seðill fyrir tvo og gisting i eina viku á einhverri af leiðum Flug- leiða. Hinir, sem sent höfðu réttar lausnir. en ekki hlotið aðalvinn- inginn, fengu bókina World Championship Interzonals Leningrad-Petropolis 1973. 146 MANNS I BÆNDAFOR TIL KANADA í ÁGÚST Stjórnir Búnaðarfélags tslands og Stéttarsambands bænda ákváðu i vetur, að efna til bænda- l'arar til Kanada i tilefni 100 ára afmælis búsetu tslendinga þar. Alls eru það 146 manns sem fara vestur. Ferðin hafur verið skipulögð af Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins I samvinnu við aðstoðar-- landbúnaðarráðherra i Manitoba, Helga Austman i Winnipeg, en hann hefur annazt allan undir- búning að móttöku hópsins i Kanada. Flogið verður frá Islandi til Calgary i Alberta þann 5 ágúst. Strax fyrsta daginn mun verða tekið á móti hópnum af félögum i Leif Eiriksson félaginu i Calgary. Þaðan verður ekið að Old s bændaskólanum, en þar" verður gist næstu 6 nætur. Alla daga verður farið i ferðir um Alberta, bændur heimsóttir, skoðuð iðnað- ar- og verzlunarfyrirtæki tengd landbúnaðinum. Farið verður til Klettaf jalla og annarra fjölsóttra feröamanna- staða. Þann 10 ágúst munu þátttak- endur verða viðstaddir hátiðar- höld sem Vestur-lslendingar halda i Markerville. Þar verður fjölbreytt dagskrá, sem að nokkru verður helguð minningu Stefáns G. Stefánssonar. Dóttir skáldsins Rósa Benediktsson mun flytja ávarp. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld og bóndi á Kirkjubóli flytur ljóð, sem hann hefur ort af tilefni þessarar hátið- ar i minningu Stefáns G. Jafn- framt mun Guðmundur Ingi af- henda gjöf Stéttarsambands bænda til minjasafns Stefáns G., sem opnað verður við þetta tæki- færi. Stéttarsambandið hefur ákveðið að gefa 1.5 millj. kr. til viðhalds og endurbyggingar á husi því,;em var heimili Stefan G. Fylkisstjórnin i Alberta hefur ákveðið að lána hópferðabifreiðir til afnota fyrir bændaförina, þessa daga sem ferðast er um fylkið. Þann 11. ágúst mun hópurinn yfirgefa Old s bændaskóla og halda til Elfros i Saskatchewan, þar mun fólk af islenzkum uppruna taka á móti þátttakend- um, drukkið verður kaffi sam- eiginlega, siðan mun hópnum verða skipt niður á heimili i Elfros, Wynyard og nágrenni þessara bæja, á heimilum verður snæddur kvöldverður og gist. Daginn eftir verður haldið til Winnipeg, þar sem gist verður á hóteli um nóttina Þann 13 ágúst verður farið um Vatnabyggðir og m.a. verður Öli Narfason, kúabóndi heimsóttur Þeir þátttakendur sem ekki eiga ættingja eða vini i Manitoba, hefur verið boðið að dvelja hjá Vestur-lslendingum i nágrenni Gimli, Arborg og Lundar næstu 3 nætur. Sunnudaginn 17. ágUst verður farið um Suður-Manitoba, komið til Morden og Baldeu. Fararstjórar verða Agnar Guðnason og Jónas Jónsson. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi afhendir Garðari Astvaldssyni verð- launin og óskar lionuni til hamingju. Timamynd: Róbert. Vestfirðingar greioa 776 milli. kr. í skatta Norrænt rafverktakamót gébé Rvik ^- Norrænt rafverk- takamót er haldið til skiptis á Norðurlöndunum þriðja hvert ár, og verður nú I fyrsta skipti haldið hér á landi, að Laugarvatni dag- ana 7.-10. ágúst. Góð þátttaka er og koma 282 fulltriiar frá Norður- löndunum, en fslenzkir þátttak- endur verða um f jörutiu talsins. A fundinum verða tekin til meðferð- ar mál, sem eru ofarlega á baugi og varöa starfsemi rafverktaka. Dr. Gunnar Thoroddsen iðn- aðarráðherra mun ræða sam- vinnu Norðurlanda i Norræna ráðinu, einkum með tilliti til laga- setningar varðandi vinnumark- aðinn, þjóðfélagslega og fjár- hagslega aðstöðu. GIsli Jónsson verkfræðingur mun ræða um inn- lenda orkuöflun með tilliti til hús- hitunar, og formaður dönsku eftirmenntunarnefndarinnar mun gera grein fyrir þeim málum á Norðurlöndum og norrænni samvinnu á þvi sviði. SU nýbreytni mun mí tekin upp i fyrsta skipti, að eiginkonur þátt- takenda, munu halda sérstakan fund og ræða áhugamál sin, auk þess sem þær fara I sérstaka skoðunarferð um Suðurland. HEILDARUPPHÆÐ álagðra gjalda í Vestf jarðarumdæmi nam kr. 776.390.329,- á 4873 einstak- linga og 588 félög. Af þessari upp- hæð eiga kr. 273.399.400,- að renna til sveitarfélaga I umdæminu, en kr. 503.190.929,- til rikisins. Sú upphæð skerðist þó um kr. 130.920.000.... sem eru barnabæt- ur i umdæminu og kr. 16.265.161,-, sem er afgangur persónufrá- dráttar og getur runnið til greiðslu Utsvars. Skyldusparnað- ur nam kr. 8.105.000,-. Þessi álagning kemur Ut Ur heildartekjum i umdæminu sem eru 3.925.690.518,- hjá einstakling- um og nettótekjur kr. 92.959.040,- hjá félögum. Samsvarandi tala árið áður hvað einstaklinga á- hrærir var kr. 2.760.456.185,-. Hæstu gjaldendur einstaklinga eru Hrafnkell Stefánsson lyfsali, Isafirði með kr. 2.653.341,- i tekju- skatt og Utsvarog Jón Fr. Einars- son, byggingameistari, Bolung- arvík, sem er með kr. 2.244.995 - i tekjuskatt og útsvar. Hjá félögum er hæsti gjaldandi til tekjuskatts hraðfrystihUsið Norðurtangi h.f. ísafirði með kr. 3.326.782,-. Sami aðili var einnig hæsti gjaldandi i fyrra með 2.671,- . Kaupfélag Isafjarðar með UtibU- um greiddi mestan söluskatt á sl. ári, eða 22.606.953,-. Tekið skal fram, að saman- burður á tekjuskatti einstaklinga og á milli tveggja siðustu álagn- inga er ekki alveg raunhæfur, þar sem nU er ekki lagt á fjölskyldu- bætur, ekki veittur persónufrá- dráttur fyrir börn, og ekki veittur skattaafsláttur fyrir börn. Skatt- skrár 1975 i Vestfjarðarumdæmi, 32 að tölu, liggja frammi 18. jUli til og með 31. jUli i skattstofunni á ísafirði og hjá viðkomandi um- boðsmönnum. Kærufrestur er til 31. jUlí. Síöustu skattskrár til Utreikn- ingar gjalda voru afhentar Skýrsluvélum rikisins og Reykja- vikurborgar 4. jUlí sl. eða sex dögum fyrr en árið 1974. Var ætl- unin að skattskrár lægju frammi ekki slðar en 20. julí í samræmi við 39. grein skattalaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.