Tíminn - 31.07.1975, Page 5
Fimmtudagur 31. júli 1975.
TÍMINN
5
Ekki sami Lúðvík
Sá Lúðvik Jósepsson, sem
fram kom i útvarpsþætti um
landhelgismálið á mánudag-
inn, er ekki sami Lúðvik
Jósepsson og sat I ráðherra-
stói 1971—’74. t ráðherratið
sinni var Lúðvik Jósepsson
mjög fús til samninga við út-
lendinga um undanþágur til
veiða innan fiskveiðilögsög-
unnar. En sem þingmaður
hefur hann allt aðra skoðun og
vill helzt ekkert tala viö út-
lendinga um neinar undan-
þágur. Að þessu leyti svipar
Lúðviki til núverandi sjávar-
útvegsráðherra, Matthlasar
Bjarnasonar, sem sagði i
sama útvarpsþætti, að sem
þingmaður hefði hann greitt
atkvæði gegn samningum við
Breta 1973.
Samkvæmt þessu, virðast
sumir ekki taka ábyrga af-
stöðu, nema þeir sitji I ráð-
herrastól.
Ábyrg afstaða
Áðurnefndur útvarpsþáttur
um landhelgismálið var nei-
■ kvæður að þvl leyti, á hve lágu
^ plani málflutningur stjórnar-
andstöðunnar var. t þessum
þætti lagði Einar Ágústsson
utanrikisráðherra áherzlu á,
að það væri ekki nema sjálf-
sögð kurteisi að ræða við þær
þjóðir, sem þess óskuðu. Það
væri gert án nokkurra skuld-
hindinga. Þingflokkur Fram-
sóknarflokksins hefur lýst
þeirri skoðun sinni, að vel geti
komið til mála að veita ein-
hverjar undanþágur utan 50
milnanna, þ.e. á beltinu milli
50 og 200 milna. Um annað
hefur ekki verið rætt. A þessu
stigi er óverjandi að neita
fiskveiðiþjóðum, sem sótt
hafa miðin við island, að ræða
við þær. Aðalatriðið er að
vernda svæðið innan 50 mfln-
anna. Þar eru gjöfulustu mið-
in og þær uppeldisstöðvar,
sem vernda þarf. Getgátur Al-
þýðubandalagsmanna um
undanslátt I landhelgismálinu
eru tilhæfulausar, og afar ó-
smekklegt að nota þetta mál
til pólitiskra árása, eins og
gert er I leiðara Þjóðviljans i
gær.
—a.þ.
GEYMSLU
HÓLF
GEYMSLUHOLF I
ÞREMUR STÆRDUM.
NÝ ÞJONUSTA VID
VIÐSKIPTAVINI I
NÝBYGGINGUNNI
BANKASTÆTI 7
Sqiminnubankinn
SAMVIRKI
Haust-
sýning
Kaup-
stefnunnar
í Leipzig
Haustsýning Kaupstefnunnar i
Leipzig verður að þessu sinni
dagana 31. ágúst til 7. september
og fer fram undir kjörorðinu:
„Alþjóðaviðskipti og tæknifram-
kvæmdir”. — Yfir 6.000 framleið-
endur og útflytjendur frá 50
löndum hafa tilkynnt þátttöku
sina. Þau munu sýna tækni- og
neyzluvörur á sýningarsvæði,
sem nær yfir 270.000 fermetra.
Viðskiptamenn, visindamenn og
tækni-sérfræðingar frá meira en
90 þjóðlöndum eru væntanlegir til
Leipzig.
Sérsýningar i vöruflokkum
tæknivara verða margar, en
mjög áberandi munu verða:
Framleiðsluvörur efna-iðn-
aðarins með syntetiskum trefjum
og efnavörur fyrir landbúnaðinn.
Efnavöru-vélar með plast-
-vélum. Ennfremur vefnaðar-
vélar, flutningatæki svo og lyf- og
skurðlækninga-búnaður.
A meira en 130.000 fermetrum
verða neyzluvörur sýndar i
sýningarhúsunum I innbænum og
einnig á tæknisvæðinu. Meðal
þeirra má nefna sérstaklega:
Vefnaðarvörur og fatnaður. Mat-
vörur og þeim skyldir vöru-
flokkar.
Kemiskar vörur til heimilishalds,
snyrtivörur og lyf. Búsáhöld og
heimilistæki, gler— og kemiskar
vörur. Tómstundavörur og
iþróttavörur. Kennslutæki og
húsgögn fyrir skóla.
Margar ráðstefnur verða
haldnar, þar sem vlsindamenn og
tæknilegir sérfræðingar geta
skipzt á skoðunum og reynslu.
Frá þýzka alþýðulýðveldinu
munu um 2.800 útflytjendur og
framleiðendur sýna vörur sinar,
en auk þess munu 11 sósialista-
lönd verða með sýningardeildir á
haustsýningunni, m.a. frá Sovét-
rikjunum, Póllandi, Tékkó-
slóvakiu, Ungverjalandi,
Búlgariu, Rúmeniu, Júgóslaviu
og Mongóllu.
10 iðnþróunarlönd munu taka
þátt, eins og I undanförnum
haustsýningum og hafa sýningar-
deildir I vöruflokkum neyzluvara.
1.500 sýnendur frá kapitalista-
rikjum hafa pantað sýningar-
svæði, en meðal þeirra eru
heimsþekktir iðnaðar-hringir,
svo og út- og innflytjendur frá
Belgiu, Þýzka Sambandslýð-
veldinu, Finnlandi, Bretlandi,
Itallu, Japan, Hollandi, Austur-
riki, Sviþjóð, Sviss og Banda-
rikjunum. Fulltrúar rikisstjórna
þessara landa munu nú aftur hafa
opinberar upplýsinga-mið-
stöðvar.
Að venju eru Kaupstefnukort
v/sýningarinnar I Leipzig af-
greidd á skrifstofu Kaupstefn-
unnar — Reykjavik h.f., Hafnar-
stræti 5, simi 11517,
Claas heyhleðsluvagnar
ViS bjóSum nú sem fyrr hinn
þekkta og traustbyggða Claas heyhleSslu-
vagn Autonom LWG 24 m3 með sjö hnífum.
Claas heyhleðsluvagninn er
sterkbyggður og lipur. Hjólbarðar eru stórir,
11,5x15 (svonefndir flothjólbarðar).
Söxunarbúnaður er fyrir þurrhey og vothey
og stillanlegt dráttarbeisli. Þurrheys-
yfirbygging er fellanleg. Hleðslutíminn er
5 mín. og losunartíminn allt niður I 2 mín.
Claas heyhleðsluvagninn nær upp allt
að 1,60 m breiðum múga.
Góð reynsla hefur fengist af notkun
Claas heyhleðsluvagna hérlendis.
LWG er 1200 kg að þyngd tómur, en
3800 kg hlaðinn. Hann rúmar 24 mJ af þurrheyl, en
14 mJ af votheyi. Pallstaarð er 4,30x1,60 og
heildarlengd 6,80 m. Sporvldd LWG er 1,50 m.
Mentor SM 135
Mentor sláttuþyrlan er smíðuð
á grundvelli margra ára reynslu og tilrauna.
Framúrskarandi traustbyggð og afkasta-
mikil. Vinnslubreidd sláttuþyrlunnar
er 1,35 m. Mjög auðvelt er að skipta um
hnífa I Mentor SM 135 sláttuþyrlunni.
Claas hjólmúgavélar
Claas AR 4 hjólmúgavélin er tengd
á þrítengi dráttarvélar og er hægt að lyfta
henni með vökvalyftunni. Burðargrindin er
tengd I tvo stífa gorma og tindar hjólanna
hafa mikinn sveigjanleika, þar sem þeir ná
30 cm út fyrir hjólgjörðina. Þetta hvort
tveggja stuðlar að þvi, að múgavélin geti
fylgt ójöfnum landsins.
Claas AR 4 rakar vel, skilur eftir
litla dreif og er lipur í notkun, þar sem hún
er tengd á vökvalyftu dráttarvélar.
Ökuhraðinn hefur ekki áhrif á vinnugæðin.
Við hraðann 8—12 km/klst. eru meðal-
afköst vélarinnar allt að 2 ha á klst.
Claas AR 4 múgavélin er lipur og traust-
byggð.
Claas BSM 6 er dragtengd
hjólmúgavél og óháð tengidrifi dráttarvélar.
Hún hefur sex rakstrarhjól og hvílir á
þrem gúmmihjólum. Vinnslubreidd er allt
að 2,80 m. Afköst við venjuleg skilyrði
eru allt að 3 ha á klst.
Claas heybindivél
Claas-Markant 40 heybindivélin
tekur heyið upp, pressar það I bagga og
bindur. 25 ha dráttarvél getur dregið hey-
bindivélina. Claas-Markant heybindivélin
er hagkvæm, sparar bæði tima og vinnu.
Afköst allt að 12 tonn á klst.
Claas W 450 er dragtengd heyþyrla meS
fjórum stjörnum, flmmarma. Undir hverri stjörnu
er landhjól. Vinnslubreidd er 4,50 m. Afköst allt aS
5 ha á klst.
Claas WSD er lyftutengd stjörnumúgavél
og vinnslubreidd 2,80 m. Sérlega hagstæS fyrir
heybindivélar og heyhleSsluvagna.
MENTOR
Allar þessar heyvinnuvelar eru
fyrirliggjandi á lager og geta fengist
afgreiddar strax. Bændur, kynnið ykkur
kosti þeirra og leitið upplýsinga um verð
og greiðsluskilmála hjá okkur.
SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK* SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS