Tíminn - 31.07.1975, Side 6

Tíminn - 31.07.1975, Side 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 31. júli 1975. „UPPHAF NÝRRAR VIÐLEITNI TIL AÐ EFLA SAMSTARFIÐ MILLI RÍKJA EVRÓPU" Ræða Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, flutt á lokafundi Öryggisráðstefnu Evrópu í Helsinki t upphafi máls mins vil ég ekki láta undirhöfuð leggjast að færa Finnum, gestgjöfum okkar og vinum, verðskuldaðar þakkir fyrir að gera okkur kleift að hittast i hinni fögru höfuðborg þeirra. Við dáumst ekki aðeins að þvi, hve vel Finnar hafa undirbúið þriðja áfanga þessar- ar ráðstefnu með skömmum fyrirvara, heldur hljótum við einnig að lýsa þakklæti okkar i garð forseta Finnlands og finnsku rikisstjórnarinnar fyrir ómetanlegt framlag til þess, að unnt hefur reynst að stofna til og leiða ráðstefnu þessa til lykta. Finnar hafa hér enn sýnt, trúir sögu sinni, að þeim tekst hið ómögulega. xxxx Fundur sá, sem við nú sitjum er lokaáfangi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu, en táknar þó miklu fremur upp- haf en endi. Upphaf nýrrar við- leitni til að efla samstarfið milli rikja Evrópu, og vina okkar 1 Norður-Ameriku, Bandarikj- anna og Kanada. A ráðstefnunni hafa verið rædd gamalkunn viðfangsefni, en einnig hafa hér verið til um- ræðu i hópi 35 rikja margvisleg málefni, sem aldrei fyrr hafa verið tekin til umræðu á alþjóð- legum vettvangi. Ráðstefnan hefur sannað okkur, að unnt er að ná samkomulagi um flókin og mikilvæg atriði. En viður- kenna ber, að orðalag sam- þykktanna er stundum óljósara en æskilegt hefði verið og ber vitni um málamiðlun, sem hefur ekki alltaf náð tilgangi sinum. Skiptir þvi mestu máli, hvernig skilningur þjóðanna birtist i framkvæmd. xxxx 1 ræðu þeirri, sem utanrikis- ráðherra Islands flutti hér á þessum vettvangi fyrir tveimur árum benti hann á, að það mundi efla gagnkvæmt öryggi okkar, ef við gætum á ráðstefn- unni komist að samkomulagi um grundvallarreglur, sem allir virtu i framtiðarsamskiptum okkar. Hann sagði, að eðlilegt væri, að við byggðum á þeim meginsjónarmiðum, sem þegar hefur verið samið um á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Það boðaði ekki gott ef við reyndum hér að mæla gegn, drepa á dreif eða gripa inn i þær skuld- bindingar, sem við höfum þegar gengist undir. Heldur ættum við að stefna að þvi, að auka gildi þessara grundvallarsjónarmiða með samkomulagi um að fylgja þeim fram i raun á komandi ár- um. Ég vona að fullyrða megi nú á þessari stundu, að niður- staða sú, sem hér liggur fyrir sé i fullu samræmi við þessi sjónarmið. Við höfum orðið ásáttir um hvernig innbyrðis samskiptum okkar skuli háttað án tillits til stjórnarfars i einstökum lönd- um eða hvernig alþjóðlegum tengslum okkar er varið. Samþykktir þær, sem undir- ritaðar verða á þessum fundi okkar, binda okkur að visu ekki lagalega, en við hljótum að ætlast til að eftir þeim sé farið. Þær eru þannig óneitanlega merkur áfangi, þvi að orð eru til alls fyrst. En fyrst mega þau sin samt, þegar orðin verða að veruleika i breytni okkar. Viö skulum þvi vona að samþykktir okkar komist hið allra fyrsta i virka framkvæmd. xxxx A ráðstefnunni hefur náðst samstaða um leiðir, til að efla traust milli þjóða og draga úr likum i hernaðarátökum. Allar þjóðir vænta þess, að unnt verði að efla svo gagn- kvæmt traust milli rikja og rikjahópa, að fram fari raun- hæfur samdráttur herafla. Við hljótum þvi að leggja rika áherslu á, að umræðum um gagnkvæman samdrátt herafla i Mið-Evrópu verði áfram hald- ið af vaxandi krafti, og þær leiði til raunhæfra ráðstafana, enda verði öryggi hvers einstaks rikis i samfélagi okkar með þvi betur tryggt en áður. Jafnframt er það von min, að árangur þess- ara viðræðna greiði fyrir sam- komulagi, sem byggt er á þeim sama grundvelli, varðandi önn- ur svæði. xxxx Það ætti að vera sameiginlegt áhugamál okkar að vernda sjálfstæði þjóða, hversu fá- mennar, sem þær kunna að vera, þvi að þannig er best tryggt, að þær geti varðveitt sérkenni sin og menningararf- leifð og þar með frjóvgað og aukið fjölbreytni i menningar- legu samfélagi okkar. Samþykktir þessarar ráð- stefnu ættu að vinna gegn einan- grun þjóða og einstaklinga en einangrunin leiðir i senn til for- pokunar þjóðanna sjálfra og gefur jafnframt tilefni til tor- tryggni i þeirra garð. Ég tel, að samþykktir ráð- stefnunnar um aukin mannleg samskipti, upplýsingamiðlun og menningartengsl séu mjög þýðingarmiklar. Einstaklingar eru ekki frábrugðnir rikjunum að þvi leyti, að þeir vilja vera sjálf- stæðir og sinnar eigin gæfu smiðir, án þess að þeim sé haldið i skefjum af ósanngjörn- um lagaboðum. Ferðafrelsi einstaklinga, óheft upplýsingamiðlun og eðli- leg samskipti milli einstaklinga, hvar sem þeir búa,skyldra og óskyldra, án tillits stil þjóðernis eða kynþáttar, allt eru þetta sjálfsagðar kröfur nútima- manna. Enda er framkvæmd þeirra visasti vegurinn til að eyöa fordómum, vantrausti og ástæöum til vigbúnaðarkapp- hlaups. xxxx Farsæld þjóða okkar er sam- ofin. Hagur einnar þjóðar er háður velmegun annarra. Fá eða ef til vill ekkert þátt- tökurikja ráðstefnunnar er eins háð utanrikisviðskiptum um alla afkomu sina og tsland. A þein? tima, sem ráðstefnan hef- ur setið að störfum, hefur þetta sannast áþreifanlega. Við- skiptakjör og þar af leiðandi lifskjör islensku þjóðarinnar hafa versnað mjög vegna hærra verðlags á innfluttum varningi, en einkum vegna lægra verð- lags á útfluttum sjávarafurð- um, sem eru 80% af útflutningi Islands. A slikum erfiðleikatimum er mikilvægt að halda áfram og raunar auka samvinnu i efna- hags- og viðskiptamálum. Við fögnum niðurstöðum ráðstefn- unnar að þessu leyti, þvi miðað er að efldri samvinnu, sem byggir á gagnkvæmnissjónar- miðum. Viðskiptaþvinganir eiga ekki rétt á sér fremur en valdbeiting af öðru tagi. Aukin viðskiptasamvinna stuðlar að hagkvæmri verka- skiptingu þjóða á milli og verndun auðlinda. Umhverfi og auðlindir verður að vernda og leggja ber rækt við að bæta það, sem aflaga hefur farið. Engum árangri verður náð i þessu efni nema með raunhæfum aðgerð- um, þar sem sérstök ábyrgð hvers einstaks rikis er mörkuð. Innan slikra marka hafa Is- lendingar stigið skref til friðun- ar á auðlindum hafsins með þvi að stjórna nýtingu fiskimiöanna við Island. Nýlega tók islenska rikis- stjórnin þá ákvörðun, að frá og með 15. október 1975 skuli is- lensk fiskveiðilögsaga ná yfir 200 sjómilur. Vitneskjan um siminnkandi afla á islenskum fiskimiðum leiddi til þess, að við töldum það óverjanlegt að fresta útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. En við ákvarðanir sinar um þetta efni hefur islenska rikisstjórnin byggt á þeim drög- um að sáttmála, sem nú liggja fyrir 3. hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. xxxx Herra forseti. Allir hljótum við að óska á þessari stundu, að niðurstöður ráðstefnunnar verði dyggilega virtar og þeim hrundið i fram- kvæmd. Islendingar vilja lifa i friði við allar þjóðir, þeir vilja að samvinna riki og hagsmuna- árekstrar séu leýstir með sann- girni og góðum samkomulags- vilja. Þjóðir okkar vænta þess af okkur, að góðum áformum sé hrundið i framkvæmd. Hér er- um við ekki að reisa nein Potemkin-tjöld. Við ætlum hvorki að blekkja sjálfa okkur né aðra. Við gerum okkur þvert á móti grein fyrir, að á öllu velt- ur, að við efnum I raun sam- þykktir okkar og þær beri ávöxt i daglegu lifi þjóða okkar. Við eigum að heita þvi hér i Helsinki á þessari stundu, að svo skuli verða. „Ég Kef aldrei séð annað eins lið” — sagði Marteinn Geirsson, sem lék sinn 25. landsleik í gærkvöldi ARNI STEFANSSON. MARTEINN GEIRSSON, einn litrikasti knattspyrnumaður okk- ar undanfarin ár, lék sinn 25. landsleik i gærkvöldi og bættist þannig i hóp þeirra fræknu leik- manna, sem gullúr fá að verð- launum frá KSÍ fyrir frábæra frammistöðu um margra ára skeið. Marteinn sem hefur iengi sett sitt ágæta merki á Islenzka knattspyrnu, lék sinn fyrsta landsleik gegn Norðmönnum i Bergen 1971 og siðan hefur hann verið fastamaður I landsliðinu. — Þessir rússnesku piltar voru alveg stórkostlegir, ég held að ég hafi aldrei séð annað eins lið, sagði Marteinn eftir leikinn. Hvernig verða þeir úti i Moskvu á góðum grasvelli? Annars tel ég, að höfuðgalli okkar I þessum leik hafi verið sá, að við rukum alltof mikið I þá og seldum okkur til- tölulega ódýrt. Þó er ég þokka- lega ánægður, þótt siðara markið hefði aldrei þurft að koma. Við vorum virkilega óheppnir að skora ekki i fyrri hálfleiknum, sagði Marteinn að lokum. MARTEINN — sinn 25. landsleik. Sagt eftir leikinn TEITUR ÞÓRÐARSON. Arni Stefánsson, Fram: — Já, þetta var frekar erfiður dagur hjá mér i markinu, sér- staklega var fyrri hálfleikurinn erfiður á stundum. Hvað sjálfan mig snertir, fannst mér kannski hvað skemmtilegast að leika með landsliðinu fyrir islenzka hvetj- andi áhorfendur, en báðir minir fyrri landsleikir voru erlendis, annar i Færeyjum og hinn I Noregi. Rússneska liðið er langbezta lið, sem ég hef leikið á móti og sennilega eitt bezta landslið, sem til er i heiminum i dag. Ég get að sjálfsögðu ekki verið ánægður rneð mörkin, og þetta var hálfgert klúður i bæði skiptin, — en auðvitað er ekkert við þvi að gera. Jón Pétursson, Fram: — Þetta var talsvert erfiður leikur og mjög erfitt að leika gegn þessu liði. Það sem gerði mér örðugast fyrir var sú leikaðferð Rússanna að hafa engan ákveðinn kantmann min megin, — þeir tóku tveir þá stöðu til skiptis. Ég tel að þetta lið sé það langbezta, sem við höfum leikið við i sumar. Við áttum að skora eitt mark i fyrri hálfleiknum. — Það verður erfitt að leika gegn þeim i Moskvu. JÓN PÉTURSSON. Teitur ÞórOarson, Akranesi: — Nei, ég er ekkert svekktur vegna þessa leiks, enda tel ég, að viö þurfum alls ekki að vera óánægðir,þvi rússneska landsliðið er albezta lið, sem við höfum leik- — ið á móti. Þeir eru allir mjög likamlega sterkir og leika hratt, — og það var þvi mjög erfitt að leika á móti þeim. Rússarnir gátu látið okkur hlaupa alltof mikið og það er fyrst og fremst vegna hraðans sem þeir búa yfir. Við náðum ekki að sýna eins góðan leik og t.d. á móti Þjóðverjunum, — og við fengum einfaldlega aldrei tima til að gera það sem við ætluðum okkur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.