Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 31. júll 1975.
TÍMINN
13
Grétar Magnús Guömundsson viö eitt verka sinna á sýningunni.
PARADISARHEIMT
á Kjarvalsstöðum
Sýning Grétars AAagnúsar
Guðmundssonar
Þessa dagana sýnir á Kjar-
valsstöðum ungur myndlistar-
maöur Grétar Magnús Guð-
mundsson, sem nú hefur stytt
nafn sitt TARNUS GréTAR
MagNUS. Hann er annars úr
Skeiöunum, fæddur i Húsatóft-
um og er nú 31 árs að aldri.
Magnús hefur Hka stundað
söng og bariö trommur í hljóm-
sveitum, aö þvi er hann sagöi
gestum á sýningunni.
Hann lauk kennaraprófi i
teikningu frá Myndlistarskólan-
um i Reykjavik áriö 1971.
Grétar Magnús sýnir okkur 35
málverk af ýmsum stærðum og
gerðum, það elzta frá árinu 1964
og þau yngstu eru ný. Kennir
þar margra grasa og verkin
minna á ýmsa eins og gjarnan
vill verða, meðan menn eru að
finna yndi sitt, eins og þar segir.
Allavega blandast ólikir hlutir
saman.
Grétar Magnús reiðir hátt til
höggs.að sýna I þessum sal eftir
svo litla vinnu og sýning hefði
eflaust orðið heilsteyptari og
betri ef hann hefði beðið fáeina
mánuði, eitt til tvö ár, þvi þetta
er eins og að keyra vanþroskaða
ávexti á markaðinn, fáum dög-
um fyrir þroska. Með þessu er
svo sem ekki verið að ráða
honum frá sýningum — öðru,
nær, sum verkanna, eins og t.d.
no. 11 og reyndar sumar fleiri
bera vott um hæfileika og þekk-
ingu á málarakúnst. Þó má
segja að hann hafi sýnt tals-
verðan þroska að nota aðeins
hluta salarkynna Kjarvalsstaða
undir þessi verk, þvi gjarnara
er mönnum að fylla salinn og þá
oft á kostnað gæðanna.
Listamaðurinn kemur vel
fyrir og uppátæki hans mörg
benda til þess að hann láti ekki
stöðva sig og það vona ég að
þetta greinarkorn geri ekki
heldur, en umfram allt, heil-
steypta, vandaða sýningu næst.
Mér er það ljóst að þýðingar-
mikið er fyrir málara að sjá
verk sin á sýningu, þær eru
eignakönnun, skráning og
niðurstaða úr sundurleitum far-
angri. Sýningin á að hjálpa
þessum efnilega manni til út-
tektar á sér sjálfum og verða til
nokkurs þroska.
Jónas Guömundsson.
Innanhússfrágangur
Heildartilboð óskast i innanhússfrágang I
skrifstofuhúsnæði Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins að Keldnaholti.
Útboð þetta nær aðallega til innréttinga-
smíði, málningar, dúklagningar og raf-
lagna.
Verkinu sé að fullu lokið 1. mai 1975.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri gegn 5.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju-
daginn 19. ágúst kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Ný þjónustumiöstöð
KASK
SKAFTAFELLI
I vershininni:
Allar nauösynlegar matvörur,
búsáhöld og vefnaóarvara
miðuö við þarfir ferðamanna.
í veitingastofunni:
Heitur matur og grillréttir.
Þjónustumiöstöð-
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Þjóðgarðinum SKAFTAFELLI
í FERÐALAGIÐ
Epli — Appelsínur — Grape — Sítrónur
Bananar — Tómatar — Agúrkur
Niðursoðnir ávextir
Niðursoðin kjötvara
Kæfa — Sardínur — Rækjur — Sjólax o.fl.
Fiskbollur — Fiskbúðingur
Kex — Sælgæti
Ávaxtasafi margar tegundir
Súpur í pökkum og dósum
Kartöfluflögur — Saltstangir — Saltmöndlur
Vestfirzkur harðfiskur
Carlsberg — let öl
Opið til kl. 10 föstudag
Vörumarkaðurinnhf.
J ÁRMULA 1 a
Símar:
Matvörudeild 86-111
Húsgagnadeild 86-112
Heimilistækjadeild 86-112
Vefnaðarvörudeild 86-113
Skrifstofan 86-114