Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,26 61,56 115,20 115,76 79,27 79,71 10,64 10,70 9,69 9,75 8,67 8,72 0,57 0,57 92,37 2,93 GENGI GJALDMIÐLA 31.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 109,22 -0,21% 4 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Íslendingurinn og skákmeistarinn Bobby Fischer teflir á ný: Fischer býður þjóðinni í skák SKÁK Skákmeistarinn Bobby Fischer ætlar að þakka íslensku þjóðinni stuðninginn við sig með því að bjóða landsmönnum í fjöltefli í Vetrargarðinum í Smáralind í dag. Verður það í fyrsta sinn í þrettán ár sem Fischer teflir hefðbundna skák á opinberum vettvangi en síðast gerðist það í einvíginu fræga við Spasskí í Júgóslavíu árið 1992. Sem kunnugt er hefur Fischer þróað eigin tegund skákar og í raun snúið baki við hefðbundinni skák. Hann tefldi þó við samfanga sína í fangelsinu í Japan og kann enn réttu tökin á taflmönnunum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir gott að hann vilji tefla fjöltefli við Íslendinga og fagnar því sér- staklega að hann vilji tefla hefð- bundna skák. „Mér finnst þetta mjög gott hjá hon- um og held að margir hljóti að taka þátt. Skákin er í miklum blóma á Íslandi, sér- staklega fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar sem hefur unnið ómetanlegt starf fyrir skákina,“ segir Sæmundur. Fjölteflið fer fram í Vetrar- garðinum í Smáralind í dag og hefst klukkan tólf á hádegi. Allir eru velkomnir. - bþs Starfsmenn deila enn hart á útvarpsstjóra Nýráðinn fréttastjóri Útvarps er umboðslaus að mati nær 200 starfsmanna Ríkisútvarpsins sem funduðu um komu nýs fréttastjóra. Þar var vantraust samþykkt í þriðja sinn á skömmum tíma á útvarpsstjóra. RÍKISÚTVARPIÐ Tæplega 200 starfs- menn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfs- mennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til „falsrök, ýkjur og skrök“ til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafs- sonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þetta er þriðja vantrauststil- lagan sem samþykkt er á útvarps- stjóra vegna málsins, en að hinum tveimur fyrri stóðu fréttamenn Rík- isútvarpsins. Í samþykkt þeirri sem starfsmenn RÚV sendu frá sér eftir fundinn í gær segir að þeir harmi að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðuns Georgs. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinn- ar og því starfi sem þeir vinna van- virðingu. Fundurinn lýsir van- trausti á útvarpsstjóra vegna fram- göngu hans í þessu máli sem hljóti að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðar- ljósi. Við ráðningu Auðuns Georgs hafi útvarpsráð og útvarpsstjóri vikið til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök hafi verið tínd til í þeim tilgangi að kasta ryki í augu al- mennings. „Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn frétta- stjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb,“ segir í samþykktinni. „Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.“ Fundurinn lýsti fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu frétta- manna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri vildi ekki tjá sig um viðbrögð við ályktuninni þegar eftir því var leitað í gær. jss@frettabladid.is Héraðsdómur Reykjavíkur: Tveggja ára dómur DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær mann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal líkamsmeiðingar, þjófnað, fíkni- efnamisferli og umferðarlaga- brot. Er um síbrotamann að ræða sem hefur hlotið alls 23 dóma fyrir margvísleg afbrot síðustu fjórtán árin og þóttu brot hans nú afar ófyrirleitin og sýna ein- beittan brotavilja. Var hann ennfremur dæmdur til greiðslu miskabóta að upphæð 300 þúsund og missi ökuleyfis ævilangt. ■ TERRI SCHIAVO FYRIR ÁFALLIÐ Michael Schiavo var einn með konu sinni á dánarstundinni en nokkrum mínútum áður hafði hann rekið foreldra hennar á dyr. Terri Schiavo: Hefur kvatt þennan heim BANDARÍKIN Terri Schiavo andaðist í gærmorgun á hjúkrunarheimilinu í Pinellas Park í Flórída. Þar með lýkur sjö ára löngu stríði um örlög hennar sem foreldrar hennar og eiginmaður háðu. Deilurnar náðu hámarki þegar Bandaríkjaforseti blandaði sér í málið. Terri Schiavo var 41 árs en 1990 skaðaðist hún alvarlega á heila. Síðustu þrettán sólarhringana var hún án næringar. Foreldrar hennar voru að vonum miður sín og sagði lögmaður þeirra að þau væru afar döpur yfir að hafa ekki fengið að vera hjá dóttur sinni á dánarstundinni. ■ SUNDURHLUTAÐ LÍK Í STOKK- HÓLMI Vegfarendur fundu líkams- parta í ruslapoka sem komið hafði verið fyrir undir brú í Stokkhólmi. Að sögn Aftonbladet vantaði nokkra líkamshluta í pokann til að hægt væri að bera kennsl á líkið. Sænska lögreglan rannsakar málið sem morð. SVÍAR Á NIAS-EYJU KOMA Í LEIT- IRNAR Tveir Svíar sem saknað var eftir jarðskjálftann við Indónesíu á sunnudaginn eru komnir í leitirnar. Þeir höfðu farið til Nias-eyju til brimbrettaiðkunar og var talið að þeir hefðu farist í hamförunum. Þeir eru hins vegar við hestaheilsu. ■ SVÍÞJÓÐ NÝRÁÐINN FRÉTTASTJÓRI Í HEIMSÓKN Auðun Georg Ólafsson kom við í Útvarpshúsinu í gær og kastaði kveðju á fólk. ATKVÆÐATALNING Jóhanna Margrét Einarsdóttir og G. Pétur Matthíasson, fréttamenn á Ríkissjónvarpinu, með atkvæðaseðla starfsmanna. 178 samþykktu harðorða ályktun, 12 sögðu nei og einn skilaði auðu. SÆMUNDUR PÁLSSON BOBBY FISCHER Ætlar að þakka íslensku þjóðinni stuðning- inn við sig með því að bjóða landsmönn- um í fjöltefli í Vetrargarðinum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.