Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 8
1Hvaða knattspyrnumaður fékk rauðaspjaldið í sínum fyrsta landsleik, gegn Ítalíu? 2Meðal hvaða aldursflokks hafa for-dómar í garð útlendinga aukist? 3Hvaða sjávarútvegsfyrirtæki stendurtil að afskrá úr Kauphöll? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 VEISTU SVARIÐ? 8 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Ökumaður bifhjóls slasaðist eftir að lögreglubíl var ekið í veg fyrir hann: Lögreglumaður dæmdur DÓMSMÁL Lögreglumaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt og öku- manni bifhjóls 195 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa stefnt lífi hans í hættu í lok maí á síðasta ári. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og hyggst lögreglumaðurinn áfrýja dómnum til Hæstaréttar Íslands. Lögreglumaðurinn var að leita manna á bifhjólum um nótt í maí. Skammt frá bensínstöð Essó á Ægisíðu ók hann lög- reglubíl í veg fyrir bifhjól sem var á leið í austur. Dómurinn telur sannað að lögreglubílnum hafi verið ekið á rangan vegar- helming í þeim tilgangi að stöðva bifhjólið. Vegna þessa ók bifhjólið á lögreglubílinn og ökumaður þess kastaðist af hjól- inu og yfir bílinn. Hann slasað- ist nokkuð við áreksturinn. Eftir slysið hefur hann verið með verki í handlegg, baki, hálsi og höfði og hefur hann þurft að taka bólgueyðandi lyf við þess- um meiðslum og gangast undir sjúkraþjálfun. Um neyðarakstur lögreglu- bíla gilda sérstakar reglur. Dómurinn telur að lögreglu- maðurinn hafi ekki fylgt þeim heldur af stórfelldu gáleysi stefnt ökumanni bifhjólsins í augljósa og verulega hættu. - th FORSETAKOSNINGAR Í MIÐ- AFRÍKULÝÐVELDINU Francois Bozize, leiðtogi herforingjastjórn- arinnar í Mið-Afríkulýðveldinu, fékk flest atkvæði í forsetakosn- ingunum sem fram fóru á dögun- um. Hann fékk þó ekki meirihluta atkvæða og því verður að kjósa aftur á milli hans og Martin Zingu- ele, en af honum rændi Bozize völdum árið 2003. BÖRN Í HER FÍLABEINSSTRAND- ARINNAR Ástandið á Fílabeins- ströndinni hefur verið ótryggt und- anfarna mánuði og hafa stríðandi fylkingar byggt upp heri sína. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hefur stjórnarherinn í landinu fengið Líberíumenn í sínar raðir og eru börn þar á meðal. Deilendur ræða nú málin í Suður-Afríku. 60 DAGA FANGELSI Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær ungan mann til 60 daga fangelsisvistar fyrir þjófnað og margvísleg fíkni- efnabrot. Var tillit tekið til fullrar játningar mannsins en sökum langs brotaferils þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda dóm þennan. 40 DAGA FANGELSI Annar ungur maður fékk einnig fangelsisdóm fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir ítrekuð brot á fíkniefnalöggjöfinni. Viðurkenndi sá alla sök sína og sætir 40 daga fangelsi fyrir vikið. ■ DÓMSMÁL ■ AFRÍKA VIÐ ÆGISÍÐU Lögreglubílnum var ekið inn á rangan vegar- helming við hraðahindrunina skammt frá Essó-bensínstöðinni. Ökumaður slasaðist þegar hann ók á lögreglubílinn. PÁFINN SEGIR EKKI AF SÉR Þótt heilsu Jóhannesar Páls II páfa fari stöðugt hrakandi mun hann ekki afsala sér páfadómi. Þetta segir ítalskur sérfræðingur í mál- efnum Páfagarðs og náinn vinur páfans. Í gær varð að setja slöngu í nef Jóhannesar Páls til að veita honum vökva og næringu. ■ PÁFAGARÐUR HARARE Þingkosningar voru haldnar í Zimbabwe í gær og fóru þær mun friðsamlegar fram en kosningarnar árið 2000. Fáir gera sér hins vegar grillur um að Robert Mugabe, forseti landsins, hafi staðið heiðarlega að fram- kvæmd þeirra. Kosið var um 120 þingsæti af 150 en Mugabe skipar sjálfur í þau þrjátíu sem eftir eru. Í síð- ustu kosningum fékk Lýðræðis- fylking Morgan Tsvangirai 57 þingsæti en bróðurparturinn af þingmönnunum kom samt úr ZANU-flokki Mugabe. 5,8 milljónir voru á kjörskrá fyrir þessar kosningar og var kjörsókn í gærdag sæmileg. Best var hún í höfuðborginni Harare en í sveitahéruðum mættu fáir á kjörstað. Fjórðungur kjósenda varð frá að hverfa þar sem fólkið var ekki að finna á kjörskrá eða vantaði skilríki. 3,4 milljónum brottfluttra Zimbabwemanna var meinað að greiða atkvæði utan kjörfundar en flestir þeirra eru taldir stjórnarandstæðingar. Samt var lítið um óeirðir, ólíkt því sem gerðist fyrir fimm árum. „Ég held að við séum öll sam- mála um að þessar kosningar geti ekki talist á nokkurn hátt sann- gjarnar eða heiðarlegar,“ sagði Tsvangirai þegar hann greiddi atkvæði í gær og virðast flestir óháðir stjórnmálaskýrendur vera á sama máli. Þannig er talið að 800.000 manns sem eru löngu dánir séu á kjörskrá og þeir styðja víst allir ZANU. Erlendir kosn- ingaeftirlitsmenn eru sárafáir í landinu og þeir koma frá löndum hliðhollum Mugabe. Engum eftir- litsmönnum frá Evrópu eða Bandaríkjunum var hleypt inn í landið. Mugabe hefur meira að segja hótað því að fella niður mat- vælaaðstoð við þau héruð sem kjósa stjórnarandstöðuna. Mugabe sjálfur var glaður í bragði þegar hann kaus í gær og sagðist eingöngu greiða atkvæði til að gera sigur sinn ennþá stærri. Hann vísaði ásökunum um svindl á bug. Mugabe er sagður ætla að ná 2/3 hlutum þingsæta til að geta knúið fram stjórnarskrár- breytingar. Lífskjör hafa snarversnað í Zimbabwe síðustu ár og er landið orðið mjög einangrað á alþjóða- vettvangi vegna ógnarstjórnar Mugabe. Búist er við að úrslit kosning- anna liggi fyrir á næstu dögum. sveinng@frettabladid.is Mugabe tryggir sjálfum sér sigur Engin hætta er talin á öðru en að flokkur Roberts Mugabe vinni stórsigur í kosningum sem fram fóru í gær enda forsetinn sagður hagræða úrslitum. ZIMBABWE „Þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Sólveig Ólafs- dóttir um þingkosningarnar í Zimbabwe í gær, í samanburði við síðustu kosningar sem fram fóru í landinu árið 2002. Það voru for- setakosningar, þar sem stuðnings- menn Roberts Mugabes beittu stjórnarandstæðinga hörðu og hálfgert borg- arastríðsástand ríkti. Mugabe hefur setið á forsetastóli allt frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretaveldi fyrir aldar- f j ó r ð u n g i . Hann er nú 81 árs að aldri. „Andrúms- loftið er allt annað og afslappaðra,“ segir Sólveig, sem var upplýsingafull- trúi Rauða krossins í Harare á tímabilinu 2001-2004. „Mér vitan- lega voru engar biðraðir á kjör- stöðum núna og fulltrúar úr sendi- ráðum hér í Harare hafa fengið hindrunarlausan aðgang að kjör- stöðum.“ Að sögn Sólveigar er hluta ástæðunnar fyrir rólegheit- unum í kring um kosningarnar nú að leita í því að stjórnarandstæð- ingar hafi varla haft nokkurn vett- vang til að heyja kosningabaráttu. Stjórnarflokkur Mugabes hefði verið búinn að loka öllum fjölmiðl- um sem hleyptu sjónarmiðum stjórnarandstæðinga að. En fjöldi fólks hefði sótt kosningafundi sem stjórnarandstöðuflokknum MDC hefði tekist að halda á enda- sprettinum fyrir kosningarnar. - aa KOKHRAUSTUR VIÐ KJÖRKASSANN Robert Mugabe var eldhress þegar hann kaus í gær enda nokkuð viss um hverjar lyktir kosninganna verða. M YN D /A P SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR Starfaði í Harare 2001-2004. Sólveig Ólafsdóttir: Eins og svart og hvítt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.